Tíminn - 20.04.1968, Page 8
8
TIMINN
LAUGARDAGUR 20. aprfl 1968
Eidur í Washington
Það er víst eklki ofsögum
sagt, að mikið hefir gengið á
hér í henni Ameríku undan
farnar tvær vikur. Ég veit, að
þið þarna heima hafið haft á-
hyggjur af þessum látum, og
verið sérlega uggandi urn hag
okkar íslendinga hér, sem leggj
um líf okkar í hættu fyrir ætt-
jörðina, með því að dvelja
hérna í þessu voða landi. Ég
veit, ég tala fyrir hönd allra
landa hér á ófriðarsvæðinu, þá
er ég þakka þessar hlýju hugs
anir og umhyggju.
Hlutirnir byrjuðu að gerast
31. marz, þegar margisvekktur
Johnson, forseti, hélt sína
frægu ræðu. Pótentátar hans
í Wisconsin voru búnir að
telja honum trú um, að hann
myndi ekki fá nema í mesta
lagi 10% atkvæða í prófkosn-
ingunni, sem halda átti 2.
apríl. En svo er nú hugsana-
gangur lýðsins óútreiknanlegur,
að eftir yfirlýsingu Johnsons
um, að hann gæfi ekki kost á
sér til endurkjörs, brá svo við,
að honum óx fylgi um land allt.
Fékk hann þannig 36% at-
kvæða demókrata í Wisconsin,
eins og ykkur er kunnugt.
Nú, svo stökk Bobby Kenn-
edy inn á sviðið með kellu
sína sér við hönd, og vildi nú
endurheimta forsetaembættið,
sem honum hafði reyndar alltaf
fundizt tilheyra ættánni. Lætur
hann engin ráð ónotuð til að
vinna sér fylgi, og spiílar ó-
spart á tilfinningar unga fólks
ins. Er við því að búast, að
hann hafi úti ölil spjót og láti,
m. a. konu sína fara að þykkna
undir belti, þegar líða tekur á
kosningabaráttuna, því það þyk
ir heillavænlegt hér í pólitík
inni að láta háólétta eiginikonu
standa sér við hlið á ræðupalli.
Heiðursmanninum Eugene
McCarthy likaði iíla að fá
Bobby á bakið, og þóttist sann
arlega ekki hafa boðið hon-
um á háhest. Nú er aðeins eft
ir að sjá, hvort McCarthy læt
ur hann ríða sér tiil dauðs eða
tekst að hrista hann af sér. Það
sést í prófkósningunni í Indi
ana-fylki, sem haldin verður í
maíbyrjun. Þar berjast þeir
félagarnir um fylgi demókrat-
anna og verður spennandi að
sjá, hverju fram vindur.
Svo tök að bóla á því, að
þriðji demókratinn myndi
ganga með forsetann í mag-
anum. Það reyndist vera Hu-
bert Hóratíus Humphrey, vara
forseti þjóðarinnar. Er tVið
mjög líklegt, að hann til-
kynni framboð sitt næstu
daga, ef hann verður þá efcki
búinn að því, þegar þið lesið
þetta. Humphrey er talinn eiga
vísan stuðning mikils hluta
verkalýðsfélaganna, sem ekfci
er lítils virði. En hann hefir
misst fylgi flestra frjálslyndra
demókrata, sem nú eru búnir
að fylkja sér um McCarthy eða
Kennedy. Stærsta tromp
Humphreys er sjálfur , John
son forseti en efcki ér' fráleitt
að halda, að hann muni veðja
á þennan trygga starfsmann
sinn áður en langt um líður.
Ef hægt er að segja, að þessi
óvænta ákvörðun Johnsons hafi
hleypt mdklu fjöri í demókrat-
Robert Kennedy
ana, þá dró hún ag sama skapi
allan mátt úr republikönum.
Aumingja Nixon er í stökum
vandræðum. Hann er eins og
maðurinn, sem missti glæpinn,
og veit nú ekkert, hvað hann
á að gera. Öll kosningabarátta
hans beindist gegn Johnson og
stjórn hans. Hann hefir reynt
að draga eitthvað í land með
hörku-stefnu sína í Víet-Nam
stríðinu, en honum er lítil at-
hygli veitt-
Mundi fáa undra, þótt Rooke
feller léti brátt verða af því
að stíga skrefið en hætta að
tvístíga. Minnsta kosti myndu
þá flokksmenn republikana fá
eitthvað til að velja um.
