Tíminn - 21.03.1968, Síða 16
Jón Helgason skrifar í Sunnudagsblaðið greinarflokkinn
56. tbl. — Fimmtudagur 21. marz 1968. — 52. árg.
SNJÓSKAFLAR hafa
víða myndast á húsþökum
undanfarið. Sumstaðar eru
snjóhengjur á þakskeggjum
og hafa þær harðnað mjög
í frostinu og sólbráðinni síð
ustu daga og eru engan veg
inn hættulausar vegfarend-
um. Iðulega má sjá snjó-
flóð dynja á gangstéttum og
gera þau ekki boð á undan
sér og eru vegfarendur
vamarlausir gegn þessu.
Flestir húseigendur virðast
algjörlega kærulausir um
hvort snjódyngjur á þökum
húsa þeirra hrynji ofan á
vegfarendur eða ekki. Aðr-
ir eru þó hugulsamari og
reyna að ýta snjónum nið-
ur þegar engin mannaferð
er meðfram húsunum. En
oft er ekki auðvelt að kom
ast að snjónum á þökunum
til að ryðja honum niður.
Slökkviliðið og Rafveitan
hafa nógu öðru að sinna, en
stundum er leitað til þess
ara aðila til að ryðja þök.
En hægt er að fá leigða
kranabíla til að sinna þcssu
hlutverki og það hafa hús
ráðendur Búnaðarfélagshúss
ins gert og sést á myndinni
er verið er að ryðja þakið.
B€Rl
marga tugi ára. Að lokuim lifði
hann þá stund, að Pall amt-
maður Briem kvað upp dóm
sjnn í harðorðu embættisbréfi
yfir gamla sveitarstjórnarand-
anum.
Um naostu helgar mun Jón
Helgason segja í Sunnudags-
blaði Tímans nokkuð frá þess
um manni, sem enn er all
mörgu öidruðu fólki í minni.
Saga hans verður þó ekki birt
í heild, því að hún fyllir all-
væna bók, heldur verða skil
sögð á uppruna hans og til-
drögunum að ógæfu hans og
síðan dregnir fram í dagsljósið
nokkrir þættir úr lífi hans.
Jafnframt er þess vinsamlega
óskað, að þeir, sem sjálfir
muna Jóhann eða hafa af hon-
um þær sagnir af munni ann-
arra, er einh/verju fengi aukið
við þá mynd, er mun birtast í
þessum þáttum, miðli höfundi
af fróðleik sínum.
AK-Reykjavík, miðvikudag. — uðu þingi í dag fyrir tillögu, sem
Einar Ágústsson mælti í samein- hann flytur ásamt Sigurvini Ein-
arssyni og Ingvari Gíslasyni um
sumardvöl kaupstaðarbama í sveit
um, en tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að skipa fimm manna
milliþinganefnd til þess að gera
tillögur um stofnun sumarheimila
í sveitum fyrir börn úr kaupstöð-
um og kauptúnum. Skal að því
stefnt, að á slíkum sumarheimil-
um hafi börnin viðfangsefni, er
geti orðið þeim að sem mestum
andlegum og líkamlegum þroska,
þ.á.m. ræktunai-störf, gæzla hús-
dýra og umgengni við þau. Nefnd
in skal hafa samráð við borgar-
stjórn Reykjavíkur, bæjai-stjórnir
kaupstaða, sveitarstjórnir kaup-
túnahreppa og barnaverndarráð
íslands. ■ Ráðherra skipar fjóra
nefndarmenn eftir tilnefningu
þingflokkanna, einn frá liverjum,
<en fimmta nefndarmanninn án
tilnefningar, og skal hann vera
formaður nefnciarinnar. Nefndin
skili áliti fýrir næsta reglulegt Al-
þingi. Kostnaður af störfum nefnd
arinnar greiðist úr ríkissjóði."
í framsöguræðu sinni fyrir mál-
inu gat Einar þess, að á undan-
förnum áratuguim hefði fjöldi
barna úr Rey'kjavík og öðru þétt-
býli dvalizt á sveitaheimilum og
einnig sumardvalarheimilutm, sem
ýmis félagssamtök hefðu rekið.
Nú á síðustu árum hefðu mögu-
Framhaid á bls. 14
NÆGILECT KJARNFÓÐUR
VIÐASTHVARA LANDINU
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
★ Nægt kjarnfóður v'rðist nú
vera í landinu til að fullnægja
þörfinni fram til maíloka. Hefur
þetta komið fram í könnunum,
sem Gísli Kristjánsson, ritstjóri,
hefur gert fyrir Almannavarnir.
Enn ein könnun er nú í fullum
gangi, og þær upplýsingar, sem
þegar liafa bori'/.t, bcnda til hins
sama. I>ó hefur alvarlegt ástand
verið á einstaka bæjum, en hvergi
í lieilum sveitum.
★ Vandinn í dag er, og hefur
verið, fjárliagslegs eðlis. Sérstak
lega er þetta alvarlega vandamál
í þeim landshlutum, þar sem mis
æri og harðæri liefur verið und
anfarin ár, eins og á norðaustur
liorni landsins og reyndar líka í
Strandasýslu, að sögn Gísla.
Gisli sagði, að könnun hefði
verið gerð í desember s. 1. á áætl
aðri þörf fyrir kjarnfóður fyrir
j veturinn. Nú fyrir skömmu hafi
I svo önnur könnun verið gerð, og
■ náði hún yfir nokkuð stærra
svæði en sú hin fyrri, eða frá ísa
fjarðardjúpi til Reyðarfjarðar.
