Tíminn - 20.03.1968, Side 12

Tíminn - 20.03.1968, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. uiarz 1968 um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðu- gjald á árinu 1968 samkvæmt heimild í m. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, Hefir borgarstjórn ákveðið eftirfarandi gjald- skrá: 0.5% Rekstur fiskiskipa og flugvéla. Matvöru- verzlun í smásölu. Kaffi, sykur og kornvara til manneldis í heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður. Énd- urtryggingar. 1.0% Rekstur farþega- og farmskipa. Sérleyfis- bifreiðir. Matsala. Landbúnaður. Vátryggingar ót. a. Útgáfustarfsemi. Útgáfa dagblaða er þó undan- þegin aðstöðugjaldi. Verzlun ót. a. Iðnaður ót. a. 1.5% Sælgætis- og efnagerðir, öí- og gosdrykkja gerðir, gull- og silfursmíði, hattasaumur, rakara- og hárgreiðslustofur, leirkerasmíði, Ijósmyndun, myndskurður. Verzlun með gleraugu, kvenhatta, sportvörur, hljóðfæri, snyrti- og hreinlætisvörur. Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. Fjölritun. 2.0% Skartgripa- og skrautmunaverzlun, sölu- turnar, tóbaks- og sælgætisverzlun, blómaverzlun, umboðsverzlun, minjagripaverzlun. Listmunagerð. Barar. Billjarðstofur. Persónuleg þjónusta. Enn- fremur hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót. a. Með skírskotun til framangreindra laga og reglu gerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til að- stöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðarinnar. 2. Þeir sem framtalsskyldir eru í Reykjavík, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skattstjór- anum í Réykjavík, sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykja- víkur, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í Reykjavík, þurfa að skila til skattstjór- ans í því umdæmi, þar sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starfseminnar 1 Reykjavík. 4. Þeir, sem margþætta atvinnureka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, samkvæmt ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af út- gjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar. Framangreind gögn ber að senda til s'kattstjóra fyrir 2. apríl n. k. að öðrum kosti verður aðstöðu- gjaldið, svo og skipting í gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum út- gjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavík, 20. marz 1968. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK. ______TÍMINN____________________ DÆMDUR SAKLAUS? Framriaia aí Dls z að óvanur maður, sem sagt Gaston Dominici, hefði hand- leikið vo'pmið umrædda nótt. Það er rétt að taki maður Sjálfvirkan riffil eins og þenh an hl'eðsilu'tökum hleypur ónoit- uð kúla úr byssunni og ný kem ur í hennar stað. En sérfræðinigannir, sem létu allt of lítið að sér kveða í þessu máli, gátu bent á að þes'sum tveim byissuikiúlum hafði verið sfcotið úr byssunni, en þær höfðu elkki sprungið. Þessi uppgötvun breytir mál stað Floriots algjörlega. í raun og veru handlék vanur maður riffilinn. Hann skaut fimm skotum hverju á eftir öðru, hann vissi af reynslu að skot- hylkin féllu af sjálfu sér úr byssttnni, og nýtt skot kom í þeirra stað í magasínið. — Ég bið þig ekki um að segja, að ég sé saklaus, en ég bið þig að segja frá því, hvað þú varst að gera úti á ökrun- um og með hverjum þú varst! Þetta voru síðustu orðin, sem Gaston Dominici sagði við son sinm Gústaf í réttarsalnum stUttu áður en hann var dæmd ur til dauða. Hvað lá að baki . þessrnn orðum? Var það á- kæra? Iðraðist Gaston Dominici þess að hafa játað á sig moéð- ið, þegar hann sá að hverju stefndi? Hann varð síðar elzti lífstíð- arfangi í Frakfclandi og var 'náðaður af forsetanum sem slífcur. Nú er hann látinm, en Gúst- af sonur hans liifir. Konan hans er farin frá honum, og hana vinnur fyrir sér sem ó- breyttur verkamaður. — Ég hef ekkert að segja um fU'Hyrðingar Floriots, svar ar hann, ef hanm er spurður. Ég les kanmski bók Floriots ef ég' rekst á hana. . . En ég hef ekkert að segja! í heimsfrétItum Franjtialo at b siðu edy, að Bandaríkin ættu að semja við Þjóðfrelsisfylking- una i S-Vietnam um frið og draga úr stríðsaðgerðum. Hann sagði, að í ræðu hjá Johnson í síðustu viku hefði enn einu sinni komið fram. að forsetinn leitaði ekki eftir málamiðlun í Vietnam heldur sigri „við samningaborðið ef mögulegt er, á vígvellinum ef nauðsynlegt reynist". Bandaríkjastjórn yrði að gera sér grein fyrir því, að „sigri'1 væri aldrei hægt að ná við samningaborð. Aldrei yrði samið um frið, á meðan það væri takmarkið. Kennedy