Alþýðublaðið - 17.02.1990, Side 4

Alþýðublaðið - 17.02.1990, Side 4
4 Laugardagur 17. febr. 1990 ÍÞRÓTTAVIÐBURÐiR FYRRITÍMÁ Handknattleiksþjódin ísland: Stórþjóð HM tapieikjanna urðu: ísland — Sovét- ríkin 18:22, ísland — Danmörk 14:21 og ísland - Spánn 22:25. V- Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 1978, sigruðu Sovétmenn 20:19. ísland vann sér ekki rétt til að vera með í A-keppninni í V-Þýskalandi 1982, en þá sigruðu Sovétmenn Júgóslava í úrsliturn 30:27. Þaö birti til í Sviss 1986! Það byrjaði EKKl vel í HM í Sviss, er íslenska liðiö tapaði fyrir S.-Kóreu 21:30, en síðan tóku við sigrar gegn tveimur fyrrverandi heimsmeisturum, Tékkum 19:18 og Rúmenum 25:22. í undanúrsiit- um sigruðu Ungverjar ísland naumlega 21:20, en síðan kom glæsilegur sigur gegn Dönum, sem oft hafa reynst okkur erfiðir, 26:16! Síðasti leikurinn í undanúr- siitum var gegn Svíum og enn varð að kyngja ósigri gegn sænsk- um, 23:27. ísland iék við Spánverja um 5. sæti og leiknum lauk með spænsk- um sigri 24:22. Tékkóslóvakía er f ramundan 12. heimsmeistarakeppnin í handknattleik (A) hefst í Tékkó- slóvakíu 28. febrúar og ísiand er enn meðal þeirra bestu eftir glæsi- legan sigur í B-keppninni í fyrra. Leikið verður í fjórum riðlum og þrjár efstu þjóðirnar í hverjum riðli skiptast í tvo undanúrslita- riðla. ísland er í C-riðli ásamt Júgóslövum, Spánverjum og Kúbu. Þann riðil, sem ísíendingar fá með sér í undanúrslit, skipa Pól- verjar, A-Þjóðverjar, Sovétmenn og Japanir. Allar líkur benda til þess að þrjár fyrstnefndu þjóðirn- ar komist áfram. Þegar leikjum er lokið í undanúrslitum leika sigur- vegarar riðlanna um heimsmeist- aratitilinn, þær þjóðir, sem verða í öðru sæti leika um bronsverðlaun og svo koll af kolli. Við Ijúkum þessari upprifjun með því að óska íslenska liðinu góðs gengis í keppninni. 1 íslenska landsliðiö i handknattleik: Vonandi verður gleðistemmningin svona eftir sem flesta leiki í Tékkóslóvakíu siðar í mánuðinum og í byrjun mars. Einn þyðingarmestí íþróttaviöburður, sem íslenskir íþróttamenn tengjasta á þessu ári, er þátttaka íslenska landsliösins í handknattleik í A-heimsmeistarakeppninni i Tékkóslóvakíu. Árangurinn á þessu móti sker úr um það, hvort landsliðið vinnur sér rétt til þátttöku í Ólympíuleikun- um í Barcelona 1992. Þó að slíkur árangur næðist ekki í Tékkóslóvakíu, er samt ekki öll nótt úti um keppnisrétt landsins í Ólympíuleikunum 1992. Hallar undan fæti Fyrsta heims- meistaramótið 1938 Fyrsta heimsmeistaramótið í handknattleik fór fram í Þýska- landi 1938, en þátttökuþjóðirnar voru aðeins 4, þ.e. Þjóðverjar sem urðu heimsmeistarar, síðan komu Austurríkismenn, Svíar og Danir ráku lestina. Fyrsta HM eftir stríð- ið fór fram í Svíþjóð 1954 og þá sigruðu Svíar V-Þjóðverja í úrslit- um með 17:14. ísland fyrst með 1958 Islendingar voru fyrst með í HM 1958 í Austur-Þýskalandi. Liðið vann þar frægan sigur á Rúmen- um 13:11, en tapaði fyrir Tékkum 17:27 og Ungverjum 16:19. Fyrstu 2 þjóðir í hverjum riðli komust áfram í 8-liða úrslit og þar sem ís- ienska liðið varð í 3ja sæti í sínum riðli var það úr leik. Aftur urðu Svíar heimsmeistarar, burstuðu Tékka 22:12! Sjötta sæti 1961 Það gekk mun betur í Vestur- Þýskalandi 1961, en þá hafnaði ís- lenska liðið í 2. sæti í undanriðli eftir 14:12 sigur á Sviss, en 13:24 tap gegn