Tíminn - 13.06.1968, Síða 7

Tíminn - 13.06.1968, Síða 7
FIMMTUDAGUR 13. júní 1968. TIMINN MME Jónas Þorbergsson - fyrrverandi útvarpsstjóri f dag verður borinn til moldar Jónas Þorbergsson, einn af 'helztu forustumönnum þeirrar kynslóðar, sem mestar umbætur hefur gert á íslandi. Sú kynslóð kom til starfa um það leyti, sem landsstjórnin varð innlend á fyrsta ára- tugi þessarar aldar. Hún tók þar við árangrinum af sjálf- stæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar og ávaxtaði hann svo vel, að fá dæmi eru til um meiri framfarasókn í sögu nokkurrar þjóðar. Saga Jónasar Þorbergssonar er gott dæmi um starf þessarar kynslóðar. Hann var alinn upp í fátækt og heilsuleysi. Hann brauzt samt til utanferðar og aflaði sér þannig menntunar og aukins víðsýnis. Eftir allanga dvöl erlendis hélt hann heimleiðis og gerðist strax sam- herji þeirra leiðtoga ungmennafélaganna, sem unnu að því að koma á nýrri flokkaskipan í landinu í samræmi við breytta tíma. Að dómi þeirra valt nú ekki lengur mest á baráttu við Dani, heldur á sjálfstæðisbaráttunni inn á við, — að gera þjóðina efnalega og menningarlega sjálfstæða. Á þeim grundvelli stofnuðu þeir Framsóknar- flokkinn og Alþýðuflokkinn, — annan í nánum tengslum við samvinnufélagsskap sveitanna, hinn í nánum tengsl- um við vaxandi verkalýðshreyfingu bæjanna. Undir leið- sögn þessara manna urðu stærri og mikilvægari umbæt- ur á högum þjóðarinnar á næstu tveimur áratugum en nokkru sinni fyrr og síðar, þótt skilyrði væru oft hin erfiðustu, einkum á tímabili heimskreppunnar mildu. í þjónustu þessara samtaka var Jónas Þorbergssyni fyrst falið það starf að stjórna blaði Framsóknarmanna á Akureyri. Hann varð strax einn af snjöllustu blaða- mönnum þjóðarinnar. Hann tryggði Degi þá forustu, að hann hefur jafnan síðan verið aðalblað landsins utan Reykjavíkur. Þegar Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jóns- son urðu ráðherrar, þótti Jónas Þorbergsson sjálfkjörinn til að vel’ða ritstjóri Tímans, aðalblaðs Framsóknarflokks- ins. Þótt hann gegndi því starfi ekki nema um tveggja ára skeið, mun stjórn hans á Tímanum lengi minnst, og talin mikil fyrirmynd. Jónas hvarf frá Tímanum til að taka við starfi, sem jafnan mun geyma nafn hans í íslandssögunni sem eins mesta brautryðjenda þessara tíma. Hann fékk það verkefni að sjá um stofnun og starfrækslu íslenzks útvarps. Undir forsjálli, framsýnni og dugmikilli forustu hans varð útvarpið brátt ein mesta menningarstofnun þjóðarinnar. byggð á traustum fjár- hagslegum grunni. Það forustuverk Jónasar Þorbergs- sonar mun því betur metið, sem lengra líður frá styrn- um, sem stóð um hann, eins og títt er um dugmikla at- hafnamenn. Jónas Þorbergsson náði þeim mikla árangri, sem raun ber vitni, ekki aðeins vegna þess, að hann var óvenjuieg- ur gáfumaður, heldur engu síður vegna þess, að hann var heill og óskiptur hverju því máli, sem hann vann. Gott dæmi um það var sigursæl barátta hans fyrir heilsu- hæli á Norðurlandi. Jónas Þorbergsson var jafnan mikill áhugamaður um andleg mál. Ilann trúði örugglega á annað líf og kveið því engu að vera kvaddur yfir landamærin. En jafn örugglega og Jónas trúði á annað líf, er það öruggt, að hann mun hérna megin landamæranna halda áfram að lifa í verkum sínum og þau þykja til fyrirmyndar og leið- sagnar hjá þeim blöðum og þeirri mikilvægu menningar- stofnun, sem hann helgaði krafta sína. Með þeim orðum kveður Tíminn þennan gamla ritstjóra sinn, óskar honum blessunar í hinum nýju heimkynnum ,og að minningin um þennan sérstæða og mikilhæfa mann verði ástvinum hans styrkurinn í sorg þeirra. Tíminn mun geta Jónasar Þorbergssonar nánar í næstu íslendingaþáttum blaðsins. Nemendasamband Menntaskólans í Reykjavík Nemendasamband Menntaskólans í Reykjavík heldur stúdentafagnað að Hótel Sögu sunnudag- inn 16. júní og hefst fagnaðurinn með borðhaldi kl. 19,30. Miðasala í anddyri Súlnasalar föstudaginn 14. júní kl. 4—7 e.h. og laugardaginn 15. júní kl. 4—6 e.h. i [ t J > VEIDIMENN Góður ánamaðkur til sölu. Sendur heim að kvöldi ef pantað er fyrir kl. 5. Upplýsingar í síma 23324 kl. 9—5 og í 41224 á kvöldin. Trúin flytur fjöll. — Við flytjum allt annað SENDIBÍLASTÖOtN HF. BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA m Sjónvarpstækin skila afburða hljóm og mynd FESTIVAL SEKSJON Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig með FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — Með öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRA UÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126 Sími 24631. HARÐVIÐAR DTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.