Tíminn - 09.04.1968, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. apríl 1968.
TIMINN
i!í!i
títgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN
f'ramkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar- Pórarmn
Þórarinsson íáb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriðl
G. Þorsteinsson. FulltrúJ ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrlfstofur i Eddu-
búslnu. simar 18300—18305 Skrifsofur- Bankastræti 7 Af-
greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur
simi 18300. Áskriftargjald kr 120 00 á mán Innanlands — f
lausasölu kr 7 00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h. t.
Páll Þorsfeinsson, alþingismaður:
Tíu ára reynsla
Morgunblaðið birtir um það hjartnæma forustugrein
á sunnudaginn, að ekki sé búið nægilega vel að einka-
rekstrinum á íslandi.
Áður fyrr var því haldið fram í Mbl. að það væri
sök Framsóknarmanna og kommúnista, að ekki væri
búið nógu vel að íslenzkum atvinnurekendum. Það Var
sagt, að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn, sem
bæri hag atvinnurekstursins fyrir brjósti. Allt myndi
þetta breytast og batna, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fengi
aukinn völd.
Og Sjálfstæðisflokkurinn fékk völdin. Síðan í árslok
1958 hefur hann ráðið stjórnarstefnunni í landinu. Á
þeim tíma hefur þjóðin búið við mesta góðæri í sögu
sinni. Sjálfstæðisflokkinn hefur því ekki skort skilyrðin
til að búa í haginn fyrir atvinnureksturinn.
Hvað er svo það, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
gert fyrir atvinnureksturinn á þessum tíma.
Eitt fyrsta stjórnarverk Sjálfstæðisflokksins var að
hækka vextina.
Annað stjórnarverk Sjálfstæðisfloldcsins var að
stytta lánstíma flestra stofnlána.
Þriðja stjórnarverk Sjálfstæðisflokksins var að draga
hlutfallslega úr rekstrarlánum, sbr. að Seðlabankinn
kaupir nú 55% af afurðavíxlum í stað 67% áður, sam-
tímis því, sem hann hefur þrengt að viðskiptabönkunum.
Fjórða stjórnarverk Sjáifstæðisflokksins héfur verið
að leggja á fjölmarga nýja skatta, sbr. launaskattinn,
og hækka þá, sem, fyrir voru. Nú seinast er hann að
hækka umferðarskattana, en sú hækkun mun bitna mjög
á atvinnuvegunum, m.a. með hækkun kaupgjaldsvísi-
tölunnar.
Fimmta stjórnarverk Sjálfstæðisflokksins hefur verið
að auka ýmis höft, sem lama frjálsræði atvinnureksturs-
ins, t.d. hafa verðlagshöft aldrei verið strangari en nú.
Þannig mætti 'telja áfram þau stjórnarverk Sjálf-
stæðisflokksins, sem hafa stuðlað að því að lama og
skerða framtak atvinnurekenda, að.því svo óglevmdu,
að aldrei hefur verðbólgan verið meiri en á stjómar-
tímabili Sjálfstæðisflokksins síðan í árslok 1958.
Eftir fáa mánuði blasir við 10 ára reynsla af því
hvernig Sjálfstæðisflokkurinn býr að atvinnuvegunum,
þegar hann fær að ráða. Eftir mesta góðæri í sögu
landsins, blasir við meira efnahagslegt öngþveiti í at-
vinnumálum en nokkum tíma fyrr og síðar. Það er af-
leiðingin af því, að þjóðin hefur trúað blekkingamönn-
unum, sem ekki kunnu að stjórna.
Fróðskaparsetur
Færeyingar hafa stofnað vísi að háskóla sínum og
kalla hann myndarlegu, norrænu nafni — fróðskapar-
setur. — Þessa dagana njótum við héimsóknar fyrsta
prófessorsins við færeyskan háskóla, svo að hér er um
fyrstu menningarsamskipti íslenzks og færeysks háskóla,
en vonandi ekki hina síðustu. Gesturinn, sem okkur
sækir heim, er Christian Matras, prófessor, og flytur hér
fyrirlestur um færeysk staðanöfn. Þaðær efni, sem hlýtur
að vekja óskiptan áhuga okkar, og minnir á, að Færey-
ingar og íslendingar eru nánustu greinarnar á norræna
þjóðstofninum og eiga meira sameiginlegt en aðrir að
tungu, lífi og menningu. Um leið og við þökkum góðum
gesti komuna og fróðskaparsetri Færeyinga alls blóma,
hljótum við að minna á. að kominn er tími til að stór-
auka samvinnu við Færeyinga í norrænum fræðum.
