Tíminn - 13.06.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.06.1968, Blaðsíða 6
6_____________________________________TÍMINN Helgi Haraldsson, Hrafnkeísstöðum: Ég var nýlega á ferð í höfuð- staðnum Reykjavík og auðvit- að las ég Morgunblaðið, því ég er kaupandi. Það er oft, að ég hleyp fyrst yfir Velvakanda, og eins geTði ég núna. Þar rakst ég á alleinkennilega fyrirsögn á þessa leið: „Menningarvitar Fram sóknar.“ Þar er þetta meðal ann- ars: „ég sagði fátt um þessa hluti en reyndi að læða því að mönnum, að Framsóknarflokkurinn vœri það ftór, að þar hlytu menningar . vitar einnig að vera innan borðs. ! Hafði ég þá í huga menn eins og í Halldór á Kirkjubóli og Helga á Hrafnkelsstöðum.“ Undir þessu eru stafirnir Þ. G. Við Halldór þökkum víst þessa nafnbót. Það held ég, að hljóti i að vera skrítin manntegund, sem þeir hjá Velvakanda nefna þess um nöfnum. Annars er þetta eitt- hvað alveg nýtt úr orðabók Mogg ans, því ekki er það í neinni ann i arri orðabók. Því hefi ég gætt að. i Ég held að það megi ekki dragast ( lengi að borga Velvakanda skírnar ! tol'linn. Ég er sem stendur alveg skuldlaus við alla og æitla að : reyna að verða það úr þessu, ( hvora leiðina sem ég fer. Mér ^ t þætti slæmt, ef ég gengi um hjá ! ‘ tykla-Pétri, að það vitnaðist, að j ætti ógoldinn skírnartoll hjá Vel- vakanda. Nú er Velvakanda og bræðrum hans við Moggann auðvitað ekk ert eins kært og að ég lýsi fyrir alþjóð þeirri hámenningu, sem þróast í kringum þá bræður, og þeir skulu ekki tapa á því að gefa mér þetta gullfallega nafn. Á föstudagskvöldið fór ég í Nýja Bíó til þess að horfa á mynd, sem hét Hlóbarðinn. Það er einhver sú mikilfenglegasta og glæsilegasta litkvikmynd, sem gerð hefur verið enda hlaut hún 1. verðlaun á al- þjóðakvikmyndaihátíðinni í Cann- es, sem bezta kvikmynd ársins. Myndin gerist á dögum frelsishetj unnar Garibaldi 1860. Það er ekki ofsagt, að þetta er ein allra glæsilegasta kvikmynd, sem ég hefi séð á ævinni, og ég hefi séð allmargar. Ég gerði það mér til gamans að kasta tölu á bíógesti um leið og ég fór út. Þeir voru 17, segi og skrifa 17, sem höfðu áhuga að sjá þetta lista- verk. Á laugardag var ég svo á labbi inn á Laugavegi á fjórða tímanum. Aliit í einu komst ég ekkert j áfram. Það var biðröð af fólki út ! á götu. Þetta hafði ég ekki séð j síðan á stríðsárunum, þegar allt var skammtað. Hér hlaut að vera eitthvað á ferðinni, sem fólkið hafði áhuga á. Þetta upplýstist fljótt. Það átti að sýna sæn-ska mynd kl. 5 eftir meira en klukku tíma. Það er bezt að athuga þetta. Ég er ekki menningarviti fyrir ekki neitt. Það vildi mér til, að ég hef stundKm komizt í kast við hungraða sauði í harðindum, og þetta var líkast því. Miða náði ég í og komst inn í forsalinn. Það er rétt, að ég fræði les- endur á þvi, sem ég var að hugsa þennan klukkutíma, þangað til myndin byrjaði. Fyrst hvarflaði hugurinn áð jafnöldrum þessa glæsilega unga fólks fyrir 50 árum. Þessi hópur var langtum þroskaðri líkamlega en j’afnaldrar þeirra fyrir 50 árum. Þá var ég formaður ungmennafélagsins í sveitinni, og þá sást tæplega vín á ungum manni í sveit. Hann var vinnulegri hópurinn, sem aldamóta mennirnir spruttu upp úr, og ég þori að fullyrða: þar í hóp voru fleiri, sem vissu, hvað þeir vildu. Ég sá æðistóran hóp við Stjömu bíó þetta kvöld, sem minnti á lýsingu Bólu-Hjálmars á Sölva Helgasyni: „Gæfuleysið féll að síðum“. Við hverju er líka að bú- ast í þjóðfélagi, sem hefir það • á* velur íslenzkt í innkaupum til heimilisins. Með því gerir hón góð kaup og eflir um leið íslenzka framleiðslu, stuðlar að atvinnuöryggi og bættum þjóðarhag. fyrir einkunnarorð: allt skal frjálst, hver fjandinn sem það er. Nú fæ ég það auðvitað á nas- irnar: þið voruð ekki hóti betri. Ég ætla að benda á eitt dæmi, sem er sláandi. Um aldamótin síðustu var einn maður, sem talaði með mesta hispursleysi um feimnismálin svo- kölluðu. Það var snillingurinn Þor steinn Erlingsson. Þessi maður var bókstaflega hafður útundan. Þá voru þingmenn þing eftir þing að rífast um, hvort þeir ættu að leggja í svo hæpna fjárfestingu að veita Þonsteini 600 kr. skálda styrk. Það var þá, sem virðulegur klerkur og þingskörungur, afi Sigurðar Bjarnasonar ritstjóra Moggans, lýsti því yfir, að hann hefði bannað börnum sínum að lesa Eiðinn, og Eggert á Breiða- bólstað tók í sama strenginn. Ég tala ekki af neinum