Tíminn - 21.03.1968, Síða 6
FIMMTUDAGUR 21. marz 1968.
TBIVaiNN
Bretar og Bandaríkjamenn vildu
hlífa Stalín og þögðu yfir
mikilsverðum upplýsingum...
Jakov DjugashviH skotinn við rafm agnsgirðinguna,
22. apríl 1943 fékk utanríkis-
ráðherra nazista, Joadhkn von
Ribbentrop, tnjög merkilegt
leynibréf frá SS-foringjanum,
Henrich Himmler, sem hafði
yfiruimsjón með mikilvægustu
fangatoúðum í Þýzkaland'i.
Kæri Ritotoentrop:
Ég sendi yður hér með
skýrslu þess efnis, að stríðs-
fanginn Yakov Djugashvili, son
ur Staiíns. var skotinn, er
hann reyndi að flýja úr fanga-
búðunum A í Saehsenhausen
rétt hj'á Orienburg.
Heil Hitler.
Yðar
H. Himmler (sign)
Skýrslan er gerð af sérfræð
inguim Himmlers. Hún greinir
frá dauða Yakovs, sem greini-
lega hafði eggjað fangaverðina
til að skjóta sig. Hún fannst
ásamt fleiri merkum gögnum
í fórum utanríkisráðuneytisins
í stríðslok, og lögðu Bretar og
Bandaríkjamenn á þau hald.
Það er nú fyrst, að þessar upp-
lýsingar koma fram í dags-
Ijósið. Yakov var 35 ára að
aldri, er hann lézt og elztur
þriggja barna Stalíns. Er Stalín
lézt árið 1953 hafði hann ekki
hugmynd um afdrif sonar síns
og vissi ekki, hvort hann var
lífs eða liðinn. Brezkir og
bandarískir sendifulltrúar
sýndu honum tillitssemi að
þegja yfir þessum mikilvægu
upplýsingum til að baka hon-
um ekki enn meiri harm en
hann hafði áður mátt þola.
Systir Yakovs Svetlana Alliluy
eva skýrði frá þvi fyrir nokkr-
um mánuðum. að allt væri á
huldu um dauða hans.
Yakov var liðsforingi í stór-
skotaliði. Hann var í framlín-
unni, er Þjóðverjar réðust inn
í Sovétríkin 22. júní 1941. Þeg-
ar liði hans hafði verið tvístrað,
náðu nazistar honum á sitt
vald. Þetta var 18. júlí skammt
frá sovézku borginni Smolenzk.
Hann var óeinkennisklæddur
og var toersýnilega að rejma að
komast undan.
Eins og að líkum lætur þótti
nazistum mikill fengur í Yakov
en þar sem hann neitaði að
gefa þeim nokkrar gagnlegar
upplýsingar, og faðir hans neit
aði að leggja nokkuð að mörk-
um til að fá hann látinn laus-
an, var hann sendur í fanga-
búðir, sem voru eingöngu ætl-
aðar merkilegum stríðsföngum.
Þær voru í Sachsenhausen. þar
sem einnig voru almennar
fangatoúðir, en Sadhsenhausen
er rétt hjá Orientourg og 20
mílur norð-vestur af Beríín.
Yakov var í skála ípeð fimm
föngum öðrum. einum Rússa og
fjórum Bretum. Rússinn, Vaily
Kokosyn var náfrændi Vyache
slav M. Molotov, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna. Bretarnir
voru Thomas Cushing, William
Murphy, Patrick O’Brien og
Andrew Walsh. Ekki er vitað
hvers vegna þeir voru hafðir
með Rússunum tveimur. en
sagt var, að O’Brien væri bróð
ir háttsetts emtoættismanns í
Indlandi.
Loftið í foringjabúðum A,
en svo var 6 manna skálinn
nefndur, var lævi blandið. —
Mennirnir gátu auðvitað ekki
um frjálst höfuð strokið, og
við það bættist, að samkomu-
lag þeirra var býsna stirt. í
hinni opinberu skýrslu segir.
að Bretar annars vegar og
Rússarnir hins vegar hafi eldaS
mjög grátt silfur saman.
Þetta ósamlyndi stafaði mest
af því, að Bretarnir grunuðu
Kokosyn um að vera njósnara
Gestapo, og einnig var þeim
þvert um geð að búa undir
sama þaki og kommúnistar.
Við þetta bættist, að Bretarnir
ásökuðu Rússana tvo fyrir að
ata út salernið, og út af því
lagði O’Brien hendur á Koko-
syn og sló hann í andlitið 14.
apríl 1943. Yakov hitnaði í
hamsi við þessar ryskingar. og
um kvöldið, þegar dimma tók,
neitaði hann að fara inn í skál
ann, enda þótt honum væri full
kunnugt um að það væri and-
stætt reglunum, sem þarna
giltu.
Varðmaður að nafni Karl
Juengling hitti hann fyrir utan.
— Ég sagði við hann: Herra
liðsforingi, þér verðið að fara
inn í skálaitn undir eins. Hann
svaraði á sinni bjöguðu þýzku:
— Ég fer ekki inn í skál-
ann. þér getið gert það sem
yður sýsist. Ég krefst þess að
ná tali af fangalbúðastjóran-
um strax.
— Ég sagði honum, að það
væri ekki hægt, hann yrði að
bíða til morguns. Þrátt fyrir
það neitaði hann að fara inn
í skálann, og var mjög móðg-
aður vegna þess að yfirforing-
inn viidi ekki veita honum
áheyrn. Hann sagði ennfrem-
ur: — Herra undirforingi, þér
eruð hermaður. S-tandið ekki
þarna eins og þvara, heldur
skjótið mig.
