Alþýðublaðið - 17.02.1990, Side 9
Laugardagur 17. febr. 1990
9
» ■...
Alþingi í vikulokin
:É ,É' ft M: iíp É
'dj Lö ffi - cö h tö
Frumvarp um skipulags- og byf&ingarmál:
Almenningur eigi kost á að
koma hugmyndum á framfæri
„Á það var m.a. bent að eðlilegra væri að fjalla um skipu-
lags- og byggingarmál í sömu lögum enda væri hér um ná-
tengd verkefni að ræða," sagði Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra m.a. þegar hún mælti fyrir nýjum lögum
um byggingar og skipulagsmál á Alþingi í vikunni.
Þá benti Jóhanna á að þessi lög
hafa verið samræmd í einn laga-
báik í nágrannalöndum okkar eins
og Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.
Frumvarpið felur í sér aukna hlut-
deild og ábyrgð sveitarstjórna á
skipulagsmálum. Lög um skipu-
lagsmál voru fyrst sett hér á landi
árið 1921. Á þeim voru gerðar
breytingar á árunum 1926, 1932
og 1938. Þau lög voru leyst af
hólmi með nýjum lögum 1964 og
á þeim gerðar breytingar á árun-
um 1972, 1974 og 1978. Sam-
kvæmt þeim lögum voru aðeins
þau sveitarfélög sem höfðu þétt-
býliskjarna upp á 50 manns eða
fleiri skipulagsskyld.
Aukin áhersla á kynningu
Helstu breytingar frá núgildandi
lögum samkvæmt frumvarpinu
eru fólgnar í að gerð og fram-
kvæmd skipulagsáætlana færist til
sveitarstjórna og sveitarfélögum
með færri en 700 íbúa verður
skylt að stofna byggðasamlög
með nágrannasveitarfélögum um
sameiginlega skipulags- og bygg-
ingarnefnd. Þá verður hlutverki
og nafni Skipulags ríkisins breytt
með tilkomu Skipulags- og bygg-
ingarstofnunar ríkisins. Skylt
verður að gera aðalskipulag fyrir
öll sveitarfélög og aukin áhersla
verður lögð á kynningu aðalskipu-
lags fyrir íbúum í upphafi skipu-
lagsvinnu. Einnig er gert ráð fyrir
ákvæði um hvernig standa skuli
að málum þegar ágreiningur verð-
ur um skipulag á mörkum sveitar-
félaga. Sett eru ákvæði um lands-
skipulag og kröfur eru hertar til
hönnunar og efnisvals. Þá eru at-
riði er varða hönnunargögn og
löggildingu hönnuða skilgreind
betur en áður var og ábyrgð bygg-
ingarstjóra og iönmeistara skil-
greind.
Gerö skipulags í hendur
sveitarfélaga
í gildandi byggingarlögum eru
ákvæði um að í hverju sveitarfé-
lagi skuli eftir hverjar sveitar-
stjórnarkosningar kjósa bygging-
arnefnd. í stærri sveitarfélögum
Þingmál tfikunnar
Frumvörp
Frumvarp um breytingar á lög-
um um Lánasjóð íslenskra náms-
manna.LÍN verði skylt að sjá til
þess að bankaútibú og sparisjóðir
á landsbyggðinni geti annast af-
greiðslu fyrir sjóðinn.
Flm: Danfríður Skarphéðins-
dóttir og fl.
Frumvarp um breytingu á
vegalögum. Lagt er til að upptekið
verði hóffjaðragjald til að fjár-
magna gerð reiðvega og vegagerð
ríkisins sjái um gerð og viðhald
þeirra.
Flm: Guðmundur G. Þórarins-
son og fl.
Frumvarp um breytingu á lög-
um um Húsnæðisstofnun ríkisins.
Lagt er til að stofnunin hafi af-
greiðslur á landsbyggðinni, eina
eða fleiri í hverju kjördæmi.
Flm: Málmfríður Sigurðardóttir
og fl.
Frumvarp um stjórn fiskveiða.
Markmið laganna er að stuðla að
verndun og hagkvæmari nýtingu
nytjastofna á Islandsmiðum og
tryggja með því trausta atvinnu og
byggð í landinu.
Stjórnarfrumvarp.
Þingsalyktanir
Tillaga um að fela samgöngu-
ráðherra að undirbúa frumvarp
um að gefa flugrekstur frjálsan á
Islandi.
Flm: Ásgeir Hannes Eiríksson.
eru einnig starfandi skipulags-
nefndir án þess að ákvæði séu um
þær í skipulagslögum.
