Alþýðublaðið - 17.02.1990, Side 12

Alþýðublaðið - 17.02.1990, Side 12
Fólk Harpa Hrund Haf- steinsdóttir, heimasæta að Ytra-Vallholti í Skaga- firði, hafði sannarlega heppnina með sér um síð- ustu helgi. Þá keypti hún tíu lottóraðir fyrir föður sinn í kaupfélaginu í Varmahlíð. Þetta kvöld blótaði fjölskyldan þorra í Miðgarði, — en daginn eftir var kveikt á mynd- bandstækinu til að ,,sjá Bassa vinna söngva- keppnina", eins og hús- bóndinn Hafsteinn Lúð- víksson segir í samtali viö blaðið Feyki. Á upp- tökunni var drátturinn í lottóinu sýndur, og kom þá í Ijós að fjölskyldan var 6,5 milljónum króna rík- ari. Þau Hafsteinn og Steinunn Sæmunds- dóttir kona hans eru þó ákveðin í að láta mikla peninga ekki rugla sig í ríminu. „Maður býr bara áfram," segja þau. ★ Bassi, sem getið er í klausunni hér á undan er að sjálfsögðu Skagfirðing- ur, heitir reyndar Hörður G. Ólafsson, tannsmiður á Sauðárkróki, lék í eina tíð í hljómsveit með þeim landsfræga stuðkalli, Geirmundi Valtýssyni, sem oftlega hefur komið við sögu í Islandsriðli Sönglagakeppni Evrópu, og oft naumlega misst af sigrinum. Hörður er nú í annarri hljómsveit á Króknum, enda ríkir þar sem víðar samkeppni í hljómsveitabransanum. ★ Umhverfismál eru orð- in mál sem allur almenn- ingur hugsar um, og mikil og góð breyting hefur orðið á öllu hugarfari fólks til þessara þátta í lífi okkar. Á næsta ári fer fram í Reykjavík norræn ráðstefna — Miljö 91 — og fjallar um umhverfis- menntun. Stendur hún dagana 12—14. júní. Rík- isstjórnin stendur að baki ráðstefnuhaldinu, en þriggja ráðuneyta sam- starfsnefnd er þegar farin að vinna að ráðstefnu- haldinu. í nefndinni eru Þorvaldur Örn Arna- son, námsstjóri, Elín Páimadóttir, blaðamað- ur tilnefnd af félagsmála- ráðuneyti, og Hrafn V. Friðriksson, tilnefndur af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti. Sig- urlín Sveinbjarnardótt- ir, námsstjóri vinnur í hálfu starfi að undirbún- ingi. Búast má við mikl- um fjölda ráðstefnugesta. ................................................................................. Laugardagur 17. febr. 1990 Verðlaunahafarnir Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag Skipulagshneykslid í Rimahverfi: Hönnuðir borgi hnndvömmina — segir Gissur Símonarson í byggingarnefnd Reykjauíkur „Prufuholurnar voru boraðar mánuði eftir að deiliskipulagið var sam- þykkt. Til þess tíma hafði verið notast við dýptartöiur, sem fengust þegar holræsi var lagt frá Gufuneskirkjugarði, en sá gröftur gaf til kynna 2—4 metra dýpi,“ sagði Gissur Símonar- son, fulltrúi Alþýðu- fiokksins í byggingar- nefnd Reykjavíkur. Alþýðublaðið benti fyrst fjölmiðla á þau stórbrotnu mistök sem orðið hafa á deiliskipulagi Rimahverfis. Hafa borgaryfirvöld lagt á sig mikið erfiði að koma af sér allri sök í þessu máli. Talsmenn meirihluta í borg- inni vilja meina að þrátt fyrir þessi stórfelldu skipu- lagsóhöpp hafi þeir þrátt fyrir allt hagnast á þeim, — fólk vilji fremur fjölbýlishús en einbýlishús. Gissur Símonarson sagði að augljóslega hefði átt að vinna rétt að skipulaginu frá fyrstu tíð, mistök kost- uðu ævinlega mikið fé, ekki síst skipulagsmistök. Kvaðst hann undrast það að hjá borginni eru engar sérstakar mótaöar vinnu- reglur við kannanir á dýpt jarðvegs, — ekki fyrr en kemur að hönnun gatna. Væri því greinilegt að hjá skipulagsdeild borgarinnar rikti skipulagsleysi. „Vinnu- brögð eins og þessi verður aö bæta hið fyrsta, þau mega ekki endurtaka sig," sagði Gissur og bætti við að að hans áliti bæri arkitekt- um og verkfræðingum sem skaða sem þessum valda með vinnubrögðum sínum, að greiða þann kostnað sem af mistökunum hljót- ast. Til viðbótar því að lóðir hafa reynst „botnlaus hít“ á hluta hverfisins, hefur tek- ist heldur slysalega til með