Tíminn - 03.03.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.03.1968, Blaðsíða 1
llWIStt BLAÐ II Þingsköp Hteldur hefur verið rólegt 1 þinginu undanfarið. Dálagleg- ur sprettur var þó teikinn í uim- rœðunum um þimigsköp Aílþingis á fimmtudag, eins og rekið var í blaðinu á föstudag. Þær umræð- ur mátti þakka andstöðu Bjarna Benediktsson ar, forsætisnáðherra við frunwarpið, sem samið er af mi’Biþingnefnd, skipaðri fulltrú- um ailra fllokka, og filutt af þing- miönnum þeim í neðri deiikl, sem i nefndinni áttu sæti. Alger ein- ing varð um frumivarpið í nefnd- inni enda aðeins þau atriði tekin upp í frumvarpið, sem fullt sam- komulag varð um í nefndinni. andstaða Bjama Benedikts- sonar kom nokkuð á óvart, en skilja mátti það vel á ráðherran- um, að hann væri ekki einn í einn í andstöðunni gegn frum- varpinu heldur teldi hann ráðh. sína nokkra með í hópnum Frumv. 'þetta stefnir til stórbóta varðandi störf þiugsins o-g vonamdi verður andstaða forsætisráðherrans ekki til að koma i veg fyrir að frum- varpið nái fram að ganga á þessu þingi. Fyrirspurnir Helzt þykir mér líklegt að for- sætisráðherra hafi fyrzt nokkuð við það að fram kemur í frum- varpinu, að ráðherrar hafi eyði- lagt fyrirspurnarformið á Alþingi með löngum ræðum, en ræðutími ráðherra er ótakmarkaður við um ræður um fyrirspurnir, en ræðu tírni þingmanna takmarkaður við tvisvar sinnum fimm minútur. í ræðu sinni bar Bjarni nokkuð af sökinni af ráðherruim og taldi þingmenn almennt ekki síður bera ábyrgð á því, hvernig komið væri fyrir fyrirspurnarforminu á Alþingi. Oft hœfust mjög almenn- ar umræður um fyrirspurnir, '■em fjöldi þingmanna tæki þátt í og þær umræður tækju oft allan fund artíma Sameinaðs þings. Hafði ráðherrann þar vissulega mikið til síns máls. Hreyfði hann þar til- lögu sem mjög skynsamlega má telja, varðandi breytt fyrirkomu- lag á umræðum um fyrirspurnir. Lagði hanu til að aðeins fyrir- Magnús H. Gíslason — heykögglagerð og fóðurbirgða miðstöðvar. spyrjandi og ráðherra sá, sem fyr- ir svörum yrði, fengju að taka þátt í umræðum um fyrirspurn- ir. Þeir, sem töluðu á eftir sögð- ust vel geta feilt sig við þá skiip- an miáila og miá því te'lja líklegt að um breyti.ngu ætti að geta orð- ið fiull samstaða. Við þær undir- tektir mildaðist forsætisráðherr- ann nokkuð í málflutmingi sínum og and'stöðu gegn frumvarpinu. Annars voru menn hógværir í miáiflutningi sínum almennt \ og fóru frekar viðurkenningarorðum hver um annan en hitt, enda vissu aliir að þingveizlan átti að verða um kvöldið, og ekki er hollt að elda saman grátt silfur rétt áður en menn ætla að blanda geði og fleira í fagnaði. Útvarpsumræður Ekiki hvikaði forsætisráðherr- ann þó nema lítið eitt frá höfuð- rökum sínum gegn fruimivarpinu. Hann vill að útvarpsumræðurnar í núverandi mynd verði algerlega lagðar niður og útvarpi og sjón- varpi verði í staðinn leyft að flytja kafía úr beinum ræðum í máli og myndum jafnóðum _og stórafburðir gerast í þinginu. Út- varpsumræðurnar taldi ráðherr- ann ljótan blett á Alþingd þar sem þjóðin fengi þá skoðun við á- heyrn ' þeirra, að Alþingi væri ekkert annað en rifrindisstofnun. Nokkuð er .hæft í því, en æði margir eru þeir nú samt víða um landið, sem ekki hafa sérstakt dá- læti á tæpitungu og ládeyðu og vilja heyra hressilegar skammir öðru hvoru. NÝtt form Frumvarpið gerir ráð fyrir að stytta útvarpsumræðurnar veru- lega frá því sem nú er í þing- sköpum. Forsætisráðherra sagði, að hvenær sem væri gætu þing- fiokkarnir gert samkomu'laig um að stytta útvarpsumræður. Ek.ki þyrfti neina breyting'U á þingsfcöp um tiil þess. Sniðgekk hann þar, að mér fannst veigamikið atriði í frunivarpinu, sem er það. að jafnframt styttingunni verði sjón varpi og útvarpi veitt aðstaða til að flyitja jafnóðum í beinum ræð- um kafla úr umræðum um ein- stök mál á Alþingi undir eftir- liti þingsins. Hafði ráðherrann þó talið það sína skoðun, að það væri einmitt fyrirkomulagið sem koma ætti. Þar er ég honum sam- mála en hitt er vafasamt að gera slíka gjörbreyting'U með einu pennastriki og veila ekki hinu nýja formi eðlilegan umþóftunar- tima, svo notað sé orð, seim ráð- herrann hefur kenn.t mér og fleir- um. Ég eifast um að sjónvarp og hljóðvarp séu þess viðbúin að tasa að fullu og ölilu við því hlutverki í beinum fréttaflutningi frá Ai- þingi þegar í stað og kioma þann- ig algerlega í stað útvarpsum- ræðna. I-Iér er um mjög vanda- samt 'vcrk að ræða, sem þarf þjálf unar og reyn.S'lu við og er ekki á allra færi að vinna sómasamilega og þannig að hlu.Uægt verði á málum haldið. Meiningin með styttingu ú bv arpsumræðn anna jafnframt sem þessir möguleikar eru opnaðir fyrir hljóðvarp og sjómvarp er einmitt sú, að hæfi- leg þróun geti átt sér stað og reynsta fengist áður en menn stigju það spor til íulJs að feMa niður út'varpsumræðurnar. Það að tefja fyrir framgangi frumvarps- in.s eða hefta það þýðir sama og að tefja um ófyrirsjáanlegan tíma að það form verði upp tekið, sem fiorsætisráðherra segist þó manna mest bera fyrir brjósti að á kom- izt. Þarna er því meinloka í rök- leiðslu ráðherrans og er það frem ur sjaldgæft fyrirbrigði þó. Ég held því, að vel geli svo farið að ráðherrann verði ekki frumvarp- inu Þrándur í Götu þegar til úr- slita dregur. Ég trúi þv'í ekki að hann sé eins þver og snúinn og Sjálfstæðismenn sumir og aðrir Ásberg Sigurðsson — skeleggur baráttumaður fyrir minkaeldi. ágæta ræðu um þingsköpin og var ef hann bíti eitthvað í sig. Það skýrist þó áður en þessu þingi verður slitið. Uppeldi stjórnmála- manna Eysteinn Jónsson flutti þarna ágæta ráðu um þingsköpi'n og var áreiðanlega vel á hann hlustað af þingheimi, því að enginn hefu.r lengri reynsiu að baki í þingstörf- um en hann. Gerði Eysteinn og frekari athugasemdir við þá skoð- un forsætisn<ðherra, að kappræðu formið væri orðið úrelt. Studdi liann það rökuim, að fólik hefði einmitt áhuga á kappræðuformi. Það sannaði fundarsókn er borin væri saman aðsókn og áhugd á slíkum kappræðufundum og fund um þar sem aðeins fuilltrúar eins og sama stjórnmálaflokks töl- uðu. Ekki væri kappræðufundirn- ir sízt þroskandi fyrir þátttakend- urnar í kappræðunum sjálfum. Enginn vafi væri á