Alþýðublaðið - 13.12.1989, Side 6

Alþýðublaðið - 13.12.1989, Side 6
6 Miðvikudagur 13. des. 1989 BÓKAFRÉTTIR ,SASK »»BOKk V „aM) ISL islands HANl HANl HANDBOKIN “ %>..... NArrúRA, SAGA OG SÉRKENNI Örn og Örlygur hafa gefiö út í fjórða skipti á íslensku hina vinsælu fjöl- fræðihandbók Heimsmetabók Guinness, en hún mun vera mest selda rit veraldar að biblíunni einni frátalinni. Heimsmetabókin er rúm- ar 400 blaðsíður og skiptist í ellefu kafla sem bera heitin Undur jard- ar, Heimur og geimur, Lífheim- urinn, Vísindi og tækni, Mann- virki, Samgöngur, Heimur við- skiptanna, Afrek og þrautir, Menning og listir, Lönd og þjóð- líf og íþróttir. I bókina hefur verið bætt mjög miklu íslensku efni, íslensk met og sérkenni en slíkt efni var fellt niður úr síðustu útgáfu sem kom út áriö 1977. í bókinni er mikill fjöldi mynda bæði innlendar og erlendar. Vaka-Helgafell hefur gefið út aö nýju bókina Leikir fyrir alla. sem hefur verið ófáanleg um alllangt skeið. Bókin er í flokki tómstunda- bóka Vöku-Helgafells, en jiær eru nú orðnar átta. Niels Ebbe Bindesleu tók saman efni bókarinnar, Sigurd- ur Helgason þýddi og staðfærði, en myndir í bókinni eru eftir PeterSug- ar. Margir leikjanna, sem lýst er í bókinni hafa skemmt fólki um langt árabil, aðrir eru nýrri af nálinni. All- ir eru þeir þrautreyndir og eiga að lífga upp á andrúmsloftið. Hjá Almenna bókafélaginu er kom- in út bókin Skólaskop — Gaman- sögur af kennurum og nemend- um — en efninu hafa tveir kennarar, Guöjón Ingi Eiríksson og Jón Sigur- jónsson safnað. I Skólaskopi er að finna kafla úr ritgerðum nemenda, föst og laus skot sem kennaraí hafa orðið fyrir í tímum og gullvægar samræður lærifeðra og námsmanna. í bókinni eru bæði nýjar frásagnir og aðrar sem heita má að séu orðnar sígildar. Bókaútgáfan Reykholt hefur gefið út bókina Vængir vitundar — Um framhaldslíf og fleiri jarðvistir. I henni eru viðtöl, frásagnir og grein- ar, sem vafalaust eiga eftir að vekja mikla athygli fyrir það sem fram kemur. Þeir sem við sögu koma eru m.a. sr. Sigurdur Huukur Gudjónsson, Einar H. Kuaran skáld, Miklabœjar- Sólueig, sr. Sueinn Víkingur, Stella G. Sigurdardóttir, Ulfur Ragnarsson læknir, Guömundur Einarsson verkfræðingur og Einar Benedikts- son skáld. Samantekt var í höndum Guömundar Sœmundssonar, cand.mag. Hjá Almenna bókafélaginu er kom- in út bókin Snorri á Húsafelli, Saga frá 18. öld, eftir Þórunni Valdimarsdóttur. íþessari bók hefur Þórunn lagt í þriggja alda ferö aftur í tímann til ad rannsaka og túlka sögulegar heimildir. Textinn opnur dyr inn í öld sem ló í landi fyrir u.þ.b. 250 árum. Mis- jafnt litróf rnannlífsins uerdur sýni- legt. LiTSnorra Björnssonar varp- ar ljósi á magnaða þætti á skeiði sem hefur verið álitið tímabil enda- lausra harðinda og niðurlægingar. Kringum Snorra eru miklar heimild- ir þar sem hann er embættismaður, rímnaskáld og sálmaskáld, höfund- ur fyrsta leikrits á íslensku, náttúru- fræðingur, áhugamaður um hið yfir- náttúrulega og þjóðsagnapersóna. Við fylgjumst með Snorra vaxa upp, frá því fjandinn er særður úr honum dagsgömlum í Melakirkju. Sem í skáldsögu horfir höfundur þessa verks, Þórunn Valdimarsdótt- ir, í gegnurn sjónpípu heimildanna. Hún lýsir þuí huernig fólkid sér stór- tídindi aldarirmar, í stad þess ad greina frá þeim ár kaldri ogyfirueg- adri sögulegri fjarlœgd. Leikkonan Bette Davis lést í októ- ber. í minningu hennar sendir Bóka- útgáfan Reykholt á markaðinn á ný ævisögu hennar sem Bókaútgáfan Rauðskinna gaf út fyrir örfáum ár- um. Bókin heitir Bette Davis — Líf og listir leikkonu. Höfundur bók- arinnar er Charles Higham, en þýð- andi Olafur Olafsson. Bette Davis er ein mikilhæfasta leikkona allra tíma. Hún vann stór- kostlega leiksigra og hlaut ýmsan frama fyrir list sína, m.a. Óskars- verðlaun, en í einkalífinu átti hún oft við erfiðleika að stríða. Bókin segir frá báðum þessum þáttum í ævi Bette á hreinskilinn og heiðar- legan hátt, án þess að reynt sé að draga neitt undan eða ýkja í eyður. Út er komin hjá Máli og menningu í handbókaflokknum Betra líf bókin Útbrunninn? — Farðu betur með þig (Brann inte ut dig!) eftir Barbro Bronsberg og Ninu Vestlund, í þýð- ingu Olafs G. Kristjánssonar. Álag í vinnu og heima fyrir, upp- söfnun þreytu og síðast en ekki síst streita eru í sífellt ríkara mæli talin orsök ýmissa sjúkdóma og andlegr- ar sem líkamlegrar