Alþýðublaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. jan. Í990 11 ÚTLflND Vopnaframleiðsla kemur mest niður á þeim verst settu Hann lét þau orð falla að sérhvert skotvopn sem framleitt væri, sérhvert orrustuskip sem sjósett væri og sérhver eld- flaug sem skotið væri á loft væru í rauninni þjófnaður frá þeim sem svelta og fá ekki mat og frá þeim sem er kalt og fá ekki klæði. Þetta eru stór orð en í þeim felst mikill sann- leikur. Frá því að heimsstyrjöldinni síð- ari lauk hafa verið háð 120 stríð — aðallega í þróunarlöndunum með allri þeirri neyð og þeim hörm- ungum sem þeim fylgir. Um 75 prósent af vopnaútflutningi í heiminum hefur verið notaður í þeim tilgangi sem þau voru fram- leidd fyrir og má með sanni segja að þar hafi fólk fengið steina fyrir brauð í það minnsta fólkið sem Divight Eisenhower, hershöfdingi og seinna forseti Bandaríkjanna, sagdi árid 1956 eftir- farandi: „Vandamáliö viö átgjöld til varnar- mála er aö vita hve langt má ganga án þess aö eyöileggja innanfrá, þaö sem menn vilja verja gegn árásum utan frá.“ sveltur og hefur soltið undanfarna áratugi. Skýrslur frá Alþjóða heil- brigðisráðinu eru sorgleg lesning. 800 milljónir manna búa við sár- ustu fátækt. 770 milljónir fá ekki nægan mat til að hafa starfsgetu. 100 milljónir hafa ekki þak yfir höfuðið. 1300 miiljónir hafa ekki aðgang að drykkjarvatni. 14 millj- ónir barna deyja árlega úr sulti og svona mætti lengi telja. Þetta ger- ist á sama tíma og eytt er billjón- um í vopnaframleiðslu. Allir hljóta að fyllast viðbjóði yfir þessari eyðslu til eyðileggingar og hægt væri að bjarga þeim nauðstöddu í heiminum ef mannúð og miskunn réði ríkjum á jörðu hér. Þetta vandámál sem Eisenhower vakti athygli á árið 1956 er ekki minna í dag. Nú þegar gífurlegar breyt- ingar eru farnar af stað til hins betra á pólitíska sviðinu hljóta jarðarbúar a vona, að sú stund fari að renna upp þegar allir jarðarbú- ar hafi nægilegt í sig og á. Ef svo fer ekki á mannkynið sér ekki við- reisnar von og hvað gagna þá nýj- ustu tækni og vísindi? (I>ýtt og endursagt.) SJÓNVARP Stöö 2 kl. 17.00 FIMM FÉLAGAR (Famous Five) Nýr framhaldsmyndaflokkur sem fjallar um þau hin fræknu fimm sem marga gátuna leystu hér í eina tíð í bókum breska höfundarins Enid' Blyton. Allir sem eitthvað eru komnir til vits og ára muna eftir Fimmbókunum, eins og þær voru kallaðar, sem fjölluðu um fimm krakka sem leystu sakamál af ýms- um gerðum. Þessir krakkar voru alltaf í sumarfríi, vetrarfríi, páska- fríi, jólafríi. Með öðrum orðum, þau voru aldrei í skólanum. Sjónvarpiö kl. 20.35 JARÐFRÆÐI REYKJAVÍKUR Skyggnst er um í nágrenni Reykja- víkur og hugað að náttúrufyrirbær- um. Umsjón hafa þeir Halldór Kjart- ansson og Ari Trausti Guðmunds- son. Stöð 2 kl. 21.00 FÍLAHELLIRINN KITUM (Citum, the Elephant Cave) Hér er á ferð heimildarmynd um hella sem eru við rætur eldfjallsins Mount Elgon, sem liggur á mörkum Kenya og Uganda. Þessir dularfullu hellar fundust fyrir um það bil öld síðan en aragrúi leðurblaka hefst þar við og á kvöldin fyllast hellarnir af fílum. Leiðangursmenn könnuðu lifnaðarhætti hellisbúanna um leið og þeir könnuðu hellana sjálfa. Sjónvarpið kl. 21.20 SVIK*’2 (Betrayal) Bresk bíómynd, gerd 1983, leikstjóri David Jones, adalhlutverk Jeremy Irons, Ben Kingsley, Patricia Hodge. Myndin byggir á samnefndu leikriti eftir eitt þekktasta, og um leið virt- asta, leikskáld Breta í seinni tíð, Har- old Pinter. Leikritið sjálft er magn- að, fjallar um ástarþríhyrning sem í sjálfu sér er hefðbundið efni, en hér gengur sagan aftur á bak í tíma. Maltin, hinn mikli kvikmyndagagn- rýnandi, gefur myndinni lægstu einkun þrátt fyrir að hann hrósi leik- urunum. Segir að myndin nái bara alls ekki anda leikritisins. Við skui- um bara vona að Maltin hafi rangt fyrir sér að þessu sinni, það er eigin- lega dauðasynd að eyðileggja Pint- er verk. Stöð 2 kl. 23.10 HINN STÓRBR0TNI (Le Magnifique) Frönsk bíómynd, leikstjóri Philippe De Broca, adalhlutverk Jean-Paul Belmondo, Jacqueline Bisset, Vit- torio Capricoli, Monique Tarbes. Fjallar um spennusagnahöfund sem verður hrifinn af stúlku en stúlkan er aðallega hrifin af sögupersónu höfundarins. Höfundurinn afræður að gera út af við sögupersónu sína til að eiga sjálfur greiðari leið að stúlkunni. En það er nú þannig með sögupersónur, þær lifa sjálfstæðu j/f/ i vitund lesenda sinna og lifa ytir- leitt höfunda sína að auki. Þetta verður því kannski býsna erfitt fyrir höfundinn. 0 ^}stöd2 17.50 Töfraglugginn 15.30 Litla stulkan meö eldspýturnar 17.05 Santa Barbara 17.50 Fimm félagar Nýir framhaldsþættir úr Enid Blyton bóka- flokknum um hin fimm fræknu 1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn 18.15 Klementina 18.401 sviðsljósinu 1900 19.20 Hver á aö ráöa? (Who's the Boss?). Gamanmyndaflokkur 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Jarðfrœði Reykjavíkur Skyggnst um i Reykjavík og nágrenni og hugað aö náttúrufyrirbærum 21.20 Svik (Betrayal). Bresk bíómynd frá árinu 1983, sem byggir á samnefndu leikriti eftir Harold Pinter um hiö sígilda þrihyrnings-þema. Aöalhlutverk Jeremy Irons, Ben Kingsley og Patricia Hodge 19.1919:19 20.30 Af bæ i borg 21.00 Fílahellirinn Kitum Stórmerk náttúruundur við eld- fjallið Mount Elgon i Kenya 21.55 Ógnir um óttubil 22 45 i Ijósa- skiptunum 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 23.10 Hinn stórbrotni Frönsk biómynd meö Belmondo og Bisset i aðalhlutverkum 00.45 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.