Tíminn - 09.06.1968, Qupperneq 9

Tíminn - 09.06.1968, Qupperneq 9
I \ SUNNUDAGUR 9. júní 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FrairLkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Samvinnuráðstefnan Þessa dagana stendur yfir á Akureyri ráðstefna, sem ungir Framsóknarmenn efna til um framtíðarverkefni samvinnustefnunnar á íslandi og gildi hennar og stöðu í íslenzku samfélagi nútímans. Flytja þar ýmsir erindi og koma vafalaust fram skiptar skoðanir, og síðan verða umræður. Þessi ráðstefna er góðra gjalda verð, því að brýn nauðsyn er á, að samvinnumálin séu rædd á breiðum grundvelli og miklu víðar en innan raða samvinnumanna eða samvinnufélaganna. Samvinnustefnan hefur lyft Grettistökum í íslenzku þjóðlífi síðustu þrjá aldarfjórð- ungana og átt ríkastan þátt í því, ásamt verkalýðshreyf- ingunni að bæta lífskjör hinna efnaminni stétta. En breytingar í samvinnustarfinu verða að vera örar og aðlögunarhæfni eftir kröfum nýs tíma mikil. Hlýtur það að vera sígilt viðfangsefni hreyfingarinnar að endur- nýja sjálfa'sig. Slík endurnýjun er ekki aðeins mál sam- vinnufélaganna, heldur allrar þjóðarinnar, svo mikill þáttur sem samvinnuhreyfingin er í þjóðlífinu. Þess vegna eru ráðstefnur um samvinnúmál, utan samvinnu- samtakanna, eins og sú, sem nú er haldin á Akureyri, mikilvægar og mjög æskilegar. Kennaraþing Þessa dagana stenda tvö kennaraþing yfir í Reykja- vík, þing barnaskólakennara og þing framhaldsskóla- kennara. Kennslumálin hafa sjaldan eða aldrei verið eins heitt umræðuefni og s.l. vetur. Kennarar munu vafalaust ræða þessi mál á þingum sínum, svo og kjaramál sín og starfsaðstöðu, og er vel að þeir gefi sér gott tóm til þess að ræða þessi mál og láta frá sér heyra um þau, því að satt að segja hafa ýmsir rætt þau fremur en kennarar. Þeirra álit, tillögur og úrlausnir hljóta þó að verða þyngri á metum en flest annað. Kennarastéttin gerir sér vanda þessara mála vafalítið betur ljósan en aðrir, þó að hún hafi ekki uppi mjög háværar umræður um þau. Jónas Þorbergsson Með Jónasi Þorbergssyni er fallinn í valinn merkur brautryðjandi í félags- og framfaramálum þjóðarinnar á fyrstu þremur áratugunum eftir að íslendingar fengu fullveldi. Jónas var vaxinn af sterkum stofni í jarðvegi íslenzkrar bændamenningar, þroskaður við mikinn bók- lestur og hugsjónir samvinnu- og ungmennafélaganna, og viðhorf þeirra voru sterkustu þættir í stjórnmálabaráttu hans. Hann varð ritstjóri tveggja áhrifaríkra stjórnmála- blaða, Dags á Akureyri og Tímans í Reykjavík. Alkunn og táknræn fyrir Jónas er hin markvissa og sigursæla barátta hans og forysta um stofnun Kristneshælis. Greinar Jónasar um landsmál voru rökfastar, hóf- samar í dómum og þó áhrifaríkar, og má ekki sízt nefna smágreinar, er hann skrifaði oft og beitti líkingum og beittu háði, sem hreif vel, en var þó ætíð mjög málefna- legur. Jónas ritstýrði Tímanum aij miklum þrótti og reýndi þó mjög á hann í hinum hörðu sviptingum, sem urðu á þeim árum. Jónas Þorbergsson var glæsilegur gáfumaður og hugsjónamaður, einstakur málhagi og ritaði þroskaðan stíl, eins og rit hans bera vott um. Forysta hans í út- varpsmálum þjóðarinnar eftir að hann hætti beinni póli- tískri þátttöku, sýndi einnig víðsýni hans, stórhug og fqjgystiiþrek. ___TÍMINN A_________________________________9 r"*-- — ................. TIBOR SZAMUELY: Rússar óttast mjög bandalag Kína og Vestur-Þýzkalands Þýzkir sérfræðingar sagðir hafa veitt Kínverjum aðstoð við gerð kjarnorkuhergagna. VERTTJR rússneskur blaða- maður heldur fram, að þjóð okkar kunni bráðlega að þurfa að horfast í augu við uppvekj- andi