Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 20. okt. 1989 MÞYBUBLM9 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Flákon Flákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. RÍKISSTYRKIR OG DAGBLÖÐ Guðmundur Magnússon sagnfræðingur ritar sérkennilega grein um ríkisstyrk dagblaða í Dagblaðið / Vísi í gær. Guðmundur er fyrrum ríkisstarfsmaður (aðstoðarmaður menntamálaráð- herra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar) og blaðamaður á Timanum en gerðist síðar blaðamaður á Morgunblaðinu eftir pólitísk sinna- skipti. Með þennan starfsbakgrunn og menntun sagnfræðings í huga, skyldu menn ætla að Guðmundur Magnússon hefði haft innsýn, þekkingu og tök á málefni því sem hann tekur til umfjöll- unar í umræddri blaðagrein. Ekki er því þó að heilsa. Sagnfræðingurinn heldur því fram í DV- grein sinni, að skatt- greiðendur greiði kostnað af útgáfu Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans. Flann heldur því einnig blákalt fram, að umrædd þrjú blöð flytji aðeins pólitískar flokksfréttir og séu ómarktæk sem fréttafjölmiðlar, en fréttir Morgunblaðsins og DV séu „tíðindi dagsins" eins og hann kemst að orði. Kjarninn í grein Guðmundar er svo, að „án ríflegs stuðnings stjórnmálamanna og stjórnvalda kæmu Alþýðublaðið, og Þjóðviljinn alls ekki út, og líklega Tíminn ekki heldur." Látum fordóma sagnfræðingsins liggja milli hluta. Sleppum einnig dómhörku hans og sleggjudómum um fréttaflutning um- ræddra prentmiðla. Lítum hins vegar á staðreyndir styrkjakerfis- ins í íslenskri dagblaðaútgáfu. Styrkir til íslenskra dagblaða eru með þrennum hætti. í fyrsta lagi greiðir ríkissjóður samkvæmt fjárlagafrumvarpi hvers árs styrki til allra þingflokka sem verja á til útgáfumála. Upphæð styrkjanna fer hlutfallslega eftir stærð þingflokkanna. Þannig hef- urstærsti þingflokkurinn; þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hlotið í gegnum árin bróðurpartinn af ríkisstyrkjum til útgáfumála þing- flokkanna. Guðmundur setur málin þannig fram í grein sinni, að ætla mætti að Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Tíminn hlytu einvörð- ungu útgáfustyrk ríkissjóðs á Alþingi. Þetta er alrangt. Alþýðu- blaðinu er ekki kunnugt um, hvort Morgunblaðið þiggi einhvern styrk frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins eða hvort Tíminn eða Þjóðviljinn hafi gert slíkt hið sama. Styrkur til útgáfumála þing- flokka erteygjanlegt hugtak og útgáfustyrkjunum ugglaust verið dreift til útgáfumála flokkanna um land allt hverju sinni. Alþýðu- blaðið getur aðeins talað um sjálft sig. Árum saman hefur Al- þýðublaðið ekki þegíö eina einustu krónu af útgáfustyrk þing- flokks Alþýöuflokksins. Alþýðublaðið er í dag rekið sem hver önnur markaðsvara utan við ríkisstyrki Alþingis. Þetta hefði Guð- mundur Magnússon sagnfræðingur getað kannað með einfaldri heimildakönnun ef hann hefði kosið að beita vönduðum vinnu- brögðum áður en hann ruddist fram á ritvöllinn. En könnum styrkjakerfi hins opinbera nánar. r I öðru lagi fá öll dagblöðin, þar með talin Morgunblaðið og DV, keyptar 250 áskriftir af ríkinu sem sendar eru til opinberra