vanlíöunar. Menn grípa ekki nógu fljótt í taum- ana — jafnvel þótt þá gruni að ekki sé allt með felldu — og afleiðingarn- ar láta ekki á sér standa: Fyrr en var- ir eru þeir „útbrunnir". Út er komin hjá Erni og Örlygi „Vín- viðir ástarinnar", íslensk ástar- saga sem gerist í Reykjavík og New York. Þetta er fyrsta skáldsaga Mar- grétar Söluadóttur. Heitar mannleg- ar tilfinningar, ást og afbrýði takast á uns spennan nær hámarki sínu og sagan fær óvænt endalok. A baksviði er borgarsamfélag samtímans með vandamál sín, feg- urð og Ijótleika. Eiturlyf, morð og barnsrán koma við sögu, en ástin lætur líka til sín taka. Edda er ung stúlka, sálfræðingur á stóru sjúkra- húsi, sem í frístundum sínum starfar með lögreglunni. Hana dreymir um öryggi, hjónaband og börn, og eitt kvöldið kynnist hún lögreglumann- inum Birgi, en hann er kvæntur. Út er komið hjá Erni og Örlygi mikið rit, nýr lykill að landinu, ætlað þeim sem vilja fræðast um landið sitt, náttúru þess, sögu og sérkenni, hvort sem þeir eru heima hjá sér, á ferðalagi eða vinnustað. Ritið nefn- ist Islandshandbókin og ber und- irtitilinn náttúra, saga og sér- kenni. Efni ritsins er að nokkru sótt í hið vinsæla rit Landið þitt Island en uppbygging og framsetning efnis er með allt öðrum hætti. í íslandsbókinni er efninu skipt eftir sýslum landsins og í stafrófsröð innan þeirra. I upphafi hvers sýslu- kafla er kort af sýslunni. Á því korti eru sýndir allir vegir sem um sýsl- una liggja ásamt tilheyrandi veg- númerum. Kortið kemur að notum þegar fólk skipuleggur för sína um sýsluna og sem vegakort eftir að haldið er af stað. Á eftir sýslukortinu kemur fyrst alhliða lýsing sýslunnar en að sýslulýsingu lokinni er lýst öll- um þeim stöðum sem vert er að benda ferðafólki á. Sú staðalýsing er í stafrófsröð. Þessir staðir eru allir merktir á viðkomandi sýslukort. Sýslukortin eru byggð á kortum Landmœlinga Islands en unnin af Jean-Pierrs Biard kortagerðar- manni. Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina Eldvakinn eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King. Þetta er fjórða bókin eftir Stephen King sem Frjálst framtak gefur út. Áður hafa komið bækurnar „Visnaðu", „Eymd“, „Uppgjörið“ og „Umsát- ur.“ Stephen King hefur um árabil ver- ið vinsælasti spennusagnahöfundur Bandaríkjanna og bækur hans hafa jafnan verið vikum og jafnvel mán- uðum saman á metsölulistum. Step- hen King fer sjaldan hefðbundnar leiðir í sögum sínum og oft fléttast yfirnáttúrulegir atburðir inn í at- burðarásina. Um Stephen King hef- ur veriö sagt að sögur hans séu í senn bókmenntaverk, magnaðar spennusögur og dulrænar frásagnir. Hjá Almenna bókafélaginu er kom- in út bókin Nonni og Manni. Nonni og Manni er ein af hinum heimsfrægu og sívinsælu bókum Jóns Sueinssonar. Hún er önnur bókin í röðinni frá hans hendi, kom fyrst út á þýsku 1915, næst á eftir sögunni Nonna. Nonni og Manni er sannkölluð ævintýrabók. Henni er skipt í tvær sögur, Nonni og Manni fara á sjó og Nonni og Manni fara á fjöll. í fyrri sögunni segir meðal annars frá því þegar þeir bræður lenda í sjávar- háska á Eyjafirði, sleppa með naum- indum úr stórhættum og er loks bjargað af frönsku herskipi. Síðari sagan er ævintýri á fjöllum. Þar komast þeir bræður meðal ann- ars í kynni við mannýgt naut og hitta jafnvel útilegumann. • Krossgátan □ 1 5“ r 4 5 6 .! □ 7 8 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ Lárétt: 1 lína, 5 listi, 6 dygg, 7 hvað, 8 ólar, 11 eðli, 12 stækka, 13 vondra. Lóðrétt: 1 spor, 2 trausti, 3 slá, 4 mögla, 5 gata, 7 vægðarleysi, 9 skordýr, 12 sýl. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: ógagn 5, hvet, 6 vit, 7 au, 8 asanum, 10 ss, 11 æði, 12 æð- ur, 13 tórir. Lóðrétt: óviss, 2 geta 3 at, 4 naumir, 5 hvasst, 7 auður, 9 næði, 12 ær. RAÐAUGLÝSINGAR .Flokksstarfið Jólaglögg — jólaglögg Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði heldur jóla- glögg í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði föstudaginn 15. des. nk. Húsið opnar kl. 20.00. Guggnum ekki á glögginni. Stjórnin Alþýðuflokksfélag Kópavogs 40 ára Alþýðuflokksfélag Kópavogs býður til afmælis- fagnaðar 27. desember nk. í Félagsheimili Kópa- vogs 1. hæð. Opið hús frá kl. 17—19 Við bjóðum upp á „góðar" veitingar. Verið öll velkomin. Stjórnin Biluðum bílum á að koma út fyrir

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.