Alþýðublaðið - 29.09.1989, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.09.1989, Síða 7
Föstudagur 29. sept. 1989 7 UTLOND Hrukkur komnar á hrukkukremin! um snyrtivörum, en sumir snyrti- vöruframleiðendur fullyrtu að krem þeirra innihéldu efnið. Þetta efni hefur gefist vel.til hjálpar húð sem er illa farin af langri dvöl í heitum sólríkum löndum. Nafngreindur bandarískur húð- sérfræðingur, segir ekkert andlits- krem, sem borið er á húðina, fari „inn í hana“ eins og oft var aug- lýst. Aftur á móti segir hann að rakakrem séu af hinu góða og húð- in hafi gott af raka í kremforrhi, og í mátulegu rakastigi inni í húsum fólks. Hann segir reyndar einnig að gamla góða vaselinið og matar- olíur séu ágæt hjálparmeðui! Það hefur stundum verið nefnt, segir sérfræðingurinn Dr. Zoe Draelos að konur kaupi umbúðir og nöfn þó þær hafi enga vitneskju um ágæti innihaldsins. „Það eru beinlínis lygar, sem konur virðast hafa látið blekkjast af, að eitt eða annað sem sullað er á húðina geti gert kraftaverk", seg- ir læknir við læknadeild í Kaliforn- íu. Svo sjáum við til hver næsta auglýsing verður, sem blekkir konur allra landa. (Stytt.) Framleiöendur snyrtivara verda að draga úr fullyrðing- um sínum um ,, kraftaverkakrem“, þetta er skipun bandarískra yfir- valda. Eftir þriggja ára japl jaml og fuöur, hafa þekktustu snyrti- vörufyrirtæki í Bandaríkjunum, loksins oröið viö þeirri kröfu yfirvalda að hætta fullyrðingum um krem sem gera krafta- verk — eða sanna það ella ... Þessar deilur byrjuðu árið 1986, hætta öllum fullyrðingum um þegar andlitskrem sem kallast „hrukkukrem sem er á við andlits- Glycel var auglýst upp, með því að lyftingu, endurnýjun húðfruma á segja að það innihéldi efni sem nefnist „glycosphingolipid" og fullyrt að það „endurnýjaði húð- frumurnar"! Þekkt merki eins og Clarins, Chanel og Estee Lauder, Revlon og Elisabeth Arden, fengu aðvörunarbréf og skipun um að jafnvel einni nóttu“ o.s.frv. Flest snyrtivörumerkin sem hlut eiga að máli eru bandarísk, önnur eins og Clarins og Lancaster eru frönsk en seld í Bandaríkjunum og verða að hlíta sömu reglum. Nú auglýsa sum fyrirtækin „þetta krem lyftir skapinu á hærra plan eða mýkir húðina á auga- bragði" og þykja þær auglýsingar tiltölulega hógværar. Kraftaverkaefni sem kallast Retin-A er aðeins fáanlegt gegn ávísun frá lækni og er ekki í nein- Þessi auglýsing þykir hógvær, segir aöeins aö aldur kvenna sjá- ist í augum þeirra. SJÓNVARP Sjónvarp kl. 21.50 REYNSLUTÍMINN (90 days) Kanadísk bíómynd, gerd 1985, leik- stjóri Giles Walker, aöalhlutverk Stefan Wodoslawsky, Christine Pak, Sam Grana, Fernanda Tauares. Þetta er verðlaunamynd, fékk fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð í Ha- vana á Kúbu en einnig hefur hún verið sýnd á hátíðum víða um lönd. Mynd í gamansama dúrnum og seg- ir frá tveimur vinum sem ekki geng- ur jafn vel í samskiptum sínum við hitt kynið. Annar þeirra er hinn mesti sjarmör, skilur reyndar við konu sína og viðhald á sama tíma en hittir þegar nýja konu sem hann kol- fellur fyrir. Samhliða ákveður sá óframfærni að bjóða