stofn- ana, embætta og ýmissa ríkisfyrirtækja. Flér er tæpast um styrk að ræða þar sem vara er send til viðskiptavinar gegn gjaldi. Fjöl- margar ríkisstofnanir kaupa ennfremur áskrift dagblaða fyrir eig- in reikning. í þriðja lagi greiðir ríkið fyrir opinberar auglýsingar. Þær auglýsingar eru seldar með litlum eða engum afslætti og því veigamikill tekjuliðurfyrirdagblöðin. En hvaða dagblöð bera höf- uð og herðar yfir birtingu opinberra auglýsinga? Ekki Alþýðu- blaðið. Ekki Þjóðviljinn. Ekki Tíminn. Fleldur Morgunblaðið, fyrr- um atvinnurekandi Guðmundar Magnússonar. Ríkið auglýsir að jafnaði fjórum til fimm sinnum meira í Morgunblaðinu en öðrum dagblöðum á íslandi! Flvaða dagblað þénar mest á ríkiskerfinu? Morgunblaðið! Og sagan er ekki öll sögð. ÖNNUR SJÓNARMID ATHYGLISVERÐ ljósmynd birtist á forsíöu DV í gær. Þar gaf að líta þrjá landsþekkta menn, nýkomna úr veiðiferö. Og engri venjulegri veiði- ferð. Þegar byssuskotunum linnti, lágu 170 rjúpur og nokkrar gæsir í valnum. Veiðimennirnir þrír tóku sér stöðu fyrir ljósmyndara DV. Fyrir framan þá lá fengurinn blóði drifinn og minnti einna helst á mynd af fjöldaaftökum frá siðari heimsstyrj- öldinni. Nú skyldu menn ætla að þrír menn sem deyða jafn marga fugla hljóti annað hvort að vera mjög hungraðir eða láglaunamenn sem drýgja þurfa tekjurnar. Hinu síðar- nefnda er sennilega ekki að heilsa. Mennirnir eru nefnilega Ólafur Sig- urgeirsson lögmaður og lyftingar- kappi, Sigurjón Pétursson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra og yfirmaður hans, Einar Sveinsson framkvæmdastjóri sama félags. ÞAÐ athyglisverða við Ijósmyndina er þó uppstillingin á hinum villtu veiðimönnum. Lengst til vinstri sit- ur lögmaðurinn á fjórhjóli (voru ekki sett einhver lög um notkun þeirra nýlega?). Lögmaðurinn er í Rambó-buxum í hermannafelulit- um. Að baki honum tvær hagiabyss- ur bundnar í kross. Á ,,húddi“ fjór- hjólsins liggja dauðar gæsir hver um aðra þvera og á afturgrind farartæk- isins er stútfullur kassi, fullur af líf- vana gæsum. Við hlið lögmannsins’stendur að- stoðarframkvæmdastjóri trygging- arfélagsins með haglabyssu reidda yfir axlirnar, lndiana Jones — hatt á höfði og hanga afiífaðar gæsir í tveimur kippum úr skefti og hlaupi skotvopnsins. Lengst til hægfri á myndinni krýp- ur framkvæmdastjóri Sjóvá-Al- mennra með enskan veiðihatt á höfði og tvo (sérþjálfaða?) veiði- hunda sér til beggja handa. Og eins og fyrr segir liggja fórnar- dýr veiðimannanna í löngum og mörgum röðum fyrir framan kapp- ana. Þá er bara að vona að byssumenn- irnir eigi nógu stórar frystikistur til að hýsa fenginn. Og að lokum: ræðumennsku hans og fyndni. Davíð slær tvær flugur í einu höggi, skemmtir fólki um leið og hann flytur ræður sínar.