Hubert Humprey
Kannske myndi það líka vekja
Nixon úr dáinu.
Eiginlega var það kallinn Ho
Ohi Minh í Hanoi, sem áfcvað
að gera sitt til þess að Nixon
yrði ekki næsti forseti. Með
þvi að taka í sáttarihönd John
sons, staðfesti han, að Mc
Carthy og Kennedy hefðu haft
á réttu að standa með að leggja
til takmörkun loftárása og fr.Vs
arumleitanir. Miði friðarsamn-
ingaumleitunum í rétta átt fyr
ir kosningar, er líklega ekki
skakkt að álykta, að Humphrey
verði sá, sem mest hefir að
græða.
Þannig kom Johnson ringul
reið á stjórnmálalífið með ein-
Eugene McCarthy
um skammti af pólitísku púðri.
Nókfcrum dögum síðar ákvað
maður nokkur úiti í MempJiis
að nota alvöru púður til að
koma ógurlegri ringuireið á
alilt þjóðlíf Bandarikjanna.
Hann sté upp í skítugt baðkar
á salerni í hrörlegu gistihúsi,
til að geta náð góðu miði út
um gluggann ytfir götuna að
Lorraine mótelinu. Þarna beið
hann þolinmóður í hálftíma,
þar til hann sá í riffils-kíkinum
höfuð mannsins, sem geymdi
heilann, sem mest og bezt hefir
hugsað um vandamál þeirra 20
milljón manna í landi hér, sem
fæddir eru dekkri á hörund en
Framhald á bls. 15.
60 ára:
Sara Magnúsdóttir
í dag er Sara Magnúsdóttir til
heimilis að Skúlagerði 14, í Haín-
aríirði, 60 ára. Hún er fædd 20.
apríl H908. Foreldrar hennar vom
Þórdí-s Gu'ðmundsdóttir og Magn-
ús Friðriksson, atf vesttfirzkum æt‘
um.
D’agarnir liíða hver af öðrum.
Þeir ver'ða vikur, vdkurnar mán-
uðir. Og svo er þetta orðið að
órum oig áratugum. Undursam-
lega fljótt rennur þetta saman í
mannsævi. Allt í einu erum við
komin ytfir miðjan aldur, — við
sem vorum fyrir stuttu ung — að
okkur fannst. Starfið, framþróun
in, hin öra framvinda tímans, sem
hvergi vdrðist í raun og veru hafa
upphaf eða enda í hinni óskiljan
legu og víðáttumiklu tilveru,
spinnur þennan mikla vef.
„Hvert liggur þráðurinn",
spurði barnið. Þá hlógu fullorðn-
ir.
„Hvert liggur þráðurinn",
spyrjum við fullorðin. Svarið er
ekki auðvelt, enda í svörum
greindra manna fátt um fullyrð-
ingar og trú hvers eins og verkn-
aður verður þar að koma til.
Mér finnst það mjög stutt síð-
an að ég sá Söru Magnúsdóttur
í fyrsta sinn. Þá var hún ung
húsmóðir á LágatfeMi í Miklahotts
hreppi á Snætfellsnesi. Þar bjó
hún me'ð bónda sinum Elíasi
Kristjánssyni. Þekktum gáfu-
manni og atorkubónda. Hann var
ekkjumaður. S’ara og Elías eign-
uðust fjögur börn — tvær dævar
og tvo drengi. Börnin voru þá öll
ung. Það var mikið ánægjulegt að
koma til þeirra, samstarf þeirra
var augljóslega með ágætum.
Gleði og hamingju var hvarvetna
að finma og allir hlutir í bezta
lagi. „Það var vor í lofti, og sól
í sinni“. Með sanni mátti svo að
orði fcveða. En hjól tímans sner-
ist örhægt og örlítið. Þrem árum
síðar var Sara orðin einstæðing-
ur, með fjögur börin í ómegð.
Elías lézt 10. des. 1938. Köld og
ömurleg voru þau skammdegis-
kvöld og mikið þurfti til að
standa þau af sér. En hún Sara
hefur staðið af sér öll hríðarél.
