Alþýðublaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 21. nóv. 1989 JÓLABÆKUR '89 Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu er nýjasta skáldsaga Gabriels García Márquez, en hún kom fyrst út á Spáni haustið 1988 og hlaut strax einróma lof. Gudbergur Bergs- son rithöfundur þýddi og Forlagið gefur út. Með sanni má segja að heimur- inn bíði í ofvæni eftir hverri nýrri bók frá hendi Nóbelssskáldsins frá Kólumbíu. Hershöfðinginn í vö- lundarhúsi sínu fjallar um frelsis- hetjuna Símon Bólivar sem frelsaði heila heimsálfu undan nýlendu- valdi Spánverja. Sagan lýsir síðustu ævidögum hans þar sem hann hrekst um dauðveikur — rúinn valdi og vinum — og spyr sjálfan sig um tilgang baráttunnar. -o-o-o- Dúfa töframannsins eru minn- ingar Katrínar Hrefnu yngstu dótt- ur Einars Benediktssonar skálds, eftir Gylfa Gröndal, sem Forlagið gefur út. Hrefna kvaddi ísland að loknu stúdentsprófi fyrir rúmum 60 árum og hélt í óþökk föður síns til Suð- ur-Ameríku ásamt ástmanni sínum. Með sanni má segja að lif hennar sé ævintýri líkast og líkist fremur skáldsögu en veruleika. Ætíð komst hún þó klakklaust úr hverj- um hildarleik. Á gamals aldri sneri Hrefna loks heim til Islands til að eyða hér siðustu ævidögunum. í bókinni varpar Hrefna nýju Ijósi á föður sinn, hið stórbrotna skáld og framkvæmdamann sem var langt á undan samtíðinni í hug- sjónabaráttu sinni. Hún lýsir hon- um á hispurslausan og áhrifarikan hátt, ágæti hans og yfirburðum, en jafnframt veikleika og vanmætti. -o-o-o- Stefán Jónsson rithöfundur sendir nú frá sér nýja bók sem hann nefnir Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng. Fyrir tveimur árum komu út æskuminningar hans, Að breyta fjalli, sem hlaut afbragðs undirtekt- ir enda er Stefán engum líkur. Hér segir hann sögu ástríðunnar að veiða. Stefán kveðst hafa vitað það allar götur frá barnæsku að honum var ætlað að veiða. Ævilangt hefur hann skoðað umhverfi sitt augum veiðimanns með öllu kviku og kyrru — í öllu starfi sínu hefur hann athugað viðfangsefnin af sjónar- hóli veiðimannsins og glímt við þau með aöferðum hans. Útgefandi er Forlagið. -o-o-o- Frá himni og jörðu nefnist smá- sagnasfan eftir Birgi Sigurdsson. —Langar þig til himnaríkis? Þú kemst það í þessum sögum. Viltu frekar halda þig við jörðina? Ekk- ert einfaldara því sögurnar gerast bæði á himni og jörðu. Á himnum hittirðu auðvitað Guö sjálfan og ýmsa gamla kunningja, að ógleymdri englamömmu, Maríu Magdalenu og Páli postula sem sí- fellt hyggur á uppreisn. Á jörðu hitt- irðu brátbroslega ógæfumenn, svíf- andi skáld, drauga og elskendur. Útgefandi er Forlagið. -o-o-o- Undir eldfjalli nefnist smásagna- safni eftir Svövu Jakobsdóttir. Með sanni má segja að ný bók frá hendi Svövu Jakobsdóttur sé stórvið- burður í íslenskum bókmennta- heimi. Undir eldfjalli er fjórða smá- sagnasafn hennar. Hér er á ferðinni meitluð frásagnarlist sem sýnir enn á ný hvert vald Svava hefur á smá- sagnaforminu. Líf í leit að uppruna — í leit að tilgangi — sögur um sekt og samábyrgð — um líf og lífsháska — yrkisefnin eru sígild og gædd þeim meistaratökum sem fáum skáldum er lagin. Útgefandi er For- lagið. -o-o-o- „Svartur sjór af síld.“ Síldaræv- intýrin miklu á sjó og landi, svo nefnist ný bók eftir Birgi Sigurds- son rithöfund. Þar endurvekur hann áhrif síldarinnar á mannlíf og þjóðlíf í hundrað ár. Hér eru leiddir fram á sjónarsviðið síldarspekúl- antar, stórbrotnir athafnamenn, aflakóngar, síldarstúlkur, hásetar, verkamenn. Bókin geymir ógrynni heimilda um þróun sildarútvegsins, frásagnir og samtöl um líf og störf karla og kvenna sem upplifðu síld- arævintýrin miklu. Útgefandi er Forlagið. -o-o-o- Mál og menning hefur nú endurút- gefið þrjár af eldri skáldsögum Thors Vilhjálmssonar, Fljótt fljótt sagði fuglinn, Foldu og Grámo- sinn glóir, en tvær þær fyrrnefndu hafa verið ófáanlegar um árabil. Þetta eru handhægar og ódýrar kiljur og er það von útgefanda að þær henti vel nýjum kynslóðum lesenda og að eldri lesendur geti endurnýjað kynni sín af skáldsög- um Thors. -o-o-o- Mál og menning hefur sent frá sér Ijóðabók