Ég gekk í burtu og náði í
Petri höifuðsmann. en hann
hafði yfirumsijón og gæzlu með
fangabúðum A.
Yakov hélt áfram göngu
sinni og kom til búða, sem
stormsveitarforingi Konrad
Harfich gætti. Hann var 41 árs
og rak tóbaksekru á friðartím-
um. Harfidh sagði, að þegar
Yakov hafi gengið fram á hann
hafi hann sagt: — Varðmaður,
skjótið þér mig.
— Ég bað hann um að vera
ekki að þessari vitleysu, og
fara heim í skála sinn og sofna.
Við gæt-um ta-lað um þetta á
morgun. En hann bað mig aftur
um að skjóta sig.
Harfich hi-tti Yakov aftur á
eftirlitsferð sinni um fangatoúð
irnar. Hann hélt á trjágrein
og vingsaði henni til og frá
og sló með henni á jörðina.
Hann fleygði henni skyndilega
frá sér og gekk í átt að girð-
ingu, sem lá umhverfvs fanga-
búðirnar.
Tvær girðingar hafa verið
umhverfis búðirnar. Önnur var
lág. og á milli hennar og raf-
magnsgirðingarinnar, sem yzt
var. var hið svoka-llaða dauða-
svæði. Samkvæmt þeim reglum
sem þarna giltu, var gert ráð
fyrir, að sá, sem út á diuðs-
svæðið fór. væri að gera flótta-
tilraun. og var varðmönnunum
gert að skjóta hann.
Harfich segir, að Yakov hafi
kl-ofinað jifir innri vaddavfrssirð
inguna, gensið yfir dauðasvæð-
ið og að rafmagn-sgirðingunni,
og gert sig líklegan til að fara
yfir hana líka. Hann snerti
einangrun-arkúiuna með vinstri
hönd. sleppti henni jafnskjótt
og tók á rafmagnsvírnum með
sömu hönd. en ekkert skeði
Þá tók hann á vírnu-m með
hægri hönd líka, og þá skaut
ég einu skoti. Um leið og hann
snerti einangrunarkúluna hafði
hann kallað. skjótið. skjótið.
— Ég reyndi allt sem í mínu
valdi stóð til að fá hann ofan
af þessari firru. en allt kom
fjrir ekki. Áður en hann cók
á vírnum sneri hann sér að
mér og kallaði: Varðmaður,
h-egðið yð-ur e-kki eins og
skræfa. Skjótið þér mig, og
hlýðið fyrirmælunum.
Lík Yakovs var krufið, og í
skýrslu læknisins segir:
,.Þegar ég sá fangann 14.
april ’43 gerði ég mér strax
grein fyrir því að hann hafði
verið skotinn í höfuðið og það
orðið hans bani. Kúlan hefur
hæft hann rétt neðan við hægra
kinnbein, fjórum sentimetrum
frá eyranu. Hann hlýtur að
hafa látizt samstundis".
Hvernig stend-ur á því, að
sonur Stalíns kaus sér þennan
d-auðdaga. Um það er ekki að
fullu vi-tað, og upplýsingarnar,
sem Kokosyn lét lögreglunni í
té, skýra það lítið.
„Fyrir nokkrum dögum
slengdi Ous-hing því framan í
mig. að Gestapo héldi hlífi-
skildi yfir mér í fangabúðun-
um. Hann sagði Djugashvili,
að ég njósnaði fyrir nazista, og
ég skrifaði til yfirforingjans
eftir nýjum einkennisbúningi.
Það væri ekki nóg með að ég
hefði fengið hann, heldur hefði
ég einnig fengið skyrtur, nær-
föt og vasaklúta, og Cushing
sagði: — Hvernig getur þú not-
ið þessara forréttinda. e-f þú
ert á sama b-áti og við.
— Hann vildi meina að ég
væri njósnari og hélt því stíft
frarn við Djugashvili. Ég sagði
að honum skjátlaðist, og Djuga
shvili reyndi að sannfæra hann
um, að þetta væri reginfirra.
Þegar við fengum gjafapakk
ana frá Rauða krossinum skip-
aði yfirforinginn svo fyrir, að
við skiptum innihaldinu bróður
lega á milli okkar. En Cushing
var þeirrar skoð-unar, að þeir
fi-mm ættu þetta allt, og s-agði
við Djugashvili: — Njósnari
Þjóðverja fær ekki neitt. Og
ég fékk aðeins 100 s-ígarettur
af þessu öllu sa-man. 14. apríi
varð alvarleg senna. Ég veit
ekki hver okkar ataði út sal-
ernið, en O’Brien og Andrew
stóðu á því fastara en á fót-
unum ,að ég hefði gert það,
og kölluðu mig Bolsévikas-vfn.
Ég svaraði í sömu mynt, en
þá rak O’Brien mér rokna löðr-
ung.
— Ég get aðeins sag-t eftir-
farandi varðandi Djugashviú:
Það var alltaf viðkvæðið hjá
honum, að hann yrði að kom-
ast á brott. Fýrst í stað hélt
ég að hann væri að gera að
ga-mni sínu. og hló alltaf að
þes-sari vitleysu. H-vernig gat
líka manninum d-ottið ' hug,
að hann kæmist frá þessum
rammlega víggirtu fangabúð-
um? En hann sagði alltaf: —