Tíminn - 31.03.1968, Síða 3

Tíminn - 31.03.1968, Síða 3
SUNNTJDAGUR 31. marz 1968, TÍMINN 15 Hagnýtar upplýs- ingar fyrir ökumenn lututnuuimii AKSTUR OG ÖKUTÆKI Kynnið ykkur öku- bæklingana, sem send ir hafa verið til allra bíleigenda Það er full ástæða til þess að hvetja bíleigendur til að kynna sér bæklingana „Leið beimingar um akstur í hálku“ og „Aikstur í myrkri“, sem fyrr í vetur voru sendir til hvers einasta skráðs bíleigamda, sam kvœmt skrám tryggingafélag- anna. Munu bæklingarnir þannig hafa verið sendir til "Wis um 43 þúsuind bíleigenda. Nií eru það margir sem ekki eru bíleigendur en hafa öku- skírteini og aka meira og minna. Þessum ökumönnum skal bent á að hinum nýstofn- uðu umferðaröryggisnefnd- um utan höf u ðborg arsvæðis ins hefur verið sent upplag af bæklingum, og geta þeir öku- menn sem ekki eiga bíla, feng ið eintök af bæklingnum þar. Það má kamnski segja að sé hlálegt að senda sumum bílstjórum bæklinga sem þessa eins og t.d. mjólkurbílstjórum sem þurfa að berjast áfram í ófærð og slœmu veðrú, hvað sem tautar og raular, og hver hefur sína aðferð við að komast áfram, ef svo mætti segja. Það er meira að segja ekki sama hvar á landinu er ekið, hvort menn telja heppi- legra að hafa stóra bíla á „ein földum“ eða „tvöföldum“ að aftan. Þar gildir ekki sama reglan norðanlands og sunn- an. En fyrir hinn almenna bíl- eiganda, eru þessir bæklingar mjög gagnlegir. Hér á höfuð- borgarsvæðinu hefur sjaldan eða aldrei verið verri vetrar- færð, og margir eru þeir öku- menn sem ekki hafa gert við eigandi ráðstafanir vegna hinnar slæmu færðar. Ef þess- ir bilstjórar hefðu kynmt sér efni bæklingsins „Leiðbein- ingar um akstur í hiálku“, hefðu þeir áreiðanlega komizt auðveldar leiðar sinnar. f sambandi við bæklinginm „Akstur í myrkri“ er rétt að benda ökumönnum á, að nauð synlegt er að þeir meti rétt vegalengdina sem er á milli bíla þegar þeir mætast. í bækl ingnum er bemt á, að þegar bálar mætast með ljósum, skuli hækka ljósin aftur, þegar um tíu metrar eru á milli bifreið- anna. Það er þessi vegalengd sem menn þurfa að meta rétt og gæta þess vel, að hækka ekki ljósin þegar t.d. 20—30 metrar eru á milli. ★ Hreinsið þurrkublöðin með steinolíu Skemmdir i framrúðum bíla koma einma bezt í ljós þegar bílar mætast með ljós. Oft eru það þurrkublöðin sem valda skemmdunum á framrúðun- um. Þar sem eru malbikaðar götur vilja setjast asfaltkúlur á þurrkublöðin, og af því tilefni hefur Haraldur Ásgeirsson verkfræðingur bent á, að gott sé að strjúka þurrkublöðin með klút sem vættur hefur ver ið í steinolíu, triclor vökva, eða vökvum sem gera sama gagn. Það er ágæt hugmynd, sem Haraldur kom með, að aðstaða yrði sköpuð á benzin- stöðvum til að strjúka asfalt kúlurnar af þurrkublöðunum. ¥ Akreinaakstur í 22. grein reglugerðar um umferðarmerki og notkun þeirra eru þessar setningar: „Ef akreinalina skiptir ak- braut í tvær akreinar skal að jafnaði ekið vinstra megin við Hnuna“. Þessa setningu ættu öku- menn að hafa í huga þegar þeir til dæmis aka eftir Hring- braut og Miklubraut í Reykja vík, en allt of algengt er að sjá menn aka hægra megin við línuna, þótt vinstri akrein in sé auð. Sérstaklega ættu öku menn stærri ökutækja að hafa þetta í huga. ★ Varúð á vetri heitir bæklingur sem umferð- arslysavarnasamtökin „Varúð á vegum“ hafa gefið út. Eins og nafnið bendir til, þá er í bæklingi þessum fjallað um vetrarakstur, og er hægt að fá bæklinginn á skrifstofu Varúð ar á vegum í Slysavamafélags- húsinu. Kári Jónasson. Stöðvunarvegalengdir í 1.—2. tölúblaði Ökumanns in$, fræðslublaði fyrir bifreiða stjóra, sem Umferðartiefnd Reykjavíkur gefur út, eru á- gætar myndir sem gefa til kyinna stöðvunarvegalengd- ir við mismunandi hraða á þurrum mal'arvegi, og er mið- að við að viðbragðstíminn sé 0,9 s«k., en það er tal- inn vera meðalviðbragðstími ökumanns. Ökumanninm er hægt að fá hjá Umferðarnefnd Reykjavíkur og hjiá umferðar- deild lögreglunnar í Reykja- ví'k, en annars er blaðið semt til atvinnúbifreiðastjóra í Reykjaví'k. ■ STöÐVUf'4AP.VEGALEf'4GD!N VithreqZi <■ '" H«rr,itínot ■ UM - t' '>* ; fMtpé ví? vi&iA-iíq&fmti M mk. : t>$ &Mvr jtvt-rfm : ,■ > v'/Á ' - ' íi' ....■* 'vv , ' x'iíi' ' ' ywx-íN-SrH > < Vegna flutnings verða skrifstofur bæjarfógetans í Hafnarfirði og sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu lokaðar mánudaginn 1. apríl n.k. Frá og með þriðjudegi 2. apríl verða skrifstofurnar í húsinu nr. 31 við Strandgötu, Hafnarfirði, 2. og 3. hæð (inngangur frá Gunnarssundi). SÝslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.