Tíminn - 09.06.1968, Side 5

Tíminn - 09.06.1968, Side 5
SR^BSCBAGUR 9. júni 196S. '■ <7- •> n* •» ■ 1»/ ,;i ,M r T- *' r> "k, V. "(fc r* ■ TIMINN I SPEGLITÍMANS Gamanleikarinn frægi, Bcvb Hope, var fyrdr nokkru gerður að hei'ðursdoktor við Brown Tfniversity í Bandaríkjunmn. Var honum vel veitt þessi nafn bót í tilefni tvö hundruð ára afmælis skólans. Hér sést hann taka við doktorsnafnbótinni. ^ ,r,s "f f jf'"' ".£ SLkí £ ‘v íiiigfTrn Bg| m ' /I.• l ■ ____ fc • <• :-.^B Sagt er, að Öninu Maríu drottningu af Grikklandi og eiginmanni hennar, Konstantin, komi ekki sem bezt saman um þessar muindir. Að því er sagt er, er Anna María óánægð með þau áhrif, sem tengdamóðir hennar hefur á Konstantín og eiga margir að hafa orðið vitni að rimmu milli hjónanna út af þessu máli. Kvað svo rammt að þessu, að sagt var að Dom Juan Carlos prins, mágur Ko.nstantíns hafi komið til Rómar í þeim erindagjörðum að reyna að miðla miálum. Bertrand Russel, sem nú er níutíu og fimm ára, er sagður hafa skrifað mörg tonn af bréf- um og alls konar hugvekjum. Eitt stærsta bréfasafin hans í einkaeign hefur verið til sölu undarifarið og hafa háskólar og alls konar stofnanir sótzt eftir að kaupa það. Eftir talsvert langan tíma var það loks selt og var það McMaster Univers- ity, Hamilton, Ontario, sem keypti það fyrir sex hundruð þúsund dollara. (en háskóli þessi hefur aðeins fimrn þúsund tuttugu og sjö nemendur). Safnið hefur að geyma hundrað og fimmtiu þúsund bréf og skjöl, sem Russell hefur skrif- að. Vi'ð rákumst nýlega á þessa skemmtilegu mynd og stóðumst ekki þá freistingu að birta hana. Og það er enginn anmar en Jomo Kenyatta, forseti Kenya, sem virðist heldur bet- ur skemmta sér í afrískum þjóðdansi, þótt hann sé nú að minmsta kosti 73 ára. Fyrir um 10 árum var skrifað um Keny- atta — einkum þó í brezkum blöðum — sem hinn mesta glæframann. Öldin er nú önn- ur og hann er orðimn samein- ingartákn þjóðar sinnar sem hvað bezt hefur staðið sig liinna nýju afríkönsku þjóða. Fatma Celik, sem býr við S va rt aih afið, Tyrklan dsm e gin, heldur þvá statt og stöðugt fram, að hún muni lifa næstu atdamót. Við það væri ekkert að athuga, ef konan væri fædd eiinbvern tímann eftir síðustu aldamót, en því er ekki að heiisa. Hún er fædd árið 1848 og telja læknar engin vand- kvæði á því, að hún lifi þang- að til árið tvö þúsund. Fatma hefur aldrei á ævinni reykt og hún lifir á mjólk, súr- mjólk, smjöri og fiski. Hún er komin á fætur við sólarupp- rás og fær sér þá lainga r'öngu- ferð til ein.hverra afkomenda sinna. Fatma giftist, þegar hún var þreltán ára gömul og eignaðist átta bönn. Nú á hún sextíu og eitt barnaibarn á lífi (tuttugu og þrjú eru látin), sjötíu og sjö barnabarnabönn og fimm barnabarnabarnabörn. Hún hefur eitt metnaðarmál og það er að lifa fram að næstu aldamótum og hún hefur reikn að það út, að þá eigi hún u:n það bil þrjú hundruð afkom- endur, sem húm hygg^t halda upp á aldamótin með. Michael J. Pollard er í þann. veginn að verða frægur maður og það á hanm kvikmyndinni Bonny og Clyde að þakka. Hann lék þar aukahlutverk og eftir að kvikmyndin kom á markað- inn, hafa streymt að honum kvikmyndatil'boðin, nokkrir að- dáendur vilja fá hann fyrir for- seta. Þeir, sem eru heldur hóg- værari, láta sér nægja a'ð ganga í bómullarskyrtum, sem á er teiknað andlit hans. Linda Hayden er a'ðeins fimmtán ára skólastúlka í Bret landi og fram að þessu alveg óþekkt- En fyrir skömmu kom kvikmyndaframleiðandi nokkur auga á hana og leizt svo ljóm- amdi vel á hana, að hann fékk hana til þess að leika aðalhlut- verk í kvikmynd, sem nefnist Baby Love og þar með var Linda orðin stjarna. Kvikmynd in var síðan frumsýnd, en það án þess að aðalleikkonan væri viðstödd. Hún var nefnilega of ung til þess að sjá kvikmymd- ina, sem er bönnuð börnum yngri en átján ára. Út er komin bók, sem ein- göngu er ætluð piparsveinum, og eru þar leiðbeiningar um ýmislegt, sem piparsveinum er nauðsynlegt að geta gerf með eða án leiðbeininga. Meðal ann ars er um það fjallað í bókinni, hvemig piparsveimn fer að því að festa tölu: Leitið fyrst að hnappnum. Leitið að tvinna. Leitið a'ð nál. Leitið að skær- um. Leitið aftur að hnappnum. Reynið svo að sauma hann á. Klippið hann af aftur. Reymdð svo að sauma hann rétt á. Finn ið heftiplástur og setjið hann á fingurinn. Reynið enin einu sinni að festa hnappinn. Klipp- ið hann af aftur. Takið sím- ann og hringið í ungu fallegu stúlkuna, sem býr á hæðinni fyrir neðan. Kannske kann hún að festa hnapp. Maðurinn hér á myndinni er í sjóhernum og heitir Ch'arles Robb og hann er tengdasonur Lyndon B. Johnson. Hamn er um þessar mundir að sinna her skyldu í Vietnam. Hann og eig inkona hams Linda Bird eiga von á fyrsta barni ánu í haust.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.