Alþýðublaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 11. nóv. 1989 FRÉTTASKÝRING Fiskeldisfyrirtækin þutu upp á iá- einum arum eins og gorkulur á haug. Nú er komið aö skuldaskil- um. Gjaldþrotunum er alls ekki lokið. En þótt greinin í heild standi illa eru þó til fiskeldisfyrir- tæki sem standa tiltölulega traustum fótum. 1 j/. T ; ■ i Fiskeldi erfjárfrek atvinnsutarfsemi. Þar liggja miklir peningari steynsteypu og flóknum dæiubúnaöi svo nokkuð sé nefnt. „GORKÚLUftVINTÝRie" Reynslan er stundum dýrkeypt. íslandslax hf. kostaði hún lífið. Ástæðurnar fyrir gjaldþrotinu virðast einkum vera tvenns konar. Annars vegar ýmis tæknileg áföll sem heim- færa má undir reynsluleysi, — hins vegar óblítt efnahags- umhverfi, einkum á árinu 1988. íslandslax er hins vegar frá- leitt eina fiskeldisfyrirtækið sem farið hefur á höfuðið hér- lendis og fleiri virðast á leiðinni. En er þá íslenska fiskeldis- ævintýrinu lokið? Sennilega er of snemmt að fullyrða það. Sjókvíaeldið virðist þannig standa betur en hinar svo- nefndu landeldisstöðvar og eldri og minni stöðvar munu einnig skár staddar en þær sem nýrri eru og stærri. Engu að síður er ástandið alvarlegt. Fiskeldið íslenska ber mörg ein- kenni þess sem kalla mætti „gor- kúluævintýri". Þessi atvinnugrein var nánast óþekkt fyrir 10 árum eða svo en á þessum áratug hafa fiskeldisfyrirtækin sprottið upp eins og gorkúlur á haug. í sam- ræmi við öra fjölgun þessara fyrir- tækja hefur það verið vinsæl skoð- un. einkum eftir að þrengja tók að greininni, að menn hafi ekki sést fyrir í upphafi, gert sér kolrangar hugmyndir um verðlagsþróun á heimsmarkaði og bjartsýni keyrt úr hófi á öllum sviðum. Hrak- spárnar virðast vera að rætast um þessar mundir. Nú þegar hefur meira en 10. hvert fyrirtæki í þess- ari grein annaðhvort vera orðið gjaldþrota eða hafa fengið greiðslustöðvun. íslandslax var tilraun Stærsta fyrirtækið í þessari ný- útsprungnu atvinnugrein, Islands- lax hf., náði rétt um 5 ára aldri. Eft- ir á að hyggja virðist óneitanlega hafa verið ráðist í mikið. Það er auðvelt að segja nú, að bjartsýnin hafi kannski verið óþarflega mikil. Islandslax var á sínum tíma braut- ryðjandi í nýjum aðferðum og því má segja að stofnendur fyrirtækis- ins hafi þar með lagt út eins í kon- ar tilraunastarfsemi. Það er einkenni tilrauna að fyr- irfram eru niðurstöðurnar ekki þekktar. Hluta af erfiðleikum Is- landslax má líka rekja til þeirra óvissuþátta sem lagt var upp með, ef marka má orð eigendanna í fjöl- mörgum viðtölum við fjölmiðla undanfarna daga. Byggingar- kostnaður íslandslax varð meiri en áætlað var í upphafi og að hluta til mun mega rekja þetta til til- raunakostnaðar við hönnun kerja. Á tímabili bar líka á sjúkdómum og vanþrifum, talsvert umfram það sem búist hafði verið við. Þetta dró úr vaxtarhraða og hafði þannig talsverð efnahagsleg áhrif. I þessu sambandi má líka nefna að dælukerfi stöðvarinnar reyndist ekki fullkomlega vandanum vaxið og einnig af þeim sökum uxu laxa- seiðin síður en ráð var fyrir gert. ísfandslax átti sem sagt við ýmis tæknileg vandamál að glíma á fyrstu árunum. Forsvarsmenn stöðvarinnar halda því hins vegar fram að þessi vandamál séu