Alþýðublaðið - 15.11.1989, Page 7

Alþýðublaðið - 15.11.1989, Page 7
Miðvikudagur 15.nóv. 1989 7 UTLOND ERMASUNDSEYJARNAR Ermasundseyjarnar tilheyra bresku krúnunni, hafa sjálf- stæöa stjórn og eígin löggjöf. Eyjaskeggjar eru breskir en þó ekki breskir ríkisborgarar. Ríkisstjórn Bretlands ber ábyrgð á vörnum eyjanna og alþjóðlegum samskiptum. Þjóðverjar hernámu eyjarnarog á frelsisdaginn 9. maí 1945 þegar hernáminu lauk var efnahagur, stjórnsýsla og félagsmál í rúst og reyndar flest annað. Það sem kannski er það merki- legasta við hina miklu uppbygg- ingu á eyjunum er að þar hefur ekki verið að finna neitt sem hægt er að flytja út. Engir stórir skógar, engar olíuiindir, engin kol, enginn jarðhiti, engir dýrmætir málmar eða steinar, enginn þungaiðnaður og ekki verulegur veiðifloti. Kostir eyjanna er landfræðileg staðsetning þeirra, þægilegt veð- urfar, einfaldar og sanngjarnar skattareglur, engin fiokkapóiitík og þar af leiðandi engar snöggar breytingar. Eyjarnar hafa sér- stæða sögu og frönsk menning kemur þar inn í myndina, síðast en ekki síst er mikil náttúrufegurð á eyjunum. Allt þetta hefur hjálpað til við uppbygginguna og hagvöxt- ur hefur undanfarið verið 10% á ári, fer þó aðeins lækkandi. Fjár- málastarfsemi er mikil og bankar blómstra, ferðamannaiðnaður er einnig með blóma ásamt gróður- húsarækt og má segja að þetta þrennt séu aðalatvinnuvegir eyj- anna. Til þess aö þeir gangi vel þarf fólk og það fólk þarf ýmiss konar þjónustu, og þar í liggur mesta vandamál eyjanna. Ibúafjöldi eyjanna vex stöðugt og á eyjunni Jersey hefur fólki fjölgað um 2.300 frá árinu 1986 og á eyjunni Guernsey um 4.000. Yf- irvöíd eru því farin að hafa áhyggj- ur af umhverfismálum því næg at- vinna er á eyjunum og það þykir fýsilegur kostur að komast í vinnu á eyjunum og er eftirsótt af ungu fólki víðsvegar að á Bretlandi. Samanlagður íbúafjöldi á eyjun- um er 150.000. Þar af eru 82 þús. á Jersey sem er 45 ferkílómetrar að flatarmáli. 60.000 íbúar eru á Guernsey, sem er 24 ferkílómetr- ar, 2.000 íbúar á Alderney sem er níu ferkílómetrar og 600 íbúar á smáeyjunni Sark. Margir íbúar Jersey og Guernsey eru taldir búa við lífskjör sem eru með þeim bestu í heiminum. Þar eru engar náttúrulegar auö- lindir og þœr uröu illa úti í heimsstyrjöldinni síöari. Þrátt fyrir þetta hefur eyja- skeggjum tekist ótrúlega vel aö bæta ástandiö. Vegna hins milda loftslags er gróðurhúsarækt stór póstur i efnahagslífinu. Á myndinni er ung stúlka aö klippa fresíur. SJÓNVARP Stöð 2 kl. 20.30 MURPHY BR0WN Bandarísk þáttaröð um fréttakon- una Murphy Brown sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna eins og sagt er. Murphy þessi er leikin af kanadísku leikkonunni Candice Bergen sem er ekki ósnotur kven- persóna, hún þykir sýna nokkuð skörulega framgöngu í þessu hlut- verki. Samt er á henni eitthvert karlabras, hún verður ófrísk í fram- tíðinni, þ.e. Murphy, en þangað til gengur víst allt þokkalega. Sjónvarpiö kl. 20.40 ÁTALI HJÁ HEMMA GUNN íslenskur skemmtiþáttur þar sem stjórnandinn fær til liðs við sig ýmsa gesti og gangandi til að hafa það skemmtilegt. í þessum þætti verða gestir hans m.a. Strengjatríó New York (New York Stringtrio), djassar- ar sem hér eru í heimsókn, Eiríkur Hauksson rokksöngvari, hljóm- sveitin Sálin hans Jóns míns. Falin myndavél verður notuð til að gera grín að fólki, sýndar myndir úr bros- keppni auk annarra liða og atriða sem bryddað verður upp á. Sjónvarpið kl. 21. 