Alþýðublaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 8
MMMMMIIB Þriðjudagur 21. nóv. 1989 RUSSAR VILJA Á ÍSLANDSMIÐ / skiptum fyrir viöskipti, segir Eykon, aö standi í leyniskýrslu frá Ólafi Ragnari. í óbirtri skýrslu Ólafs Ragnar Grímssonar fjármálarádherra frá för hans til Moskvu fyrr á árinu, kemur fram að sögn Eyjólfs Konráðs Jónssonar, að Rússar hafi hug á að fá fisk- veiðiheimildir í ís- lenskri fiskveiðilög- sögu í skiptum fyrir við- skiptasamninga. Segir Eyjólfur skýrsluna hafa verið kynnta sem trún- aðarmál í utanríkis- málanefnd Alþingis og tímabært að hún verði opinberuð. Þetta kom fram í utan- dagskrárumræðum á Al- þingi í gær um síldarsölu- mál til Sovétríkjanna en sölusamningur sem aðilar þjóðanna hafa náð saman um hefur ekki ennþá feng- ist staðfestur af viðkom- andi yfirvöldum í Sovét- ríkjunum. Matthías Á. Mathiesen fór fram á umræðuna og sagði meðal annars: „Það hefur hins vegar valdið ís- lensku samninganefnd- inni miklum erfiðleikum við samningaborðið að það hefur ekki verið sam- ræmi á milli þeirra upplýs- inga sem hafa komið frá ís- lenskum stjórnvöldum og því sem haldið hefur verið fram við þá austur í Mos- kva.” Þá spurði Matthías ráðherrana hvað ríkis- stjórnin hygðist gera í þess- um málum. Jón Sigurðsson sagði að menn yrðu að hafa í huga að rammasamningurinn við Sovétmenn væri gerð- ur til að þjóna íslenskum út- flutningshagsmunum, ekki síst síldarsaltenda. Kvað hann það vissulega koma íslendingum illa hversu dregist hefði að fá samninginn staðfestan en að neita að undirrita olíu- samninginn við þá hefði síst orðið til að greiða fyrir lausn málsins. Reynslan frá árinu 1986, styður alls ekki það sem fram hefur verið haldið, að nú hefði átt að fresta undirskrift ol- íukaupasamningsins. Um ásökunina að ísiensk stjórnvöld hefðu staðið sig slæglega sagði Jón Sig- urðsson að hann hefði það frá samningarnefndar- mönnum að þeir hefðu aldrei notið fulltingis utan- ríkisþjónustunnar sem nú. Jón Baldvin hafði þetta m.a. um málið að segja: „Ef menn vilja gera því skóna, að slælega hafi verið unnið að því að greiða fyrir þessum samn- ingi af hálfu íslenskra stjórnvalda, þá bið ég við- komandi að hafa samband við viðskiptaaðilana sjálfa sem setið hafa í Moskvu undanfarna daga.” Halldór Ásgrímsson tók í sama streng og sagðist hafa fylgst grannt með þessum málum um sex ára skeið en sagði að ,, sá dráttur sem þarna hefur orðið er bagalegri en nokkru sinni fyrr' Margir þingmenn tóku til máls og fór umræðan langt yfir þau leyfilegu mörk sem henni eru ætl- uð, sem voru hálftími. Húsbréfadeildin: Mikið spurt en engin holskefla Mengun í átverinu: Alusuisse óminnt af ráðherra Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra ræddi í byrj- un mánaðarins sérstak- lega við aðalforstjóra AI- usuisse um mengun frá ál- verinu í Straumsvík, en ár- legar mælingar Fluor- nefndar sýndu óvenju- lega mikla fluormengun í fyrra. Jón ræddi við aðalforstjór- ann um nauðsyn þess að koma í veg fyrir að slíkir at- burðir endurtaki sig og aðal- forstjórinn ítrekaði að áætl- un um mengunarvarnir væri fylgt fast eftir. Mengunarmál í álverinu þykja hafa tekið breytingum til hins betra á umliðnum ár- um, en hins vegar hafa kom- ið upp vandamál vegna lé- legra rafskauta og kerjaloka, ásamt erfiðleikum á rekstri hreinsitækja. Hyggst Alusu- isse verja verulegum fjár- munum í búnað til að draga úr menguninni. Umhverfisrádherrar Noröurlanda:___ Áhyggju- fullir vegna Dounreay Umhverfisráðherrar Norðurlanda ítrekuðu á fundi sínum á Álandseyj- um í síðustu viku, áhyggj- ur sínar vegna byggingar fyrirhugaðar endur- vinnslustöðvar fyrir geislavirkan úrgang í Do- unreay á norðanverðu Skotlandi. Umhverfisráðherrarnir hyggjast taka upp viðræður um þetta mál við bresk stjórnvöld og einnig leggja það fyrir