Könnunin í desember náði yfir ís
hættusvæðið svonefnda, þ. e. frá
Árneshreppi nyrzt í Strandasýslu
og að Vopnafirði.
Gísli sagði, að nú væri enn ein
könnun í fullum gangi, og næði
hún yfir þetta sama svæði og Vest
urland einnig.
— Á öllu því svæði, sem cg
hefi kannað tvisvar i vetur“, —
sagði Gísli, — virðist mér að áætl
uð þörf og innflutningur kjarn
fóðurs færi saman, nema í hrossa
sveitum, þar sem fóðureyðfila er
mun meiri en áætlað var í des-
ember
— Okkur berst nú stöðugt
skýrslur frá oddvilum í þessari
síðustu könnun, sem gerð er til
að athuga hvort gera þurfi ein-
hverjar ráðstafanir. Sýnist mér, að
ástæður séu hvergi slæmar í heil-
um sveitum, þótt það sé svo á ein
staka heimilum. Er ekki hægt að
segja annað, en að innflytjendur
kjarnfóðurs hafi staðið vel í ístað
inu, því að í því yfirliti, sem gert
var á dögunum, vantaði ekki mik
ið til að í landinu væri til nægi-
legt kjarnfóður til að fullnægja
þörfinni til mai-loka. Er þá tekið
með kjarnfóður, sem kom til
landsins í marz. Þetta er ekki allt
komið út á land, tafir á því urðu
vegna verkfallanna. En ef flutn-
ingaleiðir lokast ekki. þá ætti
nægilegt kjarnfóður að vera til á
öllum verzlunarstöðum til mailoka.
— En hvað með heyforða?
— Samkvæmt þeim skýrslum,
sem berast núna, hefur verið fóðr
að mjög skynsamlega í flestum
sveitum. Þar er um helmingur
af þeim heyjum, sem til voru í
haust, enn til, miðað við 1. marz.
Þetta er mjög skynsamlega farið
með heyfóður, en eins og kunnugt
er var heyfengur s. 1. sumar allt
of lítill. Og svo hafa viðhorfin
breytzt nokkuð núna, því þótt
snjór hafi fallið, þá eru ekki horf
ur á þeim hagleysum, sem menn
horfðu fram á meðan svell var
um allt land. Snjórinn getur horf
ið á örfáum dögum.
— Það hefur verið alvarlegt
ástand á einstaka bæjum, —
sagði Gísli að lokum, — en vand
inn hefur verið, og er fjármála-
legs eðlis. Og í vissum landsvæð
um er sá vandi mikill.
SÆLUVIKA SKAGFIRÐINGA
HEFST Á SUNNUDAGINN
GÓ-Sauðárkróki,miðvikudag.
Sæluvika Skagfirðinga hefst á
Sauðárkróki sunnudaginn 24. marz
n. k. Margt verður til skemmtun
ar að vanda, Leikfélag Sauðár-
króks sýnir gamanleikinn Leyni-
mel 13, eftir Þrídrang. Frumsýn-
ing verður á sunnudaginn. Leik
stjóri er Bjarni Steingrímsson.
Ungmennafélagið Tiivdastóll
skemmtir með revíukabarett og
fleiru. Tveir karlakórar munu
syngja. Karlakórinn Heimir, söng
stjóri Magnús Á. Gíslason og
Karlakór Sauðárkróks, söngstjóri
Ögmundur Svavarsson. Kvikmynda
sýningar verða alla daga vikunn
ar og dansað verður fimm kvöld
vikunnar. Flamingó leikur fyrir
dansinum, hljómsveitarstjóri er
Kristmundur Oddsson.
Skemmtanir mánudagsins eru
sérstaklega ætlaðar börnum og
unglinglpm og um kvöldið verð
ur ungíírigadansleikur.
Framsóknarfélag
Hafnarf jarðar
Klúbbfundur
verður fimmtu-
daginn 21. marz,
kl. 20.30 að
Strandgötu 33,
Jón Skaftason,
alþm. mun mæta
á fundinum.
Aukabarfmöguleika
barna og unglinga til
sumardvalar í sveit
Aldrei hefur nokkur fslend-
ingur, sem hlaut það hlutskipti
að grána og ergjast í höggorr-
ustu við harðbýlar sveitarstoð
ir, reist sveitarfélagi rammara
níð og lífseigara en Bólu-IIjálm
ar Akrahreppi. Líkt og til að
hnykkja á þeirri kveðju og
brenna hana inn í vitund kom
andi kynslóða, féllu atvik svo,
að gamla skáldið dó út af í
eymd sinni í beitarhúsum.
En Bóiu-Hjálmar átti sér
marga þjáningarbræður á
þeirri tíð, er andi húsagatilskip
unarinnar og hreppstjórain-
strúxins var að meira eða
minna leyti leiðarstjarna sveit
aryfirvalda. Mörgum samtíðar
mönnum hans mun meira að
segja þótt allgott hlutskipti
þess manns, sem lafað gat við
bú meiri hluta ævinnar. Einn
þeirra orðaði beiskan sanm-
leika á þann veg, að enginn
þyrfti að vorkenna Gretti út
legðina — og kvaðst sjálfur
hafa verið skóggangsmaður í
hálfa öld. Annar sagði um þá,
er hann átti við að kijást: ,,Guð
bu-ndu þeir, en djöflinum
slepptu þeir lausum."
Margur var sá, er átti um
sárt að bindia. Einstæðust mun
þó krossganga Jóhanns Bjarna
sonar frá Vigdísarstöðum í
Línakradal, og mun tæpast finn
ast dæmi um annað eins píslar
vætti í augsýn aliþjóðar um