Tíminn - 09.06.1968, Page 11
SUNNUDAGUR 9. Júní 1968.
TIMINN
11
Púlli, sem títtoefndur hefur
verið í þessuim þáttum, sat með
nokkrum kunningjum sínum í
veitingahúsi.
Tíðrætt varð um vinnu, kosti
hennar og galla.
Loks segir Púlli:
— Ég helid, að það sé, bezt að
gera ekki neitt og hvíla sig svo
vel á eftir.
Mann vantaði gleraugu sín
og var að leita að þeim.
Loks segir einn viðstaddur:
— Siturðu ekki á þeim?
— Ertu vitlaus, svaraði hinn.
— Heldurðu að ég sitji á aug-
unum.
Læknir, verkfræðingur og
hagfræðingur ræddu um það
sín á milli, hver af sérgrein
um þeirra mundi vera elzt.
Læknirinn sagði: „Læknisfræð
in hlýtur að vera elzt þeirra,
því í raun og veru héfst húu
með sköpun vorra fyrstu for-
eldra.“
„En sköpun heimsins úr al
gerðum glundroða er eldri, og
hún var verkfræðilegt afrek“,
sagði verkfræðingurinn.
„En hverjir sképu glundroð
ann?“ spurði hagfræðingurinn.
Ólafur heitinn Friðriksson
gisti á afskekktum bæ í Héð
insfirði og barst þá í tal, að
hann væri í bæjarstjóm Reykja
víkur.
Það hljóta margir að vera í
bæjarstjóm þar, varð þá heima
sætunni að orði.
Bóndi nokkur átti móður á
elliheimili. Hann heimsótti
gömlu konuna vikulega og
færði henni þá alltaf stærðar
flösku fulla af mjólk, sem
hann- blandaði með slatta af
brennivíni.
Gamla konan hafði aldrei orð
á því, að mjólkin væri í sterk
ara lagi, en eitt sinn sagði
hún við son sinn:
„Gerðu eitt fyrir mig, Jónsi
minn, og það er að farga ekki
blessaðri beljunni, sem þessi
feostamjólk er úr.“
Bóndi einn á Ausitfjörðum
reið til kirkju með barn sitt
til skírnar. Hann lagði reifa-
strangann á kirkjugarðinn og
for og flutti hest sinn.
Stúlka á kirkjustaðnum fann
bamið og bar það inn í kiirkju.
Bóndi kemur aftur og finn-
ur nú efcki barnið. Hann held
ur að hann hafi týnt því á
leiðinni og fer að leita, en
finnur það vitanlega ekki.
Á leiðinni til kirkjunnar aft
ur mætir hann mönnum, sem
segja honum, að nú sé verið
að S'kíra barnið inni í kirkj-
unnL Hann hraðar sér þangað,
en rekst í fátinu á kirkjuihorn
ið og verður þá að orði:
— Það er asnalegt að geta
hvergi sett kirkjuna nema rétt
á gangveginn.
Hvernig væri að bragða aðeins á matnum, meðan hann
er heitur?
Krossgáta
Nr. 40
Lóðrétt: 1 Furðaði 2 Fljót
3 Geðvond 4 Tvíhljóði 5
Allavega 8 Bók 9 Kærleikur
13 Anno Domini 14 Tveir
eins.
Ráðning á gátu nr. 39.
Lárétt: 1 Traktor 6 Hve? 7
fs 9 Hr. 10 Bjarnar 11 AÁ
12 Kr. 13 Pus 15 Agentar
Lárétt: 1 Ógleði 6 Keyrðu 7 Titill
9 Fisk 10 Skrámast 11 Slagur 12
Bókstafur 13 Fæða 15 Ríki.
Lóðrétt: 1 Tvíbaka 2 Ah 3
Kvörtun 4 Te 5 RRRRRRR
8 Sjá 9 Hak 13 Pé 14 St.
ÁSTAHP] ir m
Bí irbara McCorquedale
1
1. kaflL
AUoa var með fangi'ð fuilt, svo
faenni létti, þegar hún só, að dym
ar að fbúðiinni stóðu hálfopnar,
Hún skáskaut sér inn í ganginn
og gekk inn um aðnar opnar diyr
inn í svefnfaerbergið.
Það var ekki fynr en hún setti
nýsfcrokin fötin, sem hún var með
á handleggnum, á rúmið, að hún
varð þess vör, að það stóð maður
við snyrtiborðið. Hann hlaut að
hafa tekið eftir henni um leið
og hún sá hann, því hann sneri
sér við og hún sá, undrandi og
um leið skelfd, að hanm hélt á
demantskreyttu myndinni, secn
venjulega stóð við hliðina á ilm-
vatnsglösunum hennar Lou.