hönnum Langarima, eða Ormsins langa, sem orðiö hefur að krókóttum stíg, nánast ófærum til strætis- vagnaaksturs. Jfc* ■ Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur: Vill meira fé til „mjúku málanna VEÐRIÐ I DAG Austan eða norðaustan- átt, víða stormur eða rok við suðurströndina en hæg vestlæg átt i öðrum landshlutum. Hægast i innsveitum Norðanlands. Snjökoma eða slydda um sunnanvert landið og allt að þriggja stiga hiti en úr- komulaust og vægt frost norðan til. í gærmorgun voru verðlaun afhent fyrir krossgátu- og myndagátulausnir Alþýðublaðsins. Krossgátuverð- launin féllu i hlut Önnu Guðmundsdóttur Leirubakka 10. Vinningshafinn fyrir lausn á myndagátu var starfs- fólk bókhaldsdeildar Búnaðarbankans. Höfuöpaur- inn var Sigurborg Hjaltadóttir sem á myndinni sést taka við verðlaununum. — A-mynd E.ÓI — en minna til ráöhúss og rándýrrar gatnageröar uiö Sœtún Minnihlutinn í borgar- stjórn iagði til verulegar breytingartillögur við fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1990. Minnihlutinn legg- ur til að rekstrargjöld borgarinnar verði aukin um 232 milljónir króna miðað við fjárhagsáætl- un meirihlutans. Veru- legur áherslumunur er á tillögum minni- og meiri- hlutans, minnihlutinn vill leggja höfuðáherslu á uppbyggingu félags- legrar þjónustu en skera niður í ýmsum fram- kvæmdum, s.s. við ráð- húsið, en þar vill minni- hlutinn að skorið verði niður um 250 milljónir og að auki má nefna að minnihlutinn vill fresta umfangsmiklum gatna- gerðarframkvæmdum við Sætún sem áætiað var að kostuðu yfir 100 milljónir. Minnihlutinn leggur áherslu á að tekjur borgar- innar hafi alltaf orðið hærri en áætlað hafi verið, þess vegna sé óhætt að hækka rekstrargjöldin sem því nemur. Við niðurskurð á framkvæmdum við ráðhús, gatnagerðina i Sætúni og meö ýmsum tilfærslum á fjármagni losna um 600 milljónir króna sem minni- hlutinn vill að veittar verði til eflingar á margvíslegri félagslegri þjónustu. Skólamál eru þar ofar- lega á lista, minnihlutinn vill auka hlut þeirra um tæpar 140 milljónir, dag- vistarmál eiga líka að fá mun hærri skerf en meiri- hlutinn gerir ráð fyrir, alls gerir minnihlutinn ráð fyrir að hækka framlag til bygg- ingar dagheimila og leik- skóla um tæpar 90 milljónir króna miðað við fjárhags- áætlun meirihlutans. Minnihlutinn vill að dag- vistarrýmum verði fjölgað um 1800 á næstu fjórum ár- um og bendir á að það sé rangt hjá Davíð Oddssyni að Reykjavíkurborg sinni hlutverki sínu vel hvað þennan málaflokk varðar. Samkvæmt upplýsingum sem minnihlutinn hefur sent frá sér þá stendur Reykjavík lakast höfuð- borga á Norðurlöndum þegar borinn er saman fjöldi þeirra barna á for- skólaaldri sem eiga kost á heilsdagsvistun í höfuð- borgunum. Reykjavík hef- ur 14% en t.d. Stokkhólmur sem stendur best höfuð- borganna býður um 60% barnanna upp á heilsdags- vistun. Varðandi málefni aldr- aðra vill minnihlutinn aö framlag í þeirra þágu hækki um 77 milljónir króna, úr 222.5 milljónum króna í tæpar 300 milljónir. Framlag til B-hluta Borgar- spítala á lika að hækka samkvæmt tiilögum minlni- hlutans um rúmlega 100 milljónir en þar með fjölgar hjúkrunarrýmum veru- lega. Slinnihlutinn hefur bent ð ef farið hefði verið að þeirra tillögum varðandi málefni barna og aldraðra hefði Reykjavíkurborg eytt í þau rúmlega 1300 milljón- um króna meira en hún hefur gert á kjörtímabilinu. Að auki hefur minnihlutinn bent á að á kjörtímabilinu hefur verið varið rúmlega 2.5 milljörðum í ráðhús og snúningshús á Öskjuhlíð, fé sem hann hefði kosið að verja í annað. Breytt for- gangsröð er boðskapur minnihluta borgarstjórnar- innar með tillögum sínum. ÍSLAND Hitastig ■ borgum Evrópu kl. 12 i gær að islenskum tima.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.