Alþýðublaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. jan. 1990
3
FRETTASKÝRING
Banaslysum fœkkar verulega milli áranna 1988 og '89
Umferðarslysin taka
lang stærstan tollinn
Dauðaslys hafa aldrei verið færri á íslandi það sem af er
þessum áratug, en árið 1989. 49 dauðaslys urðu á árinu.
Næst fæst hafa þau orðið á árinu 1984,50 talsins, flest hins-
vegar árin 1981 og 1986, en þá létust alls 74 íslendingar af
slysförum, fyrrnefnda árið að auki 11 útlendingar en það
síðarnefnda voru þeir 8. Frá árinu 1980 hafa langflestir látist
í umferðarslysum, alls 262, þar af 22 útlendingar, en drukkn-
anir og sjóslys hafa verið 166, þar af 14 útlendingar. Ýmis
önnur dauðaslys á þessum árum eru 158 og þar af hafa 14
erlendir menn látist af ýmsum ástæðum.
EFTIR: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Þegar nyliðið ár er skoðað blasir
fyrst við sú gleðilega frétt að mið-
að við árið á undan fækkaði
dauðaslysum um 13 talsins. Um-
ferðarslysin hafa tekiö lang stærst-
an toll af íslendingum, alls létust
30 íslendingar á árinu i umferð-
inni en aðeins 7 hinsvegar af völd-
um drukknana eða sjóslysa sem
ekki hafa verið færri frá árinu
1980. Umferðarslysin hafa á hinn
bóginn aðeins einu sinni orðið
fleiri á sama tímabili, það var árið
1988 en þá létust 33 íslendingar
og að auki 5 útlendingar en þeir
hafa sömuleiðis aldrei orðið fleiri.
Þessitvöár, 1988 og 1989skerasig
nokkuð úr hvað varðar fjölda
dauðaslysa í umferðinni þegar lit-
ið er á árabilið 1980—1989. Fæst
hafa þau orðið 20 á árinu 1983.
Fórnarlömbum
árekstra fjölgar
Af þeim sem létust í umferðar-
slysum fórust flestir í bifreiðavelt-
um, alls 9 manns, 6 létu lífið við
það að ekið var út af vegi, 5 við
árekstur bifreiða og 4 fórust þegar
bifreið hvolfdi í á. Ef miðað er við
árið 1988 kemur í Ijós að fórnar-
lömbum árekstra í umferðinni hef-
ur fækkað um meira en 50%, árið
1988 voru þeir 12. Sömuleiðis hef-
ur þeim snarfækkað sem orðið
hafa fyrir bifreiðum og látist af
þeim völdum, árið 1988 voru þeir
7, síðastliðið ár aðeins 1. Þeim
sem látist hafa í bifreiðaveltum
hefur hinsvegar fjölgað mjög mik-
ið árið 1989 miðað við árið áður,
úr 2 í 9.
Dauðaslys á sjó og
drukknanir aldrei færri
Dauðaslys á sjó og af völdum
drukknunar voru sem fyrr segir 7
árið 1989 en þau hafa aldrei verið
færri á tímabilinu 1980—1989,
næstu tvö ár þar á undan voru þau
reyndar ekki ýkja mikið fleiri, 10
árið 1987 en 11 árið eftir. Það eru
hinsvegar árin 1980 og 1986 sem
öll met slá hvað þetta varðar, fyrr-
nefnda árið er þó enn verra í þessu
tilliti. Þá létust af völdum drukkn-
unar eða slysa á sjó alls 32, þar af
2 útlendingar. Árið 1986 létust 26,
þar af 6 erlendir menn, af völdum
drukknunar eða sjóslysa. Af þeim
sem fórst í dauðaslysum á sjó og
vegna drukknunar létu 4 lífið þeg-
ar skip þeirra fórust.
Alls létust 11 manns 1989 í slys-
um sem eru i hópnum ýmis slys og
í þeim flokki fórust t.d. 2 í snjóflóð-
um og 2 í vinnuslysum á landi. Á
árabilinu 1980—1989 hafa aðeins
einu sinni færri beðið bana vegna
ýmissa dauðaslysa, það var árið
1984, þá voru þeir 6. Flestir hafa
þeir hinsvegar talist árið 1981, alls
25 manns og 1983 voru það 20
manns.
Janúar og október
mestu slysamánuðir
á síðasta ári
Helstu dauðaslysamánuðir árs-
ins 1989 voru janúar en þá létustu
5 manns í umferðarslysum og í
október létust einnig 5 manns í
umferðarslysum. Maí og júlí voru
sömuleiðis erfiðir í þessu sam-
bandi, í hvorum mánuði létust 4
menn af völdum umferðaslysa.
Tveir erlendir menn létust hér-
lendis á árinu, 15. nóvember
fannst lík grænlenskrar konu í
höfninni í Hafnarfirði, en talið er
að hún hafi verið gestur um borð
í grænlenskum togara sem þar lá
við landfestar. Engir áverkar voru
sjáanlegir á líkinu. Danskur mað-
ur drukknaði í október þegar
hann féll útbyrðis af grænlenskum
togara norð-austur af Vestfjörðum
en mjög slæmt veður var þegar
slysið átti sér stað.
Flugslys hafa verið fremur fátíð
hér á landi í gegnum tíðina og alls
hafa látist í slíkum slysum á árabil-
inu 1980—1989 38 manns. Þrjú ár
skera sig einkum úr hvað þetta
varðar, árin 1982 og 1983 en þá 7
manns létust í flugslysum hvort ár.
Flestir létust hinsvegar árið 1986,
alls 8 manns. Síðstliðið ár var
heilladrjúgara fyrir flugmenn og
farþega þeirra. Áðeins einn maður
fórst í flugslysi.