Óttasleginn skildi Alloa. hvað
hann var að gera. Andartak störðu
þau hvort á annað. Maðurinn var
hávaxinn, diökkhærður og laglegur
á fremur hrjúfan hátt og var aug-
sýnilega ekki enskur.
— Hvað eruð þér að gera hér,
spurði Alloa og fann með ánægju
að rödd hernnar gaf ekki til kynna
þá hræðslu, sem hún bar í brjósti,
og að hún skalf í hnjáliðunum.
Það varð nokkur þögn áður en
Ókunni maðurinn svaraði:
— Þér ver'ðið að afsaka, að ég
ræðst hér inn í leyfisleysi.
— Leggið myndina frá yður
undireins, — sagði Alloa. Hann
leit á myndina með slíkum undr-
unarsvip, að það var eins og hann
væri furðulostinn, að hann skyldi
halda á henni. Hann hlýddi og
setti hana á borðið.
—Þér eruð þjófur, — sagði
Alloa ásakandi. — Ég ætla að
hringja bjöllunni og afhenda yð-
ur starfsmönnum hóteisinis.
Hlún leit ringluð í kringum sig
í leit að bjöllunni og sá, að hún
var hinum megin við rúmið, þar
sem bún náði ekki í hana. — Ég
sver, að ég hef engu stolið, —
sagði ókunni maðurinn kurteis-
lega og Allou fannst sem snöggv
ast, að brosi brygði fyrir á vör-
um hans.
Hún bjóst við, að hann væri
að hlæjia að því, hvað hún var
hjiálparvana, þar sem hún sfcóð
fjarri bjöllunni og þó Alloa væri
á milli hans og dyranna, þá yrði
hún lítil og óveruleg hindrun á
vegi hans, ef hann vildi sleppa.
En vegna þess hve hrædd hún
var, leyfði hún ekki að sér væri
ógnað.
— Þa'ð getur verið, að þér haf-
ið ekki tekið neitt enniþá, — sagði
hún, — en það verður mjög
erfitt fyrir yður að útskýra. hvers
vegna þér eruð staddur i þessu
herbergi og hvað þér eruð að
gera hér, sérstaklega vegna þess,
að þér voruð með þessa mynd
í höndunum, þegar ég kom Lnn.
Um leið og hún sagði þetta,
minntist hún þess að það var
efeki lengra siðan en í gær, að
hún sag'ði við Lou Derange. —
Þessi mynd er allt of dýrmæt til
að liggja hér í reiðuleysi.
Lou hafði hlegið að henini.
— Þér er óhætt að treysta öllu
starfsfólkinu hérna, — hafði
hún sagt
— Þar að auki dettur mér ekki
í hug, að demantarnir séu ekta.
Fyrir mitt leyti nýt ég þess, að
horfa á mig innrammaða með
slíkum dýrgrip. Umkringd
demöntum. getur nokkur stúlka
-óskað sér nobkurs frekar?
Það var beizkja í röddinni, en
Alloa Iét eins og hún tæki ekki
eftir þvi og hló eins og til var
ætlazt af henni.
Nú fannst henni, að hún hefði
haft rétt fyrir sér. Verðmætir
hlutir á borð við þenman ættu
ekki að liggja á glómhekk, allra
sízt í hótelherbergjum.
— Ég held, að þér séuð of hörð
í dómum yðar um mig, — sagði
ókummi maðurinn. — Eg verð að
jóta, að það var aðeins af for-
vitni og vegna þess, að ég sá dyrn
ar opnar, að óg fór himgað inn.
Hann brosti um leið og hann
sagði þetta og brosið hreytti út-
liti hans og gerði hann ekki ein-
göngu óendanlega glæsilegan held
ur næstum ómótstæðilega aðlað-
andi.
Hann er þorpari, það er áreið-
anlegt, hugsaði Alloa með sjólfri
sér. Engum nema þorpara mundi
takast að vera svona töfrandi
undir slíkum kringumstæðum.
— Faðir minn segir. að forvitn
in leiði menn í freistingar,
sagði- hún þunglega.
— Faðir yðar hlýtur að vera
mjög vitur maður.
— Hanm er prestur við skozku
þjéðkirkjuna, — sagði Alloa og
fann, að staða föður hennar gaf
henni yfirburði, sem hana annars
skorti.
Ókunni maðurinn brosti aftur.
— í þessu tilfelli mundi hann
áreiðanlega bseta við. að bað sé
mannlegt að skjáltast og göfugt
að fyrirgefa. Ætlið þér að fyrir-
gefa mér?
