Alþýðublaðið - 29.09.1989, Side 5

Alþýðublaðið - 29.09.1989, Side 5
Föstudagur 29. sept. 1989 5 FðSTUDAGSSPJALL TIL ÁBYRGDAR Þaö verður ekki af Sjálfstæðisflokknum skafið. Þar er allt of eða van. Annað hvort erflokkurinn skoðanalaus, eða allt logar í ólíkum skoðunum. Nú hafa formaðurinn, varaformaðurinn og hugmynda- fræðingarnir á Mogga átt í ritdeilum út af mörgum skoðunum. Menn spyrja: Er sundrung í stóra, sterka flokknum? Einn til ábyrgðar______________ íhaldið í Reykjavík hefur hingað tii notað þetta slagorð með góðum árangri, enda hefur þetta gengið svo langt að það er aðeins með einn mann í framboði í borgar- stjórnarkosningunum, Davíð Oddsson. Utan um hann hefur verið búið til nýtt pólitískt kerfi fyrir borgar- stjórnarstarfið í Reykjavík. í því eru fyrst kjörnir einstaklingar af listum, eins og venjan er á ís- landi. . . Hjá minni flokkunum verða þeir að borgarfuiltrúum en hjá Sjálfstæðisflokknum verða þeir að kjörmönnum, sem síðan kjósa borgarstjóra. Þannig er fyrst kosin borgar- stjórn á venjulega íslenska vísu, en upp rís síðan borgarstjóri á ameríska vísu. Kjörmennirnir missa öll völd í hendúr borgarstjóranum, eri fá að gegna formennsku í hinum ýmsu nefndum borgarkerfisins. Um almennar pólitískar áhersl- ur er einn tii svara, borgarstjórinn. Kjörmönnunum er aðeins heimilt að tjá sig um málefni sinna nefnda. Um þetta módel dreymir Sjálf- stæðisflokkinn á landsvísu. Væri ekki yndislegt að hafa hreinan meirihluta á Alþingi, og einn flokk til ábyrgðar, í stað ósamkomulags- ins, sem þeir segja að alltaf hrjái samsteypustjórnirnar? Neinn til ábyrgðar___________ 1 skoðanakönnunum að undan- förnu hefur íhaldinu sýnst hilla undir þessa miklu framtíðarsýn. Fylgið hefur mælst vel á fimmta tuginn. Eflum einn flokk til ábyrgðar. Segjum sundurlyndinu stríð á hendur, er boðskapur Sjálfstæðis- flokksins. En hvað er á seyði? Nú er hún Snorrabúð stekkur. Forystan er komin í hár saman. Mogginn skammar Þorstein fyr- ir skoðanir í sjávarútvegsmálum. Þorsteinn skammar Moggann fyr- ir afskiptasemi, telur Sjálfstæðis- flokkinn ekkert koma bíaðinu við og segir blákalt að Styrmir Gunn- arsson njóti einskis trúnaðar í flokknum. Hvílík afneitun. Þykir þar trúiega einhverjum sem Moggaeggið kenni nú hæn- unum. „Þorsteinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nægilega afger- andi. Núna er hann gagnrýndur fyr- ir að taka af skarið — Það er vandlif- að í þessum flokki," segir Guð- mundur Einarsson í Föstudags- spjalli um innanhúsværingar í Sjálf- stæðisflokknum. Svo skrifar Friðrik móti Þor- steini og er allt í einu kominn upp að hliðinni á Mogga. Og í DV segir Þorsteinn að skoð- anir Friðriks séu óheppilegt inn- legg í máiið, en það var nákvæm- lega það sama sem Mogginn sagði um skoðanir Þorsteins, og olli reiði hans. Þessar sviptingar hafa ruglað heimsmynd sjálfstæðismanna. Það er nógu erfitt að hafa asklok fyrir himin, þótt ekki sé verið að snúa því, skipta um það og skratt- ast með það. Það vantar alla festu í þetta. Það er ekki neinn til óbyrgð- ar. Seinn til óbyrgöar Þorsteinn Pálsson hefur ekki átt sjö dagana sæla í formannssæti sínu. Fyrst vantaði hann ráðherrastól, því eldri mennirnir töldu óþarft að standa upp fyrir honum. Þvínæst mistókst honum það, sem fjölmarga sjálfstæðismenn hafði svo lengi dreymt um, þ.e. að losna við Albert án þess að skað- ast. Síðan var