Tíminn - 09.04.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.04.1968, Blaðsíða 5
Ekki vanþörf á slíkum skóla „Suðri“, seon áður ihefur sent Landfara pistla, skrifar: „Á Alþingi hefur kamið fram frumvarp um stofnun blaða- mannaskóla, og skal hann meira að segja vera „akadem- ískur“. Blöðin bera þess oft vitni, að ekki er vanþörf á slíkri stofnun. í Vísi 26. f.m. var m.a. frétt um herþotu ameríska, sem féll niður í Landsveit sem frægt er orðið. Vitleysur í þessari stuttu frétt eru furðu margar. Land- hreppur er þar nefndur, m. a. í fyrirsögn, en fáir munu kann ast við það nafn. Sveit þessi heitir Landmannahreppur, en í daglegu tali oftast nefr.d Landsveit eða þá bara Land, til að mynda oft sagt „upp á Land“. Þá segir í fréttinni, að þotan hafi hrapað niður í „svonefnd um Fellsmúla, sem er í suður enda Skarðsfjalls“, og loks féll flugvélin niður „hinum megm við Fellsmúla". Svona ríður hver vitleysan annarri. Aldrei fyrr hef ég heyrt nefndan Fells múla í Skarðsfjailli, en fregn- ritarinn sennilega heyrt eitt- hvað um Fellsmúla þar erra, sem er raunar prestssetur þeirra Landmanna, en ekki hluti af Skarðsfjalli. Ekki er hægt ,að ætlast til að blaðamenn þekki gjöria ti; allra sveita á íslandi og stað hátta. En óþarfa flumbruhátt- ur sýnist það vera, að rjúka með þessa heimabökuðu „landa fræði“ í blöð, í stað þess að afla sér fræðslu um hið rétta. Pressustaglið í íslenzkum blöðum f sama blaði er frétt sem ber heitið „íslenzka skyrið í heimspressunni". Jæja, sérlega vel hlýtur það skyr að hafa verið Pressað! Komst blessað skyrið í þessa merkilegu pressu „beggja vegna Atlantshafsins í síðustu viku“, segir blaðið. Minna mátti nú gagn gera. Af hverju þetta eilífa pressu stagl í íslenzkum blöðum. Hvers vegna mátti ekki t. d. skrifa: Greinar um íslenzkt skyr í heimsblöðunum. Þótt þessi dæmi hafi verið BETUR MFf ÍOCA-COLA drykkurinn sem hressir bezt, léttii skapið og gerir lífið ánœgjulegra. FRAMLEtTT AF VERKSMIÐJUNNI VÍFILFELL í UMBGÐI THE CCJCA-nCILA EXPPRT CDRPORATIDN ALLTGEHGUR (hvar sem er og hvenær sem er - við leik og störf - úti og inni og á góðra vina fundum -) i 5 tekin úr þessu eina Vísisblaði, er hér ekki um einsdæmi að ræða. Af nógu er að taka“. „Gapastokkur“ Og að lokum segir „Suðri“: „Gapastokkar voru víða í gamla daga. Sjónvarpið getur stundum komið í stað þess tækis. Það þótti vont að vera settur í gapastokk. í umræðu- þætti um .Vmannavarnir var forstjórinn í einskonar gapa- stokk. Var þó bakari hengdur fyrir smið. Þeir sem áttu upp- tökin að þessari sýndarstofuun, sem hent hefur verið í 13 millj. kr. hefðu átt að fara í gapa- stokkinn". Á VÍÐAVANGI Minna en leyfis- gjaldið eitt Menn ræða að vonum mjög í, um hækkun umferðagjaldanna og fjárfúlgur þær, sem ríkið I tekur af umferðinni og notar ; til annars en vcgabóta. Tekjur ! vegasjóðs af nýju skattlagning unni, gefa minna á ári en ár- leg leyfisgjöld af bifreiðum og Ij bifhjólum, en þessi leyfisgiöld Ósk um vísu Erlingur Guðmundsson á Galtastöðum skrifar: „Mér er nú efst í huga að senda Tímanum nokkrar línur. Tilefnið er það, að ekki alls fyrir löngu flutti Sigurður frá Haukaigili vísnaþátt á Kvöld- vöku i útvarpinu. Eins og vænta mátti fór Sigurður þar með margar ágætar vísur. Þó var þar ein þeirra, sem að minnsta kosti í fljótu bragði virt ist bera af hinum flestum eða öllum, bæði að efni og rími, en gallinn var