telur því stefnu Johnsons í Vietnammálinu ranga. Hann telrir einnig, að Johnson sýni vandamálum stór borganna — einkum óeirða- vandamálinu — hættulega lít inn gaum. Þetta eru tvö helztu vandamál Bandaríkjanna í dag, og Johnson forseti getur hvor ugt þeirra leyst. Þau virðast honum og stjórn hans algjör- lega ofvaxin. Þetta virðist bandaríska þjóð in hafa á tilfinningunni > sí vaxandi mæli, og úrslitin í New Hampshire eru táknræn um þá skoðun. Johnson á því við mikla andspyrnu að etja, en spurningin er hvort þátt taka Kennedys í framboðskapp hlaupinu dreifi ekki beim öfl- um, sem standa gegn Johnson, og komi forsetanum þannig að lokum til góða. Það er auðvit að þveröfugt við óskir bæði Kennedys 02 McCarthys. Þeir munu því væntanlega forðast MERKI SÝNINGARINNAR Tillögur þær um merki sýningarinnar, sem hafa ekki verið sóttar enn, verða afhentar höfundum í skrifstofu sýningarinnar í Hrafn- istu í dag og næstu daga. Höfundar tilgreini dulnefni, sem þeir notuðu, er þeir sækja tiliögur sínar. að etjast við á meðan hægt er. En einhvern tímann í sumar verður að koma til átaka milli þeirra. Mikið er rætt um það hver úrslitin j kapp- hlaupinu um að verða for- setaefni demókrata verði. Spá dótnar eru um allt frá gjör- klofr.um dempkrataflokki og sigH'■ frambjoðenda republik- áná ýfir Johnson, til framboðs Roberts Kennedy og sigurs hans í nóvember. í dag er þó engan spádóm inn hægt að taka alvarlega. Kapphlaupið um eitt valda- mesta embætti í heiminum er rétt að hefjast. Repúblikanar- Undanfarna daga og vikur hefur ýmislegt einnig gerzt i röðum repúblikana í Bandaríkj unum. George Romney. ríkis stjóri í Michican hætti við þátt töku í kapphlaupinu um að verða forsetaefni repúblikana tveim vikurn fyrir prófkjörið í New Hampshire, og Richard Nixon fyrrum varaforseti, vann því auðveldan sigur í prófkjör inu — fékk yfir 80% atkvæða repúblikana. Ákvörðun Romneys setti Nelson Rockefeller, ríkisstjóra í New York-ríki, í mikinn vanda, en hann er nú talinn eina von frjálslyndari afla inn an flokksins; og jáfnframt af flestum talinn sá republikani er helzt geti sigrað í nóvember Rockefeller hefur enn ekki gefið kost á sér. Aftur á móti hefur hann lýst þvi yfir, að hann muni gera það ef eindreg inn vilji flokksmanna fyrir því komi fram. Er enn óvitað, hvort Rocke feller stígur skrefið til fulls, eða hvort hann ætlar að bíða þar til flokksþingið verður haldið í þeirri von, að flokkur inn leiti til hans. „Bylting" í Tékkóslóvakíu. í janúar s. 1. tók Alexander Dufoeck við embætti aðalritara tékkneska kommúnistaflokks- ins af Antonin Novotny, sem enn heldur forsetaembættinu. Mikil frjálslýndisalda hefur síðan gengið yfir landið, og þó hvað mest síðustu vikurnar. Fjölmargir gamlir Stalínistar hafa orðið að segja af sér embættum, rit- og málfrelsi virðist komið á í fyrsta sinn. Stúdentar og menntamenn halda fjölmenna fundi, þar sem þeir gagnrýna gamla for ingja landsins. Útvarp landsins og blöð tæta í sig hvern Stalín istann eftir annan, og krefjast umbóta og \breytinga. Og hin nýja stjórn frjáls- lyndra kommúnista vinnur að því annars vegar að losa sig við Stalínista úr emfoættum, og hins vegar að móta stefnuskrá framtíðarinnar. Er tilgangur- inn að stofna í Tékkóslóvakíu „kommiúnistískt lýðræði“. Kommúnistaflokkurinn á að stjórna áfram, en aðeiris í samræmi við vilja fólksins. Dubeck og stuðnirigsmenn hans í kommúnistaflokknum njóta víðtæks stuðnings meðal landsmanna. Jafnframt fá fórn arlömb Stalínista fyrri ára upp reisn æru. Meðal þeirra Stalínista. sem sagt hafa af sér, er innanríkis ráðherrann. saksóknarinn al- ræmdi, Jan Bartuska, leiðtog ar verkalýðshreyfingarinnar 02 fleiri háttsettir menn. 0.2 við því er búizt að Novotny. og niofckrir háttsettir stuðnings- menn hans víki úr embættum bráðlega. Þá hefur einn Stal- ínisti. Vladimir Janko aðstoðar varnarmálaráðherra, framið sjálfsmorð Það tókst þó óhönd uglega, og þurfti hann að skjóta sig tvisvar Enn einn háttsettur herforingi. Jan Senja, hefur flúið til Bandaríkj anna ásamt frillu sinni og syni. sVar honum tekið þar feg ins hendi. eins og öðrum þýð- ingarmiklum flóttamönnum í slíkum tilfellum fara Banda- rikjamenn ekki í manngreinar álit. Búast má við áframhaldandi breytingum í Tékkóslóvakíu. En of snemmt er að segja til um hvaða stjórnkerfi tekur við þar í landi. Ljóst virðist þó, að það verði mun lýðræðis- legra, og meir í samræmi við lög, en hingað til — og jafn- framt óháðara Rússum. Elías Jónsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.