nú úr sögunni og þegar á heildina er lit- ið hafi tilraunin með íslandslax tekist. Tækinilegu vandamálin eru þó bara önnur hlið málsins. Ýmis ut- anaðkomandi áhrif höfðu líka sin áhrif. Þannig má trúlega meta lok- un norska seiðamarkaðarins á sín- um tíma á hátt i 150 milljónir i mínus. Hæpin gengisskráning hafði ennfremur sín áhrif hér eins og gagnvart öllum öðrum útflutn- ingi. Norskt fyrirtæki átti 49% í ís- landslaxi. Svo virðist sem íslensku eigendurnir hafi bundið miklar vonir við reynslu Norðmannanna og kunnáttu í fiskeldi, en þær von- ir hafi að mestu brugðist. Dr. Öss- ur Skarphéðinsson, fiskeldisfræð- ingur, gengur svo langt í viðtali við nýútkomið Þjóðlíf að fullyrða að Norðmenn hafi ekki hundsvit á strandeldi og hafi ekki verið góðir í seiðaeldi, sem Össur segir skýra hvers vegna þeir hafi á sinum tíma þurft að kaupa seiði héðan. Laxastofninn sem notaður hefur verið til eldis hjá íslandslaxi, var fluttur inn frá Noregi og hefur ver- ið í sóttkví í kerjunum um nokk- urra ára skeið. Þessi stofn þykir hafa ýmsa kosti og nefna má að laxinn frá Islandslaxi selst á yfir- verði í Japan. Það er því trúlega of snemmt að gera því skóna að fisk- eldisker fyrirtækisins muni í fram- tíðinni standa auð og grotna niður, þótt íslandslax sé nú gjaldþrota. Hitt virðist miklu trúlegra að þarna muni í framtíðinni verða rekið blómlegt fiskeldisfyrirtæki í höndum nýrra eigenda, hvort sem þeir eigendur verða Sambandið og dótturfyrirtæki þess eða ein- hverjir aðrir. Fleiri gjaldþrot á leiðinni Slík framtíðarsýn er þó háð al- mennri framtíð fiskeldisins hér á landi. Sú framtíð virðist um þessar mundir ekki tiltakanlega björt. Að slepptum pappírsfyrirtækjum og því sem manna í milli er kallað „balaeldi", má segja að starfandi séu kringum 80 fyrirtæki í fiskeldi og eru þá hafbeitarstöðvarnar taldar með. Á þessu ári og því síð- asta hafa 9 fyrirtæki ýmist verið lýst gjaldþrota eða fengið greiðslu- síöðvun. Að fjölda til er þetta meira en tiunda hvert fyrirtæki. Össur Skarphéðinsson segist, í áð- urnefndu viðtali, eiga von á því að gjaldþrotin haldi áfram. Hann bætir því við að greinin komist ekki á fæturna fyrr en búið sé að skera burtu verulegan hluta fjár- magnskostnaðarins. Friðrik Sigurðsson, hjá Lands- sambandi fiskeldis- og hafbeitar- stöðva, er á sömu skoðun og Össur um áframhaldandi gjaldþrot: „Það eru fleiri gjaldþrot á leiðinni, næstu mánuðina", sagði hann í samtali við Alþýðublaðið í gær, „en ég hef hins vegar ekki trú á því að greinin sé að fara lóðrétt á hausinn, eins og stundum heyrist." Friðrik sagðist óttast að gjaldþrot einstakra fyrirtækja í fiskeldi bitn- aði á öðrum. Hann nefndi sérstak- lega staðgreiðslu fóðurs í þessu sambandi, en flest fóðurfram- leiðslufyrirtæki munu nú krefjast staðgreiðslu í fóðurviðskiptum. Staðreyndin mun raunar sú að fiskeldisfyrirtækin í landinu eru afar misvel stödd. Til eru fiskeldis- fyritæki sem standa tiltölulega traustum fótum. Af stærri og þekktari fyrirtækjum mun í þessu sambandi mega nefna fyrirtæki eins og ísnó og Laxalón. í heild er nú talið að skuldir greinarinnar nemi um 6 milljörðum króna og komið hefur fram að 5 til 6 fyrir- tæki beri á bakinu