45 ÁHJARA VERALDAR ** íslensk bíómynd, gerd 1983, leik- stjóri Kristín Jóhannesdóttir, aöal- hlutuerk Þóra Friöriksdóttir, Arnar Jónsson, Helga Jónsdóttir. Fyrsta og eina kvikmynd Kristínar til þessa. Myndin var gerð á íslenska kvikmyndavorinu en fékk dræma aðsókn og frekar slaka dóma. í henni eru þó margar af bestu senum íslenskrar kvikmyndagerðar en um leið mörg þeirra verstu og einhvern veginn virtist sem landinn kynni ekki að meta marga torræða tilvís- anina sem Kristín bauð upp á í þess- ari mynd. Annars segir sagan af systkinum, uppkomnum og mið- aldra móður þeirra. Þau búa í nú- tíma Reykjavík og margs konar and- streymi gerir þeim lífið leitt með köflum. Myndin er margræð og varla hefðbundin að uppbyggingu og kannski var þetta of djörf tilraun til alvöru listsköpunar, kannski var þetta einfaldlega léleg mynd þar sem aðstandendur réðu ekki við það sem þeir ætluðu sér. Um þetta eru skiptar skoðanir. Kristín hefur síðan leikstýrt tveimur sjónvarps- leikritum sem ekki hafa vakið minna umtal en myndin er óhætt að segja, í fyrsta lagi Líf til einhvers eft- ir Nínu Björk sem þótti klúrt og klámfengið, í öðru lagi Glerbrot sem mörgum þótti ótrúlega misheppn- að. Stöð 2 kl. 23.35 LÖGÐ í EINELTI ★ ★1/2 (Someone's Watching Me) Bandarísk sjónuarpsmynd, gerö 1978, leikstjóri John Carpenter, aö- alhlutuerk Laureen Hutton, Dauid Birney, Adrianne Barbeau. Segir af stúlku á framabraut sem ákveður að taka lögin í sínar hendur þegar lögreglan neitar henni um að- stoð vegna þess að einhver leggur hana í einelti. Þetta er nokkuð svo þéttur þriller, leikstjórinn John Car- penter er þekktur fyrir hryllings- myndir aðallega en ferst nokkuð vel úr hendi að byggja upp spennu í þessari mynd sem verður að teljast ofar meðallagi. 0 $7002 17.00 Frœösluvarp 1. Bakþankar 2. Frönsku- kennsla fyrir byrjend- ur. 15.30 Eins manns leit Hands of a Stranger 17.05 Santa Barbara 17.50 Klementína Teiknimynd 1800 18.00 Töfraglugginn 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismœr (29) Brasilískur framhalds- myndaflokkur 18.20 Sagnabrunnur Myndskreytt ævintýri fyrir yngstu áhorfend- urna. 18.35 í sviösljósinu 1900 19.25 Poppkorn 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veður 20.40 Á tali hja Hemma Gunn 21.45 Á hjara veraldar íslensk bíómynd frá árinu 1983. Leikstjóri Kristin Jóhannesdótt- ir. Myndin lýsir lifi miðaldra konu og tveggja uppkominna barna hennar. Fjöl- skyldan býr í Reykja- vík samtímans og á við margs konar and- streymi að etja í til- verunni. 19.19 19.19 20.30 Murphy Brown Framhaldsmynda- flokkur um kvenskör- unginn Murphy Brown. 21.00 Framtíöarsýn Beyond 2000 Athygl- isveröur fræöslu- myndaflokkur sem notið hefur mikilla vinsælda þar sem hann hefur veriö sýndur. 21.50 Ögnir um óttu- bil Midnight Caller Spennumyndaflokkur um ungan útvarps- mann sem leysir glæpamál á óvenju- legan máta. 22.40 Kvikan Páttur um viöskipta- og efnahagsmál. 2300 23.00 Ellefufréttir 23.15 Á hjara veraldar — framhald 23.45 Dagskrárlok 23.10 í Ijósaskiptun- um Twilight Zone Yf- 23.35 Lögö i einelti Someone's Watching Me. Aöalhlutverk: Lauren Hutton, David Birney og Adrienne Barbeau. Leikstjóri: John Carpenter. 01.10 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.