Tíminn - 18.05.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.05.1968, Blaðsíða 12
100. tbl. — Laugardagur 18. maí 1968. — 52. árg. 26 málarameistarar stofna verktakafélag EJ-Reykjavík, föstudag. ir í gær stofnuðu 26 málara- meistarar verktakafélag, sem nefn ist „Málaraverktakar s.f.“. og er HLYNANDS VEÐUR FYR- IR NORÐAN OÓ-Reykjavík, föstudag. Engar veruiegar breytingar hafa orðið á hafísnum við landið síðasta sólarhring, enda vindur verið hægur um allt land. ísinn sézt nú úr Öræfum og er líklega kominn eitthvað vestur fyrir Fagurhólsmýri. Við norðanverð- an Húnaflóa og við Austfirði er mikil þoka og sést ekki hvort ein hver ferð er á ísnum. Enga breyt ingu er að sjá á ísmim frá Höfn f Hornafirði. Veðurfar fer nú mikið hlýnandi og í dag var hiýjasti dagur vors- Framhaid á bls 23 Það er orðið alltof al- gengt að þungavörur renni út af pöllum lítilla flutningabíla vegna ó- nógs öryggisútbúnaðar. Á myndinni sjáum við eitt dæmið um þetta á einni af helztu umferðar æð borgarinnar, nánar til tekið á hringnum við Þ jóðmin jasafnið. Aug- Ijóst er, að óhöpp af þessu tagi eru stór- hættuleg og mjög trufl- andi fyrir umferðina, svo að gera verður þá kröfu til vörubílstjóra, að þeir stemmi stigu við þessu. — (Tímam.:-GE). \ '16 4 tilgangur þess að annast hvers konar málningarvinnu á stórum og smæiTÍ verkefnum, og efnis- sölu í því sambandi. Segja for- svarsmenn samtakanna, að félagið sé einkum stofnað í því augua- miði að auðvelda málarameistur. um að taka að scr stór vcrk, sem krefjast mikils vinnuáfls og þurfa að vinnast á skömmum tíma. ic Fyrir nokkrum mánuðum stofnuðu byggingarmeistarar í múr- og trésmíði félag, er nefnist Einiiamar, og er ekki ósvipað fé- lagi málarameistara hvað tilgang snertir. Mun Einliamar standa að framkvæmdum til lækkunar á kostnaði við byggingarstarfsemi meðlima sinna og vera vettvangur samstarfs um hvað eina, sem horf ir til aukinnar hagkvæmni á því sviði. Málaraverktakar s.f. hafa sent út tilkynnin.gu um félagsstofnun- ina og fer hún hér á eflir: „Síðast iiðinn fimmtudag 16. maí komu saman í húsnæði meist araifélags byggingamanna að Sk'p. holti 70 hér í borg, 26 málara- meistarar til að stofna með sér verktakafélag. Iliaut félagið nafn ið Málaraverktakar s.f. og er til- gangur þess að annast hvers kon- ar málningarvinnu á stórum og smærr’ verkefnum og efnissölu í því samibandi. Er félagið þó einkum stofnað í því augnamiði að auðvelda mál- arameisturum að taka að sér stór Framhald á bls. 23. Ræðuskörungarnir kallast á milli klettanna. Ljósmynd OT. Mælskukeppni í Öskjuhlíðinni! OÓ-Reykjavík, föstudag Málfundafélag Menntaskól- ans við Hamralilíð gekkst ný- ; lega fyrir mælskukeppni og fór hún fram í sunnanvcrðri ' Öskjulilíð, og stóðu ræðusnill- ingar á sitt hverjum klettin- | um, á þeim stað, er nefnist : Reneventum og reyndu að yf- í irgnæfa hver annan í mælskii- I list. Umhverfis ræðumenn voru ■ allir nemendur skólans og þeir I kennarar, sem þorðu að vera ! viðstaddir. Mun þetta í fyrsta \ sinn, sem mælskukeppni fer ; fram undir berum himni hér I á landi. Keppendur voru þrir og var jjafnrétti umræðuefnið. Nem- j endur gengu í fylkingu frá i skólanum