Alþýðublaðið - 13.12.1989, Side 3

Alþýðublaðið - 13.12.1989, Side 3
Miðvikudagur 13. des. 1989 3 Verkamannafélagid Hlíf: Kaupmáttur verkamannalauna veroi aukinn og tryggður tekna hefur haft í för með sér á framfærslu heimila verkafólks. Fundurinn leggur áherslu á að í komandi kjarasamningum verði þessi vandi lagfærður með því að auka verulega kaupmátt verka- mannalauna og tryggja stöðuga at- vinnu, betur en hingað til. Verkalýðshreyfingin hefur ávallt metiö lækkun framfærslukostnaðar til kjarabóta og myndi niðurfelling virðisaukaskatts á brýnustu lífs- nauðsynjar vega þar þungt. Hægt er að hugsa sér kjarasamn- inga til 2ja ára þar sem auknum kaupmætti væri náð í áföngum og kaupmáttarhrapið þannig leiðrétt á samningstímanum. Ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir slíkum samningum eru, að í þeim verði trygging um- samins kaupmáttar og opnunar- ákvæði ef launahlutföll í landinu raskast verkafólki í óhag. Kaupmáttartrygging launa verka- fólks og jöfnun lífskjara í landinu eru samtengd og hafa aldrei verið orsök verðbólgu og atvinnuleysis eins og atvinnurekendur og stjórn- völd halda gjarnan fram, heldur er verðbólguhvatinn fyrst og fremst í þeirra eigin gegndarlausu fjárfest- ingum. Fundurinn telur að verkafólk verði að ná fram kaupmáttaraukn- ingu, takist það ekki með góðu móti eigi verkalýðsfélögin ekki annarra kosta völ en að beita hörðum að- gerðum til að knýja fram sanngjarn- ar kjarabætur. Fundur í Verkamannafélaginu Hlíf, mánudaginn 11. desember 1989, mótmælir minnkandi raun- gildi persónuafsláttar í staðgreiðslu- kerfi skatta, sem leiðir af sér sí- aukna skattbyrði á lægri tekjur. Fundurinn skorar á stjórnvöld að snúa þessari öfugþróun við og létta með því undir með lágtekjufólki, í stað þess að þyngja á því byrðarnar." Próun framfœrsluvísitölunnar: 30% verðbólguhraði Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í desember- byrjun 1989. Vísitalan í desem- ber reyndist vera 138,6 stig eða 2,2% hærri en í nóvember. Verð á áfengi hækkaði um 5,8% og tókbaki um 6,4% 29. nóvember sl. og olli það alls 0,2% hækkun á vísitölunni. Verð á bensíni hækkaöi um 3,6% 1. desember sl. og hafði það í för með sér 0,2% vísitölu- hækkun. Af öðrum verðhækkunum má nefna að 2,5% hækkun á fatnaði olli um 0,2% hækkun, 1,8% hækk- un á húsnæðiskostnaði olli um 0,2% hækkun og 1,9% hækkun á mat- og drykkjarvörum olli um 0,4% hækk- un. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli alls um 1,0% hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala framfærslukostnaðar hækkað um 25,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,7% og jafngildir sú hækkun um 24,9% verðbólgu á heilu ári. Þessi eins mánaðar hækkun samsvarar hins vegar um 29% verðbólgu á ári. Hlíf vítir stjórnina fyrir að standa ekki við loforð í verðlagsmálum Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði leggur höfuðáherslu á aukinn kaupmátt, kaupmáttar- tryggingu, jöfnun lífskjara og lækkun á skattbyrði lágtekju- fólks. „Fundur haldinn í Verkamannafé- laginu Hlíf, mánudaginn 11. desem- Stefna Vinnuveitendasambandsins: Ár án breyt inga á kaupi Vinnuveitendasambandið gengur út frá þeirri gangkröfu sinni í yfirstandandi kjaravið- ræðum að engar breytingar verði á kaupi. Þetta kemur með- al annars fram í leiðara frétta- blaðs VSÍ, hvers ritstjóri og ábyrgðarmaður er Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ. I leiðaranum eru tíndar til hinar ýmsu ástæður fyrir kjarasamning- um án kaupbreytinga; rýrnandi þjóðartekjur og tekjur fyrirtækja. atvinnustigið og fleira. „Við þessar aðstæður er því aðeins ein leið, sú að samningar á vinnumarkaöi mið- ist við að lágmarka verðbólguna og þau skaðlegu áhrif sem af henni stafa. Kjarasamninga ber því að endurnýja fyrir næsta ár án kaup- breytinga. I því er fólgin besta mögulega trygging launþega fyrir því, að samdrátturinn verði sem allra sársaukaminnstur. Allt annað er verðbólgufroða, sem kæfir skuld- sett fólk og fyrirtæki." ber 1989 vítir ríkisstjórnina fyrir aö standa ekki við loforð sín í verðlags- málum sem hún gaf verkalýðshreyf- ingunni við gerð síðustu kjarasamn- inga