Tíminn - 09.04.1968, Page 12

Tíminn - 09.04.1968, Page 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. apríl 1968. Landsllðsnefndin sýndi hugrekki Landsliðsnefnd, skipuð þeim Hannesi Þ. Sigurðssyni, Jóni Kristjánssyni og Hjörleifi Þórðarsyni, á vissulega heiður sldlið fyrir mikið hugrekki. Nefndin stokkaði hressilega upp eftir fyrri landsleikinn og tefldi fram gjörbreyttu liði gegn Dönum á sunnudaginn. Minnist ég þess ekki, að nokk- ur landsliðsnefnd, fyrr eða síð- ar, hafi gert svo róttækar breytingar á landsliði. En hverju höfðum við að tapa með að gera róttækar breytingar? Á íþróttasíðu Tim- ans s.L fimmtudag var einmitt bent á það í grein, að við hefð um efni á að skipta um lands- lið, ef fyrra liðið stæði sig ekki nógu vel. f þessu sambandi var sagt: „Hvað ætlar landsliðsnefnd að gera, standi liðið sig ekki sómasamlega í leiknum á laug- ardag? Á að stilla upp sama liðinu eða lítið breyttu. Að athuguðu máli væri slíkt ekki skynsamlegt. Breiddin í ís- lenzkum handknattleik er, sem betur fer, svo mikil, að við ættum að geta teflt fram a.m.k. tveimur nokkuð jafnsterkum liðum. Ef við tefldum nýju liði fram í síðari leiknum, ættu Danir erfiðara með að átta sig á hinum nýju leikmönnum — og íslenzka liðið hefði nokkurt forskot að því leyti. Mergur málsins er sem sagt sá, að standi landsliðið sig ekki nógu vel í fyrri leiknum, tapi með 2ja til 5 marka mun, á óhikað að skipta um menn, gefa nýjum mönnum tækifæri. Landsliðsnefnd gæti hvort sem hún vildi teflt fram einstak- lingaliði — skipað mörgum af pressuliðsmönnunum — eða byggt liðið umhverfis eitt ákveðið félagslið og væri Hauka-Iiðið nærtækast". Og það var einmitt þetta, sem landsliðsnefnd gerði. Hún fór þá leiðina að velja ein- staklingalið, enda m(á segja að það hafi verið eðlilegast, eins og málin stóðu. Af hinum 5 nýju leikmönn- um, sem komu inn síðari dag- inn, kom mest á óvart. að nefndin skyldi velja kornung- an pilt úr Fram, Björgvi.n Björgvinsson. Hiver er Bjúrgv- in? spurðu menn, þegar frétt- ist um valið. Þetta var ofur eðlileg spurning, því að Björgvin hefur aðeins skamma hríð leikið með Fram-liðinu og ekki verið sérlega áberandi leik maður. Hins vegar vakti hann mik'la athygli á Norðurlanda- móti unglinga í Noregi fyrir nokkrum dögum og létu þá nokkrir af forystumönnum hinna landanna þau orð íalla. að hann væri efnilegasti línu- maður á Norðurlöndum. Lands liðsnefnd spilaði djarft með því að velja Björgvin — og hefði óhikað verið skömmuð hér á þessum vettvangi og í öðrum blöðum. hefði Björgvn komizt iMa frá leiknum. En landsliðsnefnd stóð upp frá spilaiborðinu sem hinn heppni fjárhættuspilari, er vinnur stóra vinninginn, því að Björgvin stóð fyllilega fyrir sínu. Að öfrru leyti voru allar aðr- ar ■ breytingar eðlilegar. Jon H. Magnússon virkaði eins og leynivopn. Þarna var leikmað- ur, sem Danir höfðu ekki séð áður og kom þeírn i' opna skjöldu. Bent Mortensen, hinn margreyndi landsliðsmarkvörð- ur Dana, lét svo ummælt eftir leikinn, að hann hefði aldrei orðið fyrir eins öflugum fall- byssuskotum og frá Jóni. Þá setmtu Iþróttasíða Tímans s. 1. fimmtudag: Við höfum efni á að skipta um landslið. * var hyggilegt að velja Sigur- berg Sigsteinsson með tilliti til varnarleiksins. Tókst Sigur- bergi aðdáunarlega vel að trufla danska sóknarleikinn. Sjálfsagt var að gefa Gisla Blöndal tækifæri eftir hina góðu framimistöðu í pressuleikn um — og jafnvel þótt Gísli hafi ekki komizt sem bezt frá sóknarleiknum í þetta sinn, þá fcætti hann það upp með strek um varnarleik. Loks valdi landsliðsnefnd Emil Karlsson sem varamarkvörð, en Emil hef ur staðið sig vel í leikjum með KR