því að með þeirri þjálifuim sem þeir þar fengju væri meiri likur til þess að þjóðin fengi til forustu vaska þjóðmála- og stjórnmálamenn. Á slíkum fundum gætu menn ekki bara troðið upp með skrifaða ræðu og talað yfir einlitri hjörð. Þar yrðu menn að vera þess við- búnir að mæta rökujm beita gagn- rökum og halda óundirbúnar ræð- ur. Ef þetta form leggst niður getur svo farið, að menn séu komnir inn á þing án þess nokkru sinni að hafa staðið í því að mæta gagnrýni eða aðfinnsl- um að málfi.U'tningi sínum og það væri ekki nógu gott veganesti. Þarna kom Eysteinn raunar inn á mikilivægt mál, er snertir stjóm- málaiþróun hér á landi og ristir dýpra en menn gera sér bannski grein fyrir í fijótu bragði og er raunar mi'klu stærra mál en alílit það skraf um flokksræði, sem nú er svo mjög í tízku í ræðum manna. Vis'suilega má sjá þessa merki nú þegar á Alþingi, að menn hafa ekki fengið hina réttu þjálfun kapipræðufundarins til þjóðmá'lastarfa. Mig hryllir við þeirri hugsun, ef þau merki eiga eftir að verða mun meira áber- andi í framtíðinni. Svo getur þó farið, ef þjóðfé- lagið sjálft hefur ekki rétta skól- un og þjálfun manna til stjórn- málastarfa með höndum. Hér var því um þarfa ábendingu hjá Ey- steini að ræða og i tíma talað. Benti hann þó á, að auknar um- ræður um þjóðmál í sjónivarpi og h'ljóðvarpi ættu hér nokkuð að geta úr bætt. A varamönnum er vaxandi frú Fyrár fáum áru.m, er þingkemip- an Jón Pálmason á Akri, fyrrum A-lþingisíorseti og ráðherra, tók sæti á Aiþingi sem varamaður, féJl það í hans hlut að hafa fram- sögu fyrir áliti kjörbréfanefndar, er kjörbréf annars varamanns var tii afgreiðsilu. Mælti framsöigumað ur nefndarinnar þá álitið frarn í ljóði og hófst sá kveðskapur þann ig: Á varamönnum er vaxandi trú. Það má með sann.i segja, að það hafi verið vaxandi trú á varam'önn'Um á Alþi'ngi síðustu vikurnar, því að þeir skipuðu um hríð hvorki meira né minna en fjórðung sæta á Allþingi, voru fimmtán talsins. Heyrt hef ég að- finn'sluraddir vegna þesisa. Sum- um finnst að Alþingi setji niður þegar svo margir kjörnir þing- menn eru fjarverandii. Þetta sé nokkurs konar varaskeifusam- koima og þetta skerði virðingu Ai- þingis í auigurn almennings. Hivað virðinguna snertir vil ég segja það, að Alþingi á ekki úr ýkja háum söðli að detta í þeim efn- um. í sumum tilfelium er það reyndar svo, að inn á Alþingi kioma heldur litlausir menn ein- hvers staðar aftast af framboðs- listum, sem enginn þekkir deili á og æði oft er heldur lítið gagn af setu þessara manna á þinginu. Ég vi;l þó halda því fram, að það heyri til undantekningunum. Oft er það meira að segja svo, að ■mun álitlegni menn koma inn á þingið í stað aðalmamna. Ekki ætla ég mér að nefna hér nein nöfn í þessu samibandi enda yrði það við'bvæmt mál. En hitt vil ég benda á, að þessu fyrirkomulagi að varamenn taka tíðum sæti á Alþingi er einnig samfara mikill kostur. Varamenn koma oft inn í þingið með nýjar hugmypdir, ný má'i, nýja þekking.u og upplýsing- ar, sem ómietanlegar eru fyrir þingið jafn líflaust og það stund- um vili verða. Stundum er