— Ef ég gerði skyldu mína, —
svaraði Alloa, — aetti ég að til-
kynna strax. að þér séuð hér. —
Ö, ég veit að þér eruð að hugsa
að þér kæmuzt i burtu áður en
ég næði til bjöllunmar. En ekkert
getur stöðvað mig i að kalla á
hjálp. Það eru alltaf þjénar og
herbergisþernur á vakt á þessari
hæð. Þau myndu heyra til min og
kom-a hlaupa-ndi. Þér kæmuzt
ekki langt.
VINNIÐ MALLORKA FERÐ
FYRIR TVO
Greiðið áskriftargjald Samvinnunnar kr. 300,00
fyrir 23. júní. Dregið um ferðina 1. júlí.
Miðar hjá kaupfélögum.
GERIZT ÁSKRIFENDUR AÐ SAMVINNUNNI
SAMVINNAN Sími 17080
— Ég sé, að ég er algjörlega
á ýðar valdi, — sagði ókunni mað
urinn auðmjúklega, — en ég
reyni ekki að flýja. Þess í stað
gef ég mig miskunn yðar á vald
og bið yður að veita mér annað
tækifæri.
— Þér játið þá að hafa gert
rangt, — sagði Alloa hratt, — og
að þér séuð þjófur?
— Þér getið varla ætlazt til, a'ð
ég játi svo alvarlegt brot. Af yðar
hálfu væri það klaufalegf og
ÚTVARPIÐ
Sunnudagur 9 júní
8.30 Létt morgunlög. 8.5ö Frétt-
ir. 9.10
Morguntón-
leikar.
í DAG
11.00 Messa í Kópavogskirkju.
Prestur: Séra Jón Bjarman æsku
lýðsful'ltrúi þjóðkirkjunnar. Org
anleikari: Guðmundur Matthías-
son. 12.15 Hádegisútvarp 13.215
Miðdegistónleikar: Frá þýzka út
varpinu. 15.00 Endurtekið erindi:
Skilinin-gur frumkristninnar á
upprisu Jesú. Dr. theol. Jakob
Jónsson flytur fyrri hluta erind
is sins, sem áður var útv á
pálmasun-nudag. 15.40 Sunnu-
dagslögin. 16.55 Veðurfregnir.
17.00 Barnatími: Baldur Pálma
son stjórnar. 18 00 Stundarkom
með Rossini. 18.20 Tiilk. 18.45
Veðurfregnlr Dagskrá kvöldsins.
19 00 Fréttir. Tilik. 19.30 Em-bætti
forseta íslands, Hákon Guð-
mundsson yfirborgardómari flyt-
ur erindi. 19.55 'Sönglög eftir
Skúla Halidórsson, tónskáld mán
aðarins. Hanna Bjamadóttir syng
ur fimm lög, 20.15 Bjöm á Reyni
völium. Þórbergur Þórðarson rit
höfundur segir frá 20.45 „Mah-
agonny" Atli Heimlr Sveinsson
kynnir tónlist eftir Kurt Weill
við texta eftir Bertoit Brecht.
21.20 Þáttur Horneygla Umsjón
armenn: Bjöm Baldursson og
Þórður Gunna-rsson. 21.50 „Fyrir
böm" eftlr Béla Bartók. 22.00
Fréttir og veðurfregnir 22.15
Da-nslög. 23.25 Fréttir í stuibtu
máii, Dagskrárlok.
Mánudagur 10. júnf
7.00 Morgunútvarp 12 00 Hádeg
isútvarp. 18.30 Við vinnuna: Tón
leikar.
14.40 Við,
sera heima
sitjum, Sigurlaug Bjarnadóttir
les söguna „Gula kjólinn" eftir
Guðnýju Sigurðardóttur (1) 15.
00 Miðdegisútvarp. 16.15 Veður
fregnir. ís-lenzk tónlist. 17.00
Fréttir. Klassísk tónlist. 17.45
Lestrarstund fyrir litlu bömin.
18.00 Óperettutónlist. Tilkynning
ar. 19.00 Fréttir 19.30 Um dag
inn og veginn Magni Guðmunds-
son hagfræðingur talar. 19.50
,„Kata Iitla í Koti“ Gömlu lögin
sungin og leikin. 20.15 Raun-
hyggja líðandi stundar Ólafur
Tryggvason á Akureyri flytur
sfðara erindi sitt 20.45 Tvö tón
verk eftir Gottfried von Einem
21.10 Garðyrkjan t júni Óli Val-
ur Hanson ráðunautur flytur
búnaðarþátt. 21.25 Samleikur á
flautu og píanó. 2150 fþróttir.
Jón Asgeirssen segir frá 22.00
Kvöldsagan: „Ævintýri t haffsn-
um eftir Blöm ftoneen Stefán
Jónsson fvrrvernndt námsstjóri
tes eigin býðingu <9) 22.35
HMómplötusafnið 23.30 Fréttir í
stuttu máli. Dagskrárlok.