Alþýðublaðið - 17.02.1990, Page 8
8
Laugardagur 17. febr. 1990
ÆSIFREGNASÍÐAN
Ljósmyndir:
Audunn J. Kúld
yngn
KJARASAMNINGAR SAMÞYKKTIR: Kjarasamningarnir hafa verið
samþykktir í flestöllum aðildarfélögunum. Beðið var eftir úrslitum í
Dagsbrún með mikilli spennu. Hér sést formaður Dagsbrúnar ræða
við einn fundarmanna fyrir fundinn.
UMDEILDUR NIÐURSKURÐUR: Ríkisstjórnin hefur lagtfram tillög-
ur sínar um niðurskurð í ráðuneytum. Niðurskurðurinn hefur vakið
miklar deilur í þingflokkum stjórnarflokkanna. Hér sést þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins koma af þingflokksfundi eftir að niður-
skurður í landbúnaðarráðuneytinu hafði verið til umfjöllunar.
Oc ALFA-l áM.
BLAÐAPRENT BRÆÐIR ÚR SÉR: Prentsmiðja Blaðaprents sem
prentar Alþýðublaðið, Þjóðviljann og Tímann stöðvaðist í fyrradag.
Prentvélin bræddi úr sér er prentun á PRESSUNNI hófst. Hér á
myndinni sjást tveir prentarar eftir að vélin sprakk í loft upp. Ekki
urðu slys á mönnum. Prentsmiðjustjórinn segir í viðtali við Æsi-
fregnasíðuna: „PRESSAN er með of heitar fréttir fyrir vélina."
RÁÐHERRABÍLAR ÚR SÖGUNNI: Að vel hugsuðu máli og vegna at-
hugasemda glöggra og árvakra fréttamanna, hafa ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar ákveðið að skila ráðherrabílum sínum (og bílstjórum)
og spara ríkissjóði stórfé. Ríkisstjórnin hefur fest kaup á sameigin-
legu farartæki fyrir alla ráðherra og sjást ráðherrarnir á með fylgjandi
mynd æfa fótaburðinn. Forsætisráðherra segir í viðtali við Æsi-
fregnasíðuna: „Ég verð að segja að þetta er mjög heppileg lausn og
gerir ríkisstjórnina meira samstíga en áður."
Um áramótin voru Búnaöardeild Sambandsins, Jötunn hf og Bílvangursf
sameinuð í eitt fyrirtæki, sem heitir JÖTUNN, og tekur yfir
allan rekstur fyrirtækjanna þriggja.
Skrifstofur hins nýja JÖTUNS, sem er deild i Sambandinu, veröa opnaðar
mánudaginn 19. febrúar aö Höfðabakka 9.
Símtaer 07QQQQ
• Starfsemi Búnaðardeiidar, nema varahlutaverslunin, flyst úr
Ármúla 3 að Höfðabakka 9.
• Varahlutaverslunin verður enn um sinn að Ármúla 3,
Hallarmúlamegin, sími 38900.
• Símanúmer bíla- og rafvélaverkstæða og varahlutaverslana
að Höfðabakka 9 verða óbreytt fyrst um sinn.
Verið velkomin að Höfðabakka 9.
SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA
HOFÐABAKKA 9, SIMI 670000
Nýr Jötunn