Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 20. okt. 1989 FRÉTTASKÝRING Guð og Þjóðkirkjan ríma ekki Aðeins 4.7% íslendinga fara reglulega í kirkju og oft fara aðeins 5.9%. Aðrir, þ.e. næstum 90% þjóðarinnarfersjaldan eða aldrei. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði að beiðni Biskupsstofu en könnunin fjallaði annarsvegar um kirkjusókn og hinsvegar æskilegan messutíma. í frægri Gallup könnun sem gerð var fyrir rúmum hálfum áratug kom í Ijós aö íslendingar töldu sig vera mjög trúhneigða og að Guð skipti miklu máli í lífi þeirra. Af þessu má draga þær ályktanir að íslendingar virð- ist ekki vera sérlega áfram um það að auðveldara sé að ná sambandi við þennan Guð sem svo miklu máli skiptir í kirkjum landsins undir handleiðslu presta. Sem hlýtur að vera áfellisdómur fyrir þjóðkirkjuna. Að trúhneigðin hafi ekkert með kirkjusóknina að gera. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar Háskólans er kirkjusókn íslendinga afar dræm, nánast engin. Aðeins rétt rúmlega 10% þjóðarinnar fara reglulega eða oft í kirkju. Sé miðað við að þeir íslendingar sem þarna koma til greina, þ.e. þeir sem eru 15 ára og eldri, séu nálægt því að vera 180.000 manns, kemur í ljós að að- eins u.þ.b. 18.000 manns sjá ástæðu eða finna hjá sér þörf til að fara reglulega eða oft í kirkju. Yfir 160.000 manns fara aldrei eða sjaldan. í Reykjavík einni eru á annan tug kirkna. Líklegt verður því að teljast að þær standi meira og minna hálftómar á messutíma. Kom á óvart hve fáir fara reglulega í kirkju Jón Ragnarsson, sem starfar hjá fræðslufulltrúa Þjóðkirkjunnar, segir við Alþýðublaðið að menn hafi lítið rætt niðurstöður þessarar könnunar á Kirkjuþinginu sem nú stendur yfir. Sjálfur sagði hann um niöurstöðurnar: „Þetta kemur dá- lítið á óvart hve lág prósenta það er sem telur sig fara reglulega í kirkju. Þetta er þó auðvitað ekki alveg einfalt hvað fólk á við þegar það svarar því að það fari reglu- lega í kirkju. Á það við að það fari alltaf þegar messað er, þá kannski á hverjum sunnudegi eða fer það reglulega miðað við að messað sé aðeins t.d. fjórum sinnum á ári í viðkomandi kirkju. Sama má segja um það fólk sem telur sig fara sjaldan í kirkju, á það við að það fari of sjaldan þó það fari kannski þó nokkuð oft. Mér finnst þetta dálítið óljóst. í þessu kemur líka fram jákvæð afstaða til kirkj- unnar því í öllum hópum segjast yfir 60% sem spurðir eru fara of sjaldan í kirkju. Eins kemur mér á óvart hvað fólk er almennt ánægt með þann messutíma sem nú er, mér hefði ekki komið á óvart þó fólk hefði verið neikvæðara til hans. Það eru lang stærstu svörun- arhóparnir sem líkar vel við þenn- an messutíma. En auðvitað gefur þessi könnun einhverja heildar- mynd og útfrá minni reynsiu finnst mér nærri lagi að leggja saman hópana sem koma reglulega og svo oft, þ.e. rúm 10%. En vitanlega er það ekki nógu gott, kirkjusókn er aldrei nógu góð, jafnvel þó hún sé 95%.“ Er trú ekki trú? I áðurnefndri Gallup-könnun sem gerð var 1984 segir að sam- kvæmt henni hljóti íslendingar að teljast mjög trúhneigðir. Tæplega 70% þeirra segja svo vera. Aðeins 2% segjast vera sannfærðir trú- leysingjar. íslendingar eru trú- hneigðastir ailra Norðurlandabúa samkvæmt könnuninni og svipar í þeim efnum til kaþólskra þjóða í Suður-Evrópu. En svo nokkrum árum síðar kemur í Ijós að aðeins 4.7% þjóðarinnar fara reglulega í kirkju, 5.9% fara oft. I Gallup könnuninni kom í Ijós að aðeins 12% fóru til kirkju einu sinni í mánuði eða oftar. Það þarf þó ekki að vera að í þessu sé fólgin nein mótsögn því í sömu Gallup könn- un kom í Ijós að innan við helm- ingur íslendinga tekur sér tíma til að biðjast fyrir, til hugleiðslu eða annarrar andlegrar íhugunar. Trú- in veitir samt 74% íslendinga huggun og styrk. Og kannski er þetta meiri mótsögn því oftast hef- ur verið haldið fram að það sé í og með bæninni sem menn öðlast þessa huggun og þennan styrk sem frá Guði getur komið. íslend- ingar segja Guð skipta miklu máli í lifi sínu en þeir vita hinsvegar minna um hvaða Guð það er sem skiptir máli. 58% töldu að einhver alheimsandi eða lífskraftur kæm- ist næst hugmynd þeirra um Guð, aðeins 18% töldu persónulegan guð vera til og engin önnur þjóð trúði jafn lítið á persónulegan guð, engin heldur jafn mikið á alheims- andann. Af þessu má sjá að afstaða ís- lendinga til guðdómsins er marg- brotin, mótsagnakennd og illskilj- anleg. Það er því kannski engin ástæða til að áfellast kirkjunnar þjóna þó þeim takist