Tíminn - 18.05.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.05.1968, Blaðsíða 6
18 TIMINN LAUGARDAGUR 18. maí 1968 „Gifta fylgi fram- tíð Sigluf jarðar” Viðtal við Jón Kjartansson, forstjóra í tilefni þessana tímamóta ræddi blaðamiaður Tímans við Jón Kjart ansson, forstjóra, um Siglufjörð, fortíð hans og framtíð, eo Jón var bæjarstjóri í Siglufirði tæp 9 ár. Hann hefur um áratugi unn ið að hagsmunamálum Siglufjarð ar og gjörir enn. Hann ér nú for maður Siglfirðingafélagsins í Reykjavík, en það er allfjölmenn ur félagsskapur, sem lætur sig miklu skipta hag Siglufjarðar. Hvað er þér ríkast í huga nú á þessum tímamótum í sögu Siglu- fjarðar? Þegar maður í huganum lítur til baka — þá er eins og flett sé blöðum í gamalli bók, og maður þekkir hana allvel — löngu.liðnir atburðir þyrpast fram í hugann og maður reynir að raða þeim upp eftir atburðarás, þó skipulágið verði e. t. v. ekki sem bezt. Hugur in-n hvanflar að sjálfsögðu fynst til gamla mannsins, Þormóðs ramma landnámsmannsins. — Ekki veit ég, hvernig honum var innan- brjósts víð landtökuna, en feginn mun hann hafa verið, þegar hann af opnu hafi stýrði fleyi sínu inn í höfnina góðu fyrir miðju Norð urlandi. Siglunesið er en-n líkt og það var á hans dögum. Það hefur e. t. v., eitthvað breyzt en það hefur ætíð haft mikilvægu hlut verki að gegna. Vöxtur Siglufjarð ar byggðist á hinni góðu höfn, sem fjörðurinn er og legu stað arins við fiskimið. Þrautseigir hljóta þeir að hafa verið sem héldu uppi byggð í Siglufirði. Fyrsta nákvæma mann tal, sem gjört er í Siglufirði, er tekið 1819. Þá var að-eins 161 sál í öllum hreppnum — þar af aðeins 8 á Þormóðseyri. Frá þess um tíma og til þessa dags hefur mikið vatn runnið til sjávar. Allt af hefur búið í Siglufirði dugandi fólk, hjálpsamt, óeigingjarnt, fram farasinnað, sjálfstætt en þó nokk uð stolt fólk sem staðið hefur fyrir sínu í blíðu og stríðu. Þetta fólk á einmitt í dag þakkir skyld ar fyrir þann þátt, sem það hefur átt í því að byggja upp ísland nú- tímans. Verðmætasköpun sú, sem fram fór á íslandi á árunum frá því Siglufj örður fékk kaupstaðarrétt indi og næstu 30 árin þar á eftir, fór fram í ríkum mæli einmitt í Siglufirði, til heilla landi og lýð. Það sanna tölulegar staðreyndir Hagtíðinda. Þessi staðreynd er ofarlega í mínum huga um þessar mundir, en þar við hlið er einnig sú dapra mynd, sem blasir við i dag, þegar litið_ er norður yfir b«4ðar og fjöIL ís fyrir Norður- Iandi, snjóiþakin fjöll í vorbirt- unni, skip bundin við bryggju, verksmiðjur án verkefna, verka- menn án vinnu — hljóður bær, sem man fífil sinn regri. „Ekkert annað en vonin heldur x manni vitinu", sagði eitt sinn við mig aldraður vitmaður, sem sá á vissu æfiskeiði ekkert annað en himin háa erfiðleika steðja að sér og sínum. Von hans varð að veru leika. Það birtá. Að sjálfsögðu er efst í mínum huga vonin um vor — sannkallað vor fyrir Norðurlandi, ekki ein- vörðungu vor í náttúrunni, sem ræ'ki burt ís og