Ingibjargar Haraldsdótt- ur, Nú eru aðrir tímar. Þetta er þriðja ljóðabók höfundar en hún hefur jafnframt getið sér orð fyrir þýðingar sínar úr spænsku og rúss- nesku. Ljóð Ingibjargar eru einföld og knöpp, þar má sjá söknuð og trega og jafnframt margræðar tilfinning- ar. Samkennd tekst á við einsemd, sátt við þrár, friðsæld við gný borg- arinnar, fortíð við nútíma. Yrkisefni sækir hún bæði í reykvískan veru- leika og þau lönd þar sem hún hef- ur veriö langdvölum, Sovétríkin og Kúbu. • Krossgátan □ 1 2 n 4 1 6 □ 7 s 9 10 □ 11 I □ 12 13 ■ Lárétt: 1 hræðslu, 5 vanvirði, 6 grænmeti, 7 hvað, 8 eins, 10 flas, 11 ílát, 12 þei, 13 jaka. Lóðrétt: 1 lítinn, 2 afkvæmi, 3 ekki, 4 hugrekkis, 5 styggur, 7 undrandi, 9 nísk, 12 umdæmis- stafir. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 ergin, 5 slög, 6 enn, 7 ag, 8naddur, 10 dr, 11 æla, 12 ós- ar, 13 líkar. Lóðrétt: 1 elnar, 2 rönd, 3 gg, 4 negrar, 5 sendil, 7 aular, 9 dæsa, 12 ók. RAÐAUGLÝSINGAR Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund í Alþýðuhúsinu mánudaginn 27. nóv. kl. 20.30. Fundarstjóri: Valgerður Guðmundsdóttir Fundarefni: Skólamál Framsaga: Árni Hjörleifsson og Guðfinna Vigfúsdóttir Allir nefndarmenn og stuðningsmenn hvattir til að mæta. Bæjarmálaráð Hafnarfjarðarbær Samkvæmt grein 4.4. í skipulagsgerð nr. 318/1985 aug- lýsist hér með breyting á byggingarreit í Lækjarbergi 24. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt færslu á bygg- ingarreit til norð-austurs um 4,9 m. Uppdrættir eru til sýnis á afgreiðslu bæjarverkfræð- ings á Strandgötu 6. Athugasemdum við þessa breytingu skal skila skrif- lega til bæjarstjórans í Hafnarfirði ekki seinna en fjór- um vikum frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Menntamálaráðuneytið Rannsóknaaðstaða við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) Við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) í Kaupmannahöfn kann að verða völ á rannsóknaað- stöðu fyrir íslenskan eðlisfræðing á næsta hausti. Rannsóknaaðstöðu fylgir styrkur til eins árs dvalar við stofnunina. Auk fræðilegra atómvísinda er við stofnun- ina unnt að leggja stund á stjarneðlisfræði og eðlis- fræði fastra efna. Kratakaffi miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10. Gestir fundarins: Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins og Hákon Hákonarson, framkvstj. Alþýðublaðsins Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræði- legri eðlisfræði og skal staðfest afrit prófskírteina fylgja umsókn ásamt ítarlegri greinargerð um mennt- un, vísindaleg störf og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu sendar í tvíriti til NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100 Köben- havn ö, Danmark, fyrir 1. desember nk. Auk þess skulu 2-3 meðmælabréf send beint til Nordita. Menntamálaráðuneytið, 20. nóvember 1989. Menntamálaráöuneytiö Laus Staða sérfræðings við jarðfræðistofu Raunvísinda- stofnunar Háskólans er laus til umsóknar. Æskilegt er að sérfræðingurinn starfi á sviði aldursgreininga og tímatalsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Um- sækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvar- andi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rann- sóknir. Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsóknastarfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomu- lagi milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsing- ar á fyrirhuguðum rannsóknum skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vík, fyrir 15. desember nk. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dóm- bærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntaskólinn á Egilsstöðum Kennara vantar á vorönn til að kenna eftirtaldar greinar: viðskipta- og tölvugreinar og íþróttir og félagsstörf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. desember nk. Menntamálaráðuneytið Aðalfundur Hamraborgar hf. verður haldinn í húsakynnum Alþýðuflokksfélaganna í Kópavogi, að Hamraborg 14A, Kópavogi, mánudag- inn 27. nóvember 1989 kl. 20.00, stundvíslega. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.