ekki að ná fólki til kirkju, það veit sennilegast minnst um það sjálft hvað það ná- kvæmlega er að sækja í kirkju eða til guðdómsins og hvort þetta á yf- irhöfuð saman. Líkar fólki ekki___________ boðskapurinn Reyndar er það gríðarlega stór hluti fólks, eða 70.9%, sem gæti hugsað sér að fara oftar í kirkju en það gerir í reyndinni. Með öðrum orðum, fólk vill gjarna fara en ger- ir það ekki. Því líkar að auki vel við messutímann, um 50% segjast vera sáttir við að hann sé kl. 14.00 á sunnudegi. í framhaldi af því hljóta menn að velta því fyrir sér hvort ástæðan sé sú að fólk finni eitthvað aö þeim boðskap sem kirkjan boðar, eða þá þeirri aðferö sem hún beitir við boðun þess boðskapar. Jón Ragnarsson: „Ég veit ekki hvort ástæða fyrir lítilli kirkjusókn liggur endilega hjá kirkjunni, í guðsþjónustunni, hjá prestunum eða bara hjá fólkinu sjálfu. Þeim aðstæðum sem það býr við eða tímapiani þess. Þetta er mál sem ég hef verið að hugsa. Auðvitað getur það verið að ástæðan sé fólgin í því sem boðað er eða hvernig það er boðað. Ég bara veit það ekki. Mér þykir trúlegt að menn muni á Kirkjuþinginu ræða þetta á morgun (í dag), án þess þó ég viti hvernig sú umræða verður sett upp.“ Nýr biskup, nýr kirkjumálaráðherra. Þeirra hlutverk er að telja íslendingum trú um að guðdómurinn og Þjóðkirkjan eigi samleið. Sem stendur virðist þjóðin ekki vera á þeírri skoðun. Róðstafa ég einn opinberu f jórmagni? Stefan Valgeirsson alþingismadur: Opiö bréf til ritstjóra Morgunblaösins í Morgunblaðinu síðasta sunnu- dag er grein Björns Bjarnasonar, aðstoðarritstjóra, sem hann nefn- ir: „Örlög dómarans" og skrifar um áfengiskaup Magnúsar Thor- oddsen og brottrekstur hans úr Hæstarétti. í feitletruðum inngangi að þess- ari grein er fyrst vikið að alvarleg- um spillingarmálum í Grikklandi, sem eru talin hafa þrifist í stjórnar- tíð Pasok-flokksins undir forustu Georges Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands. Ekki er í greininni nánar greint frá hvers eðlis spillingin er talin hafa verið. En ég man ekki betur en Papandreou hafi verið sviptur þinghelgi í gríska þinginu og ákærður fyrir ólöglegar símahler- anir og þátttöku í svo stórfelldu fjársvikamisferli, að flestar fjár- hæðir í fjárlögum okkar íslend- inga eru smáar í þeim saman- burði. Nokkru síðar í innganginum segir: „Ástæðan fyrir því að minnst er á þessa aðför að spillingunni í Grikklandi í upphafi greinar um rannsókn á máli Magnúsar Thor- oddsen, sem var vikið úr Hæsta- rétti fyrir að hafa keypt of margar áfengisflöskur á sérkjörum hand- hafa forsetavalds, er sú að öll mál er snerta spillingu á æðstu stöðum og siðferðilegan brest fá auðveld- lega á sig pólitískan blæ. Þá er sér- staklega erfitt við þessi mál að eiga þegar aðilar þeirra sitja í ríkis- stjórn, því að embættismanna- kerfið er eðli málsins samkvæmt jafnan halt undir stjórnarherrana. Við sjáum hér hvernig ráðherrar og ríkisstjórn standa vörð um Stef- án Valgeirsson, alþingismann, og allt sem fyrir hann hefur verið gert á kostnað almennings til að tryggja stuðning hans við ríkis- stjórn. Þar eru gífurlega miklir op- inberir, fjárhagslegir hagsmunir í húfi en stjórnmálamennirnir fara sínu fram og stjórnkerfið snýst í kringum þá.“ Þessi greindu ummæli og teng- ing þeirra við meinta spillingu í Grikklandi og mig, koma mér á óvart. En ýmsar ástæður eru til þess að taka þau alvarlega. Sú fyrsta að greinin birtist í víðlesn- asta fjölmiðli landsins, Morgun- blaðinu. Önnur að greinarhöfund- ur, sem er lögfræðingur að mennt, er að fjalla um dómskerfið og loks má nefna að höfundur þekkir vel til stjórnarhátta hér á landi, sem fyrrum einn af æðstu starfsmönn- um forsætisráðuneytisins. Ég vil því spyrja ritstjóra Morgunblaðs- ins um eftirfarandi: 1. Hvað veldur því að ég er tengd- ur meintri spillingu Papandr- eous? 2. Standiðþiðíþeirritrúaðégsér og einn hafi getað ráðstafað op- inberu fjármagni á kostnað al- mennings án vitundar og að- stoðar stjórnarmanna og fram- kvæmdastjóra þeirra stofnana sem ég á sæti í? 3. Hvernig hef ég torveldað rann- sókn á máli Magnúsar Thor- oddsen? 4. Hvaða gífurlegum opinberum, fjárhagslegum hagsmunum al- mennings hefur verið fórnað til að tryggja stuðning minn við ríkisstjórnir Steingríms Her- mannssonar? Óska eftir að þetta bréf mitt verði birt í Morgunblaðinu og svör blaðsins þegar því þykir henta. Virðingarfyllst, Stefán Valgeirsson Ath. Fyrírsögn er Alþýðublaðsins, Ritstj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.