Alþýðublaðið - 12.01.1990, Side 5

Alþýðublaðið - 12.01.1990, Side 5
Föstudagur 12. jan. 1990 5 FÖSTUDAGSSPJALL llppgjöf fyrir lýðræðinu Stjálfstæöisflokkurinn í Reykjavík hefur gefist upp fyrir lýöræðinu. Hann ætlar ekki að hafa prófkjör fyrir borgar- stjórnarkosningar, heldur uppstillingu. Þar með á fámenn nefnd vísra manna að koma í staðinn fyrir allt atið og arga- þrasið sem fylgir þegar fjöldinn er að bögglast við að gera upp hug sinn til frambjóðenda. Úrvalið skal ráða Þessi hugmynd um nefnd hinna vísu manna hefur víða verið reynd í gegnum tíðina. Hún hefur ekki alltaf þótt gefast vel og þeir hafa verið að hafna henni í Austur- Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu. Þeim finnst nefnilega svoleiðis nefndir bögglast fyrir lýðræðinu líka, en á annan hátt en íhaldinu í Reykjavík. Það verður í fljótu bragði ekki séð af hverju Davið Oddsson vill ekki lengur leyfa hinum almenna flokksmanni sínum að ráða. Sjálf- ur hófst Davíð til vegs og virðingar með þeim aðferðum, sem sóma- kærum sjálfstæðismönnum finnst nú ógilda prófkjörin, þ.e. áróðri, atgangi og athafnasemi. Það ætti reyndar að teljast próf- kjörum til gildis að hafa síað úr meðalmennskusúpunni þetta grjón, Davíð Oddsson, sem óneit- anlega er stærra og bragðmeira en hin grjónin i pottinum. Prjófkjör skulu ráða Prófkjör eru vandmeðfarin eins og allt sem er gott og hollt. Þau eru erfið í framkvæmd hjá litlum flokkum og hreyfingum og þar er alltaf hætta á því að einhvers kon- ar óskráðar leikreglur séu brotnar, t.d. með fjöldainnrásum hryðju- verkamanna. En Sjálfstæðisflokkurinn i Reykjavík er svo lánsamur að hafa, kannski einn flokka, stærð og styrk til þess að láta fara fram almennilegt, stórt prófkjör, með fjöldaþátttöku. Slíku fylgir auðvitað ýmislegt. Það verða átök milli manna og fylkinga. Það fer á flot mikil aug- lýsingaherferð og bræður berjast um stund. Allt er þetta auðvitað ósköp óþægilegt en lýðræðið er nú einu sinni óþægilegt. Og auð- vitað er margreynt, að það er kol- ómöguleg stjórnunaraðferð. En eins og Churcill sagði: Við höfum enga betri. Þeir eru búnir að komast að því i Austur-Evrópu, að uppstillinga- nefndirnar eru ekki betri. Erfingi krúnunnar Davíð Oddsson er á leiðinni út úr borgarmálapólitíkinni. Sjálf- stæðismenn bíða erfingjans og innreiðar hans í borgina. Röð manna á listanum við næstu kosn- ingar hlýtur að gefa þar sterka vís- bendingu. Vísu mennirnir í flokknum hafa ákveðið að láta skrílinn ekki stjórna því með prófkjöri, heldur ætla þeir trúlega að velja einhvern verðugan. Við bíðum og sjáum hvort upp- stillinganefnd finnur eitthvert grjón i ihaldssúpunni, sem ekki liggur á botninum og brennur við. „Það verður i fljótu bragði ekki séö af hverju Davið Oddsson vill ekki lengur leyfa hinum almenna flokksmanni sinum aö ráða. Sjálfur hófst Davið til vegs og virðingar með þeim aðferöum, sem sómakærum sjálfstæðismönnum finnst nú ógilda prófkjórin, þ.e. áróðri, atgangi og athafnasemi." Gudmundur Einarsson skrifar Minning Baldur Jónsson Fallinn er frá fyrir aldur fram, Baldur Jónsson varðstjóri i Slökkviliði Hafnarfjarðar. Með honum er genginn gegn og góður drengur, traustur starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar um áratuga skeið og síðast en ekki síst elskað- ur fjölskyldufaðir. Sorgin er sár hjá fjölskyldu og vinum. Samstarfsmenn sakna einnig vinar í stað. Það verður öðruvísi hér eftir að líta við á Slökkvistöðinni og finna þar ekki til staðar lengur hressan og kátan Baldur Jónsson. Við átt- varðstjóri um oft ágæt samtöl um landsins gagn og nauðsynjar, einkanlega þó bæjarmálin, sem hann var áhugasamur um. Og Baldur hafði afdráttarlausar skoðanir á mönn- um og málefnum; var gagnrýninn ef svo bar undir en umfram allt réttsýnn og jákvæður. Vildi að jöfnuður og bræðralag ríkti manna á meðal. Hann talaði ekki í hálfkveðnum vísum, heldur var hann kjarnyrtur og kallaði hlutina sínum réttu nöfnum. Var ekki að skafa utan af skoðunum sínum. Þetta gerði Baldur þó aldrei með neikvæðum formerkjum, heldur með framsýni og sterka réttlætis- kennd að leiðarljósi. Ósjálfrátt varð maður sjálfur endurnærður eftir spjall við Baldur Jónsson um lífið og tilveruna. Svo hressilegur andblær fylgdi honum. Baldur var traustur og farsæll starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar hjá slökkviliðinu um áratuga skeið. Var í föstu starfi frá árinu 1964 fram á síðasta dag, en frá 1955 hafði hann þó verið viðloð- andi slökkviliðið; verið þar afleys- ingamaður og komið til hjálpar liðinu eftir þörfum. Hann var því aðeins 19 ára gamall, þegar leiðir hans og slökkviliðs Hafnarfjarðar lágu saman. Og margir eru þeir sem eiga Baldri og samstarfs- mönnum hans að þakka líf og heiisu vegna aðstoðar sem þeir hafa veitt við erfið slökkvistörf eða sjúkraflutninga. Og það er ekki ofsagt að traust samstarfsmanna Baldurs á reynslu hans, þekkingu og mannkostum var mikið. Og sem yfirmaður; varðstjóri og staðgengill slökkvi- liðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra, naut hann virðingar undirmanna en ekki síður vinskapar þeirra. Og svo var þetta frá fyrstu tíð í slökkviliðinu; gagnkvæmt trúnað- artraust ríkti milli Baldurs og sam- starfsmanna. I því sambandi er t.d. fróðlegt að skoða umsókn Baldurs til bæjarráðs Hafnarfjarðar frá ár- inu 1964, þegar hann var ráðinn sem fastur maður í liðið. Þá lét hann þess getið í umsókninni að væri þess óskað gæti hann lagt fram meðmæli allra þeirra starfs- manna sem i starfi voru hjá slökkviliðinu í Hafnarfirði á þeim tíma. Og þannig var Baldur; sam- ferðamenn hlutu að taka eftir hon- um, þykja vænt um og virða. það er sérstök ástæða til að þakka fyrir langt og gifturíkt starf Baldurs Jónssonar hjá slökkviliði Hafnarfjarðar. Það skarð sem hann skilur eftir sig þar verður vandfyllt. Eftirlifandi eiginkonu, Ásdísi Ól- afsdóttur, fjölskyldu og vinum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi góður Guð veita þeim styrk og stuðning í sárri sorg. Guð blessi minningu Baldurs Jónssonar. Guðmundur Árni Stefánsson

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.