Alþýðublaðið - 12.01.1990, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 12.01.1990, Qupperneq 7
Föstudagur 12. jan. 1990 7 UTLOND Alvarlegri hliðin á Phil Collins Phil Collins er engin draumahetja í útliti. Hann hefur vott af ýstru og hérið mætti vera þykkara en þessi stórstjarna er hógværðin uppmáluð. Fyrir 20 árum gerðist hann meðlimur hljómsveitarinnar „Genesis" og spilaði á trommur en fyrir 5 árum gerðist hann söngvari hljómsveitarinnar. Eins og svo margir i poppheiminum hefur Collins hafið kvikmyndleik. Hann fékk smáhlutverk i „Miami Vice" og það leiddi svo aftur til þess, að honum bauðst hlutverk Buster Ed- Áttundi áratugurinn hefur ueriö mér hag- stœöur og ég hefi þroskast sem manneskja og þaö hefur jákvœö áhrif á vinnu mína. wards í kvikmyndinni „Buster" sem notið hefur mikilla vinsælda. Öfugt við hina ýmsu poppara sem hafa leikið í kvikmyndum, fékk hann mjög góða dóma fyrir frammistöðuna og segir sjálfur að enginn vafi sé á því að hann muni halda áfram að leika í kvikmynd- um á næstu árum. — Ég byrjaði aö spila á trommur þegar ég var fimm ára og hef unn- ið við tónlist meira og minna allt mitt líf. Að leika í kvikmynd er vissulega nýr heimur fyrir mig. Það er sem opnist dyr að nýjum raunveruleika og þetta er spenn- andi. Þetta gefur mér hvíld frá tón- listinni og ég held að þegar ég byrja aftur i hljómsveit muni ég hafa nýjar ferskar hugmyndir og koma tvíefldur inn í heim tónlist- arinnar aftur" — segir Phil Collins. Hann er 38 ára og er orðinn heimsfrægur — sem sést meðal annars á því að hann hefur verið gestur breska sjónvarpsmannsins Michael Aspel, — en það verða engir sem eru ekki frægir. (Þýtt og endursagt.) Phil Collins — popparinn sem er að verða nafn i kvikmyndum. m . INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR •t;:k :! SJÓNVARP 12. janúar Sjónvarpið kl. 22.05 SENDIHERRANN *** (The Ambassador) Bandarísk bíómynd Gerd 1984 Leikstjóri Lee Thompson Adalhlutuerk Robert Mitchum, Ellen Burstyn, Rock Hudson Greindarleg mynd um störf banda- rísks sendiherra í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, vergjarna konu hans og eitt og annað af því sem þau lenda i. Þetta var síðasta myndin sem kyntákn fyrri tíma, Rock Hudson, lék í, en hann lést úr Aids fyrir u.þ.b. tveimur árum. Stöð 2 kl. 23.30 LEYNIFÉLAGIÐ *** (The Star Chamber) Bandarísk bíómynd Gerd 1983 Leikstjóri Peter Hyams Adalhlutuerk Michael Douglas, Hal Holbrook, Yaphet Kotto, Sharon Gless, James B. Sikking Ungur dómari hefur fengið sig full- saddan á því að sleppa glæpamönn- ,um lausum úr réttarsalnum vegna tæknilegra formgalla á rannsókn eða málsókn. Hann leiðist út í þátt- töku í leynifélagi þar sem réttlætinu er fullnægt á áhrifaríkari og skjót- virkari hátt. Myndin er nokkuð spennandi framan af en á móti er augsýnilegt hvert atburðarásin mun leiða persónurnar og á endanum verður myndin of ótrúverðug til- að hún virki á áhorfandann. 0 STÖÐ2 17.50 Tumi 15.35 Nú harönar i ári (Things Are Tough All Over). Gamanmynd 17.05 Santa Barbara 17.50 Dvergurinn Daviö 1800 18.20 Aö vita meira og meira 18.50 Táknmálsfréttir 1^55 Loftskipiö Zeppelin Rakin er saga þýska greifans Ferdinands von Zeppelin sem fyrstur manna smidaöi loftför til hernaöar og far- þegaflutninga 18.15 Eöaltónar Billy Joel er heimsóttur í New York 18.40 Vaxtarverkir 1900 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veöur 20.35 í pilsfaldi listagyöjunnar 21.05 Derrick 22.05 Sendiherrann (The Ambassador). Sjá umfjöllun 19.1919.19 20.30 Ohara 21.20 Sokkabönd i stil 21.55 Furðusógur 5 Úr smiðju Stevens Spielberg 2300 23.40 utvarpsfréttir i dagskrárlok 23.05 Löggur (2) 23.30 Leynifélagið (The Star Chamber). Sjá umfjöllun 01.15 Fríöa og dýriö 02.05 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.