bara sá, að mér tókst ekki að grípa nema síðari helming vísunnar, og þótti mér það slæmt. Er hann á þessa teið, hafi ég tekið rétt eftir: „Einn á bleikum eltir mig ekki skeikar honum“. Og nú langar mig að spyrja: Myndi Tíminn sjá sér fært að fá vísuna alla hjá Sigurði, og senda mér hana í blaðinu. Það þætti mér vænt um og trúlega mörgum öðrum, ef hægt væri að uppfylla þessa frómu ósk, sem ég nú ber fram, helzt vegna þess, að það er enn ekki gleymt, þegar ferskeytlan var daglega í Tímanum, óg mun Sigurður frá Haukagiii hafa átt þar góðan hlut að, ef ég man rétt Leitt að missa ferskeytluna Því datt mér í hug að reyna að fara þessa leið í því efni, sem hér er á minnzt. Kaus ég fremur að snúa mér beint til Sigurðar, því hann bef ég aldrei séð og þekki hann ekk- ert neraa gcgnum vísur. Þar er hann að góðu kunnur, bæði í Tímanum og á öðrum vett- vangi. Þess vegna var það leitt að blaðið felldi niður ferskeyti una (þó ekki ailveg með öllu). en ekki tjóar að fást um það, annað kemur í staðinn sem ýmsir kjósa kannski fremur en ferskeytlu, — á ég þar við „Með morgunkaffinu‘“ Land- fara, o.fl. sem gerir blaðið held ur fjölbreyttara að efni en það áður var, vona bara að þetta geti haldizt framvegis. Hitt er sivo annað mál, og leitt er til þess að hugsa, að árgjald TMm ans barf nú að vera svo hátt að í fyrsta sinn um áratugabil sé ég mér nú naumast fært að kaupa blaðið. Ég hef ekki fleiri orð um það að þessu sinni. Með fyrirfram þökk og beztu kveðju" Þessi ósk Erlings verður tek in til athugunar. LOIJi hefur ríkissjóður tekið fra vegasjóði til annarra nota en endurbóta á vegum, jafnvel not að þessar tekjur í beina vafa- sama eyðslu. Áætlað er að hin- ir nýju skattar gefi vegasjóði 150—190 milljónir kr. á ári. En leyfisgjaldatekjumar af ökn* tækjunum, sem vegasjóður er sviptur, hafa numið nálægt 170—200 milljónum kr. á ári. Eru þessar tekjur þó aðeins hluti þess fjár, sem ríkissjóður hefur tekið af umferðinni til annarra hluta en endurbóta á vegakerfinu. 3,6 milljarðar á átta árum Á árunum 1960 til 1967, eða á átta árum, hefur ríkis- sjóður haft í heild ca. 3.600 milljónir í tekjur af umferð- inni umfram það sem farið hef- ur til vega, eða að meðaltali á ári ca. 450 milljónir. Þessar tekjur ríkissjóðs af umferðinni, til annars en vega, hafa farið vaxandi. Voru fyrstu árin und ir nefndu meðaltali, en s.l. 3 ár voru þær ca. 700 milljónir kr. að meðaltali á ári. Af þessu er ljóst, að mál vegasjóðs verð ur aldrei leyst til frambúðar með auknum álögum á umferð ina ef tekjur af lienni fara í stórum stíl tii annars en veg- anna. Eina raunhæfa leiðin Engin raunhæf leið er fær til frambúðar í okkar vegamál- um, nema sú, að tryggja vega- sjóði allar tekjur af umferð- inni. Að hækka nú skatta á umferðina sem nemur ca. V4 af þeim tekjum sem nú ern fyrir hendi af umferðinni, en teknar í eyðslu i stað vega- framkvæmda, Ieysir ekki vand- ann. Að láta vegasjóð taka lán í stað ríkissjóðs á meðan ríkissjóður hirðir stóran hluta af eðlilegum tekjum vegasjóðs, þýðir augljóslega áframhald- andi öngþveiti í vegamálwn. Slíkt þýðir nánast vaxtagreiðsl ur vegasjóðs í stað vegafram- kvæmda og síminnkandi vega- framkvæmdir í hlutfalli við aukna vaxtagreislu. Að auka vandann í vegamálunum í stað þess að lcysa hann, gæti verið rétt yfirskrift á hina nýju skatt lagningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.