Tíminn - 21.03.1968, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 21. marz 1968.
7
Mér skal takast að komast
undan.
Auk þess sagði hann oft. —
Faðir minn er strangur og ráð-
ríkur, O'g honutn líkar ekki að
ég skuli vera hér fanginn.
Djugashivili sagði, að hann
gæti ekki snúið aftur til Soi'ét-
ríkjanna, því að hann hefði ver
ið tekinn sem stríðsfangi. Þá
sagði ég við hann, að Molotov
léti ef til vill skjóta mig. þeg-
ar ég kem til Rússlands, enda
þótt við séum náskyldir.
Yakov Djugashvili notaði
alltaf hið rétta nafn föður síns,
en gekk aldrei undir nafninu
Stalín, né heldur systir hans,
Svetlana og yngri bróðir hans
Vasily. Svetlana (sem kennir
sig við móður sína, Alliluyeva)
hefur skrifað, að bróðir sinn
hefði alls ekki átt heima í her-
mennsku, því að hann hafi ver
ið mjög friðelskandi að eðlis-
fari blíðlyndur, dálítið svifa-
seinn og mjög þögull, en þó
ákveðinn í skoðunum sínum.
Hann var einkabarn Yeka-
terina Svanidze og Stalins og
líktist móður sinni, sem d'ó, þeg
ar hann var aðeins tveggja ára.
Svetlana segir í bók sinni. 20
bréf til vinar, að Stalin hafi
mjög kúgað þennan son sinn,
og verið honum hinn mesti
harðstjóri. Hún segir jafnvel að
Yakov, þá barn að aldri hafi
gert tilraun til að fremja sjálfs
morð. Hvers vegna hann gerði
það er ekki vitað, og verður
sennilega aldrei vitað.
Þegar Þjóðverjar tóku hann
til fanga 16. júlí 1941 tóku
þeir af honum skýrslu. og hún
var einmitt meðal þeirra
gagna, sem Bretar og Banda-
ríkjamenn lögðu hald á í stríðs
lok. Hann lýsir því ófremdar-
ástandi og ringulreið, sem var
á rússnesku víglínunni.
„Stjórn og skipulag allt var
í handaskolum. Deildin mín
sem álitin var góð, var mjög
illa undir bardaga búin. Við
vorum vel búnir vopnum en
mennirnir kunnu ekki að nota
þau. 16. júlí umkringdu sveitir
ykkar Ljasnovo. Við vorum
gengnir í gildru. Skelfing
greip um sig. Stórskotaliðarnir
reyndu að veita viðnám, en allt
kom fyrir ekki. og skyndilega
hurfu þeir eitthvað út í busk-
ann. Ég hélt að yfirforinginn
biði mín í bíl sínum og gekk
þangað, en hann var hvergi að
finna. Sveitir ykkar hófu skot-
hríðina Hermenn Rauða hers-
ins hópuðust í kringum1 mig.
og báðu mig að stjórna gagn-
árás á vkkur. Ég gaf þeim skip-
un til málamynda. en þá greip
þá ofsahræðsla. þeir hurfu og
skildu mia einan eftir
Ég átt.i einskis annars úr-
kosta en að flýja. Hermaður
einn síns liðs á orrustuvelli er
ekki hermaður Það var farið
að birta af degi.
Það var þorp við járnbrau’ar
stöðina. og þar voru menn að
skipta um föt. Ég ákvað að
slást i hópinn. Ég fór inn á
bóndabæ og fór úr einkennis-
búningum og í buxur og skyrtu
svo ætlaði ég að flýja með hin-
um. Þá sá ég allt í einu að
ég var umkringdur þýzkum her
mönnum. og öll sund voru 'ok-
uð. Ég gekk til þeirra og sagði:
— Ég gefst upp.