allan kulda, held ur einnig von um gróanda í út- gerðar- 'og atvinnulífi, sem gjör- bylti öllu til hins betra fyrir mína gömlu sveitunga og alla lands- byggðina. Jón Kjartansson Það er sagt, að von og trú geti flutt fjöll, en ég tel að nyrðra séu svo mikil vandamál óleyst í at- vinnumálum, að fleira þurfti til að koma, og þá fyrst, skipulag uppbygging atvinnuveganna frá hálfu löggjafans og framkvæmda valdsins. — Ég tel að á þessum tímamótum í sögu Siglufjarðar eigi ábyrgir aðilar að marka ákveðna uppbygg ingarstefnu í atvinnumálum stað arins og hefjast handa til að hún verði að veruleika. — Segðu mér: Hvernig líkaði þér sem dreng og unglingi að búa í Siglufirði? — Fljótsagt — dásamlega. — Af hverju finnst manni svo vænt um gamlar slóðir? y — Ég held, að það sé m. a. af því að það er eins og eimhvers bonar geislabaugur sé yfir bernsku og æskustöðvum flestra manna. Svo er a.m.k. í mínum huga, jafn vel yfir norðaustanstórhríðunum og storminum, sem skók litlu hús in okkar, svo þau nötruðu hvað þá um sólskinsdagana sem eru ógleym anlegir. íslendingar eru almennt trygg- lyndir. Við unnum allir þúfunni okkar. Já, okkur leið vel í Siglu firði. Tign fjallanpg — kyrrðin — heiðríkjan — himinbláminn og jafnvel hjarnið — allt þetta íók á vellíðan okkar, að viðbættri síld arlyktinni — Væri hún „stabil“, þá þurfti engu að kvíða. — Þú minntist áðan á fyrsta manútalið. Geturðu brugðið upp nokkrum tölum um íbúafjölda í Siglufirði áður fyrr og nú? — Já, árið 1820 eru íbúar hreppsins 154 — árið 1850 214 og fyrir 100 árum, árið 1868, þá eru aðeins 303 íbúar þar. Flestir hafa íbúar Siglufjarðar verið 3103 var Slglufjarðar það árið 1948 en 1. deg. s. L voru þeir 2354. En fyrst við erum að tala um Siglufjörð fyrir 100 árum, þá má minna á, að þá voru gerð út fjórt án hákarlaskip frá Siglufirði (opnu skipin meðtalin). Það eru fleiri skip en gerð eru út þaðan í dag, en um smálestafjölda skul um við þó ekki tala í þessu sam- bandi. — Hvað viltu segja okkur um atvinnu- og verzlunarmálin? — Ég hefi lítillega minnzt á atvinnumálin. — Stærstu atvinnu fyrirtækin í Siglufirði eru í eigu ríkisins — Verksmiðjurnar vantar síld til vinnslu, svo sem kunnugt er, og hraðfrystihúsin á staðnum eru hráefnalaus mikirvn hluta árs ins. Tunnuverksmiðjan starfar að- eins hluta úr ári og aðeins 1/3 úr sólanhringnum, þá hún starf ar. Markað vantar fyrir fram- leiðslu niðurlagningarverksmiðju ríkisins, og margt er öðruvísi en það ætti að vera. Tekjur bæjar- félagsins eru of litlar, og gjalda allir þessa, en byrgðarnar leggj ast þyngra og þyngra á einstakl ingana'. Fyrsta verzlunin, sem vit að er um, að var í Siglufirði var stofnsett þar. 1788. Árið 1816 voru margir verzlunarstaðir löggiltir á íslandi, en ekki Siglufjörður. Gjörði þá amtmaður fyrirspurn um það, hvort leggja skyldi niður verzlun á Siglufirði. Svarið barst 1818, er konungur löggilti Siglu fjörð sem verzilunarstað. Eftir að Siglufjörður híaut kaup staðarréttindi fjölgaði