Tíminn - 31.03.1968, Qupperneq 5

Tíminn - 31.03.1968, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 31. marz 1968. TÍMINN Helga Valtýsdóttir leikkona Kveðja frá Félagi íslenzkra leik- ara. Það er óefað margir, sem sakna Helgu Valtýsdóttur af heilum hug. Ekki einvörðungu ættingjar henn ar, starfsfélagar og vinir, heldur og allir þeir fjölmörgu aðdáend- ur hennar, sem kynntust henni af fjölunum og gegnum útvarp. En sem leikkona og upplesari og þá ekki sízt fyrir barnatíma sína, var .Helga fádæma vinsæl. Leikkonan Helga Valtýsdótt- ir var frábærum hæfileikum gædd. Aldrei brást það, að henn: tókst að blása leitopersónum sínum sér- stæðu lífi í brjóst. Persónur þær, sem hún skapaði voru allar raun- verulegar, og finnst manini, að þær lifi ennþá, þótt langt sé um liðið, að hún lék sumar þeirra, og svo ólíkar voru þær hver annari, að næsta ótrúlegt er, að sama leik konan hafi verið þar að verki. Helgu var það líka Ijóst, að til1 þess að ná góðum árangr-' á leik- sviði, varð að vinna og það gerði hún. Starfsfélagar hennar minn- ast þess ekki ósjaldan, hvílíka al- úð og vandvirkni hún lagði í starf sitt, enda varð árangurinn eftir því. Hennar verður minnzt af þeim, sem og öðrum aðdáendum hennar, sem þeirrar leikkonu frá síðari árum, er fjölhæfust var og hafði fæ«rt leMistinni marga sigra og var þess albúin að vinna þá fleiri. — Þeim mun meiri er söknuður okkar nú. En Helga Valtýsdóttir hafði lika fleira til að bera, en að vera afburða leikkona og vinsæl með- al aðdáenda sinna. Hún hafði per sónuleika, sem engum gleymist, er hefur haft nánari kyn-ni af. Helga var ekki framhleypin, hún var lít- illát, hlédræg og allt að því feim- in í einkalífi. Á hinn bóginn geisl aði frá henni svo mikil hlýja og mannkærieikur, viljaþrek og kjarkur, að; öllum, sem í návist hennar voru duldist ekki, að þar ibjó að baki mikil persóna. Ekki lét hún heldur hinn hræðilega sjúkdóm sinn hafa áhrif á starfs- þrek sitt og framkomu, og aldrei gaf húm neinum færi á að særa stolt sitt með meðaumkun. Hún var stolt, fögur, blíðlynd og hjartahrein, enda var henmi gott til vina. Þau sterku andlegu bönd, sem hún tengdist sumum af vin- um sínum, að ógleymdu því fagra samibandi, er hún hafði við syst- ur sína, Huldu, vakti aðdáun allra. — Mörgum mun þykja þeir hafi misst meira en vin og starfsfé- laga. Helga er tekin snemma frá okk- ur og það syrgjum við öll heils- hugar, en samt er arfur sá, sem hún lætur starfsfélögum sínum eftir svo mikill, að skylt er að geta hans. — Auk þeirra stór- brotnu persóna, sem hún skapaði á leiksviði, hefur hún sýnt okkur, að starf okkar verður bezt unnið og me'stum árangri náð með ein- lægni, án hroka, með. gleði, án öfundar með elju, án sérhlífni. Hún kenndi okkur, að við megum aidrei þreytast á eða gefast upp við að finna hina réttu leið. Og í lífinu sýndi hún okkur, að hrein lund, skilningur, hjálpfýsi og öfga laus framganga eru okkar beztu vinir. Við þökkum öll I-Ielgu vinátt- uma og samstarfið þann tíma, sem hún dvaldi með okkur. — Og ást- vinum hennar færum við hjartan- legustu samúð'arkveðjur. Gísli Alfreðsson. I 17 t Helga Valtýsdóttir er látin. Með henni hefur íslenzkt leikhús misst sína ágætustu leik- konu og íslenzka þjóðin eina sína mikilhæfustu konu. Og við sem þekktum hana, traustasta og bezta vininn. Það er mikill missir. Eg var svo lánsamur að starfa mikið með Helgu Valtýsdóttur. Ég sóttist eftir að fá að njóta