ókunnug leik um þessi mál, því Þorsteinn var giftur náfrænku minni og var oft á heimili mínu. Það gekk í*/o langt, að þegar Þorsteinn var að skrifa dýrasögur í Dýravininn fyrir Tryggva Gunnarsson, þá þorði hann ekki að láta nafnið sitt undir þær af því, eins og hann orðaði það, hann var hræddur um, að dýrin mundu verða látin gjalda þess. Þó eru þessar sögur einhverj ar dýrustu perlur í íslenzkum bók- menntum, svo sem eins og Gamli Lótan, Músa-Darjan og Bondóla kisa. Hvað sagði Þorsteinn þá í Eiðn- um, sem var svona hættulegt? Ég hefi aldrei fundið það. Jú, honum þótti stúlkur drottins bezta smíði og tók ekki einu sinni fram, að þær ættu að vera berar. Þegar Ragnheiður og Daði lokuðu að sér í kennslustund til þess að hafa frið, þá varð griðkonu að orði: Gaman væri að verða að flugu, það veit minn guð, og ná í smugu og gá, hvort Evu og Adams blað eru enn á sínum gamla stað. Nú græðir Stjörnu Bíó morð fjár á þvi að lofa fólkinu ' að gá að því, sem griðkonan í Skálholti fékk ekki að sjá á sínum tíma. Myndinni er ekki alls varnað. Það er skáldskapur í henni, og þetta er hatröm ádeila á þjóðfé lagið sænska. En það er ekki það, sem gerir aðsóknina svona furðu lega, heldur hitt, að þarna er par, sem er klætt eins og Adam og Eva áður en þau fengu sér fíkju blöðin. Það hneykslaði mig þó ekki, heldur hvar myndin er svið- setL Þéssi skötuihjú koma sér að lokum fyrir á háum skíðgarði, og hvar haldið þið, að hann hafi verið sá skíðgarður? Hann var utan um konungshöllina í Stokk hólmi. Svo þegar þessi hjú eru að byrja að sýna listir sínar, þá hljómar um salinn þjóðsöngurinn sænski. Hann er hafður fyrir und irspil. Þá var mér öllum lokið og flaug í huig hendi .igar Matthías ar: Þú goðum vígða Gautaslóð þú Gústafs prúða snilldar þjóð. Nokkra metra frá þessum stað var Gústaf Adolf að tala við her- menn sína 1630 og velja her, sem átti að fylgja honum í þrjátíu ára stríðið. Hann valdi aðeins 13 þús und Finna og Svia. En það er víst FIMMTDAGUR 13. júní 1968. Helgi Maraldsson ekki ofmælt, að þetta var einvala lið. Þegar Gústaf tók land í Pomm- ern, var það hans fyrsta verk að láta allan hertnn krjupa á kné og gera bæn sína. Þegar konungur sá, að sumir hermennirnir tár- felldu, sagði hann; grátið ekki, vinir mínir, vel beðið er hálfur sigur. Þeir sýndu það líka þessir piltar, bæði við Leipzig og Lutz en, að þeir kunnu fleira en að gera bæn sfna. Um þessar hetjur vorum við aldamótamenn að lesa fyrir 50 árum og Blástakka Karls 12. í snilldarþýðingu Matthíasar Jooh- umsonar. Við biðum eftir hverju hefti af Herlæknissögunum á hverju hausti eins og stórhátíð, og það er ekki ofmælt, að það lá stundum við slag, og til var það að bíða ekki eftir útgöngusálmin um í kirkjunni en fara í bókasafn ið. Hvorir haldið þið, hlustendur góðir, að hafi fengið hollara upp- eldi, við aldamótamennirnir eða jafnaldrar okkar í Stjörnu Bíó. Nú er ég auðvitað búinn að vekja forvitni hjá lesendum og þeir vilja heyra framhaldið af ævin- týrinu, sem byrjaði svo glæsilega með þjóðsönginn íyrir undirspil. Það er bezt að gera það og draga ekkert undan. Það er góður speg ill á menningu Svía, enda eru þeir vist farnir að óttast, hvað þeir eiga eftir að uppskera og Stjörnu Bíó græðir morð fjár. Svo kom svolítil snurða á þráð inn í lokin. Það kom önnur stúlka í spilið, og þá fauk nú í þá stuttu, sem fyrir var. Eitt slnn, þegar bóndi kom heim fró frillu sinni, þá hefir konan víst gefið honum eitthvað róandi, því hann lá eins og dauður á gólfinu. Þá þrífur konan búrihnífinn og tilkynnir há- tíðlega að hún ætli aS skella und- an kalli sinum, svo hin fái það ekki. Ekki var samt leikinn þjóð söngurinn, meðan sú athöfn fór fram og mátti furðulegt telja. Það verður betra fyrir Reykvik inga á næstunni að rjátla ekki mikið við 6. boðorðið og hafa búrhndfinn ekki á glámbekk, þeg ar tugir þúsunda af unglingum hafa gengið í unglingaskólann í Stjörnu Bíó. Svo vil ég undir lok- in spyrja Velvakanda og bræður hans. Þeir voru 5 í ævintýrinu og eru víst allir ritstjórar við Mogg- ann. Hvaða menningarviðundur er það, sem stjórnar unglingaskólan um í Stjörnu B£ó? Þessi vísa barst mér utan úr himingeimnum nýlega, um hifund veit ég ekki: Þú mátt eiga þetta lið. Það mun við þig stjana, sagði drottinn satan við og sendi honum ritstjórana. Helgi Haraldsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.