stöðvaður ásetningur hans um að tefla fram nýrri sveit þungavigtarmanna, þeim Birgi, Friðriki og Óiafi G. Matthías fór í símann og stöðvaði Óla G., og í of- análag sat ríkisstjórnin ekki nógu lengi til að yngri mennirnir gætu fest sig í sessi. Þetta og fleira hefur orðið tii þess að hann hefur orðið seinni til ábyrgðar á flokknum, en menn reiknuðu með í upphafi. Þorsteinn hefur verið gagnrýnd- ur fyrir að vera ekki nægilega af- gerandi. Núna er hann gagnrýnd- ur fyrir að taka af skarið. Það er vandlifað í þessum flokki. Maður er farinn að hailast að þeirri skoðun að það sé allt í lagi með Þorstein, en flokkurinn hans sé orðinn ruglaður. Eftir þeirri kenningu hlýtur Þor- steinn nú að vinna til að taka óum- deilda forystu. Hann má ekki vera öilu seinni til þess verks. Hann hefur heldur ekki um neitt að'velja. En hann ætti að íhuga betur hverjum hann afneitar. Guömundur Einarsson skrifar SMÁFRÉTTIR Jazz- og dixe- landhátíð Dagana 29. og 30. september nk. mun hin víðfræga þýska jazz- og dixeland-hljómsveit Water- end Jazzmen verða stödd hér á landi og skemmta í Danshöllinni, Brautarholti 20. Hljómsveitin, sem einungis mun.skemmta um þessa helgi hér á landi, er skipuð eftirtöldum listamönnum: Karl Oltmer á trompet, Ulli Fett á klarinett, Ruediger Wellbrock á básúnu, Heiko Freels á píanó, Klaus Schutte á banjó, Peter Bossaler á slagverk og Hero Loening á bassa. Hljómsveitin kemur fram á annarri hæð Danshallarinnar, en aðrar hljómsveitir munu skemmta á hinum hæðunum þremur. Hljómsveitin Waterend Jazzmen var stofnuð árið 1982, en áður höfðu einstakir hljóm- sveitarmenn þekkst lengi og spilað saman. Meðal fjölda þekktra laga sem þeir félagar eru með í farteskinu má nefna: Bye and bye, Bourbon street Parade, New-Orleans, lce Cream, When the Saints, Down by the River- side, Hallo kleines Fraeulein og My Bucket. Jazz- og dixelandshljómsveitin Waterend Jazzmen sem skemmtir i Danshöllinni. GETRAUNIR Alþýðublaðið við toppinn Alþýðublaðið er eftir 3 umferðir í 3ja sæti fjölmiðlakeppninnar í getraunum. Hljóðbylgjan og Bylgjan eru efst af 11 þátttak- endum með 19 rétta en Alþýðublaðið með 18 rétta. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 30. SEPT. ’89 J m 2 > Q I TÍMINN Z Z 3 > s 2 cc =3 (3 < Q RÍKISÚTVARPIÐ BYLGJAN STÖÐ2 STJARNAN ALÞÝÐUBLAÐIÐ HLJÓÐBYLGJAN SAMTALS 1 X 2 Aston Villa - Derby 1 1 2 2 X 1 1 1 X 1 1 7 2 2 Chelsea - Arsenal 2 2 1 2 2 2 2 X 2 1 1 3 1 7 C. Palace - Everton 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 11 Man. City-Luton 1 1 X 1 2 X 1 1 X 1 1 7 3 1 Millwall - Norwich 1 X 2 X 1 1 X X 1 X X 4 6 1 Nott. For. - Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Sheff. Wed. - Coventry X 2 2 2 2 X X X 1 2 2 1 4 6 Southampton-Wimbledon 1 1 X 1 X 1 X 1 X 1 1 7 4 0 Tottenham - Q.P.R. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Port Vale - Leeds 2 2 2 2 2 2 2 2 2 X 2 0 1 10 Sunderland - Sheff. Utd. 1 1 2 X X X 1 1 1 X X 5 5 1 Watford - Middlesbro 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 X 9 2 0 AUGLÝSING UM INNLAUSNAFtVERÐ VERÐTRYGGEJRA SPARISKlRTBNA RlKISSJÓES FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-2. fl. 25.10.89-25.10.90 kr. 1.853,12 1981-2. fl. 15.10.89-15.10.90 kr. 1.151,68 1982-2. fl. 01.10.89-01.10.90 kr. 795,49 1987-2. fl.D 2 ár 10.10.89 kr. 180,54 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.