Tíminn - 11.05.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.05.1968, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 11. maí 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson, Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætl 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — f lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Raunhæfasta stéfnan Því er réttilega haldið fram, að mörkin milli íslenzku stjórnmálaflok!kanna séu ekki eins skýr og þau voru t.d. fyrir 30—40 árum. Þetta eigi m.a. þátt í því, að ungu fólki þyki stjórnmálin leiðigjarnari nú en þá. Það vilji hafa sem gleggstar línur. Ef litið er 30—40 ár aftur í tímann, kemur í ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn hélt einhliða fram einkarekstri á öllum sviðum og bannfærði öll opinber afskip-ti. Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið (sem hét þá Kommún- istaflokkur íslands), héldu hins vegar fram þjóðnýtingu allra meiriháttar atvinnufyrirtækja og fundu einkarekstr- inuan flest til foráttu. Afstaða Framsóknarflokksins var sú, að beita ætti einkarekstri, samvinnurekstri eða opin- berum rekstri, eftir því hvað hentaði bezt hverri einstakri atvinnugrein. Víðast ætti einkareksturinn bezt við, en á öðrum sviðum samvinnureksturinn, en viss stórverkefni hentuðu stundum bezt opinberum rekstri. Á sumum svið- um gæti samkeppni milli allra þessara rekstrarforma komið til greina. Af þessum ástæðum ætti ekki að halda neinu af þessum rekstrarformum einhliða fram, lieldur velji á milli þeirra eftir verkefnum og aðstöðu í við- komandi atvinnugrein. . Reynslan hefur orðið sú, að allir hafa flokkarnir vikið mjög frá þessum fyrri kenningum sínum, nema Framsóknarflokkuririn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á mörgum sviðum vikið frá kenningum sínum um einhliða einkarelcstur, m.a. haft forustu um stærstu bæjarútgerð- ina og gefið togurum hennar nöfn kunnustu talsmanna einkaframtaksins! Sjálfstæðisflokkurinn hefur afnumið alla samkeppni í brunatryggingum í Reykjavík og lagt þær undir borgarfyrirtæki. Þannig mætti lengi telja. Jafnt Alþýðuflokksmenn og Alþýðubandalagsmenn eru löngu hættir að tala um hina víðtæku þjóðnýtingu, sem þeir boðuðu áður fyrr. í staðinn hafa þeir stutt einka- framtakið á mörgum sviðum. Á íslandi starfa nú ÖU þessi rekstrarform hlið við hhð. Þannig hafa andstæðingar Framsóknarflokksins færst yfir á þann grundvöll, sem hann stóð einn á fyrir 30—40 árum. Sjónarmið hans hafa náð viðurkenningu vegna þess, að þau voru minnst bundinn kreddutrú á eina einfalda allsherjarlausn, heldur byggð á heilbrigðri víð- sýni og skynsamlegu mati á því sem hentaði bezt í hverri grein og hverju sinni. En kreddusjónarmiðin eru samt ekki úr sögunni. í Sjálfstæðisflokknum virðist aftur vera að vaxa upp ein- hliða trú á einkarekstur, sem ekki verði háður neinu aðhaldi. í Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu er fyrir hendi trú á einhliða þjóðnýtingu og víðtækt embætt- ismannavald. Aðeins efling Framsóknarflokksins er því trygging þess, að heilbrigt jafnvægi skapizt í þessum efnum, en blind kreddutrú verði ekki látin ráða. Vanrækslan mikla Alþýðublaðið er öðru hvoru að dást að frábærri stjórn Gylfa Þ. Gíslasonar á skólamálunum. Langflestir eru sammála um, að skólakerfið sé orðið úrelt. Gylfi Þ. Gíslason hefur verið menntamálaráðherra í 12 ár, og ber því meginábyrgð á, að ekki hefur enn verið hafizt handa af neinni alvöru á endurskoðun skólalöggjafar- innar. Þetta er einhver mesta vanræksla, sem um getur í sögu íslenzkra skólamála fyrr og síðar. TÍ MIN N n Tad Szulc, fréttaritari New York Times: Hvað tekur viö á Spáni eftir að Francós irýtur ekki lengur? Kröfur um breytingar færast óðum í aukana Franco stjórnar enn meS harSri hendi, en hann er orSinn 75 ára. Vaxandi ólgu gætir nú í þjótflífi Spánverja, einkum þó meðal stúdenta og verka manna. Óeirðir stúdenta og ólögleg verkföll eru orðnir tíðir atburðir. Um þetta efni er rætt í eftirfarandi grein eins af þekktustu blaða- mönnum „New York Times" en hann hefur dvalizt á Spáni að undanförnu. Grein in birtist í „New York Tim es“ síðastl. sunnudag. í BYRJUN þessa mánaðar glampaði á gráa hjálma og einkennisbúninga óeirðalögregl unnar spönsku víðs vegar um Madrid, bæði meðal vorblóm- anna í háskólagarðinum, græna gróðursins í safngarðin- um við Prado og milli trjánna í Parque de Occidente. Lögregluþjónarnir voru öún- ir kylfum og skammbyssum. Þeir geystust fram og aftur um borgina í almenningsvögn- um og Land-Roverbifreiðum, en í kjölfar þeirra fyigdu ríð andi hermenn og bílar með vatnsslöngum. Nýjasti