Tíminn - 09.06.1968, Side 6
*•
6 TÍMINN
SUNNUDAGUR 9. júní 1968.
í
i
Keflvískur kvartettsöngur
Þœttin.um hefur borizt fjög-
urra .laga hljiómplata með
'Keflavikurkvartettinum, útgef
in á merki HjSJH.
Það er orðið æði laingt síð-
an slíkur samsöngur átti ál-
mennum vinsældum að fagna.
Þá var plötuspilarinin stilltur
á 78 snúning’a hraða og hlust-
að af gagntekimni hrifningu á
M.A. kvartettinn, Tígulkvart-
ettinn eða Leikbræður. Ein
þetta var fyrir u. þ.b. tólf ár-
um og eðlilega hefur smekk-
ur almennángs breytzt síðan.
En samt er alltaf hópur fólks,
sem vill heyra þetta „gamla
góða“ — það fylgist ekki með
í músiklheimiinum og fussar
við The Beatles. Þessi sami
hópur gerir heldur ekki mikl-
ar kröfur til flytjendanna, að-
alatriðið er, að lögin láti vel
í eyrum — angurblíð og un-
aðsleg. Textinn spilar stóra
rullu,, hamn þarf helzt að vera
uppfullur af sól, ást og við-
kvæmni.
Textamir á þessari nýju
plötu fylgja ofangreindri for-
skrift í hvívetna. Tveir fyrstu
Kef I a vf kurkva rtetti nn.
em eftir ókunna höfunda, en
hinir tveir em samdir af Jóni
Sigurðssyni og Sr. Friðrik A.
Friðrikssyni.
Plötuumslagið er smekklega
litríkt. Stjórnandi undirleiks
og upptöku: Þórir Baldurssön,
er ritað á það í bak og fyrir.
Þetta gefur tilefni til bjart-
sýni, sem þvi miður verður að
engu, er hlusað er á plötuna,
þvi hvað varðar undirleik og
útsetningar, virðist allt kapp
lagt á að uppfylla „kröfur"
hins staðn.aða hóps hljómplötu
kaupenda.
En í laginu „Haustlauf" gef
ur Þórir Baldursson „gömlu
góðu uppskriftimni" langt nef
og „brillerar“ á síinu rafmagn-
aða orgeli. Lagið er tiltölulega
nýtt. vel þekkt undir nafninu
„What's now my love“, flutt
af hinum snjalla trompettleik-
ara Herb Alberts.
í heild er hlutur Keflavíkur-
kvartettsins á þessari plötu
mjög þokkalegur.
í einu laganna, „Bandúra",
er þó misbrestur á. Þar hætta
ten órarnir sér of hátt upp. Út-
koman er sú, að söngur þeirra
verður niánast því skrækur og
það er ekki fallegt.
Það er langt frá því, að það
eigi að lesa einhverja vand-
lætingu úr upphafslínum þessa
þáttar, er ég minmist á þá
kvartetta, er uppi voru á ím-
um 78 snúnina platnanna.
Mér er vel kunnugt um, að
þeir vora flestir skipaðir úr-
vals söngmönnum og M.A.
kvartettinm skipar þar að sjálf
sögðu heiðursesss. Það lagaval
og útsetningar hæfði vel þeim
Itíma en samræmist emgian
veginn kröfium nútímans.
Erlendir vinsældalistar.
í hinu vandaða bandaríska
miúsikblaði Billboard er jafn-
a-n einkar forvitnileg síða sem
ber yfirskriftina. „Hits of the
World“. Þar gefur að líta vin-
sældarlista hinna ýmsu landa.
Við skuium nú glugga í þessa
lista og vita hvort við könn-
umst ekki við eitthvað af lög-
unum. (Stuðzt er við Billboard
frá 25. maí og 1. júní).
Brietland verður fyrst fyrir
valinu og ekki að ástæðulausu.
,Young girl“ skipar þar topp-
sætið. En hann Berti Humper-
dinck hefur fullan hug á að
koma stúlkunni í hæfilega fjar
lægð á meðan syngur hann
í öðru sæti „Man without
love“. Nr. 4 era Small Faces
með Lazy Sunday“. Og hver
er byrjaður að klífa topp 20
listann? Jú það er enginn
annar en Elvis Presley og lag-
ið er „U.S. Male“ — það er
í átjánda sæti.
Eitt viinsælasta lagið á ís-
landi í dag er „Wonderful
World“ sungið af hinum eina
og sanna Louis Armstrong.
Það var í heiðurssætinu hjá
Bretum 25. maí en er nú kom-
ið í fimmta sætið. frar era
líka með á nótunum þar er
Loiuis nr. 2. Danir eru þeim
alveg sammála um gæði þessa
fallega lags og þess vegna er
Wonderful World“ einnig nr.
2 í Danmörku.
„Oongratulations“ lag Cliff
Riohards virðist njóta mikill-
ar hylli víða um lr id. Þeir
íslemdingar sem baka sig í
Spánarsól þessa dagana heyra
þetta lag vafalaust er þeir
opna fyrir útvarpið því það er
í efsta sætinu þar suður frá.
Það skipar ein-nig þetta eftb
sótta sæti í Danmörku, Noregi,
Belgíu og Hollandi. Frakkar
era afur á móti mun hrifn-
ari af Tom Jones enda er
hanm þar í efsta sætinu með
„Delilalh“ og Þjóðverjar eru
alveg á sama máli.
Þótt fsraelsmenn séu stoltix
og þjóðræknir þá standast
þeir ekki töfra „Deldlaih“ þar
er það einnig í toppsætinu.
Ef litið er nánar á ísraelska
vinsældarlistann kemur í ljós
að Cliff er nr. 3. f fimmta
sæti er „Suddenly you love
me“ með Tremeloes og The
Beatles skipa sjötta sætið með
,Lady Madonna".
Cinderelia Rockefella“ er
farið að heyrast nokkuð oft
í óskalagaþáttunum hér heima
og þeir útvarpshlustendur sem
geta stillt tækin sín á Holland
heyra vafalaus þetta sama
lag því þar er það í fjórða
sæti vinsældarlistans.
Bemedikt Viggósson.
Tom Jones veitir Cliff harSa
keppni.
Cliff Richard virSist njóta hylli
um víða veröld.
i
!
Starf rafmagns-
eftirlitsmanns
hjá Rafveitu Siglufjarðar er laust til umsóknar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, sendist skrifstofu rafveitunnar fyrir
1. ágúst næstkomandi. Laun samkv. 16. launafl.
RAFVEITUSTJÓRI
LÆKNINGASTOFO
hefur undirritaður opnað að Klapparstíg 25—27.
Viðtalstími kl. 1—3 alla daga nema laugardaga.
Símaviðtalstími daglega kl. 9—10 f.h. í síma 35738
— Stofusími 19690. — Heimilislækningar.
HALLDÓR ARINBJARNAR, læknir.
H ILUTi AUri T A Knattspyrnufélagið Valur heldur hlutaveltu í fiV EL I «1 dag kl 2 í íþróttahúsi félagsins að Hlíðarenda
Engin núll - Ekkert happdrætti - Margt góðra muna KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR
(