Alþýðublaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. nóv. 1989 7 UTLOND Hann bregst ekki stillinn hennar Jackie Allflestir sem komnir eru yfir 35 ára aldur muna eftir deginum þegar John Kennedy var myrtur. Og flestar konur muna eftir bleiku Chanel-dragtinni sem kona hans klæddist þann dag (og var blóði drifin á fréttamyndum.). Jackie er að nálgast sextugt en er enn í dag lifandi dæmi smekk- visi og hefur i 25 ár haft bætandi áhrif á bandaríska kventísku, sem var heldur „púkó” lengi vel sbr. blómahatta og jafnvel fuglahatta yfir bláskoluðu hári! Þegar hún varð forsetafrú var hún fyrsta frúin í Hvíta húsinu sem vakti eftirtekt fyrir skemmtilegan klæðaburð. Nancy Reagan reyndi að halda í farinu og tókst nokkuð vel, þó mörgum hafi fundist hún vera helst til bundin rauða litnum. Núverandi forsetafrú, Barbara Bush, leggur ekki mikið upp úr klæðaburði en nýtur kannski jafn- vel meiri vinsælda en hinar tvær vegna þess hve tilgerðarlaus hún er, gæti þess vegna verið amma hvers sem er. Tilgerðarleg var og er Jackie alls ekki, hefur einkar látlausa fram- komu en mörgum Bandaríkja- mönnum fannst Nancy Reagan stíf og tilgerðarleg og að brosið næði ekki til augnanna. Tískudálkahöfundur The Sunday Times segir, að á fyrstu árum Kennedy-hjónanna í Hvita húsinu hafi Jackie klætt sig eftir Parísar- tísku og franskir hátískufrömuðir hannað föt hennar. Fyrir þetta var hún gagnrýnd heima fyrir og tók hún það til greina og hagnýtti sér ágæta bandaríska hönnuði svo sem Halston og Oleg Cassini sem gáfu ekkert eftir þeim frönsku. Tískudálkahöfundurinn segir i eyndar að það sé nokkurn veginn sama hverju Jackie klæðist, hún gæti þess vegna farið í hveitipoka og virkað „elegant”, hún sé ein af þeim sem virðist hafa meðfædd- an „elegansa". Mikið var skrafað og skrifað um eyðslusemi Jackie í sambandi við fatakaup, nú er það talið orðum aukið, það hafi aðallega verið á árunum með Onassis sem hún hafi sleppt sér svolítið í tískuhúsum. „Er það nokkur furða'? spyrja gár- ungarnir — „það þarf mikið augn- konfekt til að bæta upp það sem særir augun'!... Fatasmekkur Jackie Kerxnedy (Onassis) endist vel. Jackie heilsar Mamie Eisenhower með stfl. „Elegant" árið 1961. blátt áfram á sjöunda áratugnum og nú, einfaldur sfgildur kvöldklæðnaður. SJÓNVARP Stöð 2 kl. 15.25 HEIMA ER BEST ** (Fly Away Home) Bandarísk sjónvarpsmynd, gerd 1981, leiksljóri Paul Krasny, adal- hlulverk Bruce Boxleitner, Tiana Alexandra, Michael Beck, Brian Dennehy, Lynne Moody, Olivia Cole o.fi Mynd um Víetnamstríðið, þykir í meðallagi, fylgir eftir nokkrum mönnum sem taka þátt í stríðinu og ferli þeirra þegar heim er komið. Metnaðarfull mynd að mörgu leyti en þykir ekki standa undir þeim metnaði. Sjónvarp kl. 20.35 FERÐ ÁN ENDA (The Infinite Voyage) Fjórði þáttur af sex í þessum banda- ríska heimildarmyndaflokki um ýmsa þætti í umhverfi okkar. Greint er frá nýjustu uppfinningum og rannsóknum á málefnum allt frá þeim stærstu til hinna smæstu, þar á meðal geimrannsóknir og rann- sóknir á heila mannsins. Meðal annars verður sýnt