Tíminn - 13.06.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.06.1968, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. júní 1968. TIMINN 5 Óhreint mjöl í poka Starri sfcrifar úr Mývatns- sveit: „I-Iinn 14. maí birtist í Þjó'ð viljanum greinarkor.n frá mér sem bar ytfirskriftina: Krafist svars. Þar var ég aS krefjast svara við ýmsum spurningum varðandi 25% hækku-n á raf- magnsverði, sem okkur raf- magnsnotendum er gert að greiða nú. Spurningar mínar fjölluðu og um viðskipti raf- veitunnar við Kísiliðjuna h.f. hér í sveit, svo og verðmismun á rafmagni í bæjum og sveit- um. Skulu spurningar mínar í áðurnefndri grein ekki rakt- ar hér nánar. Nú er enginn hlutur sjálf- sagðari né eðlilegri en að raf- magnskaupandi heimti svör við þvi frá þeim, sem þessar hækk anir ákveða, hver sé orsök þess ara gífuriegu hækkana á raf- orkuverði. Vitanlega hlýtur það að vera sjálfsögð skylda þeirra er þessum ósköpum ráða, að skýra ótilkvaddir frá orsökum hækkananna. En fyrst að á annað borð þarf að ganga eftir þeim upplýsingum er það það minnsta, sem af þeim verður krafizt, að þeir bregðist fljótt og vei við. En það er öðru nær en þeir sjái sóma sinn í því, því enn hafa þeir háu herr ar ekki svaráð spurningum mínum einu orði. Á þeirri furðulegu framkomu er aðeins ein skýring: Þeir hafa „óhreint mjöl í pokanum". Óverjandi hækkun Sennilega er þessi rafmagns hækkun óverjandi með öllu, og því þykir ráðamönnum henn- ar ráðlegast að þegja sem fast- ast. Þessum herrum væri holt að minnast þesis, að rafveitur ríkisins eru ekki þeirra einka- eign og þeir geta ekki ákveðið raforkuverð að eigin geðþótta, líkt og kaupmaður á vöru sinni á Viðreisnartímum, án þess að standa binum raunverulegu eigendum og notendum, al- menningi í landinu, reiknisskap gerða sinna. Meðan ég fæ ekki undan- bragðalaus svör við þeim spurn ingum, er ég varpaði fram í Þjóðviljanum, rneðan ekki fæst viðunandi skýring á raf- magnshækkuninni, sé ég enga ástæðu ,til að greiða síðasta raf magnsreikning, og mér er kunnugt um að fleiri bændur hér í sveit munu fara eins að. Héraðsrafmagnsveiturnar mega þá bæta gráu ofan á svart og loka fyrir rafmagnið hjá okk- ur. Sá orðrómur gengur hér, og er næsta sennilegt, að hann hafi við rök að styðjast, að rekstur Laxárvirkjunar gangi svo vel, að hún hafi alls ekki þurft á neinni hækkun raforku verðs að halda, það er meira að segja haft eftir kunnugum mönnum, að Laxárvirkjunin hefði fremur getað staðið sig við að lækka rafmagnsverð til neytenda. Vilja ráðamenn þeirrar stofn unar gefa skýrs-lu um, hvað hæft sé í þessum orðrómi? Verðskrá frá Akureyri Mér hefur borizt í hendur verðskrá Rafveitu Akureyrar. Næsta fróðlegt plagg, þegar það er borið saman við verð- skrá héraðsrafveitnanna. Þar stendur, að Akureyringum beri að greiða kr. 1,25 fyrir kílóv.st. til heiornilisnota. Við sveita- menn greiðum kr. 2,00. Munur inn sem sagt 75 aurar. Ja, fyrr má nú rota en dauðrota. Hið liága verð til Akureyr- inga er byggt á því, að Akur- eyrarbær eigi hluta af Laxár- virkjun móti ríkinu. Því er eðlilegt, að spurt sé: Hve stór- an hluta Laxárvirkjunar á Ak- ureyraribær, eða réttara sagt, hvað mikill hluti þeirrar raf- orku, sem Laxárvirkjun fram- leiðir, er framleitt af eignar- hluta Akureyrar, og hvað af eignarhluta ríkisins, og enn- fremur: Hvað notar Akureyri mikinn hluta af raforkunni frá Laxárvirkjun? Auðvitað notar Akureyri