Alþýðublaðið - 13.12.1989, Side 5

Alþýðublaðið - 13.12.1989, Side 5
Miðvikudagur 13. des. 1989 5 Rætt við Einar Inga um ný lög um máleffni aldraða Þaríir aldraðra Einar Ingi Magnússon aðstoðarfélagsmálastjóri Hafnarfirði ásamt syni sinum Magnúsi. eru ákaflega misjafnar Fyrr á þessu ári voru sett ný lög um málefni aldraðra í Al- þingi. Þau lög taka gildi um næstu áramót. Lítil almenn um- ræða hefurfariðfram um breytingarnar, sem eru í aðsigi og þótti Alþýðublaðinu ekki úr vegi að veita lesendum sínum innsýn í þá hliö mála sem snýr að neytendunum sjálfum? Til þess að fræðast ögn um þessa hluti snéri blaðið sér til Einars Inga Magnússonar aðstoðarfélagsmálastjóra hjá Félagsmálastofnun Hafnarf jarðar en fyrrnefndar breytingar munu snerta starfsemi þeirrar stofnunar verulega. Við byrj- uðum á því að spyrja Einar Inga í hverju megin breytingin væri fólgin? VtÐTAL TRYGGVI HARÐARSON Ef eitthvaö er þá veröur fólk sundurleitara meö aldrinum og meö sterkara svipmót og þarf því aö geta hagrœtt aöstœöum í samrœmi viö þaö. ,,Áöur en éi> svara þeirri spurn- ingu beint vil ég drepa lítillega á ástæður þess að eldri lögum frá 1982 var breytt. Að mínu mati er viðhorfsbreyting til öldrunar al- mennt meginforsendan. Reynslan hefur kennt okkur að lífaldur einn og sér er lélegur mælikvarði á getu fólks og þörf þess á þjónustu. Jafnframt er það því miður út- breiddur misskilningur að flestir verið eins eða svipaðir á efri árum. Ef eitthvað er þá verður fólk sund- urleitara með aldrinum og með sterkara svipmót og þarf því aö geta hagrætt aöstæðum í sam- ræmi við það? í annan stað vil ég nefna reynslu annars staðar frá á Norðurlöndun- um. Þar hafa sprottið upp mis- munandi form og þjónustunet í því skyni að prófa hver sé hag- kvæmasta lausnin á aðbúnaði aldraðra. Auk þess má nefna kostnaðarhliðina sem fer stigvax- andi vegna þess að sífellt fleiri njóta meiri þjónustu. Loks vil ég nefna samræmingu ýmiss konar í takt við aðra félagslega þjónustu og nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga."? — Nýju lögin laka vœntanlega mid af þessu? ,,Já, ég vil svara því játandi. í þeim er kjörorðið hjálp til sjálfs- hjálpar og kveðiö á um stóraukna heimaþjónustu sem felur í sér fjöl- breytilegri aðstoð en áður. Hug- myndin er sú að heimaþjónustan brúi bilið milli venjulegs heimilis aldraöra og verndaðra þjónustu- íbúða eða dvalarheimila. Um leið verði þær þjónustu íbúðir aldr- aðra, sem bjóða upp á takmark- aöa þjónustu, þ.e. eingöngu hús- vörslu og sameiginlegt rými ekki meiri en gengur og gerist. Þessi hlekkur keðjunnar hefur ekki reynst nógu vel í því formi sem veriö hefur, því að svo takmörkuö þjónusta hefur ekki uppfyllt þær þarfir sem aldraöir hafa haft þegar frá líöur, t.d. hvað varðar sjúk- leika. Þeir hafa því verið lítiö betur settir en einhvers staðar úti i bæ. Þó skal ekki gert lítið úr félagslega þættinum eða húsvörslu en meira þarf að koma til? í stuttu máli getum við sagt að heimaþjónustan komi til, þegar aldraðir geta ekki sinnt öllum sín- um daglegu umsvifum heima við en geta bæði og vilja búa áfram á sama stað. Einnig er gert ráð fyrir sjálfseignarleigu-, leigu- og bú- seturéttaríbúðum í lögunum. En þar eru gerðar miklar kröfur um aðbúnað og þjónustu við íbúa eða þær sömu og þegar um verndaðar þjónustuíbúðir eða dvalarheimili er að ræða. Inntakið í þjónustunni er að viðkomandi geti ekki, þrátt fyrir heimaþjónustu, sinnt sínu heimilishaldi. Þar á varsla að vera allan sólarhringinn, öryggiskerfi í hverri íbúð, kostur á mat, þrifum, þvotti og félagsþjónustu. Auk þess skal vera aðstaða fyrir læknis- hjálp, hjúkrun og endurhæfingu á staðnum eða í næsta nágrenni."