Alþýðublaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 15.nóv. 1989 ATHUGASEMD Friðrik Sóphusson, alþingismad- ur, hafði samband við Alþýðublaðiö og vildi koma á framfæri leiðrétt- ingu vegna ummæla sem eftir hon- um voru höfð í blaðinu í gær, 13. nóvember, þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðum á fundi á veg- um Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands í Norræna húsinu. í Alþýðublaðinu var haft eftir Friðrik að „ . . . nauðsynlegt (væri að) opna fyrir frjálsari gengisskrán- ingu og leyfa erlendum aðilum að kaupa kvóta úr fiskistofnum okkar." Friðrik segir þetta alrangt eftir sér haft. Þetta sé ekki hans skoðun. Sala á kvóta til erlendra aðila sé alls ekki markmið til að stefna að. Þarna hafi hann aðeins verið að tala um frjálst framsal á kvóta innanlands. Varð- andi sölu á kvóta til erlendra aðila sagðist hann aðeins hafa verið að taka undir þau orð Rögnvaldar Hannessonar að álagður auðlinda- skattur gæti komið sér vel ef íslend- ingar vildu eða þyrftu að versla með kvóta við erlenda aðila. T.d. í tengsl- um við samninga við Evrópubanda- iagið. Ef svo færi að við þyrftum að semja um að láta EB hafa kvóta í ís- lenskri lögsögu kæmi sér betur að Islendingar gætu innheimt af hon- um auðlindaskatt. Alþyðuflokkurinn í Reykjaneskjördæmi tilkynnir: ■ ■ KJORDÆMISÞING Alþýöuflokksins í Reykjaneskjördæmi veröur haldið í Alþýöuhúsinu í Hafnarfirði sunnudaginn 19. nóvem- ber næstkomandi og hefst klukkan 14.00. Dagskrá: 1. Stjórnmálaviöhorfiö, framsögumenn Karl Steinar Guðnason og Guömundur Oddsson, alþingis- menn Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. 2. Atvinnumál, framsögumaöur Jón Sigurösson iön- aðarráðherra. 3. Komandi sveitarstjórnakosninqar, framsöqu- Karl Jón Guðfinnur menn Guðfinnur Sigurvinsson bæjarstjóri í Kefla- I vík og Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í ; Hafnarfirði. ^ L í f 'T* 4. Önnur mál. M. v 7] Alþýðuflokksfólk velkomið á þingið. Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins Guömundur í Reykjaneskjördæmi Guömundur SMÁFRÉTTIR Stórgjöf til styrktarfélags vangefinna Þann 19. október sl. tók Styrktarfélag vangefinna form- lega við arfi eftir hjónin Jóhönnu Guðmundsdóttur, f. 16. janúar 1897, að Þjóðólfshaga í Holtum, d. 24. nóvember 1970 og Guðjón Pétursson, f. 20. september 1902, á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, d. 20. júlí 1989. Þau áttu enga skylduerfingja og höfðu með arfleiðsluskrá, er gerð var árið 1970, ákveðið að allar eigur þeirra gengju til Styrktarfélags vangefinna, er notaði þær eða andvirði þeirra í þágu starfsemi sinnar eins og segir í arfleiðsluskránni. Meðal þess sem féll í hlut félagsins er einbýlishús að Þykkvabæ 1 í Reykjavík auk tæplega 800 þús. kr. í bankabókum. í kaffisamsæti sem Styrktarfé- lagið hélt nokkrum nánum vin- um og ættingjum hjónanna af þessu tilefni lofaði Magnús Kristinsson formaður þess höfð- ingsskap þessara heiðurshjóna og kvað gjöfina mikla lyftistöng fyrir félagið. Kýrkjöt selt sem nauta- kjöt? „Enn á ný hefur komið fram í fjölmiðlum að nautakjöt er selt í verslunum án þess að fram komi gæðaflokkun þess," segir í frétt frá Neytendasamtökunum. „Því