aðstæður, eða hemaðar- og stjémmálaibandalag milli Kíina Maos og Vestur-Þýzka- lands undir áhrifum endur- vakinnar þjóðernisstefinu. Og þessu bandalagi verði beint gegn Sovétríkjunuip. Um þetta fjölluðu tvær at- hyglisverðar greinar, sem birt ust fyrir skömmu í vikurit- inu „Literaturmaya Gazeta“ í Moskvu (10. og 17. apríl) und- ir fyrirsögninini „Bonn — Pek- ing? Samdráttur andstæðn- anna“. Höfunduriinn er hinn kunmi rússneski blaðamaður, Rostovsky, en hann er víð- kunnur á Vesturlöndun uindir gervinafninu „Ernst H©nri“. Undir því nafni gaf hanrn þar út á árunum milli 1930 og 1940 tvær athyglisverðar bæk- ur, eða „Hitler over Europe?“ og „Hitler over Russia?“ RostovskyJHenri er á vissan hátt eins konar Walter Lipp- mann í Rússlaindi. Sá megin- munur er þó á, að Rostovsky er ekki einungis snjall blaða- maður, heldur og hálf-opinber málsvari. Skoðanir hans verð- skulda miklu meiri athygli en þær hljóta tíðast. HUGMYNDIN um þýzk-kín verskt bandalag er drjú'gan spöl haindan þess hugsanlega í augum venjulegra vestrænna manna. En allt öðru máli er að gegna um Rússa, þar sem nagandi öryggisleysi hefir ráð ið mestu um afstöðu þeirra til umheimsins öldum saman. Öld eftir öld vörðu Rússar orku sinni í að treysta öryggi sitt. Þeir háðu endalausar styrj aldir. lögðu ufidir sig ný og ný landsvæði í austri, vestri, norðri og suðri, en lokamark- inu náðu þeir aldrei þrátt fyr- ir það. Nýjustu vannarlínunni komu Rússar upp eftir að síð- ari heimsstyrjöldinmi iauk, þeg ar þeir hrifsuðu til sín háifa Evrópu. En hafa Rússar þá loksins öðlazt sálarfrið? Því fer fjarri. Þeir virðast jafnvel enn á- hyggjufyllrr en nokkru sinni fyrr. Þeir hafa ekki kviðið þvi mest, að á þá yrði ráðizt, held- ur að stofnað yrði fjandsam- legt bamdalag gegn þeim. Þeir hafa ávallt verið haldnir þeirri hugmynd, að verið væri að sameinast gegn þeim. Innrás Napoleons var nefnd „inmrás tungnamna tólf“ og oorgara- styrjöldi 1918—1920 hét „inn rás ríkjanna fjórtán". ÞÝZKALAND er það ríki, sem Rússar óttast tvímælalaust mest, hvort sem það er aðili að bamdalagi eða ekki. Þetta er þó tiltölulega nýtt viðhorf, enda þótt að flestir séu á önd verðri skoðun. Allt fram á tutt ugustu öld voru það Rússar. sem venjulega réðust á Þýzka- land, en ekki öfugt. Reynsla heimsstyrjaldanna tveggja gjörbreytti þessu. Rússar ótt- ast Þýzkaland enn ákaflega, þrátt fyrir allt yfirlætið, her- sýningarmar og eldflaugadyn- inn. Þeir eru ávallt á varð- bergi gegn endurvakningu hins germanska anda. Ekkert getur gert þá örugga, hvorki hinm mikli máttur þeirra sjálfra né gjörbreytt valda- jafnvægi í heiminum. í viðbót við þetta hefir nú risið upp ný ógnun í austri og vákið upp enm eldri og djúpstæðari tilfinningar. Því má aldrei gleyma, að Ilússar hafa verið miklu lengur í við- varamdi snertingu við þjóðir Asíu en nokkur önnur Evróp þjóð. Hin heiftúðuga barátta gegn flokkum Tartara mótaði sögu Rússa í meira en 500 ár. Sá duldi ótti bjó ávallt í hug- skoti þeirra, að einn góðan veðurdag kynnu óvinirnir í Ev rópu og Asíu að taka hönd- um sarnan gegn þeim. „Ernst- Henri“ hefir nú endurvakið þennan ótta í fyrsta sinni síð- an miöndiulveldi styrjialdarár- anna hurfu af vettvangi. Að áliti „Henris“ búa Vest- ur-Þýzkaland og Kíma við meiri stjórnmálaútskúfun em nokkur önnur ríki. Utanríkisstefnan, sem-þessi ríki hafa fylgt síð- ustu tíu til fimmtán árin, er nú að engu orðin. Þjóðverjar hafa keppt að því framar öllu öðru eftir stríðið, að koma skipaniinni frá 1945 fyrir katt- arnef og færa landamærakví- amar út til þess horfs, sem þær voru í fyrir styrjöldina. Þjóðverjum hefir verið ljóst, að þeir