aldrei nákvæmlega það magn af raforku, sem eignarhluti hennar framleiðir. Er þá tvennt til og hvorugt gott. Gangi Akureyri frá „leifðu“ af sinni raforku, selur Akureyri okkur hinum afga.nginn á 75 aurum hærra verði. Þurfi Akur eyri hins vegar á meiri raforku að halda kaupir hún hana af ríkinu á 75 aururn lægra verði en við. Hér er það næsta ótrú legt, að Akureyringar borgi sitt rafmagn undir kostnaðar- verði, svo líklegt má telja, að við borgum aldrei minna — sennilega meira — e.n 75 aur- um hærra verð og samsvar- andi í fastagjöldum umfram það, sem kostar að framleiða raforkuna. Það virðist sama hvernig þessu máli er velt fyrir sér, það er óviðunanlegt ranglæti, að raforka frá raforkuverun- um sé seld misháu verði til notenda. Raforka og olía Auðvitað á að gilda það sama með raflorku og olíu, hún á að seljast á sama verði um la,nd allt, án tillits til þess, hvort menn búa í sveitum eða bæjum. Er furðanlegt að sam- tök bænda svo og þeir, sem á Alþingi sitja og telja sig á einhvern hátt fulltrúa bænda þar, skuli ekki hafa gert þetta mál að baráttumáli fyrir löngu, og leitt það til sigurs. Þessi verðlagsmál rafork- unnar eru aðeins eitt dæmi þess, sem nú er mjög stundað í landi voru: Að níðast á bænd um og búalýð. Er skákað í því skjóli að bændur séu svo dreifðir, innbyrðis ósamþykkir og misjöfn þeirra sjónarmið, að þeir muni ekki verða sam- taka til að hrinda hinurn marg- víslegu árásum. En þetta at- hæfi á eftir að hefna sín þó síðar sé. Bændur eru seinþreyttir til vandræða, en að því hlýtur að koma að þolinmæði þeirra þrjóti, og er þá ekki gott að spá, hver verður framvinda mála. Að endingu skal skorað á þá, sem ábyrgir eru í þessum raf- magnsmálum að svara þeim spurningum. sem ég hef varpað fram í þessum tveimur blaðagreinum, undanbragða- laust og án tafar. Það bíða fleiri eftir svari en ég“. Neyzlubann Hér er bref frá Guðjóni B. Guðlaugssyni: „Of sjaldan birtast í blöðum eða koma fram í útvarpi og sjónvarpi, raddir gegn eitur- notkun íslendinga. Þó eru það einstaka góðir menn, er láta til sín heyra um þau efni. Ég vil taka í streng með þeim. Rúmlega hálfrar aldar barátta mín fyrir bindindi á áfengi og tóbak og aðrar eitur nautnir og umhugsun um þau mál hafa sannfært mig um að ekkert nægir eða kemur til greina af því, sem mönnum hefur komið til hugar í því sambandi nema algjört bann. Ekki einungis aðflutningsibann heldur fyrst og fremst neyzlu- bann. Eiturnotkun er glæpur í hvaða mynd, sem hún er fram kvæmd, glæpur og synd gagn- vart neytandanum sjálfum, samfélaginu og guði. Vín- neyzla er höfuðglæpur. Af h-enni spretta aðrir glæpir og vegna hennar eru flest afbrot framin. Örsjaldan drekka menn áfengi vegna þess að þeir hafi framið aðra glæpi að minnsta kosti heyrist sjaldan um það geti'ð, en daglega fréttist um það að einhver eða einhverjir hafi framið glæp eða lent í ein hverri ógæfu vegna þess að hann eða þeir hafi verið drukknir eða þá vegna löngun- ar í áfengi. Maður, sem hefur neytt víns er umhverfi sínu stórhættu- legur. Lokum ekki augunum fyrir þeirri staðreynd, sem vís- indin hafa leitt í ljós og sann- að að hver sá maður, sem hef- ur bragðað áfengi, þótt ekki sé nema minnsta skammt, hef- ur lamast á dómgreind og gert sig ófæran til a-llra starfa, sér- staklega þeirra, sem krefjast nákvæmni svo sem stjórnar á bifreiðum,, vinnuvélum alls- konar og öðrum nútímatækj- um, er þurfa nákvæma