Tíminn - 19.03.1968, Page 1
Verðlagsuppbót í áföngum - Rúmlega 2 vísitölustig
falla þó alveg niður - Uppbótin miðuð við 10 þúsund
Björgvin Sigurösson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, undirritar samkomulagið. Aðrir full-
trúar atvinnurekenda sitja við hlið hans.
Hannibal Valdimarsson, forseti ASI, að undirrita samkomulagið. Við hlið hans eru f. v. Oskar Hallgrímsson,
Magnús L. Sveinsson og Jón Sigurðsson. (Tímamyndir—GE)
EJ-Reykjavík, mánudag.
• í dag kl. 11,30 var undirritaö samkomulag um greiðslu
verðlagsuppbóta í áföngum. Var þaö samþykkt á félagsfund*
um fjölmargra félaga í dag, og verkfallinu því aflýst. Má
búast við að öll félögin, sem tekiö hafa þátt í þessu víötæk-
asta verkfalli, sem háð hefur verið hérlendis, hafi haldið
fundi um samkomulagið á morgun, þriðjudag, og að vinna
geti þá hafizt að nýju með eðlilegum hætti. Öll stærstu
félögin höfðu samþykkt samkomulagið í dag, þó ekki með
samhljóða atkvæðum.
Meginatriði samkomulagsins eru þessi:
• Grunnlaun skulu teljast grunnupphæðir launataxta ásamt þeirri
verðlagsuppbót, sem greidd hefur verið hingað til, þ. e- 19,16%.
• Verðlagsuppbót samkvæmt samningi þessum skal síðan greiðast á
þannig fengin grunnlaun fyrir dagvinnu ,sem eigi eru hærri en kr.
10.000 á mánuði. Á þann hluta dagvinnulauna, sem er umfram þessi
mörk, skal eigi greidd verðlagsuppbót. A grunnlaun, sem nema 16—
17 þúsundum á mánuði, skal greiða verðlagsbætur, sem nema helm-
ingi þeirra bóta, sem greiddar verða á 10.000 króna mánaðalaun, en
engar bætur á grunnlaun sem eru yfir 17.000 krónur.
• Frá gildistöku samningsins, þ. e. 18. marz, til maíloka 1968, skal
greiða 3% verðlagsupbót á þessi grunnlaun. 2.34 prósentustig falla
bannig niður bótalaust..
• Reikna skal út hækkun á framfærslukostnaði í Reykjavík 1. maí,
1. ágúst, 1. nóvember og 1. febrúar ár hvert. Frá vísitölunni eins og
bún er hverju sinni skulu dregin áðumefnd 2,34 nrósentustig og
fæst þá hundraðshluti þeirrar verðlagsuppbótar, er greiða skal á
laun frá 1. degi næsta mánaðar á eftir.
• Þannig skal greiða verðlagsuppbót 1. júní og 1. september n. k.
að öðru leyti en þvi, að verðlagsuppbót, sem svarar 1/3 hækkunar
Pramhatd a ms 14
Dr. Kristján Eldjárn verður
HHHflHHHHHHHHHHHHyi3HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHRHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH
við áskorunum um ai bjóða
sig fram í forsetakosningum
AK-Rvík, mánudag. *— Ríkis-
útvarpið flutti þá fregn í há-
degisfréttum í gær, að
Kristján Eldjárn, þjóðminja-
vörður, hefði ákveðið að gefa
kost á sér til framboðs við
forsetakosningarnar í sumar.
Blaðið hafði tal af dr. Kristjáni
í gær og staðfesti hann þetta.
Um aðdraganda þeirrar
ákvörðunar sagði dr. Kristján,
að síðan ljóst varð, að forseta
kosningar mundu fara fram í
sumar. hefðu komið að máli
við sig fjöimargir menn úr
ýmsum stéttum þjóðfélagsins f
öllum landshlutum og að því
er hann vissi bezt úr öllum
stjórnmálaflokkum og óskað
eftir þvi við sig, að hann gæfi
kost á sér tii þessa framboðs.
Dr. Kristján kvaðst hafa
tekið sér langan umhugsunar-
frest, enda væri að mörgu að
hyggja þegar slík ákvörðun
væri tekin, en eftir rækilega
íhugun hefði hann þó ákveðið
að verða við þessum eindregnu
áskorunum.
Dr. Kristján Þórarinsson Eld
járn er fæddur 6. des. 1916
að Tjörn i Svarfaðardal. sonur
Þórarins Kristjánssonar Eld-
járn bónda og kennara þar og
konu hans, Sigrúnar Sigur-
hjartardóttur. Kristján tók
stúdentspróf í Menntaskóla
Akureyrar 1936 og stundaði síð
an nám í Kaupmannahafnar-
háskóla árin 1936—39 og lauk
mag. art. prófi i islenzkum
fræðum við Háskóla íslands
1944. Árið 1957 varði hann við
Háskóla íslands doktorsritgerð
sína um kuml og haugfé á ís-
landi. Hann varð aðstoðarmað
ur við Þjóðntinjasafn íslands
árin 1944—47 og skipaður Þjóð
minjavörður 1. des. 1947. Ifann
á sæti í stjórn ýmissa félaga
Framhald á bls. 15.