Tíminn - 09.06.1968, Page 12
12
TÍMINN
SUNNUDAGUK 9. júní 196*.
Nýjung: SUNNUFERÐIR með þotu beint til Mallorka
A 3Vi TÍMA
Því er sleglð föstu: Hvergl meira fyrir ferðapeningana:
Mallorca og London 17 dagar krónur 8.900-
S U N N U - FERÐIR eru ferðirnar sem fólkið velur
Nú komast íslendingar eins og aðrar þjóðir ódýrt til sólskinsparadísarinnar á
Mallorca, vinsælasta ferðamannastað álfunnar. Mallorca er vinsælust allra staða
vegna þess að sólskinsparadísin þar bregst ekki og þar er fjölbreyttasta
skemmtanalíf og mestir möguleikar til skoðunar og skemmtiferða um eyj'traa
sjálfa, sem er stærri en Borgarfjarðar- og Mýrasýslur til samans, og einnig er
hægt að komast í ódýrar skemmtiferðir til Afríku, Barcelona og Madrid (dag-
ferðir). Monte Carlo og Nizza. Flogið beint til Spánar með íslenzkri flngvS.
Tveir heilir sólarhringar í London á heimleið. Þægilegar ferðir til eftirsóttna
staða.
Brofffarardagar annan hvern mlðvikudag
Næstu ferðir: 19. júní, 3. júlí, Í7. julí, 31. juS, —
14. ágúst (fullbókað), 28. ágúst (fullbókað), 11. sept.
(fullbókað), 25. sept., 9. október og 23. október.
Athugið að SUNNA hefur fjölbreytt úrval annarra hópferða, einnig með íslenzkum fararstjórum. Og
ferðaþjónusta SUNNU fyrir hópa og einstaklinga er viðurkennd af þeim mörgu sem reynt hafa.
Ferðaskrifstofan
SUNNA
Ban'kastræti 7
Símar 16400 og 12070.
:«Tj
URA- OG
SKARTGRIRAVERZL
KORNELlUS
JÓNSSON
SKÓLAVORDUSTlG 6 - SÍMI: 18588
BÆNDUR
K. N. Z.
saltsteinninn
QKUMENN!
Látið stilla i tíma.
Hjélastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þj 'nusta.
BÍLASKOÐUN
& STILLING
Skúlagötu 32
Simi 13-100
er ódýrasti og vinsælasti
saltsteinninn á markaðn-
um. — Inniheldur öll nauð
synleg bætiefni.
E V O M I N F.
hefur verið notað hér und
anfarin ár með mjög góð-
um árangri.
EVOMIN F. er nauðsynlegt
öllu búfé.
K F K FÓÐURVÖRUR
Guðbjörn Guðjónsson
heildverzlun.
Hólmsgötu 4, Reykjavík.
Símar 24694 og 24295.
SÓBUR VEBFARANDI í VINSTRI UMFERÐ
VERBUR BÓBUR VE6FARANDI Í HÆGRÍ UMFERÐ
___ -v-' y ■ _________
REYNT AÐ SMYGLA
Framhald af bls. 1.
að hún hefði ekki verið viss um
að lýsingin á stúlkunni sem lög-
reglan lýsti eftir ætti við sig.
Lýst hefði verið eftir stúlku í
hvítdoppóttum kjól, en hún hefði
verið klœdd grænni dragt, og
hvitdoppóttu sjali. Smám saman
hefði hún þó sannfærst um að lýs
ingin ætti við sig.
Ungfrú Fulman segist ekki hafa
verið vitni að sjálfu morðinu, en
aðeins heyrt skothríðina og séð
síðan Kennedy liggja í blóði sínu
á gólfinu og fyllst við það ofsa-
hræðslu. Einnig hefði hún séð
mann í tíu til 14 feta fjarlægð,
sem hún telur hafa verið Sirhan
Sirhan.
Við yfirheyrslurnar á lögreglu
stöðinni í Los Angeles í gær var
Fulman stillileg, en þó greinilega
mjög taugaóstyrk, hún var látin
laus í gœr gegn tryggingu en gert
að koma aftur til yfirheyrslu mjög
bráðlega.
Tuttugu og fimm ára gömul
kona hefur verið handtekin í Los
Angeles fyrir að reyna að smygla
þrem skammbyssum inn i fangels-
ið, þar sem morðingi Kennedys er
geymdur í einsmannsklefa. Skamm
byssurnar þrjár voru faldar í
ritvél, sem einn af starfsmönuum
ríkisfangelsin® í Los Angeles hafði
pantað. Konan, sem lögreglan seg
ir að heiti Edith Grant, kom með
ritvélina til afhendingar í faug-
elsið, en hinn strangi öryggisvörð
ur við fangelsið kom strax upp um
hana. Ekki liggur enn ljóst fyrir,
að hvað mil^u leyti tilraun kon-
unnar til þess að smygla byssunum
inn 1 fangelsið stendur í sambandi
við það, að Sirhan Sirhan er í
þessu fangelsi ákærður fyrir
morðið á Kennedy. Allar byssurn
ar þrjár voru af gerðmni Derring
er og ein þeirra var hlaðin. Konan
verður tekin til rækilegra yfir-
heyrslna í dag.
Sirhan var í gær formlega á-
kærður fyrir morðið á Kennedy.
Áður hafði réttarrannsókn farið
fram i þinghúsinu og komu þar
22 vitni fram fyrir „stórkviðdóm".
en vegna öryggisráðstafana var
Sirhan ekki viðstaddur þessa rétt
arrannsókn. Eftlr réttarrannsokn
ina dró storkviðdómurinu sig í
hlé og eftir aðeins hálftíma kvað
hann upp þann úrskurð, að nægar
sannanir væru fyrir hendi til þess
að ákæra Sirhan.
Ákæran um morð að yfirlögðu
ráði Var lesin upp fyrir Sirhan
í bráðabirgðaréttarsal, sem komið
var upp í fangelsi hans. Sirhan var
ýtt inn í salinn í hjólastól, en við
handtökuna eftir morðið brotn-
aði Sinhan um öklann og fékk auk
þess ýmsa smávægilegri áverka
svo sem brotinn vísifingur og
skrámur í andlitið. Ekki sáust
nein svipbrigði á andlit Sirhans,
þegar dómari las honum ákæruna
og enn sem fyrr neitar hann að
eiga nokkur orðaskipti við lög
regluna.
Ákiveðið hefur verið að Sirhan
skuli gangast undir geð- og heil
brigðisrannsókn og hafa verið til
nefndir þekktir læknar til * þess
að annast það.
Borist hafa margar hótanir um
að ráða Sirhan af dögum og sagði
talsmaður fangelsisins, þar sem Sir
han er geymdur, að í þeim flestum
væri sagt, að Sirhan yrði skotinn
um leið og hann væri fluttur til
réttarsalarins, en í einu hótunar-
bréfinu sagðist bréfritari ætla að
sprengja allt fangelsið í loft upp.
Talsmaðurinn upplýsti einnig,
að Sirhan væri hafður í vörzlu
á þriðju hæð ríkisfangelsins í
Los Angeles, í vandlega einangr
uðum klefa. Sex einkennisklæddir
varðmenn væru á vakt allan sólar
hringinn, einn þeirra væri alltaf
inni í klefa fangans, annar liti sí-
fellt eftir fanganum gegnum
gægjugat úr gleri á klefahurðinni,
en hinir fjórir eru á verði í gang
inum fyrir utan klefann.