til sín konu frá Austurlöndum, Kóreu, og hún kem- ur til Kanada til að kanna málin í 90 daga, áður en hún tekur ákvörðun um ráðahaginn. Sjarmörinn lendir í svipaðri reynslu með þá stúlku sem hann fellur fyrir ef að líkum lætur. Sjónvarp kl. 23.35 NJÓSNARIHENNAR HÁTIGNAR (Bond-James Bond) Heimildarmynd um allar þær sex- tán Bond myndir sem gerðar hafa verið, allt frá öndverðum sjöunda áratugnum til nútímans. Bond myndirnar eru vinsælasti fram- haldsmyndaflokkur allra tíma, án nokkurs efa og kannski varpar þessi heimildarmynd einhverju ljósi á hvers vegna svo er. í myndinni er saga Bond myndanna rakin, varpað ljósi á tæknibrellur og þróun vopna- búnaðar, tónlistin leikin úr myndum sem oftast hafa margfrægar orðið og að auki bregður fyrir á skjánum flestum frægustu Bond-stúlkunum og þær hafa margar verið glæsileg- ar. Og svo Bond sjálfur, Sean Conn- ery, George Lazenby, Roger Moore og Timothy Dalton — hver öðrum siðfágaðri ef rétt er munað. Stöð 2 kl. 23.55 MEÐ HNÚUM OG HNEFUM (Flesh and Fury) Bandarísk bíómynd, gerö 1952, leik- stjóri Joseph Penvey, aöalhlutverk Tony Curtis, Jan Sterling, Mona Freeman. Fjallar um heyrnarlausan mann sem þráir að heyra á ný. Hann ákveður að leggja stund á hnefa- leika og gengur það vel, verður brátt bestur þeirra sem það gera. En hann dreymir um fleira, nefnilega að vinna ást stúlkunnar sem hann sjálfur elskar, þráir og tilbiður eða hvað þetta allt heitir. Tony Curtis þykir sæmilegur í sínu hlutverki en myndin má heita í meðallagi. Ef til vill eitthvað örlítið yfir því markinu. Stöð 2 kl. 01.20 HINSTA FERÐ DALTON-KLÍKUNNAR (The Last Ride of the Dalton Gang) Bandarísk sjónvarpsmynd, gerö 1979, leikstjóri Dan Curtis, aöal- hlutverk Jack Palance, Larry Wilc- ox, Dale Robertson, Bo Hopkins, Sharon Farrel, Randy Quaid, John Fitzpatrick. Gamaldags vestri í útlag- ar-gegn-réttvísinni-tóninum. Samt sem áður heilmikill húmor í mynd- inni eftir því sem sagt er. Fjallar ann- ars um, eins og nafnið gefur til kynna Dalton-klíkuna sem sagði sig úr lögum við Villta vestrið á sínum tíma og stundaði þess í stað hrossa- þjófnað og þessháttar. Ailt tekur þó enda og glæpir borga sig aldrei. Þeir hefðu betur haft það í huga þessir drengir. Varla nema meðalmynd. 0 STOD 2 17.50 Gosi 15.05 Ástþrungin leit 17.05 Santa Barbara 17.55 Dvergurinn Davíö 1800 18.25 Antilópan snýr aftur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismœr (9) 18.20 Sumo-glíman 18.45 Heiti potturinn 1900 19.20 Austurbœingar 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veð- ur 20.30 Þátttaka i skópunarverkinu — Fyrsti hluti 21.05 Peter Strohm 21.50 Reynslutíminn (90 days) Kanadísk verölaunamynd frá 1985. 19.19 19.19 20.30 GeimáHurinn 21.00 Sitt litið af hverju 21.50 Börn götunnar 2300 23.35 Njósnari henn- ar hátignar (Bond — James Bond) Banda- rísk heimildamynd um þær sextán Bond- myndir sem geröar hafa veriö. 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23.25 Alfred Hitch- cock 23.55 Meö hnúum og hnefum 01.20 Hinsta ferö Dalton-klíkunnar 03.50 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.