til fundarstaðarins j og báru spjöld, sem á voru letruð vígorð, svo sem Lýð- veldi er ekki til, Sami réttur, sömu skyldur o.fl. Keppendur voru Gestur Jónsson, 2. bekk, sem varð sigurvegari, Önn E’ íasson, 1. bekk og Geir Rögn- valdsson, 2. bekk. f keppninni giltu allar reglur um útifundi,. en öðru liverju gátu mælsku- mennirnir ekki setið á sér, þeg ar hinir keppendurnir gáfu höggstað á sér, og gripu fram í fyrir þeim. Það, sem ræðu- menm tóku aðallega fyrir, var launajafnrétti, kynjajafnrétti og litajafnrétti, en annars var rætt um jafnrétti yfirleitt. Sérsök dómnefnd úrskurð- aði, hver keppenda væri mælsk astur. Var einkum tekið titlit til, hvaða áhrif málflutningur þeirra hafði á fjöldann. Þeir, sem þarna leiddu saman hesta sína, hafa áður tokið þátt í nokkurs konar úrsláttarkeppni en í vetur hafa verið haldnir sex fundir í Máifundafélagi Menntaskólans við Hamrahlíð. Á þeim var rætt um ferðamiál, skólamál, utanríkismiál og f'leira. Einnig hafa verið haldsn ir tveir kynningarfundir. Var annar um stjómmiál, og mætai fulltrúar alira st.jórnmálaflokk anna þar og fluftu erimdi, og um kynferðismál og þar tai- aði Jónas Bjamason lætknár. Að lokinni mælskukeppninni fóru fram forsetaskipti í Mál- fundafélaginu og var sá at- höfn him virðulegasta. Firáfar andi forseti er Afcli Þór Ólafs son og kjörinm var Eirikar Tómason. BURDARÞCL FARÞEGA VELA HEFUR FJÓRFALDAZTÁ TÍUÁRA TÍMABILI en aðeins fjölgað um einn þriðja í fiugflotanum á sama tíma EKH-Reykjavík, föstudag. í fréttatilkynningu frá ICAO, sem er alþjóðlegt samband flug- félaga, og í eru 116 þjóðir, segir, að einungis hafi fjölgað í sam- eiginlegum flugflota aðildarríkj- anna um cinn þriðja á síðasta áratug, en hins vegar hafi burð arþol flugflotans fjórfaldazt á sama tíma. Árið 1958 voru 4.600 flutninga- og farþegavélar i notk un, en í árslok 1967 voru þær orðnar 6.200, og vegna aukiniiar stærðar og hraða hinna nýju vel t hefur heildarburðarþol flotans far ið úr 17 upp í 64 billjón tonn- kílómetra á sama tíma. Imssar tölur eiga aðeins við aðildarlönd ■ ÖW'V'VVW mt ' \ / a mtk ICAO, en Rússar og Kínverjar eru utan þess sambands. Tlmi gömlu skrúfuvélanna i farþegaflugi líður senn umdir lok Skrúfuþotur og þotur taka við af skrúfuvélunum í síauknum mæli, þannig voru skrúfuvélar ár- ið 1958 rúmlega 90% flugflot- ans, en skrúfuþotur aðeins 9%, nú er komið svo, að prósenttal- an er 35% þotur, 22% skrúfu- þotur og skrúfuvélar 43%. Á tíu árum hefur þotan leyst skrúfu- vélarnar nær algjörlega af hólmi á alþjóðlegum flugleiðum og fjt irsjáanlegt er, að hún verður not uð í síauknum mæli á innanlands ieiðum. Skrúfuvélarnar eru nú mest notaðar af smærri flugfé- lögum, sem ekki hafa fasta áætl- um, og af einkaaðilum. Ein gömlu vélanna heldur þó enn vinsæld um sínum, en bað er Douglas DC-3. Eftir áratuga þjónustu eru enn um eitt þúsund slikar vélar i fullri notkun. ICAO löndin kaupa flugvélar sinar að langmestu leyti af Banda ríkjamönnum og á árinu 1967 voru það flugvélategundirnar Boeing og Douglus, sem mest voru pantaðar. Á alþjóðaflugleiðum eru þessar flugvélar einnig langal- gengastar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.