Sem fyrr eru það umferðaslysin
sem verða flestum þeim íslend-
ingum, sem á annaö borð deyja af
slysförum, að fjörtóni. Umferða-
slysum hefur þó fækkar frá sið-
asta ári en eru samt mjög mörg
þegar litið er til síöustu 10 ára.
Grœn framtíd?
að er alltaf eins og maður
viti ekki hvað maður á fyrr
en maður missir það. Þann-
ig er það með gamla árið. Allt í
einu er það horfið, alls ekki hljóð-
lega og af þeim virðuleik sem oft-
ast fylgir ellinni, heldur fauk það
upp í ljósum logum og með braki
og brestum og við hálf heyrnar-
laus á eftir.
Þetta sérkennilega og tilfinn-
ingaríka stutta andartak sem skil-
ur á milli gamals árs og nýs, hefur
undarlegustu áhrif á fólk. Það
grætur við glugga, faðmast og
kyssist, þakkar fyrir allt og allt á
því sem liðið er og virðist búið aö
gleyma öllum erfiðleikum, fyrir-
gefa öllum allt. Maðurinn klæðir
sig einhvernveginn í nýtt ár eins
og föt; fleygir þeim gömlu og sakn-
ar þeirra rétt á meðan nýju fötin
falla að honum.
Kannski var þetta síðasta ár al-
veg hábölvað og lék mann illa.
Endar náðu ekki saman í heimilis-
bókhaldi, maður grét vini sem
hurfu í jörðina og maður náði ekki
að segja þeim hvað manni þótti
vænt um þá og hvað þeir voru
mikils virði í þessari veröld hörk-
unnar.
Gamla árið sem fauk, var
ótrúlega merkilegt fyrir
heiminn, því þá byrjuðu
menn að rífa niður múrverk og
klippa gaddavír sem lá milli landa
og víða storkið blóð á göddunum
þeim. Menn stigu allt í einu fótmál
í frelsi, brostu gegnum tár sem
féllu eftir þurrvangatíð og harð-
neskju í brjóstinu.
Það er eins og sagan þurfi alltaf
að endurtaka atburði og orsök.
Fall hjónanna í Rúmeniu sem
bjuggu í herlegheitum á vestræna
vísu, meðan landsmenn sáu varla
til að borða kvöldverð sem enginn
var næstum því, minnir á Frönsku
byltinguna er dekurkóngur var
höggvinn og menn byrjuðu nýtt líf
í þessu svokallaða frelsi sem er oft
nefnt til sögu en svo fáir kunna
með að fara, því að frelsi fylgir
ábyrgð og mannskepnan rís ekki
undir henni.
Vinur minn, komminn, er í basli
með að sætta sig við atburði síð-
asta árs í ríkjum kommúnista.
Hann skilur ekki spillinguna sem
er að koma í ljós í löndum fólksins
og viðurkennir að það sé sorglegt
hvað mannskepnan sé brothætt
og brokkgeng og er sannfærður
um það að vald sé í eðli sínu spill-
andi, eyði velsæmi sem flestir eiga
í brjóstinu í fyrstu, valdið sé hættu-
legt geðheilsu þeirra sem fara með
það og segir að allra augu hljóti nú
aö beinast að stjórnmálamönnun-
um sem byrji nú að ráða nýjum
heimi en ráði varla sjálfum sér.
Vonandi farnast þeim vel sem
taka völdin og þeir ekki fljótir að
gleyma gömlum hörmungum. Nú
má búast við miklum yfirlýsingum
frá ráðandi nýjum öflum og þá fæ
ég til minnis yfirlýsingar íslenskra
stjórnmálaflokka sem eru svo
hlægilegar: ,,Það þarf að . . .“ eða
: „Ahersla verði lögð á. . eða
„Flokkurinn leggur á það áherslu
að. . eða: „Flokkurinn vill að nú
þegar. . .“
Fólk í hinum vestræna heimi
hefur nú stigið út á ísihulið
vatn og því miður veit eng-
inn hvað sá ís er traustur og menn
verða að stíga varlega í hverju
skrefi sem færir þá nær Friðar-
strönd, sem liggur meðfram þessu
lífsvatni sem er hulið ís og dýpi
þess ókannað. Að baki, hinum
megin vatns, er brennd jörð og sár.
Nýja ströndin krefst uppbyggingar
og menn þar verða að trúa á hið
góða, réttlæti og elsku, hjálpsemi
og líf laust við öfund.
Menn þurfa að hafna dægur-
þrasi og einkapoti manna sem líta
á sig sem salt jarðar í miðjum nafla
heimsins, menn sem eru öðrum
ekkert því þeir hugsa aðeins um
sig sjálfa og sinn krók sem þeir
vilja sífellt vera að hengja á bitl-
inga.
Hugsa sér að fólk skuli þurfa að
horfa á það, að bitlingasinni sem
missti feitan bita úr aski sínum fyr-
ir jólin, leggist í ljóðagerð í ræðu-
stóli á Alþingi og láti eins og rétt-
lætinu hafi verið misþyrmt, og
ekki bætti úr skák síðasta skraut-
sýning frá sölum Alþingis þegar
heill flokkur fór í fýlu við forseta
sameinaðs þings af því hún hafði
skoðun.
Við þurfum öðruvísi menn í
stjórnmálum. Allt er að komast i
óefni á jörðinni okkar. Velsæld og
auður sem iðnaður gefur af sér er
að leggja heil héröð í auðn, drepa
skóga, kæfa lifandi dropa hafsins.
Samt þrjóskast stjórnmálamenn
við að leggja þannig iðnað niður.
Peningar augnabliksins eru virtir
meira en tært, auðugt og gjöfult
hafið og græn framtíð.
Jónas Jónasson