undanfarið og stóð sig einn ig vel í Norðurlandamótinu á dögunum. Að vísu fékk Emil ekki tækifæri til að sýna getu sína vegna hinnar frábæru markvörzlu Þorsteins Björns- sonar. Engum ætti að dyljást, að leikurinn á sunnudaginn er timamótaleikur í íslenzkum handknattleik. Ungu mennirnir hafa sýnt og sannað, að þeir eru betri en „gömlu kempurn- H'ramnam a Ois i5 VID MÆTUM DÖNUM AFTUR — skipað á nÝ í riðla í HM Nú er búið að endurskipa í riðla í HM í handknattleik. Fyrri niðurröðun mætti andspyrnu fjöl margra ríkja, m. a. Syisslendinga, Rúmenar unnu Rúmensku meistararnir í hand- knattleik, Stanuia frá Búkarest, sigruðu tékknesku meistarana, Dukla Prag, í úrslitaleik Evrópu bikarkeppninnar, sem leikinn var um helgina, 13:11. sem settir voru í riðil með fslandi og Noregi. Samkvæmt upplýsingum, sem hafa borizt, verða íslendingar i riðli 1 ásamt Dönum og Belgíu- mönnum. Efsta lið í riðlinum fer beint í lokakeppnina, en lið í 2. ! sæti keppir við lið í 2. sæti í riðli 6 um sæti í lokakeppninni. f riðli 6 eru þessi Iönd: Júgóslavía, I Sviss og Luxeinborg. f riðli 4 eru Norðurlöndin Svíþjóð, Finnland og Noregur. ísl. liöin FYRRI DÁGUR: Þorsteinn Björnssort, Fram Logi Kristj'ánsson, Haukum Ingólfur Óskarsson, Fram Einar Magnússon, Víking Gunnlaugur Hjálmarss. Fram Guðjón Jónsson, Fram Geir Hallsteinsson, FH Geir( Hallsteinsson, FH Öm' Hallsteinsson, FH Ágúst Ögmundsson, Val Sigurður Einarsson, Fram Þórður Sigurðsson, Haukum. SÍÐARI DAGUR: Þorsteinn Björnsson, Fram Emil Karlsson, KR Ingólfur Óskarsson, Fram SigUirður Einarsson, Fram Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Björgvin Björgvinsson, Fram Jón H. Magnússon, Víking Geir HaHsteinsson, FH Gísli B'lönjdal, KR. Þórður Sigurðsson Haukum Ágúst Ögmundsson, Val Gunnlaugur Hjálmarsson í dauðafæri á línu í fyrri leiknuin, en cr stöðvaður á síðustu stundu. Aðeins 4 mörk á mm Af mörgum fátæklegum lands leikjum í handknattleik var lands leikurinn við Dani s. 1. laugardag e.t.v. sá fátæklegasti. Danir unnu leikinn með 3ja marka mun, 17: 14 eftir að íslenzka landsliðið hafði haft yfir í hálfleik 5:4. Eins og svo oft áður missti ísl. liðið tök in í síðari hálfleik og var sigur Dananna verðskuldaður. Bæði liðin voru hikandi í byrj- un eins og sést bezt af því, að á 20 fyrstu mínútunum voru eín ungis 4 mörk skoruð, en Danir jöfnuðu 2:2 á 20. mínútu. Yfir I leitt voru Danir einu til tvcimur mör:kum yfir í síðari hálfleik. Þorsteinn Björnsson hafði varið i mjög vel, en fór út af í síðari hálfleik og kom Logi Kristjánsson 1 í hans stað. Þetta voru afdrifa rík skipti, því Logi fann sig ekki og fékk á sig 3 ódýr mörk. í heild var íeikurinn slakur af beggja hálfu. ísl. liðið var mjög þunglamalegt og ekki sannfær- andi. Það kom því fáum á óvart, að landsliðsnefnd skyldi gera breytingar. Mörkin skoruðu: Geir 6 (4 víti), Ingólfur 3, Þórður 2, Örn, Gynnlaugur og Sigurður E. 1 hver. Skástu menn íslands voru Geir, Þórður og Þorsteinn í mark inu. í liði Dana voru Bent Morten sen, markvörður Carsten Lund, Gert Andersen og Hans Graversen. Jörgen I Norski dómarinn, Ragnar Pett I ersen, var lélegur. „Fólkið heima í Dan- mörku skilur þetta ekki“ „Það er lítill munur á lands liðum Danmerkur, íslands, Noregs og. Svíþjóðar", sagði Per Theílmann, liðsstjóri danska landsliðsins, í stuttu við tali eftir leikinn á sunnudag. „Sigur ísl. liðsins var sann- gjarn. íslendingarnir Iéku eins fast og dómarinn leyfði.“ Einn af dönsku leikmönnun um sagði: „Ég get sætt mig við þessi úrslit, en fólkið í Danmörku á erfitt með að skilja, hvernig við getum tap að fyrir íslendingum."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.