Tíminn - 21.03.1968, Síða 14

Tíminn - 21.03.1968, Síða 14
FIMMTUDAGUR 21. marz 1968. 14 AUKA ÞARF Framhald af bls. 16. leikar sveitaheimila til þess að taka b'örn' í sumardivöl mjög minmkað vegna fólksfæðar, ’ en þörfin færi hins vegar sívaxandi. Afleiðingin væri mjög vaxandi á- sókn við að koma börnum og ung lingum að einhverjum störfum að sumrinu í þéttbýliniu, eða þá að þau yrðu að eyða sumrimu að- gerðarlaus, sem væri enm verra. Las Einar m.a. uipp bréfkafla frá fræðsiustjóra Reyikjavíikur um þennan vanda. Einar kvaðst ekki vilja vanmeta þátt félaga og samta'ka við rekst- ur sumardvalarheimila, en þau þyrftu mjög aukinn styrk og gætu hvergi nærri leyst verkefnið að fullu eins og nú væri. Þetta væri brýnt samfélagsvandamál og ekki óeðlilegt að ríkið beitti sér fýijir gagngerðri athugun á laiisn þess í samráði við bæjarstjórnir og barnaverndarráð íslands. Einar kvaðst nú flytja þetta miál í þriðja sinn, og væri til þess sérstök ástæða. Þegar tiilag- an var til meðferðar í allsherjar- niefnd í fyrra, var nefndin sam- mála um nauðsyn hennar, en /neirihluti nefndarinnar lagði til, að henni. vrði vfsað til ríki«stjórn arinnar. Það væri afgreiðsla út af fyrir sig og þess þá að vænta, að ríikisstjórnin léti málið til sín taka, þar sem nauðsynin væri við- urkennd og augljós. Þó hefði far- ið svo, að tillagan hefði aildrei fengið lokaafgreiðslu í fyrra, ek'ki einu sinni þá, sem meirihluti alls- herjarnefndar fagði til. Við það væri illt að una, og því fliylti hann málið eimu sinni emn. Þá drap Einar á þann vanda, sem skyldur væri þessu máli, en það væru vandræði skólaæskuinn- ar til þess að fá sumarvinnu, en þau hefðu verið mikil s.l. sumar og yrðu að líkindum . enn. Oft væri það svo, að sumartekjur ungs fólks yrðu að duga að mestu til vetrannáms, og fengjust þær ekiki, væri skólaseta næsta vetur Mtt hugsanleg. Væri augljóst, hver háski væri hér á ferð, ef þetta ástand yrði tif þess að draga úr TÍMLNN menntasókn æskunnar. Mætti að þessu hyggja í sambandi við til- lögu þá, sem hér væri flutt. Kvaðst hann sérstaklega fagna því, að ver'kalýðsfélögin gerðu sér grein fyrir þessu, og að 6. liður í atvininumálayfirlýsinigu ríkis- stjórnarinnar væri einmitt um þetta. Væri mikilvægt að finna góð og þroskandi störf fyrir ungl- imga, og kæmi þar margt til, og væri á sumt dreipið í tillögunni, en einnig dytti sér til dæmis í hug, að 'nýta mætti þetta vinnu- afl til þess að afla heyja, er kæmu að notum þar sem fóður- skortur er á landinu, en svo er ær.ið oft eim'hvers staðar vegna grasbrests eða óþurrka. Tillögun'ni var vísað til alls- herjarneifndar. HELLTU NIÐUR Framháld a/f bls. 1. endursendir þangað frá Mjólkur- stöðinni hér í Reykjsvík í gær, þar sem gæði mjólkurinnar voru ekki talin nægilega mikil. Hefur þegar verið unnið úr þessari mjólk skyr. Skyr og rjómi eiga að verða næg í búðunuim næstu daga, og fer mikið magn af stað frá Mjólkurbúinu á morgun. Grétar sagði að lokum: Okkur hefur þótt harkalega og órétt- lega að farið í þessu verkfalli, gagnvart sunnlenzkum bændum, en þeir hafa borið sig nokkuð vel yfir þessu, þótt þeir séu rhjög gramir Það var þó strax bót í máli að fá undanþágu. þannig að hægt var að byrja að taka á móti mjólkinni á miðnætti aðfaranótt mánudagsins. þegar sýnt þótti að verkfallið væri í þann veginn að leysast. AKUREYRI Framhajd 3if bls 1. mætti þá stilla áætlun svo til að þær mættu þar strandferðaskipum að sunnan Val endahafna væri þó rétt að atlíuga nánar. Gísli sagði. að auk þess að vera hlutfallslega mesti iðnaðarbær væri Akureyri höfuðstaður Norð- urlands og yrði að gegna mikil- vægu hlutverki sem miðstöð í menningu og abvinnulífi, og þvf væri eðlilegt að Akureyri væri mið stöð samgangna og flutninga þessa landshluta. os skipa ætti málum beinlínis með þetta í huga. VIÐRÆÐUR FramhaW aif bls. 1. koma á frjálsu markaðssvæði milli Efnahagsbandalagsins og þeirra landa sem standa utao þess. en hafa sótt um upptöku í það. 2) Rétt er að bandalagið bjóði þessum löndum takmark- aðar tollalækkanir á iðnaðar- vörum. 