starfskrafta hennar í þeim leiksýningum, sem ég var ábyrgur fyrir, ekki aðeins vegna hennar miklu hæfileika, gáfna, dugnaðar og bþrjótandi lífs- orku, heldur einnig vegna hennar einstöku nærveru og sam- starfsvilja. Hún var einstök. Og það breyttist ekki frá þvi fyrsta til þess síðasta. Vegir forsjónarinnar eru órannsakanlegir. Við stöndum högg- dofa gagnvart ákvörðunum hennar, en aldrei eins og þegar við erum svift skærustu og fegurstu logum lífsins. Ég sendi aðstandendum hennar mína dýpstu samúð. BALDVIN HALLDÓRSSON. f Elsku Helga mín, því er þetta bréf skrifað nú, að það var áður annað bréf og annars efnis, en það náði ekki til þín í tæka tíð. í barnaskap mínum hélt ég, að við hefðum öll nægan tíma. Því skrif aði ég þér, að ég kæmi heim í páskafrí og mundi þá heimsækja þig. Ég vissi ekki þá, að þér gafst ekki dagur meir. Því mun leið mín á páskamorgun liggja á ann an stað, en ég ætlaði þá. Hvaða orð getur ung telpa sagt þeim til huggunar, er mest hafa misst nú. Ég kann að minnsta kosti ekki þau orð, elsku Ileiga, og mér er ljós fátækt min í því að bæta úr eða hugga aðra þessa stundina. Ég ko.m sem gestur til ykkar í Þjóðleikhúsið og dvaldi um stund arsakir í þeim heimi, sem var ykk ar. Óþekkur krakki og sjálfsagt ekki alltaf þægileg. En þið tókuð mér svo einstaklega vel og kennd uð mér svo miargt um það, sem mig langaði að vita. Þú, Helga mín og Valur, mamman min og pabb inn minn í leik, sem ég átti stund um erfitt með að hemja við á- kveðinn ramma. Þið tvö, sem ég elskaði umfram aðra — og nú ert þú farin og allt sem ég vildi hafa sagt þér, verður nú ósagt. Ég sendi með blænum síðustu kveðju og hjartans þakkarorð mín og bið hann að bera þau að kist- unni þinni. Vertu blessuð góða, stóra og sterka mamman mín. Skógaskóia, Austur-Eyjafjallasv., Gunnvör Braga lijörnsdóttir. Bændur athugið! Erum að hefja smíði á aftanívögnum fyrir tra'ktora og jeppa, mismunandi stóra með tilheyrandi skjólborðum. Vagnarnir eru smíðaðir úr venju- légum bílgrindum með tilheyrandi fjaðra- og hjólaútbúnaði. Ef þér hefðuð áhuga á að kynna yður útlit, frágang og verð á þessum vögnum, sendið okkur þá nafn og heimilisfang og við munum senda yður til haka teikningar og verð- tilboð, miðað við stærð. Tilboð sendist Tímanum fyrir 7. apríl. LÍSTSÝNING Verðlaunapeysurnar, ásamt nokkrum öðrum fallegum flíkum, verða í sýningar- glugga okkar í Þingholts- stræti tvær næstu vikurn- ar. Álafoss. SÚGÞURRKUN Eins og undanfarin ár smfðar LANDSSMIÐJAN súgþurrk- unarblásara fyrir bændur. Blásararnir hafa hlotið einróma lof þeirra bænda, sem þá hafa fengið, fyrir gæði og endingu. — Einkum hafa blásararnir fengið lof fyrir hve miklu loftmagni þeir blása, miðað við aflið sem hefur snúið þeim. Um þrjár stærðir blásara er að ræða, H-ll, H-12 og H-22. — Ennfremur afgreiðir LANDSSMIÐJAN dieselvélar og raf- mótora af ýmsum stærðum til þeirra, er þess óska. Vinsamlegast sendið oss pantanir yðar sem fyrst, svo að tryggt verði, að afgreiðsla geti farið fram tímanlega fyrir slátt. LANDSSMIÐJAN Rétt samsettur morgunverður, ræður miklu um dagsverkið! Osttir er stór hluti af rétt samsettum morgunverði. Því ostur inni-' heldur ríkulegt magn af prótein. Og prótein er nauðsynlegt vexti og dugnaði barnanna og starfsvilja fullorðna fólksins. Setjið því ost á borðið, hann er þcegilegur að framreiða .. .j. og bragðast vel!!! ÖSIM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.