LAGSHEI
íslenzkt þjóðskipulag er
grundvallað á því, að fjallað
sé um almenn mál á fundum
víðsvegar í landinu. Frá fornu
fari hafa margvísleg málefni
verið afgreidd á fundum i ein-
stökum byggðarlögum eða lands
hlutum. I tilkynningum er
stundum talað um þingstaði
hreppanna. Og eftir því sem
þjóðlífið gerist fjölbreyttara,
þá vex þörfin og glæðast óskir
manna um félagslíf.
Snemma á þessari öld var
farið að vinna að því í mörg-
um byggðarlögum að reisa sam
komuliús. Sveitarfélögin höfðu
forgöngu um það eða annar
félagsskapur, s.s. ungmenna-
félögin. Þessi samkomuhús
bættu úr brýnni þörf, en voru
samt yfirleitt gerð af .vanefn-
um.
Árið 1^-23 var fyrst Iögboðið
að greiða skemmtanaskatt til
ríkisins. Skyldi sá skattur renna
í sérstakan sjóð, er hefði því
hlutverki að gegna að standa
straum af stofnkostnaði Þjóð-
leikhúss.
Árið 1927 var lögum þessum
breytt og sjóðurinn efldur.
Á Alþingi 1945 gerðu tveir
þingmenn Framsóknarflokksins
tillögur um að lögboðið yrði,
að ríkissjóður skyldi styðja
með allríflegum fjárframlög-
um byggingu samkomuhúsa i
þvi skyni að bæta stórlega að-
stöðu til skemmtana og félags-
lífs frá því, sem verið hafði.
Á þingi 1946 reifuðu sömii
þingmenn og fluttu tillögurnar,
sem fyrr er getið, þetta mál
með frumvarpi um félags-
heimili.
Um þessar mundir var smíði
Þjóðleikhússins komin á loka-
stig. Talið var, að það fé, sem
innheimt var með skemmtana-
skatti, þyrfti ekki frá þeim
tíma að renna allt til Þjóðleik-
hússins, heldur væri þá tima-
bært að ráðstafa því að nokkru
leyti til annarra framkvæmda.
Ríkisstjórn Stefáns lóhanns
Stefánssonar settist að völdum
í febrúar 1947. Hún lét bað
verða eitt af sínum fyrstu yerk
um að taka upp mál það. er
hér um ræðir. Með forystu pá-
verandi menntamálaráðherra,
Eysteins Jónssonar, voru lög-
in um félagsheimili sett. Sam-
Páll Þorsteinsson.
kvæmt þeim var myndaður fá-
Iagsheimilasjóður og honum
ákveðnar tekjur 50% af
skemmtanaskatti. Heimilt er að
veita framlag úr félagsheimila
sjóði, er nemi allt að 40% af
stofnkostnaði félagsheimila.
Lögin um félagsheimilin
reyndust aflvaki. Á grundvelli
þeirra var hafizt handa um
miklar framkvæmdir og nauð-
syníegar á þessu sviði. Síðan
lögin voru sett fyrir 20 árum,
hafa verið veitt framlög úr
félagsheimilasjóði til félags-
heimila víðs vegar um and.
Með tilkomu félagsheimil-
anna hefur aðstaða til félags-
starfs og skemmtana tekið
stakkaskiptum frá því er eldri
kynslóðin átti við að búa. Þetta
er eitt af því, sem þeir, er nú
eru á starfsaldri f þjóðfélag
inu, hafa komið í verk og láta
eftir sig liggja. Þess njóta lands
menn yfirleitt, ekki sízt æsku-
fólkið.