frá því hvernig hægt er að greina landslag utan úr geimnum. Stöð 2 kl. 21.30 í ELDLÍNUNNI Þáttur Jóns Óttars Ragnarssonar um málefni sem eru í deiglunni. Hann stýrir einatt umræðum og viðfangsefnum sjálfur. Sjónvarpið kl. 21.35 BRAGÐABRUGG (Codename Kyril) Þriðji þáttur af fjórum í þessum breska myndaflokki sem fjallar um njósnir og gagnnjósnir. Segir af rússneskum njósnara sem grunað- ur er um njósna fyrir andstæðing- ana, af þeim sökum senda Rússarn- ir hann til Englands í þeim tilgangi að hann komi upp um sig. Þetta eru flóknir kaldastríðsþættir þar sem söguþráðurinn liggur ekki á lausu, minnir dálítið á þættina um Smiley sem gerðir voru eftir bókum John Le Carré. Vel gerðir þættir og spennandi. Stöð 2 kl. 22.10 HUNTER Bandarískur spennumyndaflokkur sem segir af löggunni Hunter sem leysir eitt sakamál á viku. Hvernig sem á það er litið þá eru þetta afar hefðbundnir þættir með hefðbund- inni uppbyggingu og endi þar sem vondu kallarnir fá á baukinn. 1 þess- um þætti gerist það helst að Hunter reynir, ásamt aðstoðarmanni sín- um sem reyndar er kona, að bjarga grunuðum morðingja undan klón- um á mönnum í eiturlyfjahring. Kólumbískir eiturlyfjasalar koma við sögu í þættinum en eftir að rúss- arnir hættu að vera helstu andstæð- ingar Bandaríkjamanna hafa kól- Stöð 2 kl. 23.50 HEIMILISERJUR ** (Home Fires) Bandarísk sjónvarpsmynd, gerd 1987, leikstjóri Michael Toshiyuki Uno, aöalhlutverk Guy Boyd, Amy Steel, Max Perlich, Juliette Lewis. Mynd sem segir af fjórum dögum í lífi meðalfjölskyldunnar, tekur á sorgum hennar og gleði, vonum, þrám og vonbrigðum. Þetta er ósköp venjuleg mynd um venjulegt fólk, eiginlega er þetta allt svo venjulegt að það verður leiðinlegt. 0 |fjÍÍsJÖB-2 17.00 Fræösluvarp 1. Gíraffinn 2. Ungviði dýra 17.50 Flautan og lit- irnir Fimmti þáttur Kennsluþættir í blokk- flautuleik. 15.25 Heima er best Fly Away Home Víet- nam stríðið. 17.00 Santa Barbara 17.45 Jógi Teiknimynd 1800 18.10 Hagalín hús- vörður Barnamynd um húsvörð sem lendir í ýmsum ævintýrum með íbúum hússins. 18.20 Sögusyrpan Breskur barnamynda- flokkur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fagri-Blakkur 18.05 Veröld — Sag- an í sjónvarpi Þátta- röð sem byggir á Tim- es Atlas mannkyns- sögunni. 18.35 Klemens og Klementína Leikin barna- og unglinga- mynd. 1900 19.20 Steinaldar- mennirnir 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veð- ur 20.35 FerÖ án enda Fjórði þáttur — ósýni- leg veröld Bandarískur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum um ýmsa þætti í umhverfi okkar. 21.36 Bragðabrugg Þriöji þáttur 22.30 Haltur ríður hrossi 4. þáttur: Vinna Þættir um stööu fatl- aöra (samfélaginu. 19.19 19.19 20.30 Visa-sport 21.30 1 eldllnunni 22.10 Hunter Spennumyndaflokkur 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 23.00 Richard Nixon Heimildamynd um Ri- chard Nixon fyrrum Bandaríkjaforseta í tveimur hlutum. Fyrri hluti. 23.50 Heimiliserjur Home Fires Fram- haldsmynd í tveimur hlutum. Fyrri hluti. 01.50 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.