og auka með þvi þann fjárhags- vanda sem samdráttur atvinnu- AÐ HAFA TÍMA * g þekkti eitt sinn mann sem hafði tíma til alls. Deyja líka. Það er ekki svo langt síðan ég fylgdi honum til grafar ásamt nokkrum sem höfðu þekkt hann og metið. Sjaldan var margmenni í kring um þennan mann, hann var nefnilega fremur fáskiptinn, en það breytti engu um það að ef einhver ávarpaði hann, nam hann staðar og beið eftir framhaldi. Eitt sinn mætti ég honum, bauð góðan dag og spurði svo nánast út í bláinn hvernig hann hefði það. Síðan hélt ég áfram göngu minni framhjá honum og ég man ekki að ég hafi dottið úr takti. En mér til undrunar nam þessi maður staðar, sneri sér við á eftir mér og sagði: — Jú þakka þér fyrir, væni, ég segi bara allt gott. Eg svaf að vísu ekki nógu vel, það gerir nú reynar gref- ilsmjöðmin á mér, þetta er að verða ræfill. Ég nam staðar og sneri mér undrandi að honum. Eitthvað varð ég nú að segja við svona ræð- inn mann sem var að svara spurn- ingu sem ég bar fram án þess í raun að vilja vita svarið. Eftir þetta fór ég að taka eftir ávarpsorðum fólks sem mætist á göngum eða götum. Jú, menn segja eða tauta eitthvað alveg út í bláinn og halda áfram ferðinni og biða ekki eftir svari. Ég velti því fyrir mér hvað ylli þessu. Verðum við óróleg þegar við mætum ein- hverjum, til dæmis á vinnustað og eigum í raun ekkert vantalað við? Erum við hrædd að mætast og heilsa með augnaráði? ✓ g held að það komi með aldrinum að hafa tíma. Þá fer sálin að stillast, verður eins og tær vatnspollur á kyrrlátri heiði og teygja sig nokkur strá upp úr eins og forvitnir barnsfingur sem vilja fá eitthvaö í lófa. Þegar maður er ungur og tölu- vert fram eftir aldri liggur manni svo mikið á að lifa tímann að mað- ur skynjar hann ekki nema stund- um. Þó eru auðvitað undantekn- ingar. Mann man ég áttræðan sem þoldi ekki að missa af strætó. Ef þannig stóð á klukku og hann var seinn fyrir, sem var sjaldan, tók hann á rás yfir götu og þá stóðu allir sem þekktu hann á öndinni þar til hann var kominn yfir og í vagninn. Fyrir nú utan það að allir óttuðust að hjartað í honum færi í verkfall en sjálfur hafði hann eng- ar áhyggjur af því. Tíminn er ekki bara á klukku. Ein mínúta getur verið bæði stutt og ógnarlöng og stundum stendur tíminn kyrr og stundum á maður þá ósk eina að hann standi kyrr að eilífu því maður er að lifa eitthvert augnablik sem er svo fagurt, svo gleðilegt, að mann langar alls ekki til að halda áfram að láta tímann tifa manni nýja lifun. Ég er byrjaður að æfa mig á því að ávarpa fólk sem ég mæti og bíða eftir svari. Ég er að reyna að heilsa fólki með augunum frekar en að góna til jarðar eins og ég sé brotlegur við þann sem ég mæti. Mér gengur það misvel. Svo er feimni líka dálítið smitandi. Einhver versta líðan er þó þegar maður lendir í lyftu með einhverj- um og fer hátt upp eða langt niður. Og þá tekur tíminn þátt í að kvelja manns eigin veilu; að þola ekki þessa nánd við ókunnan og þurfa að þegja með honum nokkrar sek- úndur sem verða að löngum óskráðum tíma. Takið bara eftir því hvernig tveir menn sem ekki þekkjast eru í lyftu á ferð. Maður finnur svo óþægilega vel návist- ina, manni dettur ekkert í hug aö segja, en frekar en ekkert hugsar maður: Skárri er þaö nú íýlupok- inn! Ég vildi ekki vera að fara 100 hæðir með honum þessum. Nú fer þó að nálgast sá tími þegar mönnum fer að líða betur í návist. Síðustu daga fyrir jól fer fólk að brosa og horfast í augu og ávarpa hvert annað og bjóða gleði hverjum sem heyra vill. Það er eftirvænting barnsins sem í okkur býr. Barnsins sem við byrjum snemma að reka til að verða fullorðið og þegar það ger- ist byrjum við að vonast eftir kraftaverki; að við verðum barnið á ný. Eigum við ekki öll aö bíða eftir svari þegar við höfum sent spurn- ingu af skotpalli hugans: Hvernig hefurðu það? Vitneskja um líðan fólks og hvernig það heldur áfram að vera til, getur hjálpað okkur. Svo er aldrei að vita nema sak- laust ávarp verði upphaf langra Ijúfra kynna sem leiða til þess að okkur verði aldrei sama um svör- in. Jónas Jónasson < .

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.