í frumvarpinu er sú breyting
lögð til að sveitarfélögum með
700 íbúa eða fleiri er skylt að hafa
skipulags- og byggingarnefnd og
heimilt að hafa sameiginlega
nefnd með nágrannasveitarfélagi.
Þó er heimild fyrir því að nefnd-
irnar starfi áfram hvor í sínu lagi.
Minni sveitarfélög mynda hins
vegar með sér byggðasamlög um
þessi mál.
Samkvæmt lögum hefur gerð
og framkvæmd skipulagsáætlana
verið í höndum skipulagsstjórnar
ríkisins. Sú breyting er nú lögð til
að gerð og framkvæmd svæðis-
skipulags, aðalskipulags og deili-
skipulags verði í höndum sveitar-
stjórna en landsskipulags í hönd-
um ríkisins enda er þar um að
ræða skipulag sem nær til margra
sveitarfélaga.
Málskotsréttur einstaklinga
Jóhanna vék að málskotsrétti al-
mennings, telji hann á sér brotið
og sagði meðal annars: „Bygging-
arnefnd og byggingarfulltrúa geta
orðið á mistök og heimilað fram-
kvæmdir sem eru annan veg en
skipulag eða lög og reglur segja
fyrir um. Þessi mistök geta skert
Tillaga um öryggi í óbyggða-
ferðum þess efnis að gerðar verði
ráðstafanir til að bæta öryggi
þeirra sem ferðast í óbyggðum.
Flm: Kristín Einarsdóttir og fl.
Tillaga um að fela ríkisstjórn-
inni að efna nú þegar til sam-
keppni um tillögur um einkavæð-
ingu með sölu ríkisfyrirtækja og
hvernig skuli að henni staðið.
Flm: Kristinn Pétursson.
Tillaga um að fela samgöngu-
ráðherra að breyta reglum um inn-
heimtu Pósts og síma þannig að
lokunaraðgerðir verði mildaðar.
Flm: Ásgeir Hannes Eiríksson.
Tillaga um að láta kanna mögu-
leika á stofnun alþjóðlegrar björg-
unarsveitar með aðsetur á Islandi
sem sinni björgunarmálum á
Norður-Atlantshafi.
Flm: Jón Kristjánsson, Jóhann
Einvarðsson og Guðni Ágústsson.
Fyrirspurnir
Til utanríkisráðherra um
hvers vegna hafi ekki verið gefið
svar við þvi hvort Mannvirkjasjóði
Atlantshafsbandalagsins verði
leyft að gera forkönnun vegna
varaflugvallar.
Frá Halldóri Blöndal.
Til fjármálaráðherra um af-
nám jöfunargjalds og hvenær það
verði afnumið.
Frá Friðriki Sophussyni.
hagsmuni annarra íbúa. Með því
að gefa þeim sem telja rétti sínum
hallað með afgreiðslu byggingar-
nefndar kost á að skjóta máli sínu
til ráðherra til úrskurðar er verið
að tryggja á fljótvirkan hátt rétt
hins almenna borgara.'
Eftir að Jóhanna hafði lokið
máli sínu tók Birgir ísleifur Gunn-
arsson til máls og fann mjög að
frumvarpinu. Kvað hann það vera
miðstýringarfrumvarp og ganga í
þveröfuga átt miðað við hvað væri
að gerast í nágrannalöndunum.
Hann sagði í upphafi máls síns að
hann „hefði mjög miklar athuga-
semdir við þetta frumvarp." Um
lögverndaðan rétt einstaklingsins
hafði Birgir ísleifur m.a. þetta að
segja: „Það á ekki að vera hlut-
verk ríkisins, og allra síst með lög-
um, að setja reglur um það hvern-
ig sveitarstjórnir eigi að umgang-
ast það fólk sem hefur veitt þeim
umboð og sveitarstjórnir bera
ábyrgð gagnvart.”
Fólk fái að hafa áhrif
Birgir vék að ýmsum öðrum
þáttum frumvarpsins og gagn-
rýndi þar margt. Er hann hafði
lokið máli sínu tók Guðrún Helga-
dóttir til máls og hvað sér koma á
óvart hversu mikil ágreiningur
væri gerður um máliö nú því það
Til fjármálaráðherra um
könnun á tilhögun opinberra
rekstrarverkefna.
Frá Friðriki Sophussyni.
Til forsætisráðherra um
könnun á áhrifum lögbundinna
forréttinda.
Frá Friðriki Sophussyni.
Til forsætisráðherra um al-
þjóðlega ráðstefnu um verndun
hafsins.
Frá Friðriki Sophussyni.
Til menntamálaráðherra um
réttindastöðu kennara sem ráða
sig tímabundið sem höfundar hjá
Námsgagnastofnun ríkisins.
Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur.
