Tíminn - 20.03.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.03.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 20. rnarz 1968 Margt hefur gerzt á alþjóða vettvangi síðustu daga og vik- ur, sem áhrif kunna að hafa um langa framtíð. Hvað mest áhrif hafði gullæðið í Evrópu og svo hið breytta stjórnmála- ástand í Bandaríkjunum. Þá get ur þróunin í Tékkóslóvakíu haft veruleg áhrif til frjálslynd ari stefnu í Austur-Evrópuríkj um, og leitt til sífellt minnk- andi áhrifa leiðtoga Sovétríkj- anna á innanríkismál þeirra landa. Mesta gullæðið. Fyrir og um síðustu helgi voru margir svartsýnir á fram tíð peningamála í heiminum. „Þetta verður þýðingarmesta helgin, sem margir okkar munu lifa. Efnahagsleg velgengni okk ar í framtíðinni verður ákveð in í Washington um helgina". Þetta ritaði einn af efnahags- málasérfræðingum brezku stór blaðanna á sunnudag. Ástæðan var auðvitað gullæð ið, hið mesta sem um getur á gullmörkuðum í London, París og Ziirich. Þetta æði hafði um helgina staðið í tvær vikur. í siðustu viku einni var selt í London gull fyrir 500—750 þús und sterlingspund, en gullforði Bandaríkjanna nam 5000 pund um fyrir 12 dögum. Verð gulls ins á mörkuðunum hækkaði stöðugt, þar til á föstudag, að það náði 45 dollurum únsan — 10 dollurum hærra verð en hið fastákveðna, sem er 35 dollarár hver únsa. Á fimmtudag voru, að því er sérfræðingar telja, seld 200 tonn af gulli í London. Var þetta algjört met, en venjuleg dagsala er 3—5 tonn. Er hér var komið var Breta- drottning vakin snemma morg uns 15. þ. m. og undirritaði fyr irskipun þess efnis, að gull- markaðurinn, kauphöllin og aðrar svipaðar fjármálastofnan ir skyldu vera lokaðar þann dag. Brátt kom í ljós, að þetta hafði verið gert að ósk Banda ríkjamanna, sem voru orðnir verulega hræddir við guliæðið, þótt ekki gripu þeir til þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar eru. Jafnframt var kallaður skyndifundur allra „Gullsjóðs- landanna", nema Frakklands, í / Washington. Brátt tóku Seðla bankastjórar Bretlands, Belgíu, Þýzkalands, Hollands, ítalíu og Sviss að streyma til Washing- ton, þar sem þeir hófu fund með bandarískum kollega sín- uim á laugardag. Fúndinum lauk seint á sunnu dagskvöld, og niðurstaðan varð sú, er flestir töldu sennilegasta — og jafnframt ófullnægjandi. Gulisjóðslöndin ákváðu að hætta að selja gull sitt á frjálsum mark aði. Þar mættu spákaupmenn kaupa og selja að vild á því verði. sem myndaðist hverju sinni. Aftur á móti myndu bankarnir halda áfram að selja hver öðrum gull á $35 únsuna. Þetta þýðir í raun og veru að gullsjóðurinn er liðinn undir lok sem slíkur. Strax á mánudag lækkaði verðið á gullmarkaðinum í Par fs úr $44 únsan á föstudag í $40.19 á mánudagskvöld. Gull markaðurinn í London var lok aður; telja sumir að miðstöð gullsölu flytjist nú þaðan til Parísar og þó einkum til Zúrich í Sviss. Þótt sjó hafi lægt í blli, hef ur peningavandamálið ekki verið leyst. Grunnorsök þess vanda sem við er að glíma nú er vantrú á dóllaranum, og sú vantrú stafar af því hversu mikið magn dollara er í hönd- um útlendinga og Bandaríkja- manna erlendis. Gullforði Bandaríkjanna hefur minnkað verulega og er nú innan við 12 milljarða dollara, en dollara- skuldbindingar landsins til skamms tíma nema 3á milljörð um. Bandaríkjamenn eru skiþdbundnir til að leysa hvern dollar inn með gulli. Allir sjá að slíkt er óframkvæmanlegi Þetta vekur óróa, og eins vonir spákaupmanna um að Bandaríkjamenn neyðist til að hækka verð gúllsins. Þess VJegna keypt\i allir þeir gull, sem gátu, i von um mikinn gróða síðar. Efnahagssérfræðingar telja tveggja-verða-kerfið einungis bráðabirgðalausn. Þetta muni ekki leysa vandann, en geti Ieitt til þess að verðið á gulli milli seðlabankanna verði einn ig hækkað. Þeir benda á, að frumorsök vandamálsins í dag sé óhagstæð ur greiðslujöfnuður Bandaríkj anna ár eftir ár. Verði ékki úr þessu bætt með nokkuð róttæk um ráðstöfunum, þá sé erfitt að hindra spákaupmennskuna. Spákaupmenn sannfærast ein- faldl. ekki um að verð alls gulls 'hækki ekki nema til slíkra ráð stafana