kaupmönn um þar, og Kaupfélag Siglfirðinga var stofnað árið 1929. — Hvenær varð Siglufjörður sérstakt læknishérað, og hvað um skólamálin? Árið 1879 var fyrsti héraðslækn irinn skipaður til Siglufjarðar. Var það Helgi Guðmundsson, ungur Reykvíkingur, sonur Guðmundar frá Hól, Þórðarsonar. Læknishér aðið var stærra en Siglufjörður einnig Grímsey, Ólafsfjörður og Austur'Skagafjörður að Hófsósi fylgdu með. Héraðslæknir á eftir Helga Guðmundssyni var Guð- mrundur T. Hallgrímsson. Að hon um látnum tók við því embætti Halldór Kristinsson, en nú er héraðslæknir í Siglufirði, Sigurð ur Sigurðsson og hrósa Siglfirð ingar happi að hafa slíkan ágætis lækni. Sjúkrahús var byggt í Siglufirði 1927. Tók til starfa 1928. Það hef ur nú verið fjarlægt, en nýtt sjúkralhús risið, svo að segja á grunni hins gamla. Er það í alla staði hið ágætasta sjúkrahús. Læknir þar er Ólafur Þorsteinsson ágætur skuxðlæknir, en fyrsti sjúkrahúslæknir Siglfirðinga ''var snillingurinn ógleymanlegi, Stein- grímur Eyfjörð Einarsson. Skipulögð barnakennsla hófst í Siglufirði 1883. Fyrsti kennarinn var Helgi Guðmundsson héraðs- læknir. Árið 1899 var byggt skóla hús, 1913 var annað byggt og það endurbætt 1916, eða 17 og fyrir nokkrum árum var þetta sama hús enn stækkað og er hið vistlegasta. Nýr gagnfræðaskóli Framhald a bls. 22. É Hér fer á eftir meginhluti yfirlitsgreinar, er bœjarstjór- inn á Siglufirði hefur rR.að í tilefni afmælis Siglufjarðar og birtast mun í heiM í næsta tölublaði Sveitarstjórnarmáia. Landnám Á milli Eyjafj'axðar og Skagafjarðar er mikill skagi, Tröllaskagi, krýndur hrikaleg- um fjalágarði, sem teygir him inhá þverhníipt björg í sjó fram. Inn í þennan skaga skerst frá norðri lítiH fjörður, Siglufjörður, fjöllum vafinn á þrjá vegu, en variinm nesi í norður (Siglunes), lífhöfn sæ Æarenda frá landnámistíð. Fynstú hemildir um Siglu- fjörð er að finna í Landn'áma- bók, en þar greinir frá land- námi Þormóðs ramma, norsks víkiings, er _„nam Siglufjörð all an milíi Úlfsdala og Hvann- dala ok bjó á Siglunesi“. Hann sigldi skipi sínu knn » fjörðinn að eyri þeirri, vestan fjarðarins, sem við hann er kennd, Þormóðseyri, hvar Siglufj'arðarkaupstaður stemd ur nú og teygir by,ggð síina um lönd hinna gömlu jarða Hafn- ar og Hvanneyrar. Svæðið frá Þórðarhöfða í Skagafirði að og , me'ð Siglufirði var nurnið af, 10 landmámsmönnum, norsk- um, gauzkum, sænskum, suður eyskum, afkomendum Ragnars ■ ioðlbrókar, Hörða-Kára, Har- alds víkings og Upplemdiinga- jarla. Ein þeirra var kvæní- ur dótturdótbur Kjarvals íra konungs. Óvíða á landinu mun jafn líti'ð svœði hafa ver- ið numið frá jafn mörgum löndum, af jafnmörgum og jafnmiætum miönnum. Einangruð byggð Flátt er til heimilda um byggð í Skagafirði frá land- Það hefur verið kaldranalegt á Siglufirði að undanförnu. ís gekk inn í fjörðinn. Þessi mynd var tekin í Sigluflrði fyrir skömmu. < ' s' ; ■ Gagnfræðaskóli Siglufjarðar. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.