af þeim hressandi gustur sem er þinginu ho'llur. Tveir myndarlegir varaþing- menn fluttu t.d. jómfrúrræður sín ar á Alþingi nú í vikunni. Báðar þessar ræður voru vel fluttar og íu.llar af upplýsingum um miikils- verð málefni. Þessar ræður íluttu þeir Ásberg Sigurðsson, sýslumað- ur. og Magnús II. Gíslason, bóndi á Frostastöðum. Máli mínu til sönnunar ætla ég að birta kafila úr þessum ágætu ræðum. Magnús H. Gísiason mælti fyrir þ i n gs ál y k tu n a.rt i 11 ögu er hann flytur ásamt Páli Þorsteins- syni urn að ríkisstjórnin feli Land námi ríkisins í samráði við við- Bjarni Benediktsson — vonandi beitir hann sér ekki af hörku gegn þingskapafrum. varpinu. komandi búnaðarsambönd að koma á fót, ef athugun sýnir að það sé hagkvæmt, þremur til fjór- um fóðurbirgðamiðstöðvum á Norður og Austurlandi. M!á telja fyllilega timabært orðið að hafizt verði handa um undiiibúindng slikra framkvæmda með hliðsjón af þeim miklu áföllum, sem bænd ur í þessuim landshlutum hafa orð- ið fyrir af völdum fóðurskorts að undianförnu. í ræðu sinni sagði Magnús H. Gíslaison m.a.: Fóðurskorturinn Flátt eða jafnvel ekkert hefur háð íslenzkum land'búnaði eins frá fjrrstú tíð og fóðurstoorturimn. Bændur landsins hafa • frá öndverðu og allt til síðaiBtu ára bókstaflega talað átt alía sína efna'hag'slegu afkomu „undir sól og regni“. Ef grasbrestur varð verulegur eða nýting heyja silæm, sök'um brigðu'lilar og harðhinjósiku- legrar veðráttu eða af völdum annarra náttúruafla, var vá fyr'r dyr.um þjóðarinnar allrar, svo mjög sem hún hefur allt fram á yfiimstandandi öld, verið háð af- komu landibúskapar um afkomu sína. Af fóðunskortinum leidd'i tíðum skepnufellir og í kjölfar hans vergang og síðan hungur- dauða landsmanna hópum saman. Hér hefur sem betur fer mi’kiil og góð breyting á orðið. Margháttað- ar tæknilegar framfarir og vísindi hafa komdð hér til hjálpar sem og á öllium öðrum sviðum framlieiðsl- unnar og þjóðlífsms yfirleitt.Gras vöxtur, sem oft var rýr, vegna vor kulda einna saman, á meðan hús- dýraá'burður var einivörðungu not aður, er nú, með aukinn notbun tilbúins áburðar og vaxandi þekk' ingu bænda á réttri notkun hans, tiltölulega tryggur orðinn víða um land, komi kalskemmdir eíkki til. Votheysgerð og súgþurrkun í vaxandi mæli stuðla að því að gera bændur smátt og smátt ó- háðari veðráttunni með verkun heyjanna. Notkun innlends og er- lendis kjarnfóðurs gerir jdedft að komast af með minni heyfeng handa búfénu en áður var unnt, þótt um kjarníóðurgjöfina í þeim mæli, sem hún er nú sums staðar orðin, sé deilt og megi deila og vissulega er það auðgert að of- gera. En þrátt fyrir allt þetta, hefur þó dýrkeypt reynsla síðari ára sýnt, að enn erum við ærin spöl frá því marki að allir bænd- ur séu ávallt öryggir um nægjan legt, heimafengið heyfóður, hvað sem í skerst. Það hafa hinar gíf- urlegu og geigvænlegu kal- skemmdir í sumum landshlut- um undanfarin ár fært ókkur heim sannanir um. Þótt við notum næg an áburð og þótt við notum hann skynsam.lega, kemur fyrir lítið að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.