En mikið skortir á, að að-
staða félagsheimilanna sé svo
góð sem vera ætti. Sívaxandi
verðbólga hefur hækkað stór-
lega stofnkostnað félagsheimil-
anna. Tekjuöflun til félags-
heimilasjóðs af skemmtana-
skatti hefur ekki aukizt af sama
skapi. Þótt félagsheimilasjóður
sé að lögum ekki skuldbund-
inn til að greiða fullt 40%
stofnkostnaðar, þá hafa rnargir
ráðizt í byggingu félagsheim-
ila í trausti þess að svo yrði.
Og þessar framkvæmdir eru
sannarlega stórt fjárhagslegt
átak í hlutaðeigandi byggðar-
lögum, þótt félagsheimilasjóð-
ur veiti að fullu þá fjárhags-
aðstoð, sem hann hefur laga-
heimild til.
Á undanförnum árum hefur
félagsheimilasjóð skort tilfinn
anlega fjái-magn til þess að
geta gegnt hlutverki sínu svo
vel sem skyldi, með þ siin af-
leiðingum, að á mörgum fé-
lagsheimihini hvíla þungir
skuldabaggar.
íslenzka þjóðin á öll að búa
við sem jafnasta aðstöðu í
menningarmálum. Þjóðleikhús
og fleiri stofnanir, sem komið
hefur verið á fót í höfuðstaðn-
um, eiga að sýna list um landið.
í félagsheimilunum er aðstaða
til að njóta listarinnar. Þau
eiga að vera menningarmið-
stöðvar héraða og einstakra
byggðarlaga.
Háar skuldir, sem mörg fé-
lagsheimili verða að standa
straum af, og myndazt hafa
m.a. vegna fjárskorts telags-
heimilasjóðs og þar af leiðandi
vangreiddra framlaga sjóðsins,
sem aðilar hafa þó treyst á til
greiðslu stofnkostnaðar, — þær
eiga þátt í þvi, að starfsemi
félagsheimilanna er um of mið
uð við tekjuöflun og ágóða
fremur en menningargildi.
Það er aðkallandi að efla
félagsheimilasjóð og gera full-
skil af hálfu sjóðsins til fé'ags-
heimilanna. sem reisl hafa
verið. Jafnframt þarf að vinna
að þvi að tryggja sem bezt
hallalausan rekstur félags
heimilanna, þótt staifseiri
þeirra miði fvrst og fremsi að
aukinni menningu og félags-
þroska.
Ráðlierrann, sem hefur á
hendi yfirstjórn þessara mála.
hefur samt enn látið undir
höfuð leggjast að be<ta sér
fyrir því á Alþingi. að betta
verkefni ríkisvaldsins verði af
henni leyst.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
75 ára í dag:
Árni líilhjálmsson
frá Hánefsstöðum
Árni Viilhjálmsson frá Hánefs-
stöðum í Seyðisfirði er 75 ára,
í dag. Aðalstörf Árna Vilhjálms-'
sonar voru sjómennska og útgerð
fram að árinu 1943., Hann var
erindreki Fiskifélags fslands fyrir
Austurland í 15 ár og sat mörg
fiskiþing. f
Mælingar skipa og leiðréttingar
áttavita voru meðal starfa Árna
á árunum 1916—1958.
Hann fluttist til Reykjavíkur
árið 1958 og hefur siðan setið f
stjórn Slysavarnafélags fslands
fyrir Austfirðinga.
Árni kvæntist Guðrúnu Þor-
varðardóttur úr Keflavik árið
1916. Hófu þau búskap á Skála-
nesi í Seyðisfirði, en fluttust að
Hánefsstöðum árið 1920. Árið
1930 byggðu þau hús að Káeyri,
sem tilheyrir landi Hánefsstaða.
Þau fluttust ( Seyðisfjarðarkaup-
stað árið 1944. Þau eignuðust fjög
ur börn, sem öll eru á lífi. —
Árið 1957 lézt Guðrún og fluttist
þá Árni til Reykjavikur. Síðari
kona Árna er Magnea Magnúsdótt
ir frá Hólmfastskoti í Innri-Njarð
vík Heimili þeirra er í Boga-
hlið 11. Reykjavík.
í dag frá kl. 1—7 mun Arni
verða í húsi Slysavarnafélags ís-
lands á Grandagarði og taka
á móti gestum.