með- höndlun. Hér áður fyrr, á meðan hesturinn og áraskipin voru aðal farartækin, slarkaði þetta stundum einhvern veg- inn af, þó að menn brögðuðu áfengi, a.m.k. meðan blessað- ir hestarnir fengu að ráða fyrir mönnunum. Það urðu þó æði mörg umferðarslysin þá, bæði á sjó og landi, af vínsins völd- um. Nútíma farartæki verða að láta manninn stjórna sér og það allsgáðan. Almennt er við urkennt, að til þess séu ekki aðrir færir en þeir, sem eru alveg lausir við áfengiseitur- efnin úr líkama sínum möi\- um klukkutímum áður. í ná- inni framtíð verður gerð sú krafa til þeirra, sem stjórna farartækjum, hvort heldur cr í lofti, á láði eða legi, og öðr- um slíkum tækjum, að þeir séu algjörir bindindismenn á allar eiturnautnir .Eiturna-utna lif samrýmist ekki nútíma lifn aðarháttum og nútíma tækni. Enginn er óhultur fyrir áhrif- um þeirra og verknaði. Þess- vegna er eiturneyzla einstakl- ingsins öllum viðkomandi. Þeir, sem vinna ekki gegn eit- unneyzlu eru samábyrgir neyt- endanum með afskiptaleysi sínu. Þetta mál er því engum óviðkomandi, þó að sumum finnist svo. Það, sem veldur þessum ósköpum, eitursölunni og eiturneyzlunni í heiminum, er eins og allir vita miskunnar ■ laus fégræðgi þeirra, er fram- k leiða það og selja og lágar 1 hvatir þeirra, sem kaupa það I og neyta þess, hafandi sig að ginningarfíflum fégráðugra manna eða réttara sagt þorp- ara. Vinna gegn áfengis- og eiturlyfjaneyzlu Fróðir menn hafa á öllum öldum reynt að vinna gegn áfengisbölinu og eiturnautnum með því að reyna að koma vitinu fyirir þá fiávita, sem gerzt hafa eiturneytendur, en sú barátta hefur að furðu litlu gaigni komið miðað við erfiðið. Ber þar margt til umfram það, sem að framan greinir. Áfeng inu hefur alltaf tekizt að sigla undir fölsku flaggi á skraut- fleygi tízkunnar og samkvæm- islífsins. Það hefur aldrei ver- ið nefnt réttu nafni, enda ekki þolað það, heldur borið ýms gælunöfn, fjarsbæð í eðli sínu og áhrifum, svo sem: Brjóst- birta, tár, guðaveigar, sem lífga siálarýliinn o. þ. h. talið sjálf- sagður drykkur og jafnvel fæðutegund og læknismeðal. Það er tími til kominn að líta áfengið réttu auga og nefna * það réttu nafni, sem er eitur. £ Það verður að taka það alvar- legum tökum og réttum og 1 banna með lögum neyzlu þess, 1 eins og annarra eiturnautna. | Við, sem komin vorum til 1 vits og ára árið 1915 vitum | að ekkert hefur fært íslenzku | þjóðin.ni jafnmikla bles-sun og aðflutmingsbannið þessi tvö ár sem það var í fulilu gildi. (Þá voru t.d. ekki nema tveir fang ar í „Steininum" fyrra árið, en einn það seinna). En illum öfl um bæði utanlands frá og þó sérstaklega imnanland's, tókst að rífa það niður og því fór sem fór. í staðinn fyrir að herða á bannlögunum t.d. með því að setja á algjört neyzlu- bann og skipa áfenginu eins og vera bar í flokk með öðrum glæpavöldum og glæpum af grófari tegundum, svo sem þjófnaði og manmdrápum. En síðan, illu heilli, hefur Bakkus verið hinn ókrýndi forsiætis- og dómsmálaráðheira þessa lands og áfengisverzlunim skálkaskjól hans og mjólkurkýr þeirra, sem eru umiboðsmenn fyrir er lemda áfengisframileiðendur og áfengisauðmagn, erlent og hér- lent. Blóðtaka hér íslenzku þjóðinni hefur ver- ið látið blæða á altari þeirra fégráðugu mamna svo skipt hef ur hundruðum milljóna króna á ári, að svo miklu leyti, sem hægt er að reikna í krónum og kaupum, en hitt, sem er mar.gfalt rneiri skaði verður ekki í