Alþýðublaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 13. des. 1989 Mfflmiiiii Ármúli 36 Simi 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. FORGANGSVERKEFNI í SKÓLUM i jögur verkefni virðast sýnu brýnust í skólum landsins, að tryggja meiri og fjölbreyttari námsgögn, koma á einsettum skóla, auka áherslu á list- og verkgreinar og bæta kjör kennara. Þetta eru a.m.k. niðurstöður í könnun menntamálaráðuneytisins meðal skólafólks. Spurt var hver ættu að vera forgangsverkefni í skólun- um, en svör bárust frá 355 aðilum sem sinna skólamálum dag- lega eða láta skólana sig skipta. Að baki svörunum eru um 3700 einstaklingar, kennarar, foreldrar, sveitarfélagsmenn og þing- menn. Framtak menntamálaráðuneytis er góðra gjalda vert, þar sem hér er í fyrsta sinni reynt að safna á einu bretti upplýsingum frá þeim aðilum sem skólamálum sinna dags daglega. IMiðurstöðurnar koma kannski ekki verulega á óvart, en sýna þó að mjög brýn viðfangsefni eru sett fremst í forgangsröð. Skóla- fólk vill augljóslega efla veg og virðingu menntunar í landinu. Vit- að er að í fjölmörgum námsgreinum er námsefni ófullnægjandi eða jafnvel alls ekki til staðar, eins og í sérgreinum á iðnbrautum framhaldsskólans. Það er næsta útilokað fyrir fámenna þjóð að búa fullkomlega að nemendum á fámennum námsbrautum, en sú afsökun gildir hins vegar hvergi nærri, þegar fjallað er um aðal- námsgreinar í grunn- og framhaldsskólum. Þareru aðstæðurekki alltaf sem bestar úti í skólum landsins. Víða eru námsgögn frum- stæð og kennarar ekki með tilskilda menntun. Vegna stöðugrar endurskoðunar námefnis á undanförnum árum og ómarkvissrar stefnu í skólamálum hafa kennarar hlaupið úr og í námsefni. Stöðug skipti á kennurum skapa ekki þá festu sem börn og ung- lingar þurfa á að halda. Samfella í námi verður og lítil. Síbreytilegir þjóðfélagshættir kalla á að skólinn fylgist með og breyti starfsháttum. Undir þetta er skólinn engan veginn búinn á íslandi. íslendingar verja miklu minna fjármagni en aðrar þjóðir til vísindaiðkana, meðal annars skólarannsókna. Fyrir bragðið hafa breytingar í skólum landsins, hvort sem er á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi verið með tilraunabrag. Og lítið er vitað um árangur þessarar tilraunastarfsemi. Framundan er væntanlega umbylting í efnahagslífi, ef við eigum með sómasamlegum hætti að nálgast þá efnahagsheild sem Evrópa verður með samein- ingu Evrópubandalagsríkja og Fríverslunarsamtakanna í eitt efnahagssvæði. Talið er að framleiðsla leggist á færri hendur og fyrirtæki verði stærri og öflugri. Er skólakerfi okkar undir það búið að mæta kröfum atvinnulífs og fullnægja þörfum okkar í gjör- breyttu efnahagsumhverfi ? Tæplega. Veröi Evrópa eitt samfellt athafnasvæði fyrirtækja og komi fé- lagslöggjöf og réttindi til með að falla að mestu í einn og sama farveg við samruna Evrópuríkja, munu kröfurnartil íslenska skól- ans aukast enn. Því er spáð að á fyrsta áratugnum eftir samrun- ann muni hundruð þúsunda í Evrópu þurfa að endurmenntast, og að mestu breytingarnar verða eflaust í iðnaði og á viðskipta- sviði. Gagnrýnisraddir heyrast af og til sem kveða svo sterkt að orði að iðnmenntun á íslandi sé úrelt og við séum engan veginn búinn undir stórfellda uppstokkun. Aðrar þjóðir séu að undirbúa sig undir samnrunann í Evrópu, m.a. með því að efla grunn- menntun á kostnað sérhæfingarinnar. Skólinn verði að miða sig að síbreytileikanum. Því