Stalin komst að þvi að son-
u.r hans var í haldi hja Þioð
verjum. sennilega af býzkum
áróðursauglýsingum Svetlana
segir, að þá hafi hann '.átið
hneppa Júlíu eiginkonu Yakovs
í fangelsi fyrir að eiga sök á
töku Yakovs, en Júlía var af
Gyðingaættum Hún varð að
dúsa 2 ár í fangelsi, en er
ef til vill enn á lífL
TÍMINN
ENDURBÆTTUR LAND-ROVER
-fc Land-Rover er nú fullklæddur að innan —
í toppi, hliðum, hurðum og gólfi. —
^ Endurbætt sæti; bílstjóra-sæti og hægra fram-
sæti stillanleg.
Endurbætt mælaborð með læsanlegu hanzka-
hólfi.
rAr N/ matthúðuð vatnskassahlíf.
Krómaðir hjólkoppar.
Krómaðir fjaðrandi útispeglar.
Ný gerð af loki á vélarhúsi.
-----------------AUK ÞESS------------------------------
er Land-Rover afgreiddur með eftirtöldum búnaði:
Aluminiumhús mcð hliðargluggum — Miðstöð með rúðublásara — Afturhurð
með varahjólafestingu — Aftursæti — Tvær rúðuþurrkur — Stefnuljós — Læs-
ing á hurðum — Innispcgill —? Útispcgill — Sólskcrmar — Dráttarkrókur —
Gúmmí á petulum — Dráttaraugu að framan — Kílómetra hraðamælir með
vegmæli — Smurþrýstimælir — Vatnshitamælir — 750x16 hjólbarðar — H. D.
afturfjaðrir og sverari Höggdeyfar aftan og framan —r Eftirlit einu sinni
eftir 1500 km. — Hliðarstig fyrir farþega — Stýrisdempari. —
BENZIN
DIESEL
Sími
21240
HEILDVFRZLUNIN
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
Þjóðverjar ætluðu sér að
nota Yakov í auglýsingaskym.
Þeir dreifðu flugrit.ura með
myndum af honutn. pir sem
fullyrt var að hann væri á lifi
og við góða heilsu og aðbúnað
og reyndu á þennan hátt að eá
aðra Rússa til að gefa sig fram
við sig. Þá létu þeir einskis
ófreistað við að fá Yakov til
að ganga í lið með þeim, en
allt kom fyrir ekki.
Svo sem að framan greinir
hafa Bandamenn ekki birt
skýrsluna um dauða Yakovs
fvrr en nú. og það var tort
m.a. af tillitssemi við Stabn.
en vitað var að hann m,yndi
taka þetta mjög nærri sér -
Svetlana segir. að Stalin bafí
í stríðslok fengið bréf frs
Belgíu þess efnis. að Yakov
hefði verið. skotinn. en upp
lýsingarnar voru svo óljósar,
að Stalin lagði á þær tak-
markaðan trúnað. en hann hét
milljón rúblna hverjum beim,
er gætu veitt honum fullnægj-
andi upplýsingar urn son sinn.
^kleift hefur reynzt að fá
nokkrar upplýsingar um afdrif
samfanga Yakovs, frænda Molo
tovs og Bretunum fjórum.
Það er ekki loku fyrir pað
skotið að skýrsla Þjóðverja' sé
röng, og aðstæður hafi verið
aðrar en þær sem Himmter
skýrði Ribbentrop frá. En sér-
fræðingar Breta, sem rjailað
hafa um nazista-tímabilið segja
að yfirleitt séu innanríkisskjöl
af þessu tagi nakvæm og örugg
SMITH-CORONA
30GERÐIR
Stórkostlegt úrval rit-og reikni-
véla- til sýnis og reynslu i nýjum
glæsilegum sýningarsal;
ásamt Taylorix bókhaldsvélum og
fullkomnum samstæðum skrifstofu-
húsgögnum
SKRIFSTOFUTÆKNI
Áriniíln ,'t. vimi :UI 90fl.