? — Er þetta þá endanlega upp talid? ,,Nei, því að í framhaldi af þessu er gert ráð fyrir rými á öldrunar- stofnunum þegar fólk er orðið of lasburða til að nýta sér næsta stig á undan. Á því stigi vex hjúkrunar- og læknisþjónustan til muna og gert er ráð fyrir langtímadvöl."? — Ef vid víkjum aftur ad heima- þjónustunni. I hverju verdur hún fólgin? ,,í lögunum er hún í sjálfu sér ekki sundurliðuö heldur almennt orðuð. En öldrunarnefndum, sem eru nýmæli í lögum, og þjónustu- hópum á hverju starfssvæði er ætl- að að skila inn tillögum til sveitar- stjórna um nákvæma tilhögun þar aö lútandi. Hins vegar kemur fram í frumvarpi til laga um félagsþjón- ustu sveitarfélaga, sem verður aö öllum líkindum lagt fram á yfir- standandi þingi, að í félagslegri heimaþjónustu felist hvers konar aðstoð viö heimilishjálp, persónu- lega umhirðu, félagslegum stuðn- ingi og fleira. Félagsleg heima- þjónusta tekur til miklu fleiri ein- staklinga en aldraðra en þess er sérstaklega getið að fullr.ir sam- ræmingar verði gætt milli laga um málefni aldraðra og væntanlegra laga um félagsþjónustu sveitarfé- laga'"? — Heimaþjónuslan er væntun- lega þáttur í starfsemi félagsmála- stofnunar. Hefur einhver umrædu fariö fram um hvernig skipulagi slíkra þjónustu veröi háttaö? „Því má ekki gleyma að þótt gert sé ráð fyrir aukinni þjónustu á þessu sviði er hún þegar til stað- ar t.d. hér í Hafnarfirði. Að jafnaöi njóta 90—120 heimili heimilis- þjónustu, mismikillar og í mislang- an tíma, í samráði við og eftir mati forstöðumanns heimilishjálpar og hjúkrunarfræðings frá Heilsu- gæslunni. I þessu samhengi er mér Ijúft að geta þess að samstarf milli Félagsmálastofnunar og Heilsugæslustöðvarinnar í Hafn- arfirði hefur ætíð verið með ein- dæmum gott. Haft er fyrir satt að fyrirmyndin að þjónustuhópi fyrir aldraðra sé sótt til Hafnarfjarðar. Jafnframt vil ég minna á félags- starf aldraðra sem stendur í mikl- um blóma í bænum og er sífellt að færa út kvíarnar og verða viða- meiri. Hvern virkan dag er eitt- hvað í boði og láta má nærri að það sé orðið fullt starf að taka þátt í öllu sem í boði er. Minna má á í þessu sambandi aö fjölmörg fé- lagasamtök í Hafnarfiröi hafa í gegnum árin lagt fram ómetanlegt starf af mörkum í sjálfboðavinnu og gera enn, Þótt þáttur bæjarins hafi aukist er skerfur félaganna ómissandi."? — Hverju ætlu menn aö ná meö aukinni heimuþjónustu? „Hvað aukningu á heimaþjón- ustunni varöar þá hefur mér vitan- lega ekki fariö fram nein formleg umræöa um skipulag og inntak í einstökum atriðum. Hins vegar hefur ákveðnum hugmyndum verið slegið fram, sem ganga í þá átt að þétta bæði formlegt og óformlegt öryggisnet aldraðra í bænum, s.s. að koma smærri hóp- um, 4—5 einstaklingum, allra aldr- aöra í Haínarfirði, sem hafi dagleg samskipti og aö einn í hverjum hópi sé eins konar hópstjóri eða tengill. Með því dregur úr þeirri hættu að einhver einangrist, sé miður sín, liggi slasaður eða látinn um lengri tíma án þess að nokkur viti. Það er jafnframt Ijóst að frek- ari uppbygging heimaþjónustunn- ar mun útheimta bæði tíma og at- orku svo að til sóma megi verða."? — Hvernig er Félagsmálastofn- un í stakk búinn til aö mœta sltkri þjónustu? < „Þettaererfiðspurningþarsem fyrrnefnd öldrunarnefnd sem á að hafa yfirumsjón með skipulaginu hefur enn ekki verið skipuð. Auk þess teljum við margt á huldu um hag og aðstæður aldraðra í bæn- um, svo torvelt er að skoða málið í smærri atriðum. Þó hefur ákveð- inn undirbúningur að skipulagi verið í bígerð, þ.e. að gera könnun á stöðu aldraðra í Hafnarfirði. Slík athugun hlýtur að teljast mjög raunhæft upphaf að skipulegri uppbyggingu. Hins vegar er Ijóst að aukin umsvif kalla á frekari starfskrafta og ég veit að bæjaryf- irvöld í Hafnarfirði vilja leysa þetta verkefni með reisn og vel- ferð aldraðra í huga.“?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.