verði gripið. Þykir mönnum Johnson forseti hafa sýnt „Wilsons-aðferðir“ í efna hagsmálum undanfarna mán- Robert Kennedy lýsir því yfir a3 hann gefi kost á sér sem framboðsefni Demókrata f forsetakosningun- um i nóvember. Kona hans er t. h. uði; talað mikið en ekkert fram kvæmt og vonað bara að allt færi vel. Slíkt vekur að sj'álf- sögðu ekki traust. Kennedy, McCarthy og Johnson forseti. Stjórnmálaástandið í Banda- ríkjunum hefur gjörbreytzt síðustu dagana. Baráttan um forsetaembættið harðnað, og margir frambjóðendur koma nú til greina. Það voru hin óvæntu úrslit prófkjörsins meðal demókrata í New Hampshire-ríki, en það er fyrsta prófkjörið af mörg- um, sem gjörbreytti ástandinu. Eugene J. McCarthy, öldunga- deildarþingmaður frá Minne- UnniS að gullflutningi í banka i föstudag. ParíS meðán mesta salan var s.l. sota, fékk þar 42% af at- kvæðum demókrata en Lyndon Johnson forseti fékk aðeins 48%. Þar að auki greiddu marg ir republikanar McCarthy at kvæði, þannig að í heildina fékk McCarthy fleiri atkvæði en fórsetinn.Það var því ánægður þingmaður, sem dag- inn eftir, 13. marz, sagði blaða mönnum: „Ég held ég geti orð ið forsetaefni demókrata". Fagnaðarlætin glumdu í Sheraton Wayfarer Hotel í Manchester, New Hampshire, þar sem aðalstöðvar McCarth- ys voru, fram undir morgun. En brátt dró úr þeim, þegar óvæntar fréttir bárust frá Washington. Þar tilkynnti Robert F. Kenn edy, öldungadeildarþingmað- ur, að hann væri að endur- skoða afstöðu sína til þátttöku í baráttunni um forsetafram- boðið. Og á laugardaginn, 16. marz, eftir fundi með McCarthy tilkynnti Kennedy síðan opin- berlega að hann myndi taka þátt í baráttunni um forseta framboðið. Kennedy sagði, þegar hann gerði grein fyrir þessari á- kvörðun sinni í sama herbergi í þinghúsinu í Washington og bróðir hans John hóf baráttu sína um forsetaembættið í jan úar 1960, að Ijóst væri að breyta yrði um stefnu landsins í utanríkis- og innanríkismál- um, og það væri aðeins hægt að gera með þvi að skipta um þá menn, sem móta stefnuna. Hann sagðist hafa skýrt Mc Carthý frá því, að baráttu sinni væri ekki beint gegn honum, heldur væri það tilgangur sinn að styðja hugdjarfa baráttu McCarthys. Robert Kennedy mun taka þátt í prófkjörum í Oregon og Kaliforniu. en þau eru hvað þýðingarmest þeirra próf- kjara, sem eftir eru. Einnig er sennilegt að hann muní taka þátt í nokkrum öðrum próf- kjörum. Aftur á móti mun hann vænt amlega ekki taka þátt í næstu prófkjörum; mun hann eftir- láta McCarthy að berjast gegn Joihnson forseta í þeim, t. d. í Wisoonsin 4. apríl n. k. Er talið hugsanlegt að McCartlhy vinni í þvi prófkjöri. Sigur McCarthyis í New Hampshire kom mjög á óvart, og sýndi að hann á miklu fylgi að fagna. Er það einkum meðal ungs fólks og menntamanna, sem hann nýtur stuðnings. Sumir hafa sakað Robert Kennedy um að vera tækifær issinni, og þær radddr urðu háværari þegar hann til- kynnti um breytta afstöðu sína svo til um leið og McCarthy hafði unnið sinn fyrsta veru lega sigur eii hann einn þorði að hefja baráttuna gegn John son, þegar hún virtist vonlaus. Hefur þetta „frumhlaup“ vakið reiði margra, jafnvel fyrri stúðningsmanna hans. Enginn neitar því, að Kennedy vill verða forseti, og mun leggja mikið í sölurnar til að ná þvi markmiði, né hinu, að forsetakosningar í Bandaríkjun um eru enginn sunnudags- skóli. HLns vegar mun Kenn- edy einkum hafa stigið þetta skref, þar sem hann telur stefnu Johnsons stórhættulega á mörgum þýðingarmiklum sviðum, andstöðuna gegn hon um það mikla, að unnt sé að bola honum frá og McCarthy það óþékktan í landinu í heild, að hann geti ekki unnið á Johnson.Það telur Kennedy sig einan færan um. Þetta kom greinilega fram í ræðu, sem Kennedy hélt á sunnudaginn í borginni Man- hattan í Kansas. Þar kom fram, að Kennedy hafði boðið John- son forseta að halda sig utan við baráttuna um forsetafram- boðið, ef forsetinn léti skipa nefnd til þess að taka til endur skoðunar öll atriði Vietnam- styrjaldarinnar. Þessu var hafn að. í þesisari ræðu sagði Kenn- Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.