sé menntun einstaklings aldrei lokið. í nánustu framtíð verðum við að geta breytt til — jafnt í vinnu sem umhverfi. Skólakerfið íslenska verður að laga sig að breytt- um aðstæðum og undirbúa okkur undir þá umbyltingu sem er framundan í atvinnuháttum. Það er tvímælalaust brýnasta for- gangsverkefni í skólamálum íslendinga. STEFNT AÐ SAMEIGINLEGU EFNAHAGSSVÆÐI Nú er Ijóst að á sameiginlegum fundi Evrópubandalagsríkja og EFTA sem halda á 19. desember mun gengið frá því að formlegar viðræður hefjist meðal aðildarþjóðanna að sameiginlegu efna- hagssvæði ríkjanna 18. Ráðherrar EFTA ákváðu í Genf í gær að gefa grænt Ijós á EB. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur leitt EFTA-hópinn að undanförnu og er vel að ákvörðun um formlegar viðræður verði teknar á meðan hann gegnir störfum verkstjóra. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Kristin: Ofstæki Sjálfstæðisflokks- ins. stæki ferðinni við afgreiðslu þessa máls. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins kusu að loka öllum skilningarvitum fyrir þeim rök- um sem mæltu á móti því að fórna Fæðingarheimilinu fyrir framgang einkavæðingar. Það sem er þó sorglegast í þessu máii er að ég er sannfærð um að sumir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greidu atkvæði gegn betri vitund og aðrir létu alveg vera að kynna sér málefni Fæð- ingarheimilisins, sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins. “ í Moskvu eru fulltrúar Æðsta ráðs- ins hættir að lyfta höndinni sjálf- krafa til stuðnings öllum tillögum leiðtogans. í borginni lyfta íhalds- menn enn höndum í takt við Davíð — gegn eigin sannfæringu. Þetta heitir víst leiðtogaræði — sem er andstaðan við lýðræði. JAFNRÉTTISBARÁTTAN teygir nú anga sína um allt þjóðfélagið — og er meira að segja komin í sveit- irnar, þar sem hefðbundin kynja- skipting í atvinnugreinum hefur átt sitt tryggasta vígi. í nýjastji tölublaði af VERU, mál- gagni Kvennalistans, er athyglisvert viðtal við Snjólaugu Guðbrands- dóttur á Brúarlandi á Mýrum. Snjó- laug ræðir um ýmis byggðamál og beinir kastljósinu oftar en ekki að jafnréttismálunum á landsbyggð- inni. Snjólaug er meðal annars þeirrar skoðunar að konur ættu að stofna eigin samvinnufélög: „Búnaðarfélögin eru afskap- lega lítið virk en auðvitað ættu þau að vera okkar vettvangur til að ná betri kjörum og betri fé- lagslegri þjónustu því þau eru okkar stéttarfélög. En ef ég man rétt þá eru ekki nema u.þ.b. 15 ár síðan húsmæður fengu aðild að félögunum. Áður var reglan sú að eitt bú hafði eitt atkvæði og það var atkvæði karlsins. Þetta voru karlafélög og þeir fóru á fundina en konurnar voru heima yfir börnunum. Margar konur keyrðu ekki sjálfar og það stóð þeim fyrir þrifum. Svo þeg- ar þær fóru almennt að keyra þá voru félögin hálfdauð. Karlarnir hafa hins vegar alltaf verið mjög tilbúnir til að keyra þær á kven- félagsfundi. Konur til sveita hafa alltaf verið mjög virkar í kvenfé- lögunum og kvennabaráttan í dreifbýli fór fram í gegnurn þau. Ég held að við konur getum líka gert ýmislegt í okkar málum sjálfar. Við getum búið til keðju þar sem hver vísar á aðra og í öllu þessu þyrftum við að hafa eina konu sem tínir saman þá vöru sem við erum að framleiða og kemur henni á markað. Við þyrftum í rauninni að stofna Samvinnufélag kvenna.