Til utanríkisráðherra um
kynningu á sérstöðu Alþýðu-
bandalagsins til EFTA og EB við-
ræðna.
Frá Þorsteini Pálssyni.
Til utanríkisráðherra um
hvort auknir styrklr til sjávarút-
vegs í Noregi samrýmist samþykkt
Fríverslunarsamtakanna um frí-
verslun með fisk sem taka gildi á
miðju þessu ári.
Frá Þorsteini Pálssyni.
Til menntamálaráðherra um
hönnunarkostnað við Þjóðleik-
húsið.
Flm: Ásgeir Hannes Eiriksson.
Til féiagsmálaráðherra um
skipulag svæðisins umhverfis
Gullfoss og Geysi.
Frá Eiði Guðnasyni.
hefði ekki komið fram í nefndinni
sem vann að málinu. Hún lagði
áherslu á að það þyrfti að styrkja
stöðu skipulagsmála og að gefa
fólki aukna möguleika til að hafa
áhrif á sitt nánasta umhverfi væri
af hinu góða.
Þó eflaust orki einstaka liðir
frumvarpsins tvímælis þá virðist
það í heild sinni til mikilla bóta.
Það á eftir að ræðast á Alþingi og
nefndir að yfirfara frumvarpið og
hugsanlega verða gerðar á því
einhverjar lagfæringar. Einstaka
atriði sem snúa að valdsviði ríkis-
ins gagnvart sveitarfélögunum
virðast líklegust til að valda ein-
hverjum ágreiningi. Það ætti þó
ekki að koma í veg fyrir þetta, um
margt merka frumvarp, verði af-
greitt frá Alþingi.
TRYGGVI
HARÐARSON
Til heilbrigðisráðherra um
starfrækslu heilsugæslustöðva og
laun laekna á þeim.
Frá Ólafi Þ. Þórðarsyni.
Til forsætisráðherra um
hvaða ráðherra beri ábyrgð á því
að marka stefnu og skipuleggja úr-
bætur í meðferð nauðgunarmála.
Frá Guðrúnu Agnarsdóttur.
Til dómsmálaráðherra um fé-
lagslegar aðgerðir fyrir fanga og
aðbúnað þeirra.
Frá Guðrúnu Agnarsdóttur.
Til fjármálaráðherra um virð-
isaukaskatt í ríkjum Evrópu-
bandalagsins.
Frá Guðmundi H. Garðarssyni.
Til menntamálaráðherra um
stöðu byggingarframkvæmda við
grunnskóla og dagvistarheimili.
Frá Ólafi Þ. Þórðarsyni.
Til samgönguráðherra um
hvað hann hafi gert til að tryggja
að flugfélagið Flying Tigers lendi
áfram í Keflavík.
Frá Ólafi Þ. Þórðarsyni.
Til fjármálaráðherra um nýt-
ingu persónuafsláttar látins maka.
Frá Kolbrúnu Jónsdóttur.
Til fjármálaráðherra um
kostnað við upptöku virðisauka-
skatts.
Frá Þórhildi Þorleifsdóttur.
Til iðnaðarráðherra um hverj-
ir hafi fengið úthlutað úr Þróunar-
É É I .1. I ffl »
• ttllll -
dj tll LÍJ tti LÖ tö
sjóði lagmetisiðnaðarins og
hversu mikið.
Frá Ásgeiri Hannes Eiríkssyni.
Til samgönguráðherra um
áætlanir um að gera nýja olíuhöfn
á íslandi til að taka á móti ört
stækkandi olíuskipum.
Frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni.
Til menntamálaráðherra um
afstöðu hans til tillagna á norræn-
um vettvangi um að leggja niður
Norrænu sjóréttarstofnunina og
. um að leggja niður Norrænu þjóð-
fræðistofnunina.
Frá Ragnhildi Helgadóttur.
Til dcmsmálaráðherra um,
nýja lögregluvarðstofu í Stykkis-
hólmi.
Frá Inga Birni Albertssyni.
Til forsætisráðherra um
nefndir og ráð á vegum ríkisins og
greiðslur fyrir setu í þeim.
Frá Málmfríði Sigurðardóttur og
Danfríði Skarphéðinsdóttur.
Til félagsmálaráðherra um
álagningu fasteignagjalda fyrir ár-
ið 1990 í kaupstöðum og hrepp-
um.
Frá Hreggviði Jónssyni.
Til heilbrigðisráðherra um
eftirlit með innflutningi á græn-
meti og öðrum matvælum.
Frá Stefáni Valgeirssyni.
Til heilbrigðisráðherra um
fjölda fóstureyðinga á síðasta ári
og kostnað vegna þeirra.
Frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni.