Tíminn - 03.03.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.03.1968, Blaðsíða 8
k 8 TIMINN SUNNUDAGUR 3. marz 1968. u-r verið sent til þátttöku á er- lendum vettvangi. Rridgesamband fslands stóð fyrir síðasta Norðurlandamóti, sem spilað var hér í Reykjavík fyrir tveimur árum, og var það einróma álit erlendu spilar- atina, sem sóttiu mótið, að það hafi verið einstakt í allri fram kvæmd. Bridgesambandið gat því illa setið hjá nú, enda eins og áður segir, þátttaka löngu ákveðin. Átta pör sendu þátt. tökutilikynningar í opna flokk- inn á mótinu — það er karla- flokkinn — en hins vegar barst engin umsókn frá konum, og voru það nokkur vonlbrigði. Norðurlandamótunum er þannig háttað, að trvær sveitir frá hverju þátttökulandi spila í opna ílokknum, og sendir fs- land því tvær sveitir, en ár- angur sveitanna er siðan sam- eiginlegur. Landsliðsnefnd Bridgesambandsins valdi eftir- farandi menn til þátttöku. Jón Arason og Sigurð Helgason, Benedikt Jóhannsson og Jó- hann Jó-nsson, Lárus Karlsson og Ólaf Hauk Ólafsson. Pál Bergsson og Óla Má Guðmunds son, Karl Sigurhjartarson og Jón Ásbjörnsson. Jafnframt var Jóni Arasyni falið að sjá um hverjir spili í sveit íslands I. og sveit íslands II./ Þetta er talsvert athyglisvert val. Annars vegar eru noikkrir þraut reyndir spilarar, og svo hins vegar nokkrir nýliðar í lands- keppni. Lárus Karlsson hefur spilað oftar en nokkur annar fsiendingur á erlendum stór- mótum; en félagi hans á mpt- inu, Ólafur Haukur. læknir, hlýtur nú eldskírn sína á þeim vettvangi. Jón og Sigurður hafa tvívegis áður spilað á Norður- landamótum, Jóhann bæði á Evrópu- og Norðurlandamótum, en félagi hans, Benediikt. hefur hins vegar aldrei spilað' er- lendis, þótt hann hafi um þrjá áratugi verið í hópi beztu spil ara íslands. Hinir fjórir eru ungir, efnilegir piltar, sem spila í fyrsta sinn á slíku móti. Varamenn fyrir sveitirnar — ef einíhver skyldi heltast úr lestinni — eru. Hilrnar Guð- mundsson og Jakob Bjarnason, en fararstjóri hefur enn ekki verið valinn. Það er erfitt að spá hver árangur verður hjá fslendingunum á þessu móti — en eflaust má búast við erfið- um mótíherjum, þar sgm líklegt er, að margir þeirra, sem taka þátt í þessu móti, muni einnig spila á Olympíumótinu. Þá kom fram á fundinum hjá Bridgesambandsstjórninni á miðvikudaginn, að ákveðið er nú að spila landsleik við Skot land. Skozka landsliðið spilar hér í Reykjavík 3., 4. og 5. maí. Jafnframt landsleiknum munu Skotarnir spila leik við sveit frá Bridgefélagi Reykja- víkur, sem sér um heimsókn- ina í tiiefni af 25 ára afmæli félagsins nú í vor. Ákveðið er, að urn gagnkvæma landisleiki við Skotland verði að ræða, >annig, að íslenzka landsliðið Stjórn Bridgesamibands fs- lands hélt atlhyglisiverðan fund með fréttamönnum síðastliðinn miðvikudag, og kom þar ýmis- legt markvert fram, sem sýnir, að stjórn sambandsins hefur starfað af stórhug að málefnum bridgemanna að undanförnu. Friðrik Karlsson, forseti Bridgesambandsins, skýrði frá því, að ákveðið væri, að ísland sendi þátttakendur á Norður- landamótið í bridge, sem hald- ið verður í Gautaborg í Sví- þjóð 20.—24. maí næstkomandi, og jafnframt, að sveit yrði send á Ólympíumótið í bridge en það fer fram í DeaúviHe í Fralkklandi 5.—21. júní. Þátt- taka á Norðurlandamótið var löngu ákveðin, en hins vegar er stjómin nýbúin að ákveða að senda sveit á Ólympdumót- ið, og ber mjög að fagna þeirri ákvörðun. Þá hafa þátttakend- ur á þessi mót vérið valdir. Þetta er í þriðja sinn, sem Ólympíumót í bridge er háð. Fyrsta mótið var háð á Ítalíu 1960 og sendi ísland sveit þang að, sem náði sæmilegum ár- angri, en á næs.ta mót- sem háð var í New York 1964, var ekki send sveit. Talið er, að tæplega 50 lönd sendi sveitir á mótið, sem nú verður háð í Deauville — og er þar um að ræða meiri þátttöku en nokkru sinni fyrr. Stjórn Bridgesambands íslands valdi spilara til að spila fyrir fs- lands hönd áj mótinu, og má segja. að það hafi verið heldur létt verk að þessu sinni. Fjórir þeinra spilara, sem tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í Dubl in í september í fyrra, gáfu kost á sér í sambandi við Ólympíumótið, það eru þeir Eggert Benónýsson, Síimon Símonarson, Stefán Guðjobn- sen og Þorgeir Sigurðsson, og var vart hægt að ganga fram hjá þeim, enda allir valdir, og með þeim í sveitinni eru Ás- mundur Pálsson og Hjalti EHasson, og að öðrum spilur- um ólöstuðum, komu vart aðrir til greina, til að skipa þau tvö sæti, sem þá voru eftir. Fyrir liði án spilamennsku hefur enn ekki verið valinn. Þessir sex spilarar eru engir nýgræðingar í ' alþjóðlegum bridge. Þeir Hjalti og Ásmund ur spiluðu á fyrsta Ólympíu- mótinu, og hafa auk þess tekið þátt í Evrópumóti og Norður- landamótum, auk þess, sem þeir hafa um langt árabil verið í fremstu röð hér heima. Hinir fjórir hafa allir spilað á Ev- rópumeistaramótum áður, Egg- ert og Stefán á mótunum í Osló 1958, Torquay 1961 og Dublin 1968 ,auk þess, sem Stéfán spilaði á mótinu í Bad- en Baden 1963, en þeir Símon og Þorgeir spiluðu einnig á því móti, svo og í Dublin, auk þess, sem þeir hafa, eins og Eggert, spilað á Norðurlanda- mótum. Sveitin ætti því að geta náð mjög athyglisverðum árangri á þess-u móti og ekki oft, sem jafn samstillt lið hef Til vinstri eru Norðurlandafararnir. Fremri röð talið frá vinstri Benedikt Jóhannsson, Jón Arason, Ólafur Haukur Ólafsson, Lárus Karisson. Efri röð. Páli Bergsson, ÓIi Már Guðmundsson, Jón Ásbjörnsson og Karl Sigurhjartarson. Á myndina vantar Jóhann Jónsson og Sigurð Helgason. Og til hægri eru Olympíufararnir. Talið frá vinstri Símon Símonarson, Þorgeir Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Stefán Goðjórfsen, Eggert Benónýsson og Ásmundur Pálsson. Tímamyndir—GE. mun spila í Skotlandi að ári. F-lugfélag íslands hefiir gefið veglegan farandgrip í keppni þessa. Landskeppnin við Skota verð ur spiluð í Sigtúni og verða spilin sýnd á sýningartöflu, en hin ágætasta aðstaða er fyrir töfluna þar, og mun það gefa keppninni mjög aukið gildi. Íslandsmótið í bridge hefst að þessu sinni 6. april og keppa þar tíu sveitir um íálandsmeist aratitilinn i bridge. Að lokum birti ég svo lokaorð forseta Bridgesambandsins, FriðriKs Karlssonar. á þessum blaða- mannafundi: „Nú nýlega eru* komnar út keppnisreglur um bridge á vegum sambandsins og þegar við erum búnir að dreifa þess- um reglum, þá er meiningin að löggi'lda keppnisstjóra fyrir hvert félag. Mikil þörf er fyrir samband- ið að eignast húsnæði fyrir starfsemi sína. Ég vil leyfa mér að segja, að félagssamtök okkar bridge- manna eigi að vera táknmynd hins heilbrigða þjóðfélags og sá skóli, er öHum sé hollt að stunda. Þetta sjónarmið mun að vísu geta átt við um íþróttir almennt, en nú heyrir maður oft talað um ungu kynslóðina og hvað sé helzt hœgt að gera fyrir hana og vil ég segja, að þessi íþróttagrein væri snar þáttur til þess að fylla upp í þær eyður. Ég vil halda því fram, að bridgeilþróttin sé mjög þrosk- andi fyrir hvern sem er, hún krefst tillitssemi við aðra og hún krefst hlýðni við keppnis- stjóra. Félagsandi þarf að vera góður innan sveitar. Þar að auki leiðir það af sjálfu sér, að til að ná góðum árangri þarf ástundun, þjálfun á minni og stærðfræði og leggja á sig að læra ýmsar keppnisreglur og kerfi“. UTSALA - UTSALA - UTSALA STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Á KARLMANNAFÖTUM, STÖKUM JÖKKUM, TERYLENBUXUM, SKYRTUM OG VINNUFATNAÐI. GEFJUN KIRKJUSTRÆTI I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.