helminginn af þessum skuldabagga. Samkvæmt þessu skiptast þeir þrír milljarðar sem þá eru eftir á 70—75 fyrir- tæki. Að meðaltali skuldar þá hvert þessara fyrirtækja um 40 milljónir, sem tæpast getur talist óhóflegt miðað við hversu fjárfrek þessi grein er. Mikill fjármagnskostnaður En hver skyldi vera skýringin á þessari misjöfnu afkomu fiskeldis- fyrirtækja? Skýringarnar eru vafa- laust margar. Fjármagnskostnað- urinn er liður sem margir til- greina. Það hefur löngum viljað brenna við á Islandi að fram- kvæmdagleðin beri menn ofur- liði, þannig að gleymist að hugsa fyrir því að greiða þurfi lánsfé til baka. Þessi hugsunarháttur var í raun góður og gildur á íslandi lengi fram eftir síðasta áratug, en svo ótrúlegt sem það virðist, er engu líkara en fjöldi íslendinga hafi enn ekki áttað sig til fulls á áhrifum hárra raunvaxta. Því má raunar ekki gleyma í þessu sam- bandi að raunvextir hafa hækkað töluvert mikið á þessum áratug. Slík vaxtahækkun getur auðveld- lega kollvarpað, jafnvel skynsam- legum fjárhagsáætlunum. Það gildir því um fiskeldið rétt eins og aðrar greinar að þau fyrirtæki sem lagt hafa upp vel birg af eigin fjár- magni, sleppa betur frá fjármagns- kostnaðinum en hin sem frá upp- hafi byggðu tilveru sína að mestu leyti á lánsfé. Öfugt við loðdýraræktina, er ekki hægt að segja að menn hafi verið ginntir hópum saman út í fiskeldi. Banka- sjóðakerfið hefur verið fremur tregt til að veita fisk- eldisfyrirtækjum fyrirgreiðslu og tregða bankanna til að taka fyrir- tæki í þessari grein í viðskipti, stendur ýmsum fyrirtækjum veru- lega fyrir þrifum. Á hinn bóginn verður laxeldið að sæta verð- sveiflum á erlendum mörkuðum, rétt eins og loðdýraræktin. Þeim sem lagt hafa út í fiskeldi á síðustu árum hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að gera ekki ráð fyrir verðlækkun í kjölfar aukins fram- boðs. Norski seiðamarkaðurinn Fyrst á annað borð er verið að velta fyrir sér ástæðum fyrir slæmri stöðu fiskeldisins, má ekki gleyma því áfalli sem greinin varð fyrir þegar norski seiðamarkaður- inn lokaðist fyrirvaralaust eins og hendi væri veifað. Mörg hérlend fyrirtæki byggðu tilveru sína að stórum hluta á þessum markaði og þegar innflutningur seiða til Nor- egs var bannaður, lentu menn eðlilega í vandræðum. Einhverju af þeim seiðum sem alin höfðu verið til sölu á Noregsmarkað, var fleygt, en í allmörgum tilvikum var ráðist í að stækka fiskeldis- stöðvarnar til að geta alið seiðin, eða a.m.k. hluta þeirra upp í slátr- unarstærð. Slík uppbygging kost- aði auðvitað óhemju fjármagn sem í flestum tilvikum varð að taka að láni. Afleiðingarnar af þessu eru nú að koma i ljós. Traustustu fyrirtækin lifa Að öllu samanlögðu verður ekki betur séð en gjaldþrot fiskeldisfyr- irtækja muni halda áfram. Þeir viðskiptavinir fiskeldisfyrirtækj- anna sem ekki hafa veð fyrir lán- um sínum munu sjálfsagt tapa stórfé. Rétt eins og í öðrum grein- um munu þó hin traustari fyrir- tæki lifa kreppuna af. Hér í upphafi var talað um „gor- kúluævintýri". Líkt og gerist í nátt- úrunni, virðist nú komið að því að „gorkúlurnar" breytist i „púður- kerlingar".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.