Alþýðublaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 15.nóv. 1989 íslendingafélagið 70 ára Danmörk: Dagana 28. október til 4. nóvember héit íslendingafélagið uppá þessi tímamót í sögu félagsins. Þau fóru að hluta til fram í Jóns- húsi og enduðu með veislu í „Sjællandsfærgen“, sem liggur við festar hjá Löngubrú. Alþýðublaðið var viðstatt hátíðarhöidin. Frá Guðbjörgu K Arnar- dóttur fréttaritara Al- þýdubladsins í Kaup- mannahöfn Það er óhætt aö fullyrða að stjórn íslendingafélagsins hafi haldið uppá afmælið með glæsi- brag. Ekki lét Bergljót Skúladóttir veitingaraðili í Jónshúsi sitt eftir liggja fremur venju. Þar sem nær hvert kvöld var á boðstóium ís- lenskur matur í ,,a la Beggu- mömmustíl". Dagskrá var sem sagt á hverju kvöldi með ýmsum yndisaukum. „Eftir að hafa unnið að þessari svokallaðri menningarviku í til- efni afmælisins í nær öllum frí- stundum sl. vikna er ekki hægt að segja annað en að við höfum hlot- ið uppskeru erfiðisins. Svo til hvert kvöld hefur verið fullt hús í Jóns- húsi eða um 30—60 manns," segir Óttar Ottósson formaður íslend- ingafélagsins. En Óttar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn í 12 ár og starfar sem kerfisfræðingur. „Mér finnst ánægjulegt að Is- lendingar í Kaupmannahöfn séu viljugir til að halda saman og skemmta sér saman. Þess vegna tel ég ríka ástæðu til þess að hér sé starfrækt íslendingafélag og ekki síst þar sem við erum svo heppin að hafa Jónshús til afnota," segir Óttar ennfremur. Menningarvika Það var notaleg stemmning í Jónshúsi þessa viku og ekki laust við að sumir landar jafnvel fengju létta íslands „nostalgíu" t.d. þegar hljómsveit Guðmundar Eiríksson- ar spilaði Maístjörnuna og önnur íslensk þjóðlög við söng Nínu Bjarkar, þó með jazzívafi. Það er að segja þeir íslendingar sem enn eru sannir íslendingar í brjósti sínu. Guðmundur Eiríksson er rh.a. tónlistarmaður hér í borg. Sama kvöld las Erik Skyum Niel- sen nýja smásögu eftir Einar Kára- son, sem hann hefur snúið yfir á dönsku. Það var að sjálfsögðu ekki hægt að halda menningarviku nema að minnst væri stórskáldsins Jónasar Hallgrímssonar og Páll Valsson sem staðið hefur fyrir heildarút- gáfu á verkum Jónasar hélt fyrir- lestur og lesið var úr verkum Jón- asar. Þann upplestur sáu þau Erla Sigurðardóttir og Böðvar Guð- mundsson um. Sigurður Bragason baritónsöngvari heimsótti Dan- mörku i tilefni af menningarvik- unni og flutti klassísk verk við undirleik Úlriks Ólasonar. Þaö gerði einnig Jóhanna Þórhalls- dóttir sem flutti íslensk sönglög og s-ameríska tangóa við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur. „Við hefðum að sjálfsögðu ekki getað fengið eins marga skemmti- krafta frá íslandi, nema að hafa notið styrkja og velvildar fólks. En Flugleiðir hafa ætíð verið velvilj- ugir að borga flugför fyrir íslenska skemmtikrafta. Einnig hafa þeir aðilar sem fram hafa komið á menningarvikunni troðið upp án endurgjalds," segir Óttar Ottósson. Eitt af kvöldunum var sérstak- lega þjóðlegt, en þá voru kyrjuð sýnishorn af rímnasöng sem Tryggvi Hansen sá um. Las hann einnig úr Völuspá undir trumbu- slætti við mikinn fögnuð gesta. Að síðustu er rétt að nefna dag- skrárlið þar sem Sverrir Hólmars- son, sem er annar þýðenda bókar- innar Söngvar satans eftir Salman Rushdil, las kafla úr fyrrnefndri bók. Efnt var síðan til umræðna um þennan umdeilda höfund og útgáfu þessarar bókar. Þorsteinn frá Hamri las einnig úr verkum sínum. Veisiuhöldin Menningarvikunni lauk sl. laug- ardag á nefndri ferju, sem nýtist nú eingöngu sem matsölu- og skemmtistaður. Kannski ekki ónýtt að nýta, eitthvað af togara- fjölda Islendinga eða jafnvel hval- veiðiskipum á þennan hátt. Hér með komið á framfæri. A þessari ferju hófust hátíðar- höldin á þilfari með hanastéli og borðhaldi á eftir. Milli rétta skemmti Laddi veislugestum, en hann sá líka um að skemmta börn- unum í Jónshúsi fyrr um daginn. Vigdís Pálsdóttir, ritari utanríkis- ráðherra flutti hátíðarræðu, en veislustjóri var Júlíus Pálsson, annar eigenda ferðaskrifstofunn- ar „Hekla Rejser" í Kaupmanna- höfn. Eftir að allir voru orðnir saddir, eða um 200 íslendingar, spilaði hljómsveitin STRAX fyrir dansi fram á rauða nótt. Fólk virtist skemmta sér kon- unglega, með árshátíðarkokka- ívafi, enda ekki á hverjum degi sem íslendingar í Kaupmanna- höfn fá tækifæri til að hlusta á ís- lenska danshljómsveit. Dr. Kristján Þorvaldsson, gjaldkeri SÍDS, spjallar við dönsku söng- konuna Trine. Emil Guömundsson, forstjóri Flugleiöa í Kaupmannahöfn, ásamt eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Guðmundsdóttur. Óttar Ottosson, formaöur íslendingafélagsins í Dan- mörku. Hörður Helgason sendiherra og Vigdís Pálsdóttir ritari utanríkisráðherra ræöast viö. Salurinn í Jonshusi. Bergljót Skúladóttir við afgreiðslu aftast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.