“ Spurning er auðvitað hvort Sam- vinnufélag kvenna gæti tekið við SIS og leyst rekstrarvanda Sam- bandsins þar sem karlremburnar ráða ríkjum og hefur greinilega brugðist bogalistin. ÞAÐ hefur vakið mikla athygli og reiði margra borgarbúa, að sjálf- stæðismenn hafa í skjóli meirihluta- aðstöðu í borgarrráði leigt húsnæði Fæðingarheimils Reykjavíkur undir einkastofur lækna. Á sama tíma er ljóst að þörfin fyrir fleiri rúm fyrir sængurkonur hefur aldrei verið meiri í bonjinni. Kristín A. Ólafsdóttir, borgarfull- trúi Aiþýðubandalagsins heldur því fram í viðtali við Þjóðviljann í gær, að blint ofstæki íhaldsins hafi þarna ráðið ferðinni: „Að mínum dómi réð blint of- Verður karlrembu SÍS hnekkt meö samvinnufélagi kvenna? DAGATAL Jólahremmingar Jólin nálgast. Ég vaknaði upp við það i morgun að aðfangadags- kvöld rennur upp innan tveggja vikna. Það er eiginlega aðeins rúm vika í jól. Þvílikt og annað eins. Eg á allt eftir. Ég á eftir að kaupa jólatréð. Ég á eftir að skreyta jóla- tréð. Ég á meira að segja eftir að kaupa jólaseríu á tréð og nýjar kúl- ur eftir að Valdi frændi datt á tréð í fyrra. Það var reyndar á öðrum i jólum. Ég á líka eftir að kaupa allar gjafirnar. Og eins og fyrri daginn veit ég ekkert hvað ég á að kaupa né hvað ég óska mér sjálfur. Þessi jól eru alltaf eins. * Eg kvíði þó að Sigga frænka hringi enn ein jólin og biðji mig að leika jólasvein. Hún hefur gert það á hverju ári. Ég hef alltaf dregið seiminn og reynt að komast undan þessari árlegu kvöð. En Sigga frænka er ekkert lamb að leika sér við. Hún byrjar ósköp elskulega og því daufari sem ég verð, hress- ist hún og að lokum er kominn. þessi huggulegi hótunartónn í röddina sem ég er dálítið hræddur við og læt tilleiðast að lokum. Sigga frænka býður öllum börn- unum í fjölskyldunni heim til sín milli jóla og nýárs og það er ein- mitt þá sem ég kem fram í jóla- sveinabúningnum og leik Leppa- lúða eða Hurðaskelli. Ég ramba þungstígur um gólf eins og islenskra jólasveinaleikara er siður og tala með þessum teygða, hása rómi sem öll börn þekkja sem jólasveinaröddina. Og svo segi ég þessa hefðbundnu dellu: „Jæja, krakkar minir, eru þið ekki búin að vera góð í ár?“ Og svo framvegis. Yfirleitt þekkja börnin mig strax og svara: „Æ, blessaður hættu þessu, Dagfinnur!" Svo eru það laufabrauðin. Konan min vill alltaf baka þessi laufa- brauð. Laufabrauð eru afskaplega þunn og bragðvond. En það er víst einhver óskiljanlegur siður að baka laufabrauð. Konan mín hefur bakað laufabrauð siðan hún man eftir sér. Mér hefur hins vegar fundist laufabrauð óæt síðan ég man eftir mér. Útkoman er að kon- an bakar laufabrauð en ég bý til konfekt sem er bæði miklu skemmtilegra og miklu bragð- betra. Ég er satt að segja mikill sér- fræðingur i konfektsgerð. Ég rúlla marsipanlengjur og blanda kókos- duft og helli bráðum súkkulaði of- an á möndlur og döðlur með ein- stakri natni. Sennilega hef ég ver- ið tékkneskur kökumeistari í fyrra lífi. Það versta er að ég borða konfktsmolana jaínóðum og fáir verða eftir til jólanna. En nú eru sem sagt jólin að koma og ég á afskaplega mikið eftir ógert. Ég á satt að segja allt eftir. Margir halda að ég stressist við til- hugsunina. En svo er ekki. Ég leggst yfirleitt upp í sóffa og les blöðin þegar jólastressið verður sem mest í kringum mig. Á Þor- láksmessu fer ég svo í slaginn. Ég er með öðrum orðum salla- rólegur í ár. Satt að segja er ég að bíða eftir snjónum. Annars held ég að það verði rauð jól í ár. Fjárlagafrumvarpið bendir til þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.