tölum talið, svo sem dauðsföll, sjúkdómar, slys, heimilisófriður, sálarkvalir, sorg, ástvinamissir, tár, fátækt. vonsvik, ræfildómur, auðnu- leysi, stöðumissir, eyðilegging verðmæta, óunnin dagsverk o.m.fl. Það er enginn vandi að framkvæma neyzlubann á eit- urnautnum ef réttir menn vilja gera það. Það er fyrst og fremst á valdi æðstu manna þjóðarinnar hvernig til tekst. Hvar, sem Bakkus og fylgi- fiskar hans ætla að setjast að völdum, eiga leiðtogar lamds- lýðsins að vera viðbúnir að gera skyldu síma og reka hann og allt hans hyski á dyr. For- setinm, ráðherrarnir, þingmenn Framhald á bls. 12. tsm Á VÍÐAVANGI Jafnréttindi og sérréttindi Morgunblaðið reynir í gær að snúa út úr og rangtúlka sam- þykktir samvinnumálaráðstefnu þeirrar, sem haldin var á Akur- eyri um síðustu helgi. Segir Mbl., að í ályktunum felist sér- réttindakröfur. í þessum skrif- um Mbl. birtist hið rétta hugar- far Sjálfstæðisflokksins gagn- vart samvinnufélögunum. Þegar farið er fram á að samvinnufé- lög njóti fulls jafnréttis við aðra, að fjölmenn samtök al- mennings fái eðlilega fyrir- greiðslu hjá ríkisvaldinu til jafns við aðra, þegar farið er fram á að fyrirtæki samvinnu- félaga fái að njóta jafnréttis við aðra við skiptingu rekstrar- og framkvæmdafjármagns, sem er í höndum hins opinbera, þá heitir það á máli Morgunblaðs- ins sérréttindakröfur. Uppbyggingarafl landsbyggðar Það treystir sér enginn til að bera á móti því — ekki einu sinni Morgunblaðið — að sam- vinnufélögin hafa verið brjóst- vörn og uppbyggingaraflið í hinum dreifðu byggðum landis- ins. I ýmsum byggðarlögum væri nú öðru vísi umhorfs, fólkið þar færra og kjör þess verri, ef samvinnufélaganna, samtaka fólksins sjálfs, hefði ekki notið við. Fjármagn sam- vinnufélags verður ekki flutt brott af þeim stað, sem það starfar, það er eign byggðarinn- ar og trygging hennar til fram- tíðar. Fólkið í samvinnufélag- inu ræður með jöfnum rétti hver fer með stjórn félagsins og hver er stefna þess. Þar er hinn smæsti jafnréttar hinum stóra. Þeir, sem setja kapitalið ofar manninum, telja það sér- réttindi, þegar farið er fram á að slík félög fái eðlilega fyrir- greiðslu. Ályktanir Til að Ieiðrétta ennfremur útúrsnúninga Morgunblaðsins er rétt að birta hér í heild ályktun Akureyrarráðstefnunn- ar: 1. Félagsmálahreyfingar gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðis- þjóðfélagi. Þær eru mótandi afl í baráttu þjóðarinnar fyrir bætt um lífskjörum. Samtök eins og samvinnufélögin tryggja félags- legt jafnræði þegnanna og þátt- töku þeirra í sköpun eigin kjara og tryggja jafnframt áhrif þeirra á undirstöður efnahags- lífsins, bæði i framleiðslu, verzlun og þjónustu. Bein áhrif fólksins á framkvæmd efnahags aðgerða og menningarmála eru grundvöllur hins félagslega lýðræðis, sem er lífæð sam- vinnusamtakanna. Samvinnu- hreyfingin hlýtw því að gegna mikilvægu hlutverki í efnahags og menningarmálum þjóðfélags- ins. Tii þess að samvinnuhreyf- ingunni takist að rækja þetta í framtíðinni verður ríkisvaldið að viðurkenna hlutverk hennar, og cryggja rétt samvinnuhreyf- ingarinnar við skiptingu rekstr ar- og framkvæmdafjármagns. 2. Samvinnuhieyfingin hefur reynzt brjóstvöni og sóknarafl hinna dreifðu byggða i fram- fara baráttu þeirra. Nauðsyn- legt er að samvinnuhreyfingin búi við þau skilyrði, sem geri henni kleift að rækja forystu- Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.