“ Aumingja Þorsteinn. Sennilega er langt í það að gæsir geti keypt sér líftryggingu! SÍFELLT smækkar Þorsteinn í skugga Davíðs. Fréttaritari DV á Sel- fossi, hin þekkta Regína, segir svo frá fundi formanns og varafor- manns Sjálfstæðisflokksins í fyrra- dag á Suðurlandi: „Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, kom með Þorstein Pálsson, þingmann okkar Sunnlendinga, hingað á Selfoss og héldu þeir fund á Hótel Selfossi í gærkvöldi. Um 150 manns sóttu fundinn og voru allir heillaðir af Davíð, DAGATAL (Ein)tómar kirkjur Eg er mjög kirkjurækinn maður. Eg fer alltaf í kirkju á jólunum, páskunum og í svona eina, tvær jarðarfarir á ári. Þess vegna brá mér mjög í brún þegar ég las um það í blöðunum, að nýleg skoðanakönnun hafi mælt, að innan við fimm prósent þjóðarinnar fari reglulega í kirkju. Ég er þó feginn að ég er í þeim hópi. t*aö vakti einnig athygli mína að flestir telja að venjulegur kirkju- tími á sunnudögum sé mjög óheppilegur. Flestir vilja hafa kirkjutímann á sunnudögum eftir hádegi en ekki fyrir hádegi. Menn vilja greinilega fá að sofa út áður en þeir drekka í sig guðdóminn. Væri kannski ráð að flytja messutímann eftir vinnutíma á fimmtudögum? Síðast þegar ég fór í kirkju var eft- ir hádegi á þriðjudegi. Það var jarðarför. Ég hélt að ég hefði farið í vitlausa kirkju því ég kannaðist ekkert við lýsinguna á gömlum frænda mínum sem presturinn þuldi upp. Það var ekki fyrr en föð- ursystir mín hvíslaði að mér að þetta væri örugglega frændinn sem presturinn væri að tala um. því maðurinn í ræðunni hefði ver- ið fæddur í sama húsi og stóð í tölu klerksins. En þetta var að öðru leyti góð messa. Mér finnst það alveg fyrir neðan allar hellur hvað íslendingar fara lítið í kirkju. Þangað er jú ýmislegt að sækja. Eins og jólamessur og páskamessur og fróðlegar jarðar- fararræður og fallegar skirnir og glæsilegar giftingar. Svo er stundum sungið fallega í kirkjum og leikið vel á orgel. Kirkjur hafa ennfremur félags- legt gildi. Þarna hittir maður fólk sem maður bókstaflega hittir hvergi annars staðar. Svo eru guðshúsin oft svo falleg. Sérstak- lega eru nýju kirkjurnar athyglis- verðar hvað byggingarlist áhrærir. Sumar eru eins og kassar á hvolfi, aðrar líkt og indjánatjöld úr báru- járni og enn aðrar eins og geim- skip. Svo eru kirkjur á hverju horni, alla vega hér í Reykjavík. Út á landi er yfirleitt ein kirkja í hverju þorpi og margar í dalnum eða út með ströndinni. Það eru svo marg- ar kirkjur á íslandi að flestallir prestar þurfa að sinna fleiri en einni kirkjusókn. Þetta kalla klerkar að þjóna annexíum. Svo ég skil barasta ekki hvers vegna svona fáir íslendingar fara að jafnaði í kirkju. Nema auðvitað að það séu svo margar kirkjur á íslandi að þær séu alltaf hálftómar þótt vel sé mætt í þær. Það hefði þó ekki átt mælast í skoðanakönnuninni. Hins vegar var ekkert spurt um afstöðu landsmanna til presta eða hvers vegna menn stunduðu ekki guðshúsin betur en raun ber vitni. Ég held nefnilega að þetta teng- ist. Gæti verið að íslenskir prestar væru svo fráhrindandi og leiðin- legir og kirkjusýningin svo slöpp hjá þeim, að menn nenna beinlínis ekki mæta á sunnudögum? Því mér skilst að þorri þjóðar- innar sé mjög trúhneigður. Það er eitthvað sem ekki stemmir. Einn með kaffinu Kona ein sá mann koma hökt- andi eftir götunni. Við nánari eftirgrennslan sá konan að maðurinn var skólaus á öðrum fætinum. — Týndirðu öðrum skón- um? spurði konan. — Nei, nei, ég var einmitt að finna skóinn!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.