3) Bandalagið á að bjóða samninga til langs tíma, um útflutning og innflutning land- búnaðarvarnings á föstu verði sem vera skal mitt á milli verðsins á heimsmarkaðnum og verðsins innan bandalagsins. 4) Komið skal á fót nefnd til viðræðna, milli bandalagsríkj- anna og þeirra landa sem vilja upptöku, og skulu þar rædd fiöl mörg hagsmunamál beggja að- ila. 5) Ekki er hægt að ábyrgj- ast að þau lönd sem sótt hafa um upptöku í bandalagið fái hana nokkurn tíma. Auk þessa er álit nefndar- innar það, að ekki aðeins bau lönd. sem sótt hafa um fulla aði'ld. taki þátt í viðræðunum,, heldur og önnur lönd er áhuga hafa á tengslum við Efnahags- bandalagið. svo sem Sviss, Pvi- þjóð og Austurríki. ÞAKKARÁVÖRP Ég þa'kka ykkur innilega, vandamenn og vinir, sem glödduö mig margvíslega á 75 ára afrnæli mínu. Ég bið ykkur friðar og blessunar. Jón Sigtryggsson. Innilega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum, á sjötugsafmæli mínu þann 1. marz s.l. — Lifið heil. Steindór Benediktsson. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim vinum mín- um og vandamönnum, sem glöddu mig með heim- sóknum, skeytum, blómum og gjöfum, á 70 ára aímæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Jóhannsdóttir Efri-Grund v/Breiðholtsveg. Marteinn Björnsson, Höskuldsstaðaseli, lézt 19. marz. Aðstandendur. Við andlát systkina minna, þeirra Kristjönu Helgu Bjarnadóttur °g Björns Blöndals Bjarnasonar frá Hreggsstöðum, færi ég mínar innilegustu þakkir laeknum, hjúkrunarkonum og öðru starfsfólki á sjúkrahúsinu á Patreksfir’ði fyrir umönnun þeirra og hjúkrun meðan þau dvöldu þar seinustu æviárin. — Elnnig færi ég sérstakar þakkir mínar Bergsteini Snæbjörnssyni sem og öðrum þeim mörgu, sem sýndu mér hjálp og samúð í veikindum þeirra og nú síðast vlð fráfall þeirra með minningarskeytum, minnlngargjöf- um og margvíslegri aðstoð. Lifið öll heil og hafið hjartans þakkir. Einar Bj. Bjarnason frá Hreggsstöðum. Okkar innilegustu þakkir til allra bæði nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför bræðranna, Júlíusar Tómassonar, flugstjóra Gísla Tómassonar, flugmanns Þórunn Jónsdóttir og dætur, Tómas Jónsson, Þórunn Tómasdóttir, Jón Grétar Guð.mundsson, Ásta Þórarinsdóttir, Jón Guðbrandsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Jónsdóttur, Suðurgötu 2, Sauðárkróki. Börn, tengdabörn og barnabörn. í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,15. Margir af þek'ktustu skemmtikröftum landsins koma fram, þar á meðal: Emelía Jónasdóttir, Árni Tryggvason, Ómar Ragnarsson, Alli Rúts, Karl Einarsson, Jón Gunnlaugsson, og óperusöngvararnir Sigurveig Hjalte- steð, Guðmundur Guðjónsson og Magnús Jónsson. — Ríó-tríó, Hryn- tríó, nemendur úr dansskólum Sig- valda og Heiðars Ástvaldssonar, og einnig koma fram hljómsveitir. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til Vestfjarðasöfnunarinnar vegna sjó slysanna í vetur. Guðmundur Skrifstofustúlka Heildsölufyrirtæki óskar að ráða skrifstofustúlku. Bókhalds og vélritunarkunnátta nauðsynleg. — Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins, merkt: „Framtíð“. Aðalfundur ! Iðnaðarbanka verður haldinn í veitingahúsinu Lido í Reykjavík, laugardaginn 30. marz n.k. kl. 2 e.h. D A G S K R Á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfu’m og umboðsmönnum þeirra bankanum dag- ana 25. marz til 29. marz að báðum dögum með- töldum. Reykjavík. 20. marz 1968 SVEINN B. VALFELLS, form. bankaráðs.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.