gætu aldrei fengið þessu áorkað einir síns liðs og hafa gerzt af þeim sökum á- köfustu stuðningsmenn hinma vestrænu hernaðarsamtaka. En bandamenn þeirra hafa brugðizt þeim hver af öðrum. Bandaríkjamemn tóku að keppa að bættri samibúð og Frakkar, sem Þjóðverjar höfðu einnig sett mikið traust á, sner ust til andstöðu í Atlantshafs- bandalaginu. Utanríkisstefna Adenauers reyndist til einskis. Kínverjar eru í svipaðri að- stöðu. Áform þeirra frá því um 1955 um forustu í austur- og suð-austur Asíu eru að engu orðin. Viðleitni þeirra í Indo- nesíu, Indlandi. Pakistan, Jap- an, Arabalöndumum, Afríku og víðast hvar annars staðar hef- ir reynzt til ills eins. Þeir hafa sagt Skilið við Sovétríkin og ekki tekizt að afla sér fuil- nægjandi fylgis gegn þeim. Kínverj'ar eru því í eins kon- ar sóttkví, sem þeir hafa sjálf- ir sett sig í. MARGT af þessu er satt. „Henri“ hefði getað stutt mál- stáð sinn enn traustari rökum með þvi að benda á, að svo vilji til, að höfuðóvinur Kín- verja sé sama ríkið og hafi í hendi sér möguleikana á end- ursameiningu Þýzkalands. En án bess að geta þessa. kemst hann að þeirri niðurstöðu, sem beinast liggur við: „Gildar á- stæður eru til að ætla, að vald hafamir í Peking og Bonn séu teknir að nálgast hvorir aðra og þessi samdráttur sé allt annað en tilviljun“. „Henri“ bendir á Franz Jo- sef Strauss, „áhrifamesta manninn í Vestur-Þýzkalandi“ sem aðalhvatamann endurvak- inna tengsla við Kínverjia. Þetta eigi að vera „þriðja vara ráðstöfunin", sem grípa megi til, ef samvinnan við Banda- ríkjamenn og Frakka fari út um þúfur. Hanm segir einnig, — og éttast sýnilega meira en allt annað, — að hinn hægri- sinnaði þjóðlegi lýðræðisflokk ur (NPD) hneigist í laumi á þessa sveif og þykist þar koma auga á hugsanlegan grundvöll þeirrar „nýju utanríkisstefnu“ sem hann hafi heitið. Og þetta telur „Henri“ eðlilega háska- legra en flest annað. Kiesing- er kanslari hafi sjálfur léð þessum málstað lið í laumi í Asíuför sinni og haldið léyni- lega fundi með útsendurum Kínverja í Colombo, Rawal- pindi og Karachi. Hvað Mao snertir, telur „Henri“ hanp óðfúsan að taka höndum sainan við þýzku „hefndarsinnana“. Hanm hafi tilkynmt fylgismönnum sínum í Vestur-Evrópu, að nýta beri „óvini óvina sinna“, jafnvel þó að þeir séu endurskoðun- arsinnar. Mao hefir n'eitað að viðurkenna varanleika landa- mæranna við Oder Neisse. Megi trúa „Henri“, er sam- vinna Kínverja og Þjóðverja þegar komin til framkvæmda í framleiðslu eyðingarvopna. Hann segir Vestur-Þjóðverja leggja Kínverjum til þungt vatn í kjarnorkusprengjur sín ar og þýzka sérfræðinga að- stoða Kínverja við að koma upp flugskeytum, sem dragi allt að 400 mílum. „HENRI" bætir við, að auð- vitað séu þetta aðeins fyrstu reynslukerfin. Þjóðverjar séu ekki enn vonlausir um að geta gert Bandaríkj'amenm virkari en áður. En hugmyndin sé síð- ur en svo fráleit. Mao Tse- tumg sé nægilega samvizkulaus til að taka höndum saman við hvern sem er gegn Sovétríkj- umum, j'aínvel fjandamn sjáLIf- an ef nauðsyn krefur. „Henri“ bætir við, að hann sé að þessu leyti „alveg eins og Hitler" en á í raun og veru vi'ð „al- veg eims og Stalin“, eða jafn- vel alveg eins og Lenin. „Ernst Henri“ er þarna að lýsa nýju bandalagi Þýzkalands og ann- ars útskúfaðs veldis, sem sé að þessu sinni beirnt gegn Rússlandi, em ekki Vesturveld- unum. Hin mikla velgengni NPD í kosningunum í Vestur- Þýzkalandi getur aðeins hafa aukið á áhyggjur hans. Máli sínu lýkur „Henri“ með þeirri aðvörum, að þeir. sem vísi möguleikanum á þýzk-kín versku bandalagi frá sem fjar- Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.