er jafnframt haldið fram að kjöt af mjólkurkúm sé selt í verslun- um sem ungnautakjöt. Stjórn Neytendasamtakanna gerir þá kröfu að settar verði reglur um upplýsingar til neytenda hvað þetta varðar, þannig að neytand- inn viti ávallt hvaða vöru hann er að kaupa. Jafnframt að settar verði ítarlegri reglur um upplýs- ingar á öðrum kjötvörum, t.d. um fitumagn í kjöthakki og fitu- og vatnsinnihald í unnum kjöt- vörum." RAÐAUGLÝSINGAR Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. Rafmagns- veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í stálmöstur og stagteina úr stáli fyrir 132 kV háspennulínu frá Hamranesi að Hnoðraholti. Heildarþyngd stáls er um 135 tonn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 21. desember 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 > BIB % 't- c Z B0ÐTÆKI FYRIR ALMENNA B0ÐKERFIÐ Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Ríkisspítala óskar eftir tilboðum í boðtæki fyrir almenna boð- kerfi Póst- og símamálastofnunarinnar, sem starf- rækt er á tíðninni 46,975 MHz. Boðtækin skulu vera í samræmi við ákvæði reglu- gerðar, sem P&S hefur sett um boðtæki og seljandi skal ábyrgjast að boðtækin hafi hlotið eða muni hljóta viðurkenningu P&S. Gerð: Talnaboðtæki Magn: 60 stk. Útboðsgögn afhendast á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag 28. nóv- ember 1989 kl. 11.00. Alþýðuflokksfólk á Akureyri Fundur, laugardaginn 18. nóv. kl. 13.00. Fundarstaður: Alþýðuhúsið Akureyri 5. hæð (Fiðlar- inn). Fundarefni: Sveitarstjórnakosningar og undirbún- ingur þeirra. Nánari dagskrá auglýst síðar. Allir velkomnir! Alþýðuflokkurinn Kratakaffi í kvöld kl. 20.30 í félags- miðstöðinni, Hverfisgötu 8—10l Gestur fundarins verður Jón Sæmundur Sigur- jónsson alþm., sem ræðir um lífeyrissjóðsmál. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Utanríkismálanefnd S.U.J. Að venju verður haldinn fundur hjá nefndinni nk. laugardag kl. 10.00 að Hverfisgötu 8—10. Margt og mikið liggur fyrir fundinum. Flestir íslendingar velkomnir. Mætið stundvíslega. Il\iI\1 KAUPASTOFIMUl\I RÍKISiNS FfQRCAHTUfJl 105 HEVKJAVIK __ Magnús Árni Magnusson form. utanríkismálanefndar S.U.J. Alþýðuflokkurinn hlustar Stefnuskrármál Málstofa um stefnuskrármál, fimmtudaginn 16. nóv. 20.30 í félagsmiðstöðinni að Hverfisgötu 8—10. Á þessum fundi verður rætt um stefnuskrármál. 1. Hver er staða Alþýðu- flokksins í litrófi ís- lenzkra stjórnmála? 2. Hvernig ber að setja fram í stefnuskrá hug- myndafræði jafnaðar- stefnunnar? 3. Hvernig verður hug- myndafræði komið í framkvæmd? Hópstjóri Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokkurinn hlustar Umhverfis- mengunar- og félagsmál Málstofa um umhverfis- mengunar- og félagsmál fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20.30 í sal Alþýðu- flokksins, Hraunborg 14A, Kópavogi. Á þessum fundi verður rætt um umhverfismál. 1. Hvers er að vænta af umhverfismálaráðu- neyti? 2. Hvaða áhrif hefur það, að landgræðsla og skógræktarmál, heyri áfram undir landbún- aðarráðuneytið? 3. Hver eru brýnustu verkefnin í mengunar- vörnum? Hópstjóri: Lára V. Júlíusdóttir. Alþýðuflokkurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.