og gleggsti votturinn um vaxandi ugg Francostjómarinnar út af ástandinu er þó, að óeirðalög- reglan naut aðstoðar þjóðvarð liðasveita, sem komnar voru frá héruðunum umhverfis, og vopnaðar voru rifflum og vél byssum. Verkamenn í stjómarand- stöðu og stúdentar dreifðu kröfugöngum í tilefni af 1. maí á þrjá daga og þá varð sýning öryggissveitanna einna tilkomumest Árið, sem leið, var „tuttuigasta og níunda frið- arárið“ eftir lok borgarastyrj- aldarinnar, en á því ári urðu óeirðir og kröfugöngur stjórn arandstæðinga svo tíðar og hversdagslegar, bæði í Madrid og öðram spönskum stórborg um, að tilkoma gráklæddu lög regluþjónanna er hætt að vekja sérstaka eftirtekt venjulggra Spánverja. HINIR frjálslyndari prestar kaþólsku kirkjunnar taka í vaxandi mæli þátt í síauknum og augljósari andmælaaðgerð- u^i, ósamt verkamönum, stúd entum og menntaimönnum. Mjög er ólíklegt, að þetta eitt naegi til þess að steypa stjóm Francos, sem enn stendur föst- um fótum, en það ber eigi að síður vott um hraðfara gliðnun rikisstjómarinnar og raunar alls kertfiisins. . Orsaka þessarar hrömunar og upplausnar er fyrst og fremst að leita í elli ríkisstjórn arinnar og foringjans, hins T5 ára gamla yfirhershöfðingja. Heita má, að alvarlegur ágrein ingur milli hins aldna hers- höfðingja og stjórnar hans og hugarheims ungu kynslóðarinn ar sé líffræðilega óumflýj3n- legur. Unga fólkið óskar ekki framar eftir að vera sérstak- lega minnt á borgarastyrjöld- ina. Það hefir fyrst og fremst áhuga á að sameinast loksins meginstraumi mannlífsins í Vestur-Evrópu. Næstæðsti yaldamaður Spán ar og varaleiðtogi ríkisstjómar innar, Luds Carrero Blanco að- míráll, sýndi fram á, hve al- varleg hnignunin er, en ef til vil ám þess að gera sér grein fyrir þvl Hann flutti ræðu síðast í apríl og gerði á- heyrendum sínum og öðrum Spánverjum mjög hverft við með því að hafa í hótunum um beitingu hersveita til þess að brjóta á bak aftur tilraun- ir til breytinga á því, sem þar í landi heitir „stjórnarfarsleg regla“, eða eins-flokks stjóm undir forustu Francos. LIÐNTR eru tæpir þrír ára- tugir síðan að nokkur spansk- ur fomstumaður hefir fundið sig knúinn til að tala beinlínis um herinn sem bakhjall og brjóstvöra ríkisstjórnarinnar. Tilkoma þessa nýja tóns hjá málsvara ríkisstjórnarinnar, á- samt þeim nýupptekna hætti, að direifa sveitum öryggislög- reglu um alar borgir þar sem einhverjar kröfugöngur eða andmælasamkomur kunna að vera haldnar, ber greinilega vott um mjög aukna spennu á Spáni yfirleitt . Aðra sönnun um spennuna er að finna í því, að loka varð hinum fjölmenan háskóla í Mad rid seint í marz til þess að kveða niður óeirðir, sem voru að verða óviðráðanlegar, Verk föll hafa einnig verið gerð við hálfa tylft háskóla annars stáð ar á Spáni. Ríkisstjómin var í raun og veru neydd til þess að skipa nýj an menntamálaráðherra og nýjan háskólarektor, — en báð ir eru þeir ofurlítið frjálslynd ari en fyrirrennarar þeirra, — ætlunin var að opna háskólann í Madrid aftur um þessar mund ir. Líta má með vissum hætti á þessar ráðstafanir sem sigur fyrir hina uppreisnargjörnu stúdenta, en þrátt fyrir það er almennt litið svo á, að ó- kyrrð haldi áfram í háskólun um. Þegar allt kemur til alls er erQðasta úrlausnarefnið á Spáni að leysa Franco yfir- hershöfðingja af hólmi. Allt sem er að gerast, hvort heldur er á almannafæri, f aðalstöðv um hersins eða meðal stjórn mála og bankamanna, stendur í beinu sambandi við þessa framtíðarlausn, sem sennilega er ekki ýkja langt undan. CARRERO Blanco aðmíráll karœ að hafa verið að aðvara andstæðinga Franeos um, að herinr, yrði notaður ef nokkur tilraun yrði gerð til þess að breyta ástandi spanskra stjórn mála og hrófla við kerfi Franco ista. Allt er á hu'ldu um skoð anir og afstöðu annarra aðmír- ála og hershöfðingja, en um bau efni er þó rætt og deilt álkafar en flest annað meðal þeirra manna á Spáni, sem af skipti hafa af stjórnmálum. Verkamennirnir og stúdent- arnir, sem þramma um göturn ar eins og þeir gerðu í byrjun þessa mánaðar, em einnig með vissum hætti að heyja sér fram tíðaraðstöðu. Sama má segja um hina fáu en „áhrifamiklu" kommúnista, sem ríkisstjómin kenir um alla ókyrrð á Spáni, en gerir þar úlfalda úr mý- flugunni. Atburðarásin í næstu framtíð ber efalaust þau einkenni, sem nú ber mest á: Óeirðirnar halda áfram, öryggislögregluþjónun- um heldur áfram að fjölga og hrörnuinin ágerist Fáir Spán- verjar hafa trú á að unnt reyn ist að stöðva framþróunina, og heita má, að það eitt teljist 6- ráðið, hvenær hún nær sínu óumflýjanlega lokamarki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.