Dönum. í undanúrslita- riðli vann ísland Frakkland 20:13 gerði jafntefli við Tékka 15:15, en tapaði fyrir Svíum 10:18. ísland lék um fimmta sætið við Dani og Danir sigruðu, en nú aðeins með eins marks mun, 14:13. Rúmenar unnu Tékka í úrslitum 9:8. Sorgleg úrsiit í leiknum við Ungverja Eftir frábæra byrjun í undanriðl- um HM í Tékkóslóvakíu 1964, þar sem íslenska liðið vann Egypta ör- ugglega 16:8 og Svía 12:10 í eftir- minnilegri viðureign, þurfti að- eins að ná þokkalegum úrslitum gegn Ungverjum, til að komast áfram. Eftir sigur Svía á Ungverj- um 16:8 og tap Svía gegn íslend- ingum, voru menn býsna bjartsýn- ir. En það fór því miður á annan veg, Ungverjar nánast burstuðu okkar menn, 21:12 og ísland hlaut 3ja sætið í riðlinum á verra marka- hlutfalli en Svíar og Ungverjar, og voru þar með úr leik. Sorgleg nið- urstaða eftir hina frábæru byrjun. Rúmenar urðu aftur heimsmeist- arar, sigruðu Svía í úrslitaleik 25:22. Örn Eidsson skrifar íslendingar unnu sér ekki rétt til að keppa í A-keppninni 1967 í Sví- þjóð, en þar sigruðu Tékkar Dani í úrslitum 14:11. í kejrpninni í Frakk- landi 1970 var Island með, en gekk ekki nógu vel. Tapaði fyrir Ungverjum 9.T9 og Dönum 13:19 en vann Pólverja 21:18, og komst því ekki í 8-liða úrslit. í keppninni um 9.—12. sæti, varð ísland í 11. sæti, tapaði fyrir Japan 19:20 og Sovétríkjunum 15:19, en vann Frakka 19:17. Ennþá verr gekk í A-Þýskalandi 1974. Island tapaði öllum sínum leikjum í undankeppninni fyrir Tékkum 15:25, V-Þjóðverjum 16:22 og fyrir Dönum 17:19. Rúm- enar sigruðu A-Þjóðverja í úrslita- leiknum 14:12. Islenska liðið vann sér aftur rétt til að taka þátt í A- keppninni í Danmörku 1978 og miklar vonir voru bundnar við þá keppni, en allt fór á sömu leið. All- ir leikirnir þrír í undankeppninni töpuðust og liðið var úr leik. Úrslit Góður áranaur íslands i handbolta Ófympiuleikja ísienska handknattleiksiið- ið hefur þrívegis unnið sér rétt tii að taka þátt í aðal- keppni Ólympíuleikanna. Fyrst var það í Munchen 1972. Liðinu gekk rétt þolan- lega, tapaði fyrsta leiknum fyrir A-Þjóðverjum 11:16, gerði jafntefli við Tékka 19:19 og sigraði Túnis 27:16. Tékkar og íslendingar voru jafnir í 2. sæti í riðlinum með 3 stig, en þeir fyrrnefndu komust áfram í 8. liða úrslit á betra markahlutfalli. í keppni um 9.—12. sæti töp- uðu íslendingar bæði fyrir Pólverjum 17:20 og Japönum 18:19 og enduðu í 12. sæti. Næsta þátttaka isienskra handknattleiksmanna í Ólym- píuleikjum var í Los Angeles 1984 og þá gekk mun betur en i Múnchen 1972. Leikið var í tveimur 6 þjóða riðlum og Island varð í 3ja sæti í A-riðli eftir að hafa sigrað Alsír 19:15, Sviss 23:16 og Japan 21:17. Landsliðið gerði jafntefli við Júgóslava 22:22, en tapaði fyrir Rúmenum 17:26. — íslenska liðið lék síðan við Svía um 5. sæti og þeim leik lauk með sænskum sigri 26:23. ísland varð því í 6. sæti í Los Angeles, sem er mjög góður ár- angur. Islenska landsliðið náði góð- um árangri í Seoul og í tvífram- lengdum leik um 7. sæti sigruðu A-Þjóðverjar íslendinga með 31:29. Þetta var dæmalaust spennandi leikur og reyndi vissulega á taugarnar. í undankeppninni urðu úrslit þessi: ísland — USA 22:15, ísland — Alsír 22:16, Svíþjóð — ísland 20:14, ísland — Júgóslavía 19:19 og Sovétríkin — ísland 32:19.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.