Parísar-nefndina sem fjallar um mengun í sjó frá landsstöðvum svo og leggja það fyrir ráðsstefnu sem haldin verður um meng- unarvarnir í Norðursjó. Mikill fjöldi fólks hefur fyrstu daga húsbréfakerf- isins heimsótt eða hringt í húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunarinnar. Er búist við því að fyrsta umsókn- in verði formlega af- Fjármögnunarleigan Glitnir hf. er nú öll komin í hendur Iðnaðarbank- ans, eftir að félagið keypti hluti norska fyrirtækis- ins A/S Nevi og breska fyrirtækisins Sleipner Ltd. í Glitni. Um er að ræða 65% af heildarhluta- fé fyrirtækisins. Þessi þrjú ofangreindu fyr- irtæki stofnuðu Glitni hf. í greidd í kringum næstu mánaðamót. Að sögn Sigurðar Geirs- sonar forstöðumanns deild- arinnar eru viðbrögðin í þá átt sem vonast var eftir: Eng- in holskefla og langt í frá að lok árs 1985 og var það fyrsta fyrirtæki sinnar teg- undar hér á landi á sínum tíma. í júní í fyrra keypti Bergen Bank í Noregi öll hlutabréfin í A/S Nevi af Vesta tryggingarsamsteyp- unni. í kjölfarið hefur stefna A/S Nevi breyst að því er varðar þátttöku í erlendum fyrirtækjum. Þessar breyttu aðstæður leiddu til þess að menn hafi verið kaffærðir. Hins er að gæta að enn hafa bæklingar og umsóknar- eyðublöð ekki verið sent út á land, en nú er slíku pakkað á fullu. „Við höfðum ekki bú- ist við neinni sprengingu, nú Vísitala byggingakostn- aðar hækkaði um 1,5% frá októbermánuði, en það samsvarar 20,1% hraða verðbólgunnar. Um stendur yfir daufasta fast- eignatímabilið og efnahags- ástandið er þannig að búast má við því að fólk taki sér drjúgan tíma í fasteigna- kaupum” sagði Sigurður. leið hækkaði hins vegar lánskjaravísitala um 1,08%, sem svarar til 13,7% verðbólgu. Fólk Um þessar mundir er Dauíd Oddsson borgar- stjóri staddur á Flórída í fríi frá hversdagsamstr- inu. Hann mun vera væntanlegur heim undir lok mánaðarins. Á föstu- daginn kemur hinsvegar út hjá Tákni bók Eiríks Jónssonar, fyrrum frétta- stjóra Stjörnunnar um Davíð en sem kunnugt er þá er hún ekki skrifuð með samþykki borgar- stjórans. Menn bíða spenntir eftir því hver viðbrögð Davíðs við bók- inni verða þegar hann kemur heim úr sumarfrí- inu. -0-0-0- Alþýðubandalagið er komið með ný andlit í forystusveit sína. Vara- formaðurinn nýi, Steingrímur J. Sigfússon, er orðinn landskunnur, en ekki er hið sama að segja um ritara og gjald- kera flokksins. Ritari var kjörin Anna Kristín Sig- urdardóttir, barnaskóia- kennari frá Selfossi. Anna er 32 ára gömul og hefur verið virk í flokkn- um í 6-7 ár, er nú formað- ur Alþýðubandalagsfé- lags bæjarins. Hún var í 5. sæti í síðustu þingkosn- ingum. Anna er gift Magnúsi Ögmundssyni smiöi og eiga þau 3 börn. Gjaldkeri var kjörin Unnur G. Kristjánsdóttir, iðnráðgjafi frá Blöndu- ósi, 34 ára gömul. Hún er fatahönnuður að mennt, en hefur einnig starfað sem skattaendurskoð- andi. Hún er formaður Alþýðubandalagsfélags staðarins og kjördæmis- ráðsins. Hún var í 3. sæti í síðustu þingkosningum og hefur tekið sæti sem varamaður. Hún er gift Sturlu Þórdarsyni tann- lækni og eiga þau tvær dætur. -o-o-o- „Trúðarnir á strönd- inni," nefnist sýning á vatnslitamyndum eftir Kristján Hreinsson, sem hefst á Mokka á föstudag. Kristján er að vísu bet- ur þekktur sem ljóð- skáld, en hann hefur Jpngist við myndlist all- lengi og hefur sótt ýmis námskeið og hlotið til- sögn í sambandi við mál- aralist, hér heima og í útlöndum. Þessi sýning er fyrsta einkasýning Kristjáns, en myndir hans hafa hingað til nær einvörðungu verið sýnd- ar vinum og vanda- mönnum listamannsins. Sýningunni lýkur þann 10. des. Iðnaðarbankinn kaupir Glitni samkomulag um kaup Iðn- gert að því er segir í fréttatil- aðarbankans á hlutafénu var kynningu frá Glitni hf. 14-20% verðbólga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.