Sár söknuður og erfiðleikar viku
fyrir aðkallandi starfi. Æðrulaust
var gengið að verkefnunum, og
samihent fjölskyldan leysti vand-
ann eftir því sem hægt var með
kratfti sínum og ráðdeild og allt
fór vel. Enm liðu nokkur ár eða
til ársins H949. Þá flutti Sara al-
farin frá Lágafelli til Hafnarfjarð
ar. Þar tók hún á leigu, húsnæði
ásamt þrem börnum sínum. En
Sigríður, dóttir hennar, var lcom
in í fóstur "til Vígdísar ElíasdÓtÞ'
ur og Þórarins Hallgrímssonar,
Laugarteig 39, Rvík. og ólst þar
upp til fuMorðinsára. í Hafinar-
firði rækti Sara skyldur sínar við
börnin, eins og áður, og öll pau
verkefni sem daglega þurfti að
leysa. Verksviðið var ólíkt hinu
fyrra. En hún var sem áður, hin
stjórnsama og farsæla móðir. Leið
beindi börnunum og hjálpaði eins
og frekast var hægt. Þetta tókR
heinni með þeim hætti sem bezt
varð á fcosið. Börnin urðu viður-
kennd og eftirsótt til starfa,
þekkt fyrir góða hegðun og heið-
arleik. Þau hafa fyrir mörgum ár-
um stofnað sín heimili með o-
venju mikilld farsæld g getur
Sara vissulega verið ánægð með
þeirra hag sem hún og areiða.--
legá ér.
Eftir að börnin voru orðin fu1.':-
orðin breytti Sara högum sinum
Hún giftist árið 1954 Borgþóri
Framliald á bls 12.
Vettvangur æskunnar
meiningu
Eins og stendur er það viðurkennd staðreynd, að íslenzka ríkið á
í meiri fjárhagserfiðleikum en verið hefur um nokkurt sfceið, og
hefur þó hjárhagur þess sannariega ekfci oft verið talinn sérlega góður.
Menn spyrja um ástæður, og eðlilega er bent á verðfall á afurðum
erlendis, svo og minnfcandi aflamagn á s. 1. ári. Fleira kemur þó að
sjálfsögðu ti'l. Ríkisstjórnin hefur allt frá 1960 hampað kenningum
um fjánhagslegt frelsi til handa þegnunum. Menn hafa borið sig sam-
an nver við annan, og kapphlaupið um lítfsþægindin hefur mjög magn-
azt þessi ár. Ríikisstjórnin hefur, viljandi og óviljandi, ýtt á eftir
fólki í þessu kapphlaupi. Kannski hefði ekfci farið eins iMa og raun
ber vitni, ef örfá ár hefðu efcki reynzt algjör metár hvað síldveiðar
snertir, og er raunar nöturlegt að þurfa að segja þetta. En á þeim
árum spennti .fólk bogann sannarlega til hins ýtrasta.
Þeirn mifclu verðmætum, sem þjóðin aflaði þessi ár, var, að því
er virðist, efcki varið á skynsamlegasta hátt, og þar er um að kenna
skipuilagsleysi í þjóðarbúskapnum, með öðrum orðum hinu marglofaða
frelsi. „Frelsið“ hefur í raun orðið athafnafrelsi til handa stór-
spekúlöntum og bröskurum. Verzlunariiallir þeirra hafa sannarlega
risið.
Auðvitað hefur fleira risið. En vert er að benda á, að á þessum ár-
um hefur naumast verið byrjað á nokkurri stórbyggingu á vegum
alþjóðar, sem jafnazt geti á við háskólann, Þjóðleikihúsið og önnur
slík stórvirfci. Á þessum byggingum var byrjað á kreppuárunum. Að
vísu eru ti'l samþykktir um byggingu ráðhúss í Reyfcjavífc og Þjóðar-
bókhlöðu, en aðeins samþykktir. Meðal annarra þjóða er mest lagt
upp úr því að byggja glæsilegar byggingar, er séu almannaeign. Hér
er öðru til að dretfa.
Kannski þurfum við efnahagskreppu til að Þjóðarbókihlaðan og
ráðhúsið rísi? Kannski er þjóð ofckar svo farið, að annað hvort sparar
hún eða hún sparar ekkert? Er íslenzka þjóðin agalaus þjóð?
Framhald á bls. 12.