Alþýðublaðið - 31.01.1990, Qupperneq 4
4
Miðvikudagur 31. jan. 1990
Víkingasveitir kalladar til verka:
Öryggi borgarcmna eða
rambó-leikur lögreglunnar?
— mat vakthafandi yfirmanna hvort Víkingasveit er kölluö út
— margir telja að minni viðbúnadur hefði dugað
Aðfaranótt þriðjudagsins skaut ölvaður byssumaður úr
haglabyssu í verslun á jarðhæð Hafnarhússins. Lögreglunni
var fljótlega gert viðvart og lokaði nærliggjandi götum.
Lögreglu og sérsveitum lögreglunnar, Víkingasveitinni
tókst að yfirbuga manninn en alls voru um tuttugu lög-
reglumenn á svæðinu sem var lokað í u.þ.b. klukkustund.
Böðvar Bragason, lögreglustjóri
sagði það mat vakthafandi yfir-
manna hvenær sérsveit lögregl-
unnar, Víkingasveitin væri kölluð
út. Undanfari slíks útkalls er að
lögreglan kannar aðstæður. Þá
metur aðalvaktstjóri á vakt í sam-
ráði við aðra yfirmenn hvort þörf
er á aðstoð Víkingasveitarinnar.
Böðvar taldi það spurningu um
mínútur hversu fljótir þessir menn
eru á vettvang því til staðar er við-
bragðsáætlun en það fer eftir að-
stæðum hversu hratt hún gengur.
Böðvar vildi ekki gefa upp hversu
margir sérsveitarmenn væru í við-
bragðsstöðu hverju sinni en sagði
þó að alltaf væru einhverjir Vík-
ingasveitarmenn til staðar. Ef þörf
væri á fleirum yrði hins vegar að
kalla þá sérstaklega út. Böðvar
sagði að Víkingasveitarmenn
ynnu sem venjulegir lögreglu-
menn dagsdaglega en biðu ekki
einungis eftir sérstökum útköllum.
Hann benti á sem dæmi að þeir
menn sem komu við sögu aðfara-
nótt þriðjudags hefðu allir verið
við lögreglustörf í borginni.
Frétt Morgunblaðsins um þenn-
an atburð hefur án efa vakið nokk-
urn óhug hjá fólki og urðu Alþýðu-
blaðsmenn varir við það meðal
þeirra sem blaðamenn ræddu við
í gær. Fólk spyr einfaldlega: „Var
virkilega þörf á svo róttækum að-
gerðum af þessu tilefni", spurði
einn Moggalesandinn. „Hefði í
rauninni ekki verið nóg að senda
einn af þessu gömlu og góðu lögg-
um til að róa manninn. Það ráð
hefur til þessa reynst vel," sagði
þessi maður.
Annar lesandi okkar sagði að
greinilegt væri hvað þarna væri á
ferð. Þarna væri örvæntingarfull-
ur maður að hrópa á hjálp, — ekki
Rambó, sem ætlaði að skjóta á allt
kvikt sem fyrir yrði. Að siga Vík-
ingasveitum á slíkan mann væri
aðgerð sem væri fyrir neðan allar
hellur og skapaði ekki annað en
aukna hættu.
Þriðji lesandinn vildi gjarnan fá
að vita hvað „svona byssubófa-
leikur" kostaði almenning í land-
inu. „Sem betur fer höfum við Is-
lendingar ekki neina þörf fyrir
sérsveitir lögreglu af þessu tagi.
Það hefur líka komið í ljós að verk-
efnin fyrir þessa sérstöku sveit lög-
reglumanna er ánægjulega lítil, en
svo virðist sem öll tilefni séu notuð
til að koma henni til starfa".
Að sjálfsögðu getur það verið
álitamál hvað rétt er eða rangt í til-
vikum sem þessum, það er lög-
reglunnar að vega það og meta
hverju sinni. Vissulega geta vopn-
aðir menn verið hættulegir á al-
mannafæri, en ljóst er að af þessu
máli getur spunnist talsverð um-
ræða og umhugsun um hversu
langt skal ganga.
Þessi lögreglumaöur stóö vörö i „porti" Hafnarhússins.
-
HAFNARHÚS INNGANGUR
jtttmiA % mfnm*an wt
»C»VAt.I>USUOW*»OW SKIfAMiOU.
aWOMUNOUR AfiHAtOSSOW
J.H«D
iWH UQMMtHtMOH * CC
Inngöngu leitaö í Hafnarhúsiö, — maöurinn sem setiö var um gaf sig fram vopnlaus og hættulítill aö sjá.
Vikingasveitarmaöur í fullum herklæöum og meö grímu fyrir andliti sést Nnrliggjandi götum var lokaö af lögreglumönnum í venjulegum skrúöa, — gestir á Gauki á Stöng voru kyrrsettir
hér á ferð við Hafnarhúsið. á veitingahúsinu, án þess þó að geta fengið veitingar.